Morgunblaðið - 18.08.1971, Page 15

Morgunblaðið - 18.08.1971, Page 15
MORGUIXFBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1971 15 I Erf itt að f inna sögusvið Brekkukotsannáls á nútíma íslandi — Sagan kvikmynduð fyrir þýzka sjónvarpið BREKKUKOTSANNÁLL Hall- dórs Laxncss verður kvikmynd- aður fyrir norður-þýzka sjón- varpið á næsta ári. Hefur hinn kunni leikstjóri Rolf Hedrick verið hér á landi ásamt islenzka leikararanum Jóni Laxdal Hall- dórssyni til að leita að hentug- um stöðum til kvikmyndunar og ráðfæra sig við höfundinn. Á blaðamannafundi á heimili Halldórs Laxness í gær sögðu þeir, að ákveðið væri að kvik- mynda bókina og gera litkvik- mynd í fullri lengd. Hins vegar væri ekki endanlega ákveðið, hvort myndin yrði tekin hér á íslandi næsta snmar og þá hvar eða hvort kvikmyndun færi fram innanhúss í stöðvum sjónvarps- ins í Miinchen eða Frankfurt. Færi svo, yrðu leikarar, a.m.k. margir, þýzkir, en yrði myndin -tekin á Islandi yrðu fengnir ís- lenzkir leikarar í öll hlutverkin. Hvort sem væri, yrðu landslags- myndir teknar hér. Jón Laxdal Halldórsson verður við kvik- myndatökuna, en ekki ákveðið á hvern hátt. Sagði leikstjórinn, að hann mundi hafa samráð við Halldór Laxness áður en hann færi, en endanleg ákvörðun yrði síðan tekin hjá þýzka sjónvarp- inu í næstu viku. Þegar þeirri spurningu var vikið til Halldórs Laxness hvaða skoðun hann hefði á því, hvernig kvikmyndun yrði háttað að þessu leyti, kvaðst hann ekki skipta sér af því. — Ég hefi þá skoðun, að þetta verk eigi að vinna .sem bezt frá hstrænu sjónarmiði — í samræmi við anda verksins sjálfs, sagði hann. Reyndar er ekki þægilegt að búa til neitt annað úr Brekkukotsannáli. Til dæmis verður aldrei hægt að gera úr Brekkukotsannáli túr- istaprópaganda. Rolf Hedriek er mjög kunnur bæði sem stjórnandi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann kvaðst ekkert hafa vitað um Island annað en að hann hefur lesið allar bækur Halldórs Laxness, sem hamn hefur náð í — og sá svo landkynningarbæklinga, sem ekki reyndust gefa mjög rétta mynd af landinu. Hann kvaðst hafa orðið hissa að finna ekki hér það svið, sem Brekkukots- anmáll segir frá. í Þýzlkalandi er allt fullt af gömlum boirgum, sem ekki breytast og hægt er að kvikmynda í. Hér aftur á móti er svo mikið af nýjum hlutum. Þó að fyndist bær, væri þar kannski Esso-tamkur á hlaðinu. — Við þurfum meira en bara Brekkuko.t, sagði hann. Við þurfum litlu höfnina í Reykjavík o. fl. Og mér finnst hættulegt að blanda öllu samain, sínu úr hverri áttinni, og segja að þetta sé gamla Reykjavík. Leikstjórinn kvaðst hafa farið með Jóni Laxdal Halldórssyni víða um landið — um Snæfells- nes, norður í Skagafjörð, þar sem þeir skoðuðu Sauðárkrók og Glaumbæ, til Akureyrar, Seyðis- fjarðar, Húsavíkur og í Laufás, auk þess sem farið hefði verið til ýmissa staða á Suðurlandi. En hann hefði ekki fundið ákveð- inn stað sem væri sögusvið Brekkukotsannáls. Upphaf þessa máls kvað hann það, að hann hitti þennan unga, íslenzka leikara, Jón Laxdal Hall- dórsson, í Sviss, þar sem þeir voru báðir við kvikmyndun á verki eftir Max Frisch. En Jón er, sagði haran, eini útlendi leik- arinn sem ég hef hitt, sem talar þýzku alveg eins og Þjóð- verji. Það fyrsta sem hann spurði Jón um, var hvort hann gæti kom ið sér í samband við rithöfundinn Halldór Laxness, hann hefði hug á að fá að gera kvikmynd eftir einhverri af bó.kum hans. Það varð og hitti Hedrick Halldór Laxness í Frankfurt. í fyrstu hafði hann haft hug á að kvik- mynda Atómstöðina. Eftir að hafa rætt um það, komu þeir sér saman um að í Atórrastöðinni væru of margar línur til ýmissa átta, en Brekkukotsannáll væri afmarkaðri. — Og í þökkabót mundi Atómstöðin gefa ranga hugmynd í Þýzkalandi núna, sagði Hedrick. Halldór Laxness kvaðst ekki muna eftir að sagan Brekfkukots- anraáll hefði nokkurn tíma verið hugsuð sem leikrit eða kvik- mynd. En oft hefði verið talað um það að kvikmynda ýmisar bóka hans, án þess að af hefði orðið. Salka Valka hefði þó verið kvikmynduð af Svíum og sjón- varpið franska gert þætti úr Sölku Völku með sínu leyfi, en þeir samið handritið sjálfir. Eklki vissi hann gjörla hvers konar þættir þetta voru. — Verkið var orðið svo ólíkt því sem mitt verk var, að ég hafði ekki áhuga á því, sagöi Halldór. Það var orðið fyrir mig, eins og að selja saltfisk. Rolf Hedrick sagði, að um I myndina eftir Brekfcukotsann- áli mundi verða samvinma milli hans og Laxness um samningu handritsins. Þetta yrði hálfa annars klukkutíma mynd i litum, í fyrsta lagi yrði hún gerð fyrir sjónvarp, en 16 milljónir manna horfa á Nord Deutscher Rundfunk. Síðan færi myndim á almennan fcvikmyndamarkað í Þýzkalandi, og til Sviss, Austur- ríkis og fleiri landa. Ef fengnir væru íslenzkir leikarar og mynd- in öll tekin hér á landi, þá yrði síðar sett við hana þýzkt tal. Kvað leikstjórinn mikinn áhuga í Þýzkalandi á nýjum stöð um og nýju efni til kvikmynd- unar. Og mjög væru eftirsótt verk eftir fræga höfunda til kvikmyndunar í sjónvarpi. I kvikmyndahúsum væri meira af sölumyndum, sem fjöhuðu um sex, glæpi og þess háttar. Menn horfðu fremur á myndir af varad- aðra tagi í sjónvarpi. Aðspurður um kostnað við slíka kvikmyndagerð, sagði harnn að 'kostnaður yrði meiri við að taka myndina hér en hann hefði upphaflega haldið. Gizkaði hanra á Vz milljón marka eða meira. Dýrt væri að koma með öll tæki, bíla sem tækin eru í og um 100 manna kvikmyndalið. Era í Þýzkalandi gegndi svolítið öðru máli, því að þá væri svo mikið af tæknibúnaði og mannskap fyrir hendi á staðnum. Að lokum var leikstjórinra spurður hvort hugmyndir hans um Brekkukotsaranál hefðu breytzt við komuna hiragað. — Já, svaraði hann. Áður var þetta í mínum augum tímalaus saga — nú er hún sögulegs eðlis. Hall- dór Laxness hefur skrifað sögu úr ykkar landi — en sögu sem er alþjóðleg. Viðurkeimingar vegna fegrunar borgarinnar — veittar einstaklingum og fyrirtækjum að Höfða í gær FEGRUNARNEFND Reykjavík- urborgar afhenti í gær einstakl- ingum viðurkenningarskjal fyrir snyrtilegar lóðir og hús. Einnig voru þremur unglingum veitt verðlaun fyrir ritgerðir um manninn og áhrif hans á um- liverfið. Verðlaunin voru afhent í Höfða í gær og hófst atliöfnin með því að formaður feg.runar- nefndar Reykjavikur, Gunnar Helgason, ávarpaði gesti og rakti störf fegrunarnefndar. Sagði liann m. a. að hundruð reyk- vískra borgara hefðu leitað ráða lijá fegrunarnefnd nú i nýafstað inni fegrunarviku og fjöldi bréfa hefði borizt um tillögur til Iióta I fegrun borgarinnar. Sagði hann að nú lægi fyrir að vinna úr þeim, en jafnframt benti hann á að umönnun húsa og lóða ykist með hverju ári. I sambandi við fegrunarvikuna gat hann þoss að fjöldi borgarbúa hefði leitað að- stoðar borgarinnar við að flytja drasl af lóðum. Þá afhentu Gest- ur Ólafsson og Hafliði Jónsson verðlaunahöfum viðurkenningar skjöl en hér fer á eftir frétta- tilkynning frá Fegrunarnefnd Reykjavíkur um starf nefndar- innar og verðlaunahafa: „1 dag, miðvikudaginn 18. ágúst, eru 185 ár liðin síðan Reykjavík fékfc kaupstaðanrétt- indi, en í tilefni af þessum áfanga í sögu borgarinnar efndi Fegrunarnefnd Reykjavíkur til sérstakrar fegrunarviku í síð- ustu viku. Þessi vika tófcst á margan hátt mjög vel, þótt enn sé margt ógert í fegrun borgar- innar. Vill nefndin þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum, sem höfðu samband við skrifstofu nefndarinnar í fegrunarvikunni, fyrir ábendingar þeirra og tillög- ur. Þegar hefur verið haft sam- band við fjölda aðila og atihuga- semdum komið á framfæri, en því starfi mun verða haldið áfram og verður reyrat að leysa úr öllum málum, sem borin hafa verið upp við nefndina, eins og frekast er unnt. Á undanförraum árum hefur Fegrunarnefnd valið fegurstu götu borgarinar, en nú fylla þann flokk; Selvogsgrunn, Safa- mýri og Sporðagrunn. Hefur merki Fegrunairnefndar verið sett upp við þessar götur. Nú er ekki svo, að ekki séu aðrar götur í borginni, sem koma til álita. Má þar t. d. nefna Eini- mel, Brekkugerði, Hvassaleiti og Fjölnisveg, sem dæmi um aðrar fallegar götur. En hinar 3 ofan- greindu götur hafa verið valdar með það fyrir augum, að þær séu jafnfallegastar og verði jafn framt íbúum við aðrar göbur í borginni hvatning til þess að vera samtaka um fegrun sinna gatna. I gær á blaðamannafundi veitti Fegrunarnefnd einnig fyr- tækjum, félögum, stofinun'um og einstaklingum viðurkenningu fyr ir þeirra tillag til fegrunar borg- arinnar. Samkvæmit tillögum fjögurra félaga úr Arkitektafélagi Islands og nefndar á vegum Fegrunar- nefndar, er í áttu sæti fulltrúar frá samtökuim verzlunar og iðn- aðar, var ákveðið að eftirtaldir hlytu viðurkeraningu, sem er bæði viðurkenning til eftirtaldra og ætluð öðrum aðil'um til hvatn- ingar: Fellsmúli 17—19, Háaleitis- braut 109—111, Háaleitisbraut 77, Brekkugerði 19, Norræna húsið, Höfði, Álftamýri 29—41, Dag- heimilið við Sólheima, Upptöku- vistheiimilið við Dalbraut, Eini- Þeir sem tóku á móti verðiaunum fegrunarnefndar að Höfða í gær. Ein þeirra stofnana er viðurkenningu hlutu: Búnaðarbankinn á Hlenuntorgi. melur 10, Osta- og smjörsalan við Snorrabraut, Hitaveibugeym- ar á Öskjuhlið, Hagaskóli, Nes- vegur 11, Kvisthagi 7, Oliiufélag- ið hf. við Stóragerði, Búnaðar- bankinn við Hlemmtorg, Slökkvi stöðin, Öskjuhlið, Dvalarheimili aldraðra sjómamna. Á sl. vetri efndi Fegrunar- nefnd til ritgerðarsamkeppni i öllum 12 ára bekkjum barnaskól anna í Reykjavík í samvinnu við skrifstofu fræðslustjóra um efn- ið: „Áhrif manna á umhverf- ið.“ Urslit dámnefndar urðu þau, að eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun, sem eru bókangjöf: 1. verðlaun, Guðlaug Vilboga- dóttir, Njörvasundi 10, nemandi í Langholtsskóla. 2. verðlaun, Friðrik Sigurðs- Framhald á bls. 17 rrá vinstri: Guðriin Ásdís Ben ediktsdóttir, móðir F’riðriks Stg- nrðssonar, sem var í sveit og gat því ekki veitt verðlaunun- nm viðtöku sjálfnr, en hann hlaut 2. verðlaun í ritgerðarsam- keppni barna nm álirif mannsins á umhverfið. í miðjunni er Guðlaug Vilbogadóttir, sem hlaut 1. verðlaun og 1. t.. h. er Helgi Grímsson, sem hlaut 3. verðlaun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.