Morgunblaðið - 19.08.1971, Page 12

Morgunblaðið - 19.08.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1071 Kúabóla: Englendingar hætta skyldubólusetningu Hefur ekki borið á góma að hætta henni hér á landi FRÁ þvi var skýrt fyrir skömmu að yfirvöld heilbrigðismála í Bretlandi hefðu ákveðið að hætta skyldubólusetningu við kúlabólu. F.r ástæðan meðal ann- ars sögð sú, að dauðsföll af völd- um bólusetningar hafi undanfarin ár orðið fleiri en dauðsföll af völdum veikinnar sjálfrar. Einn- ig kemur það til að Alþjóða heil brigðismálastofnuninni hefur orð ið mjög vel ágengt í baráttunni gegn kúabólu. Er veikin nú ein- ungis landlæg í fimm löndum heims, að því er fram kemur í skrifum danska blaðsins Ber- lingske Tidende um þetta mál — og talið, að henni verði útrýmt að fullu á nokkrum næstu árum. Á síðustu tuttugu árum hefur fundizt 131 bólutilfelli í Bretlandi og veikin þá borizt með útlend- ingum eða fólki, sem verið hefur á ferð óbólusett í löndum, þar sem kúabóla var. Af þessum sjúklingum létust 47. Á sama tíma hafa verið skráð hundrað Harður árekstur vegna kappaksturs? MJÖG harður árekstur varð í gærkrvöldi laust eftir kl. 10 á gatnaimótum Flókagötu og Rauð- arárstígs. Fólksbílar, sem þar rákust saman, stórskemmdust og ökumennirnir slösuðust og voru fluttir í Siysadeildina. Bíllinn, sem kom suður Rauð- arárstig, hentist á vegg við suð- vesturhorn gatnamótanna, en bílinn sem ók Flókagötuna hent- ist á vegg hinum megin við göt- una. Grunur leikur á, að ökumaður bílsins, sem kom eftir Flókagötu, hafi verið í kappakstri. — Vatnajökull Fraitihald af bls. 33. áratugum er ein af orsökunum fyrir þessu misræmi. Hér hefur verið reynt að reikna út þátt jöklarýrnunar i afrennslinu og reyndist hann um 4- 5% á árun- um 1931 1960. Rýrnun Vatnajökuls var reikn- uð út á þann hátt, að safnað var saman öllum þeim mæliragum, aem gerðar hafa verið á Breiða- merkurjökli. Samkvæmt þeim hefur jökulsporðurinn hopað um 2300 m á árunum 1894—1968, en við það komu 52 ferkm lands undan jökulsporðinum. Á sama tíma rýrnaði Breiðamerkurjök ull um 49 rúmkílómetra. Rýrnunarmælingar á Breiða- merkurjökli hafa verið notaðar til að reikna út heildarrýrn- un Vatnajökuls á aama tíma. Niðurstöðurnar úr þeim reikn- ingum eru ekki samhljóða eftir því hvaða aðferðum er beitt, en þær liggja á bilinu 270—350 rúmkm, en það eru 8—10% af öilum jökulskildinum. Hann væri þvi 500- 600 ár að eyðast með hliðstæðum bráðnunarhraða og þeim, sem verið hefur frá því um 1930. Reikna má með því, að saman- lögð jöklarýmun á íslandi hafi numið að meðaltali um 240 kl/ sek á árinu 1931—1960. Þetta skýrir að nokkru leyti það ósam- ræmi sem er milld úrkomukorts- ins og afrennsliskortsins, en ekki þó að fullu, þar sem eftir er að taka tillit til uppgufunarinnar og jarðvatnsrennslisins, sem seytlar neðanjarðar beint til sjáv ar, og kemur þvi ekki fram i rennsiismælingum. dauðsföll af völdum bólusetnimg- ar við kúabólu. Á Norðurlöndum, a.m.k. í Dan- mörku, eru dauðsföll miklu færri á þessu tímabili og er ástæðan sú, að þar er þess vandlega gætt, að börn séu ekki bólusett, ef nokkur minnsta hætta er á því að þau þoli ekki bólusetningu. Morgunblaðið sneri sér til embættis landlæknis vegna þessa máls og spurðist fyrir um það, hvort komið hefðd til tals að leggja niður skyldubólusetningu hér á landi. Fyrir svörum varð Benedikt Tómasson, læknir, sem sagði, að sér væri ekki kunnugt um, að það hefði borið á góma að hætta við skyldubólusetn- ingu gegn kúabólu. Varðandi afleiðingar bólusetn- ingar hér á landi vísaði hann til dr. Halldórs Hansens, sem gaf blaðinu þær upplýsiragar, að þau tíu ár, sem hann hefði starfað að þessum málum, hefðu engin dauðsföli orðið af völdum kúa- bólusetningar hér á landi og eng- in alvarleg eftirköst, enda væri hér bólusett með mikilli varúð. Hann kvað nokkuð umdeilt á * Omuna heyskaparsumar STYKKISHÓLMI. — Heyskapur hefur gengið með ágætum og hafa menn fengið miikinn og sér- staklega góðan heyafla og hirt eftir hendinni, ef svo má segja. Muna menn varla eftir eins góðu heyskaparsumri og nú. — Fréttaritari. Nýir ræðismenn DONALD H. Stoneson hefur ver- ið skipaður ræðismaður fyrir Is- land í San Francisco. Einnig hefur Haraldi J. Ham- ar verið veitt viðurkenning sem ræðismanni fyrir Mexíkó i Reykjaví'k. ríki SÞ J ISameinuðu þjóðunum 4 18. ágúst. AP. / ÖRYGGISRÁÐ SameinuðuJ þjóðanna hefur mælt með þvíl að Allsherjarþingið veiti rík-í inu Bahrain við Persaflóa upptöku í samtökin, en nýlega samþykkti ráðið umsókn smá ríkisins Bhutans í Himalaya- fjöllum, um aðild að samtök- unum. Fallist Allsherjarþing- ið á aðild þeirra verða þau 128. og 129. ríki Sameinuðu þjóðanna. Réttarhöld í Tripoli Tripoli, 18. ágúst. NTB. FRÁ því var skýrt af opinberri hálfu í Tripoli í ðag að á þriðju- dag hefðu hafizf réttarhöhl í máli nokkurra kaupsýshimanna og fyrrverandi lögre.glumanna, en þeim er öllum gefið að sök að hafa staðið að samsæri gegn stjórn landsins á síðastliðnu sumri. Talið er, að meðal hinna ákærðu séu tvelr fyrrverandi forsætisráðherrar, Hussein Mazik og Abdul-Hamid Rakush. Ekki er vitað, hversu fjólmemuir þessi hópur sakborninga er, en sagt er, að verði þeir sekir fundnir, eigi þeir líflátsdóm yfir höfði. hvaða aldri væri bezt að bólu- setja við kúabólu í fyrsta siran til þess að hliðarverkanir yrðu sem minnstar. Víðatst væri mið- að við tveggja ára aldur; Banda- ríkjamenn hefðu miðað við aldur inn 1-4 ára en t.d. í Noregi væru börn almennt ekki bólusett eftir eins og hálfs árs aldur. Dr Halldór Harasen kvað það rétt vera, að Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni hefði orðið mik- ið ágengt í baráttunni gegn bólu- sótt; hefðu stór svæði verið þurrkuð upp -— en þá að sjálf- sögðu með allsherjarbólusetn- ingu. Vegna hinna greiðu samgangna nú á dögum og tíðu ferðalaga manna, væri þó varhugavert að vera óbólusettur því aldrei væri að vita, hvar eða hvenær bólu- sótt næði sér á strik. — Utanríkis- rádherra Framhald af bls. 1. yrði vísað til hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973. Hafi" Einar aftur á móti útskýrt, hver lífsnauðsyn útfærsla landhelginn ar væri fyrir afkomu íslenzku þjóðarinnar, og lagt áherzlu á, að allur fiskur í sjónum kringum Island mundi verða horfinn löngu áður en alþjóðlegt sam- komulag yrði um hvernig ætti að friða hann. Hafi Einar sagt Godber ráðherra, að stjórn hans tryði ekki á það, að alþjóðlegur dómstóll eða Sameinuðu þjóðim- ar mundu samþykkja útfæi'slu landhelginnar nægilega fljótt til að bjarga íslenzkum fiskistofn- uim. FJÖLiVIENNUR BLAÐAMANNAFUNDUR Blaðamannafundurinn hófst kl. 4 síðdegis að viðstöddum 30—40 blaðamönnum, sjónvarps- og út- varpsmönnum. Fréttamaður Mbl. Jóhann Sigurðsson var þar og sagði Jóhann, að andinn á blaða- mannafundinum hefði verið vin- samlegur, þótt auðvitað yrði mest að marka það, sem blaðamenn- irnir skrifuðu í sín blöð. En þeir hefðu virzt skilja rök Islendinga og hvað þeir væru að fara með þvi að vilja færa fiskveiðilögsög- una út í 50 mílur. Rakti hann nokkuð spurningar og svör, sem fram komu, sem voru mjög á einn veg. Blaðamannafundurinn hófist með því, að Einar Ágústsson skýrði frá fundinum með brezka ráð- herranum um morguninn og gerði síðan grein fyrir sjónarmið- um íslendinga í landhelgisrraál- inu, sem ekki þarf að rekja fyrir ísiendinga, sagði Jóhann. Þá var mönnum boðið að leggja spurn- ingar fyrir ráðherrann. Einar Ágústsson var tii dæmis spurður að því, hvort hann reiknaði með því að yfirvofandi væri þorskastríð. Sagði ráðherr- ann, að fundurinn í dag í utan- ríkisráðuneytinu hefði verið mjög virasamlegur og kæmd sér því mjög á óvart ef svo væri. Þorskastríð við Bretland 1961 hefði endað með samkomulagi um útfærslu í 12 mílur. Þá var spurt, hvort búið vaeri að segja upp samningnum frá 1961 og svaraði iiann því, að svo væri ekki, heldur væri aðeins verið að kynna áform ríkis- stjórnarinnar. Minnzt var á ummæli John Grahams, fulltrúa Breta í Genf, sem hefði kallað þessar aðgerðir íslendinga „stríð gegn öllum réttlætikröfum" og minnt á, að Bretar hefðu veitt á íslandsmið- um i nærfellt öld og þaðan kæmu 40—60% alls brezks fiskafla og því væru áhrif þessarar ákvörð- Kinar Ágústsson, utanríkisráðh erra ávarpar blaðanienn á blaða- mannafnndi í Lindnn í gær. Sendiherra íslands í London Nlds P. Sigurðsson situr til hicgri. unar fslendinga ákaflega alvar- leg. Hvað eiftir annað var spurt, hvort íslendingar vildu ekki leggja málið fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. En svarið var jafnan, að það mundi takf. of langan tíma og fiskimið íslands yrðu uppurin þegar það mál væri leyst. Bað ráðherra Haras G. Andersen að segja frá hvernig farið hefði með hvalinn í Norðurhöfum. Skýrði Hans frá því, hvernig hvalurinn hefði verið nær út- dauður, þegar þjóðirnar komu sér loks saman um hvernig ætti að takmarka veiði hans. Blaðamaður Times spurði, hvort ekki hefði verið heiðar- legra, kurteislegra og á al'lan hátt betur við hæfi að ræða mái- ið við þau lönd, sem hlut eiga að máli, þ. e. brezku stjórnina og þýzku stjórnina, heldur en að lýsa yfir einhliða ákvörðun íslenzku ríkisstjómarinraar. Var svarið það, að samráð yrði haft við alla aðila, þessi ákvörðun Is- lendinga væri engir afarkostir settir öðrum þjóðum. Einn biaðamanna spurði, hvort nokkur ástæða væri til að ætla að þegar Islendingar hefðu fært landhelgina út í 50 mílur, þá færðu þeir ekki bara út í 100 míl- ur eða 200 miílur strax eftir 2—3 ár. Einar Ágústsson svarað; þessu algerlega neitand’. Það væru ekki áflorm íslenzku rík’sstjórnarinn- ar að fiara lengra en í 50 miílur með landlhelgina. Þar væri land- grunnið. Og þetta væru þau tak- mörk sem í mörg ár hefðu ver- ið talinæskileg. Loks var spurt, hve stóran her skipaflota íslend’'ngar hefðu. Var það í sambandi við verndun á svo stórri landihelgi. Og svarið kom um hæl, að íslendingar ættu engan flota. Og biaðamaðurinn henti það á lofti og sagði: Hald- ið þér ekki að þið þurfið núna á honum að halda? Það kom ávallt fram í spurn- ingum Bretanna að þarna væri verið að ganga á gamla veiði- hefð Breta og Þjóðverja og var spurt hvort ekki yrði tekið til- lit til gamal'lar veiðihefðar þess- ara þjóða. Svar ráðherra við því var, að allar hliðar málsins yrðu teknar til athugunar og að það væri trú hans og íslenzku ríkis- stjómarinnar, að þetta mál mætti leysa án þess að til stórræða kæmi. Það mætti gera með sam- komulagi. Yrðu óskir um undan- þágur í skjóli hefðar teknar til athugunar. Á fundinum var einnig komið inn á spumingu um, hvort ís- lenzka ríkisstjórnin hefði enn í hyggju að fara fram á það, að bandaríska liðið, sem væri á Nato-flugvellinum, færi innan fjögurra ára. Og ráðherra svar- aði því, að íslendingar litu á þetta eins og aðrar vopnlausar þjóðir, að vilja ekki erlendan her í landinu. Það hefði verið svo er við gengum í Nato. Sagði ráð- herrann að eftir 1. janúar 1972 yrði farið að semja um að láta herinn fara á næstu 4 árum. En málið yrði svo tekið til endur- skoðunar, ef talið yrði hættu- legt að hafa ekki her á íslandi af einhverjum ástæðum. Á blaðamannafundinum í sjón- varpinu í kvöld var spurt; — Hvað ætlið þið að gera þegar þið verðið búnir að ýta ölluim erlendum fiskveiðiskipum út fj'r ir 50 rraílur, ætlið þið þá að láta ykkar eigin togara veiða þar að vild? Einar Ágústsson svaraði því að íslenzkum togurum hefðu verið veitt takmörkuð veiðileyfi innan við 12 mílur fram að þessu, og að stjórn sín mundi halda áfram að vera ströng við togarana i sambandi við veiði- leyfi. Kom uitanríkisráðherra mjög vel fyrir í sjónvarpsviðtalinu, en það var um 3ja mínútna frétta- viðtal, sagði Jóhann. í dag fer Einar Ágústsson til Þýzkalands til að kynna áform- in um útfiærslu fiiskveiðimark- anna og mundi hann h’tta Wait- er Seheel að máli, að því er seg- ir í fréttaskeyti frá AP. Tvö innbrot upplýst NÝLEGA hefur rannsóknarlög- reglan í Hafnarfirði upplýst tvo þjófnaði í Kaupfélag Hafnfirð- inga á Garðaflöt. Reyndist sami ungi maðurinn hafa brotizt inn í bæði skiptln'. í fyrra skiptið, 3. marz, hafði hann stolið 3000—4000 kr. í pen- ingum, 35 dölum og dönskum krónum. En 17. júlí þegar hann brauzt þarna aftur inn, hafði hann stolið úr kössunum 3000— 4000 krónum og sígarettum úr hillum. 1 Samþykkt um Kína 21. sept.? New York, 18. ágúst - NTB BANDARÍK.IAST.IÓRN hef- ur lagt til við U Thant, frarn- kvæmdastjóra Sameinuðu , þjórtanna, art hártum kín- versku ríkjnnum verrti veitt artild art Sameinitrtu þjóðun- um. Hefur George Bush, sendiherra Bandarikjanna hjá SÞ, mælzt tli þess virt fram- kvæmdastjórann, art hann setji málið á dagskrá og und- irbúi afgreiðslu þess með þart fyrh’ atigum, art unnt verrti að fá samþykkt þar að iút- andi á Allsherjarþinginii í haust, helzt setningardaginn sjálfan 21, september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.