Morgunblaðið - 05.09.1971, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.09.1971, Qupperneq 4
4 MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUOAGUR 5. SEPTEMBER 1971 * > 22-0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 -=^—25555 ■^ 14444 WMfíÐ/R BILALEIGA nVERFISGÖTU 103 YW Sendifðrðabífreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9manna-Landfover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Símf 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 BÍLALEICA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan S'^urlanrlsbraut 10. s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA i Bilaleigan SKÚLATÚNI 4SÍMI15808 (10937) ESS Mluihun r 3S329 Rafsuftuvír Þ. ÞORGRIMSSON & CO SÐ8UBLANBSBRAUT f SÍHIJ8640 0 Ámi leturgrafari var stúkumaður Nokkur bréf hafa borizt um kvæðið, sem hefst á orðunum „Nú svifur að mér svími“, og til drög þess. — Fimmta orðið er vitanlega svími, en ekki svimi, eins og misprentaðist hér um daginn. Hér er bréf frá Guðgeiri Jóns syni: „Ég þykist standa á grænni grund, en Guð veit, hvar ég stend“. Það er mjög langt síðan mér var sagt, að Árni leturgrafari hefði kveðið þessar ljóðlínur, vísuna eða vísurnar nam ég ekki. En mér var jafnframt sagt, að hann hefði kveðið þetta i orðastað annars manns, er vérið hefði mjög drukmn og börn hrópuðu að þess vegna. Þó að ég geti að sjáifsögðu ekkert sannað um sannleiksgildi frásagnarinnar, þá þykir mér hún sennilegri, eftir því sem Þ. ÞORGRÍMSSON&C0 ARMA PLAST SALA -AFGREIÐSLA SUÐURLANDSBRAUT6 ðS• Þ. ÞORGRÍMSSON & CO SUÐURLANDSBRAUT 6 SÍMI 38640 ég heyrði um Árna rætt i ung dæmi mínu, heldur en hin, að hann hafi sjálfur verið ölvað ur þegar hann orti þetta. Mér þykir trúlegt, að um misminni eða misskilning sé að ræða, hvað þetta snertir, í frásögn Björns M. Halldórssonar í þætt inum 27. ágúst si. í bókinni Hver er maðurinn, er þetta um Árna: „Árni Gíslason f. 18. 10. 1833 í Kaldárholti í Rang. For. G. bóndi þar Árnason, Þorsteins- sonar á Rauðalæk og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir á Giljum Þorbjarnarsonar. — Lögreglu- þjónn í Rvík 1859—75. Lista- maður um letu-rgröft frá barn æsku. Stundaði jafnan letur- gröft. Regluboði Stórstúkunnar mörg ár. Starfaði mikið í IOGT. í niðurjöfnunarnefnd 1878—84. D. 4. 5. 1911 í Reykjavík. Kona Guðlaug Grímsdóttir Melbyé, Þingholti í Rvík, Bjarnasonar”. Eftir að ég hafði hripað þetta sá ég í þáttum Velvakanda í dag, 1. sept. að Marinó L. Stef ánsson .ræðir um þetta sama. Hann birtir „visuna" eins og hann lærði hana í æsku. Þar eru tvær ljóðlínur, sem ég tel að ekki hafi getað átt við um Árna. Þær eru þessar-- „Af ellihvitu hrímá, mitt höfuð þakið er“. Hafi Árni leturgrafari drukk ið sig ölvaðan, þá hefk það verið löngu áður en höfuð hans var þakið af ellihvítu hrími. Guðgeir Jónsson“. 0 Árni leturgrafari kvað í orðastað Sigurðar tanngalla Halldór Blöndal skrifar Vel- vakanda: „Rétt tildrög kvæðisins virð- ist vera að finna í æviminning um séra Áma Þórarinssonar, sem Þórbergur Þórðarson skráði. Þar segir á þessa leið: Sigurður hét maður, kallað- ur tanngalli. Hann átti heima í Reykjavík á fyrstu árum mín um í bænum. Hann var hæg- gerður maður, en nokkuð Nokkrar stöSur eru lausar nú þegar, bæði fyrir bókara og gjaldkera. — Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til starfs- mannastjóra fyrir 10. þ. m. Búnaðarbanki íslands. | Silfurhúðun j Siliurhúðum gumlu muni Upplýsingar í síma 84639 og 85254 eftir klukkan 20. hneigður til víndrykkju og sást stundum ölvaður. Söfnuðust sbrákar þá oft kringum hann og gerðu hróp að honum. Eitt sinn eltu þeir hann um götur bæjarins og köstuðu í hann snjó kúlum. Hann fór undan, og barst eltingaleikurinn upp Skóla vörðustíg. Þar nam Sigurður staðar fyrir framan hús Áma letu*rgrafara og stóð þar kyrr, eins og til að kasta mæðinni en strákarnir æptu: „Þarna stend ur hann“. Þá lítur Sigurður niður fyrir sig, dapur í bragði, og svarar: „Já, ó-já, hér stend ég, en Guð veit, hvar ég stend“. Þessi orð leggur 1 eyra Árna leturgrafara, sem þá var heima staddur. Hann stendur upp og fer að ganga um gólf og yrkir þetta erindi i orðastað Sigurð- ar: Nú svífur að mér svími og sveifla tekur mér. Og ellihvítu hrími mitt höfuð þakið er. Og hulinn hættutími á harmaleið mig ber, þvi dimmt er líf og döpur stund en börnin bljúg í lund, þau benda á hvar ég stend, já, hvar ég stend, en hver yeit, hvar ég stend? Ég þykist standa á grænni grund, en Guð veit, hvar ég stend. Helgi Helgason bjó til lag við þetta, Ijómandi fallegt. Mikil skelfileg sál var í þeim manni, honum Árna leturgraf ara. (í sálarháska, bls. 281)“. 0 Hlaðsöngur Kristófers ráðsmanns Mætur borgari í Reykjavík hefur skrifað Velvakanda og bent honum á, að ljóð þetta sé prentað í bók Guðbjargar Jónsdóttur, húsfreyju á Brodda nesi, „Gömlum glæðum“, bls. 174. Þar er það örlítið frábrugð ið því, sem hér prentað að fram an (af elli hvítu hrími . . . Já, dimmt er líf og döpur stund. Og bömin bljúg í lund). í bókinni segir, að Kristófer, ráðsmaður föður Guðbjarga.r, hafi einu sinni staðið úti á hláði, „mjög mikið drukkinn; þá var hann að raula þessa vísu . . . Hann söng þetta með lágum, drafandi raunarómi. Mér datt í hug, hvort hann mundi nú dreyma til fortíðarinnar þegar hann var ungur maðu.r og beitbundinn ungri og efnilegri stúlku, sem hann unni hugástum, en hún dó, áður en lengri sambúðar yrði auðið“. Hvergi er sagt þarna, að Kristófer hafi ort kvæðið. 0 Sigurði frá Arnarvatni var Ijóð og lag hugstætt Baldvin Þ. Kristjánsson skrif- ar: „Velvakandi góður! Gaman or oft að eftirleit þeirri í skáldskap, sem stundum bregður fyrir í dálkum þínum. Ég „tók við mér“ um daginn við lestur fyrirspumar varð- andi ljóðlinurnar: „Ég þyki-st standa á grænni grein . . . “ og svo fa'v., því að oft hafði ég leyft mér að vitna í sum þau orð ásamt fleirum. Svo gleymdi ég þessu nú, en rankaði aftur við mér við lestur skemmtilegra Upplýsinga Björns heitins Hall dórssonar leturgrafara á sama vettvangi 27. f.m. rétt fyrir and lát hans. f sambandi yið þessar umræð ur, langar mig til að geta þess, að Sigurður Jónsson frá Arn- arvatni orti eitt sinn alllangt kvæði — sjö erindi átta ljóð- lína — aem hann nefndi, og inn an tilvitnunarmerkja:. „Ég þyk ist standa á grænni grund“, — Það bi.rtist í ljóðabók hans „Blessuð sértu sveitin mín“ árið 1945. Og viðlagið í lok fyrsta og síðasta erindis er einmitt umtöluð orð — einnig innan til vitnunarmerkja — svo að ein- hvers staðar að hefir skáldið aflað sér þeirra. Viðkomandi erindi eru svona, ef ég má syndga upp á náðina hjá þér, hvað plássið áhrærir: Á bernskuárum eitt ljóð og lag svo læstist í hug minn, að óma ég heyri það enn i dag, og angurblítt margt eitt sinn. Það minnir á: Um örlagastund ei aðvörun nein er send. „Ég þykist standa á grænni grund, en .guð veít, hvar ég stend.“ Ég sé það er almáttugt vizkunnar vald, sem valdi oss: örlög duld, og felldi í örófi alda það tjald, sem aðgreini.r Verðandi og Skuld. Ég er ábyrgur alls, Um örlag- stund ei ákvörðun nein er send. ,.Ég þykist standa á grænni grund, en guð veit, hvar ég stend.“ 31. ágúst 1971. Baldvin Þ. Kristjánsson". %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.