Morgunblaðið - 12.09.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 12.09.1971, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1971 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR „Að hlúa að öllu sem hefur í sér safa og vaxtarmagn Rætt við Braga Ásgeirsson um haustsýningu FÍM og fleira Bragi við verk Gunnars Arnar Gunnarssonar „Maður og kona“. „Það sem mér finnst bezt við sýninguna, er heildin. Það er þokki yfir heildarsvip sýningar- innar og hún er jöfn, en þó er eins og nokkurn slagkraft vanti í einstök verk,“ sagði Bragi Ás- geirsson listmálari, þegar blaða- maður Morgunblaðsins hitti hann að máii á haustsýningu Félags íslenzkra myndiistar- manna í sýningarsalnum nýja í kjallara Norræna hússins. Aðsókn að sýningunni hefur verið óvenju góð á þessu hausti, „Listmálarinn“ eftir Ragnar Kjartansson og sala hefur einnig verið með fjörugra móti. „Fjórtán myndir hafa selzt. Okkur dreymdi ekki um slíka sölu, enda eru haust- sýningar sízt af öllu settar upp með sölusjónarmið í huga, — hið listræna sjónarmið ræður jafnan ferðinni. Meira að segja hafa 4 eða 5 höggmyndir selzt, sem er algjört einsdæmi.“ Bragi sagði þó, að gæði sýning- arinnar færu að sjálfsögðu eftir þátttöku hverju sinni, og taldi hann að hún hefði ekki verið nógu góð nú, og hefðu yngri menn mátt sýna meira framtak í þvi efni, t.d. væri óvenju deyfð yfir SÚM-mönnum í þetta sinn. „En það kann að stafa af því, að Hollandsförin mun ekki hafa orðið sú frægðarför, sem vonir stóðu til.“ Þegar við gengum um sýn- ingarsalina með B>raga, vakti hin mikla fjölbreytni sérstaka athygli okkar. Þarna eru mál- verk, grafík, höggmyndir, vefn- aður, hreyfimyndir o.s.frv. í fjöl breytilegum stílum. Bragði kall- aði þetta þó „normal“ fjölbreytni á alþjóðamælikvarða. „Hér er margt ágætra verka. En mér finnst tiltölulega of lítið gert af teikningum miðað við mál- verkagerð. Þá er ekki nægi- leg fjölbreytni i grafíkinni á þessari sýningu miðað við það hve mikið er unnið í þess- ari liatgrein, þó að einstök verk séu mjög góð. Ýmsar högg- myndanna eru skemmtilegar og vefnaðurinn er greinilega í sókn, og talsvert ágengur. Við höfum átt of fáar gildar vefkonur, og framlag ungu kvennanna nú, Hönnu G. Ragnarsdóttur og Hild ar Hákonardóttur er athygl- isvert. Af verkum einstakra yngri listamanna þykja mér myndir Vilhjálms Bergssonar og Einars Hákonarsonar hvað beztar. Við þurfum fleiri unga menn af alíkum >vstandard“. Bragi er formaður sýningar- nefndar, og á meðan við rædd- um við hann þurfti hann að vera í ýmsum útréttingum, t.d. vildi Kristján Davíðsson ólmur fá upp skilti fyrir sýninguna ut an á húsinu „jafnvel þótt þú þurfir að stela málningu." Og Bragi skrapp glottandi frá til að gera ráðstafanir viðvíkjandi stoltnni málningu. „Það er ekki sérstaklega þakk látt verk að vera í dómnefnd, og ekki heldur alltaf skemmti- legt. En þegar eitthvað reglu- lega nýtt og athyglisvert kemur fram er þetta mjög gleðilegt. Svo er t.d. með framlag Gunn- ars Arnar Gunnarssonar til þess arar haustsýningar. Hann er nær óskólaður í list sinni, aðeins 25 ára gamall, hefur stundað sjó- mennsku, en virðist búa yfir ótví-ræðum hæfileikum til sjálfsnáms. Slíka hæfileika þarf að rækta í rólegheitum, fara ekki of geyst og ekki ofmetnast. Við stefndum að þvi við val verka á þessa sýningu, að hver listamaður ætti minnst tvær myndir en mest fjórar, — í og með vegna þess að það er heíton- ingi erfiðara að gera tvö góð verk en eitt. Það er oft hálfgert glópaián þegar eingöngu er um að ræða eina mynd, og tvær myndir ættu að geta skapað vlandaðra framlag en þegar eingöngu er um að ræða eina mynd. Ég vil nota tækifærið fyrir hönd sýningai’nefndar, og koma því á framfæri, að það er ekki á stefnuskrá nefndarinnar að útiloka neinn frá sýningum heima eða erlendis, heldur gefa sem flestum starfandi (aktív- um) listamönnum tækifæri, — öllum þeim sem við álítum hafi eitthvað gilt að segja í ís- lenzkri myndlist. Það ar ei heldur á stefnuskrá okk- ar að veita neinum sér- stök fríðindi eða áskrift á allar sýningar. Það er jafn mikill vandi að eiga við þá sem hafa ofmetnazt og hina sem gengið hefur verið framhjá. Ég held að aldrei hafi verið jafn margir nýir myndlistar- menn með verk á haustsýn- ingu og nú, en þeir eru 9 tals- ins. Og utanfélagsmenn eru samtals 16, svo ekki er hægt áð segja að við lokum dyrunum fyrir öðrum en okkur sjálfum. Félagsmenn hafa þó rétt á að fá eina mynd inn hverju sinni. Við höfum áhuga á að gefa sem flestum góðum myndlistar- mönnum tækifæri, og við tak- mörkum okkur ekki heldur við ákveðna isma, — hvorki ab- strakt-expressionisma, kúbisma, natúralisma né kommúnisma! Allar stefnur og skoðanir eru jafngildir þegar liatgæði eru annars vega>r.“ Blaðamaður impraði á því, að heldur lítið væri um natúra- listísk verk á sýningunni. „Full kominn natúralisma, já, og hann getur oft verið mjög góður, en hins vegar líka oft yfirborðs- legur og dísætur, tómur sölu- vamingur." Talið barst að þessum nýja kjallarasal Norræna hússins, sem skapar verkunum skemmti legt umhverfi. „Ég er mjög ánægður með salinn. Veggirnir eru bæði hrjúfi.r og sléttir, þar eð sum verk þurfa sléttan bakgrunn, önnur hrjúfan. Þá býður lýsing- ingin upp á fjölmarga mögu- leika, og þannig er salurinn breytilegur og óbundinn. Gólfið er skemmtilegt, ekki of fínt og fellur vel við veggina. Alvar Aalto, ®em teiknaði Norræna húsið, gorði ekki ráð fyrir að þessi kjaliari yrði not- aður sem sýningarsalur, heldur geymsla. Hann vildi að sérstakt sýningarhús yrði byggt. Það var svo Guðmundur Þór Pál'3- son arkitekt, sem útfærði teikn-. ingar Aaltos og stjórnaði inn- réttingu. Því er ekki að neita, að flest- um þykir 3alurinn hafa orðið nokkuð dýr, en þar sem ekki var í upphafi gert ráð fyrir honum þurfti að gera allmiklair og kostnaðarsamar breytingar, t.d. sprengja veggi o.fl, Hins vegar getur salurinn haft geysilega þýðingu fyrír ís- lenzka myndlist — ef rétt er á haldið, þá ber ekki að horfa I kostnaðinn, — þetta skilar sér aftur í lífsnauðsynlegri menn- ingu. Hér þarf að halda uppi kynningum á góðri list frá Norð utllöndum með jöfnum sýning- um þar sem gerðar verða háar kröfur um val verka. Það yrðu slæm örlög ef salnum tækist ekki að skapa sér ákveðinn „standard", sem hann færi alls ekki niður fyrir; það fá ekki allir. að stjórna sinfóníum í Há- skólabíói. Og það er gnægð sýn ingarsala hér í borginni sem Framhald á bls. 11 Matreiðslumaður óskast Sœlkerinn Mafnarstrœti 19 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 15. og 17 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968 á eigninni Merkurgata 3, Hafnarfirði, þingl. eign Sæ- mundar Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs. bæjargjaldkerans í Hafnarfirði, Jóns Ólafssonar, hdl, Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Brunabótafélags islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15./9. 1971 kl 4 00 e. h. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Bragi Ásgeirsson í nýja sýningarkjallaranum, i forgrunni „Heybandslest“ Ragnars Kjartans- sonar. Vilhjálmur Bergsson við verk sín f.h.: MB»uffhveÍa, „Nökkvasvif^ og „Kjarni4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.