Morgunblaðið - 07.09.1971, Síða 18

Morgunblaðið - 07.09.1971, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1971 I 18 Gudrún Biörnsdóttir Seyðisfirðí - Minning í DAG er borin til hinztu hvflu frænka mín og mágkona, Guðrún Bjömsdóttir frá Seyðis- firðL Ég vil sýna henni og bróð- ur mínum, Sveini Guðmunds- syni, ofurlitinn þakklætiwott með fáeinum kveðjuorðum. Gúna, eins og hún var oftast kölluð, V£ir ekki há í lofti, né barst mikið á, en fáum hef ég kynnzt dugleg-ri og fyllri fram- kvæmdaorku en henni, enda hefði fyrirtæki bróður míns aldrei náð þeim þroska, sem það gerði, ef ekki hefði hennar til- styrkur komið til. í dag drúpum við höfði bræð- ur og í dag ræður sorgin ríkjum í hugum eiginmanns og fjögurra barna, þess elzta 21 árs, en þess yngsta 10 ára. Þegar sorg kveður dyra verð- ur okkur oft lítið til fanga til huggunar vinum okka.r, Sumir halda því fram að skáldin yrki sig frá sorginni og rithöfundarnir skrifi sig frá henni. Ef til vill er þetta rétt. Nýlega rakst ég á kvæði eftir ameríska skáldið John Green- leam Whittier. í lauslegri þýð— ingu hljóðar það á þessa leið: „Elskan min! Minningin um þig gérir mig rikan. Ég er ör- t Utför Steinunnar Jónsdóttur frá Hliði, sem andaðist 31. ágúst, verður gerð frá Akraneskirkju í dag, þriðjudaginn 7. september kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda, Arnóra Oddsdóttir, Gísli Oddsson. uggur vegna ódauðleika þíns. Hvaða breyting getur grandað auðlegð minni? Er nokkuð það til, sem skemmt getur perluna og gullið, sem þú skilur eftir mér til huggunar? Þótt síðdegisgang- an ve.rði svöl og dimm, held ég vonglaður áfram til móts við þig. Ég veit að þú ert ekki langt í burtu. Og þegar líður að sólsetri, mun ég þá ekki sjá þig sólbjaxta í ljóma kvöldsins, rétta fram hendumar og bjóða mig velkom- inn?“ Við skyldum ætla að sorgin þyrmdi ekki yfir þá menn, sem eiga til að bera svo mikla trú sem þetta skáld. Því e>r það ein- asta óskin, sem ég á til nú á þess- ari stundu, að trúin verði til þess að létta þjáningamar. Gúna mín! Ég er ekki í nokkr- um vafa um að kveðjur ná út yf- ir gröf og dauða. Þess vegna sendi ég þér innilega kveðju mina og þakka þér fyrir góð kynni. Guðrún Björnsdóttir var fædd 15. apríl 1929, dóttir hjónanna Bjöms Jónssonar, pósts á Seyð- isfirði, og konu hans Ámýjar Stígsdóttur, en þau hjón áttu tvær dætur, Ingu, lækni á Akur- t Móðir okkar, Kristín Bjömsdóttir, Eiðsvallagötu 20, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkra- húsinu, Akureyri, sunnudag- inn 5. september. Stella Kjartansdóttir, Bafn Kjartansson. t Elskulegur maðurinn minn, faðir og sonur, EIRÍKUR HJALMARSSON, fyrrv. skrifstofustjóri, Reykjalundi, andaðist sunnudaginn 5. september. Jarðarförin auglýst síðar. Hlíf Erlendsdóttir, Jóna-María Eiríksdóttir, Jóna Kristinsdóttir. t Bróðir okkar. PÉTUR ARNASON, prentari. andaðist laugardaginn 4. þessa mánaðar. Útför hans verður gerð frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 11. þessa mánaðar klukkan 14. Svavar Árnason og systkini. t Hjartkær eiginkona mín, og móðir okkar, JENNÝ P. FRIÐRIKSDÓTTIR andaðist þann 6. september. Eiríkur K. Jónsson og börn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur og ömmu, KRISTlNAR ÓLAFSDÓTTUR. Björgvin Finnsson, Anna F. Björgvinsdóttir, Jóhannes L. L. Helgason, Ólafur Björgvinsson, Emmi Krámmer, Finnur Björgvinsson, Anna J. Alfreðsdóttir, Óskar K. Ólafsson og barnabörn hinnar játnu. eyri, og Guðrúnu. Guðrún giftist 1949 Sveini Guðmundssyni pósti og síðar síldarsaltanda og eign- uðust þau 5 börn, en misstu einn dreng, og lifa þvi fjögur barn- anna móður sína. Fyrir tæpu ári kenndi Guðrún þess sjúkleika, er nú leiddi hana til bana. Til þess hefir verið tekið hve frá- bærlega vel og möglunaflaust hún bar sjúkdóm sinn. Vignir Guðmundsson. ÞAÐ eiga ætíð einhverjir um sárt að binda, þegar dauðinn hefur kvatt dyra. Það skiptir ekki máli, hvort hann kemur fyrirvaralaust eða gerir boð á undan sér. Menn standa högg- dofa við óvænta helfrétt, en máttvana, þegar ólæknandi sjúk- dómur ber hærri hlut. Það eru margir, sem drúpa höfði í hljóðri sorg í dag, þegar Guðrún Björnsdóttir, Austur- vegi 30 á Seyðisfirði, er borin til moldar. Guðrún Björnsdóttir, frænd- kona mín, eða Gúna, eins og hún var kölluð af flestum, sem þekktu hana, varð að lúta í lægra haldi fyrir ólæknandi sjúkdómi, aðeins 42 á-ra að aldri. Nánustu vandamenn hennar, sem nú bera þungan harm í brjósti, gera sér þess jafnframt grein, að dauðinn var líkn frá þjáningum, þegar von um lækningu var þrotin. En það eru fleiri en nákomnir ættingjar, sem syfgja Gúnu og sakna hennar og munu minnast hennar um ókomin ár. Gúna var vinur vina sinna, heilsteypt og traust, höfðingleg og alúðleg, Hún var dugleg, kjarkmikil og áræðin. Hún átti mikinn þátt í því að gera heimili þeirra hjónanna á Seyðisfirði eins glæsilegt og aðlaðandi og raun ber vitni. Hún var manni sinum, Sveini Guðmundssyni, samhent og studdi hann með ráð- um og dáð. Gúna var alltaf jafn staðföst og róleg, hvort sem móti blés eða allt lék í lyndi. Ofmetnaður í velgengni og víl í erfiðleikum var henni hvort tveggja fram- andi. Þess vegna mun minningin um hana lifa. Stefán Aðalsteinsson. t Öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar mins og bróður okkar, Þorsteins Sigurjónssonar, hótelstjóra á Blönduósi, sendum við alúðarþakkir. Faðir og systkini hins látna. S. Helgason hf. STEINIÐJA ílnholll 4 Slmar 76677 og U2S4 Trésmiður og laghent- ur maður óskast GLUGGASMIÐJAN, Síðumúla 20. Skrifstofustarf Stúlka óskast til starfa í skrifstofu, hjá stóru iðnfyrirtæki í Reykjavík, frá 1. eða 15. október. Próf frá Verzlunarskólanum eða Kvennaskólanum í Reykjavík æskilegt. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins, merkt: „Skrifstofustarf — Framtíð — 6622" fyrir fimmtudagskvöld 9. september. Afgreiðslustarf Piltur eða stúlka (helzt vön afgreiðslustörf- um) óskast nú þegar til starfa í kjötverzlun (kjörbúð). Upplýsingar í síma 12112 milli kl. 6—7. Til sölu mjög falleg endaíbúð á 4. hæð við Skipholt, 5 herb., 116 fm, auk herb. í kjallara. Lóð frágeng- in, eftir er að byggja bílskúr. Til sölu einstaklingsíbúð í Hraunbæ. 8-23-30 FASTEIGNA & LÖGFRÆÐISTOFA i ® EIGNIR BÁALEITISBRAUT 68 (AUSTURVERI) SlMI 82330 Heimastmi 85556. Gæða- próf Áður en CUDO-rúðan útskrifast frá verksmiðjunni gengur hún undir gæðapróf. Er samsetning glerjanna þétt? Þolir hún snögga hitabreytingu án þess að springa? (Falleinkunn: undir 30° á klst.). Fullnægir hún ströngustu kröfum verkfræðinga CUDO-eftirlitsins í Þýzkalandi? Ef svo er ekki, hjálpar hvorki bezta véldregið gler, tvöföld einangrun (gegn kulda og hávaða) eða erlend tækni. CUDO-rúðan gengur undir gæðapróf til þess að geta staðizt íslenzka veðráttu. TVÖFALT CUDOGLER; YÐAR ÖRYGGI. CUDO CUDOGLER HE SKÚLAGÖTU 26,SlMI 20650

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.