Morgunblaðið - 12.09.1971, Síða 22

Morgunblaðið - 12.09.1971, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1971 Áttræð: Júlíana Friðriksdóttir hjúkrunarkona ÁTTRÆÐ er í dag ein merkasta hj úkrunarkona landsins, lyrrum yfirhjúkrunarkona, frú Júlíana Friðriksdóttir. Hún hefur skrifað merkan kafla í sögu líknarmála þessa lands með starfi sínu, og sennilega þekkir enginm núlifandi fslendingur betur upphafsþætti hj úkrunarsögu íslands en hún. Hún er meðal bezt menntuðu hjúkrunarkvenna og hefur auk þess til að bera fágæta gáfu læknismáttar í höndum sínum og sál. Ef þeir mættu nú allir mæla, sem hún hefur hjúkrað til lífsins eða stutt í hinztu barátt- urani, hæfist upp voldugur þakk- aróður; svo margir eru þeir og svo einstæð störf hennar. Og auk alls þessa hefur Júlíana lagt stór- an, óbeiraan skerf til leiklistar- sögu þessa lands, sem fáum er kunnur. Júlíana fæddist á Kraunastöð- um, Aðaldai, S.-Þing., 12. sept. 1891, og voru foreldrar hennar hjónin Friðrik Jónsson, landpóst- ur, og kona hans, Guðrúrí Þor- grímsdóttir. Vegna fátæktar var hún tekin í fóstur ungbarn að aldri, eins og þá var ekki ótítt, og ólst hún upp hjá móðurbróð- ur sínum, Sigurjóni Þorgríms- syni, veitingamanni á Húsavík, og konu haras, Júlíönu Guðmunds- dóttur, sem hún mat mest allra kvenma sakir gáfna hennar og miótandi uppeldis. Hlaut hún hina haldbeztu menntun í föðurhúsum enda gædd frábærum gáfum, og hef ég fáum kynnzt, sem betur eru að sér í bókmenntum. Virðist hún hafa allan íslenzikan Ijóða- kveðskap fyrri ára á hraðbergi. Ung brauzt Júlíama til mennta erlendis og hélt til Kanada við upphaf fyrri heimsstyTjaldar. Dvaldi hún einnig í Bandaríkj- unum og lauk þar hjúkrunar- námi með glæsilegum námsár- angri árið 1919. Starfaði hún um hríð sem hjúkrunarkona í Winni- peg, áður en heim var haldið, til þess að taka við störfum yfir- hjúkrunarkonu á Akureyri. Aft- ur hélt hún utan til þess að afla sér frekari menmtunar í Banda- ríkjunum og Kanada árin 1951— 1952. 17. júlí 1921 giftist Júlíana Haraldi Bjömssyni, leikaxa. Var hann sem kunnugt er einn hinn mesti anillingur íslenzks leik- sviðs, en menntunar sinnar afl- aði hann sér með því, að þau hjón hurfu frá öruggri líísaf- komu, aeldu hús sitt á Akureyri og héldu út í óvissuna, til leik- listamáms Haralds í Kaup- mannahöfn. Eins og nú háttar, gera sér sjálfsagt fáir grein fyTÍr því, hvílíka dirfsku og trú á li&t- ina þurfti til þess að stíga slíkt spor á kreppuárunum. Reyndist Júlíana manni sínum slík hjá- stoð, er hann brauzt upp á tind frægðarinnax, að hennar nafn t Utför, móður minnar, tengda- móður og ömmu ókkar, Petreu Sólveigar Bjarnadóttur, Tunguvegi 14, Ytri-Njarðvík, fer fram frá Keflavikurkirkju þriðjudaginn 14. september kl. 14 e.h. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmunda Guðbergsdóttir, Svavar Skúlason og börn. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu samúð við fráfall og útför Ingibjargar Sigurðardóttur frá Byggðarholti, og lœknum og hjúkrunarliði á Hrafnistu fyrir frábæra alúð og umhyggju. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Guðmundsson. Schannongs minnisvsrflar Bifljið um ókeypis verðskré. Ö Farimagsgade 42 Kfibenhavn ö hlýtur að standa á spjöldum leik- listarsögunnaT við hlið nafns Har alds Bj örnssonar, er fyrstur sannaði gddi æðri menntunar í starfi leikara. Júlíana Friðriksdóttir hefur í meira en hálfa öld starfað við fjölda sjúkrahúsa. í Reykjavík hefur hún starfað við Hvítaband- ið, Landspítalann. St. Jósepsspít- alaran og Borgarspítalann. Hin síðari áxin hefur hún einkum vafcað yfir sjúklingum. Hefur hún verið eftirsótt til þeirra starfa sökum þess hve vel hún kann til verka og vegna síns persónulega viðmóts. Og svo er henni hjúkrun í blóð borin, að sé hún sárlasin sjálf, er kallið kemur að sitja yfir sjúklingi, þá er sem hún fyllist nýju lífi og orku, því að við hlið sjúklingsins finnur hún sjáifa sig. Og kær- leiksverkin eru hennar orkugjafi. einstaka umhyggju, Stefán yfir- lætanir, dr. med., Dóra, sem gift er í Nonegi, og Jón arkitekt. Dvelur hún nú á hekndli dóttur sinnar, og er utanáskriftin: c/o Frodesen, K.J.V.B.S.P., 3190 Hort- en, Norge. Ég á því láni að fagna að hafa átt Júlíönu að vinkorau um langt árabil, og þakfca ég henni trygga vináttu. Júlíana er ein hin gáfað- asta kona, sem ég hef kynnzt, og hæfileikar henraar, skörp dóm- greind og frábært minni, eru samofnir trú hennar og kærleiks- þeli. Hið göfuga starf hjúkrunar- konunnar hefur birzt í æðra veldi í lífi hennar. Er því sérlega bjart yfir, þegar hún heldur nú upp á merkisafmæli sitt, og tök- um við hjónin undir með fjöl- Skyldu hennar, vinum og unmend- um, er gleðjast með henni af hjarta á merkisdegi. Þórir Kr. Þórðarson. Hjartkæi' eiginmaður minn, Stefán Benjamín Lárusson, Vindheimum við Vatnsveituveg, andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 6. september. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 15. september kl. 3 sd. Fyrir hönd systkina og ann- arra vandamanna. Steinunn Jóhannesdóttir. Utför móður okkar, Margrétar S. Björnsdóttur, Sólvallagötu 6, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. 9. kl. 1.30. Jóhanna Hallgrímsdóttir, Guðbjörg Hallgrímsdóttir, Haraldur Hallgrimsson. Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, JENNÝ P. FRIÐRIKSDÓTTIR, Gnoðarvogi 52, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. septem- ber klukkan 3 eftir hádegi. Eiríkur K. Jónsson og böm. EUAS tómasson, bankagjaldkeri, Akureyri, sem andaðist 8. september s.l., verður jarðsunginn frá Bakka- kirkju í öxnadal þriðjudaginn 14. september n.k. kl. 2 e.h. Minningarahöfn fer fram f Akureyrarkirkju sama dag kl. 11 f.h. Bifreiðir fara frá Ferðaskrifstofu Akureyrar að Bakka kl. 1. Sigrún Jónsdóttir, Jóhanna Elíasdóttir, Jóhannes Eliasson, Vignir Ársælsson, Sigurbjörg Þorvarfisdóttir, Lárus Zophoníasson, Júlia Garðarsdóttir. Jarðarför JÓNS JÓNSSONAR frá Þórskoti, Álfaskeiði 3, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þpðjudaginn 14. september næstkomandi klukkan 14. — Blóm og kransar afbeðið. Guðrún Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Jón Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Ólafur Bjömsson. t Otför sonar okkar og bróður. VALGARÐS HAFSTEINSSONAR, sem lézt af slysförum 7. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 1.30. Blóm og kransar afþakkað. Þeir sem vilja minnast hins látna er bent á Slysavarnafélagið. Gunnhildur Rögnvaldsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, Guðrún Hafsteinsdóttir. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir KRISTÍN ASGEIRSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja. Kirkjuskógi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. septem- ber kl. 3 eftir hádegi. Jóhanna Sigurjónsdóttir, Hilmar H. Gr'msson, Þuríður Sigurjónsdóttir, Ingvi Finnbogason, Margrét Sigurjónsdóttir, Stefanía Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason, Agúst Sigurjónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Asgeir Sigurjónsson, Viglundur Sigurjónsson. Ragnheiður H. Harmesdóttir. Böm Júliönu hafa sýnt henmi t Móðir okkar, SESSELJA ÞORGRÍMSDÓTTIR frá Isafirðí, andaðist í Landakotsspítala 11. þessa mánaðar. Ásgrímur Benediktsson, Haukur Benediktsson, Guðmundur Benediktsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför BERGÞÓRS HÁVARÐSSONAR Ari Bergþórsson, Guðiaug Aðalsteinsdóttir, Hávarður Bergþórsson, Þórunn Magnúsdóttir, Guðmundur Bergþórsson, Elín Jörgensdóttir, Björg Bergþórsdóttir Hersir, Gunnar Hersir. Veiðileyfí í Soginu örfáar stangir lausar i vikunni vegna forfalla. Upplýsingar i síma 24534 frá kl. 6—7 e. h. í dag og næstu daga. Keflavík — Herbergi Þrælglæst ungmenni vantar herbergi í Keflavík, helzt sem næst Gagnfræðaskólanum. Fyrirframgreiðsla að einhverju marki kæmi til greina. Upplýsingar í sima 1812 Kefiavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 34., 37. og 38. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1970 á v.s. Guðbjörgu GK-6, þingl. eign Bátafélags Hafnar- fjarðar, fer fram eftir kröfu Árna Gr. Finnssonar, hrl., Fisk- veiðasjóðs íslands og Innheimtu ríkissjóðs, við eða í skipinu i Hafnarfjarðarhöfn miðvikudaginn 15/9. 1971 kl. 2,15 e.h. __________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. N auðungaruppboð sem auglýst var í 19., 21. og 23. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968 á hraðfrystihúsi við Hafnargötu, Vogum, þingl. eign Guðlaugs Aðalsteinssonar, fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs fslands og Fiskimálasjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 16./9. 1971 kl. 4.00 e.h. ____________Sýslumaflurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu. Roisuðumenn Iðnuðurmenn - Iðnnðnrmenn Okkur vantar nú þegar 2—3 góða rafsuðumenn. Ákvæðisvinna og bónusgreiðsla á tímakaup. Einnig vantar okkur 2—4 góða iðnaðarmenn. Mikil og löng vinna framundan. RUNTALOFNAR. Siðumúla 27, sími 35555.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.