Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 17
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1971 Laxveiði og laxadráp Nú fer laxveiðitímabilinu senn að ljúka, en veiði hefur viða verið með ágætum og er það áreiðanlega að þakka þeirri fiskirækt, sem hafin er og munu allflestar ár njóta góðs af. Marg- ur hefur þvi átt ánægjustundir við íslenzku laxveiðiárnar, bæði innlendir og erlendir menn. En ef það er rétt, að hálfnað sé verk þá hafið er, hefur mikil- vægur árangur náðst i íslenzk- um fiskiræktarmálum, og þess vegna ætti að mega gera ráð fyr- ir því, að laxagengd aukist mjög í árnar allt umhverfis landið. En sem fyrr segir er það þó svo, að með rányrkjunni er unnt að eyði- leggja árangur mikils starfs, og ekki verður hjá því komizt að vekja athygli á einni veiðifrétt, sem nýlega birtist. Laxá í Dölum var i sumar leigð útlendingum, sem eingöngu veiddu á flugu og voru ánægðir með aflann. Þegar þeir höfðu veitt nægju sina, eftirlétu þeir leiðsögumönnum sinum ána, og svo brá við, að hundruð laxa voru á tveimur eða þremur dög- um dregnir á land. Var vinnu- gleðin svo mikil, að einn veiði- manna afrekaði að ná laxi á land að meðaltali á sex til sjö mínútum allan liðlangan dag- inn. En ekki hefur þess orðið vart að þeir, sem að þessu drápi stóðu, telji það neitt ámælisvert heidur jafnvel hið gagnstæða. Hér hefur sá líka löngum þótt mestur, sem tekizt hefur að tæta á land lax í tugatali á degi hverj- um. Þessi hugsanaháttur hlýtur að breytast og verður að breyt- ast, fef okkur á að auðnast að rækta upp árnar og fylla þær af fiski. En líklega er þessi veiði- græðgi svo útbreidd, áð nauð- syn beri til að setja um það regl- ur, hve marga fiska megi draga á land dag hvern. Hæfilegt væri þá að miða við, að 10—15 fiska mætti veiða á hverja stöng á dag í beztu ánum, en svo getur borið við, eins og kunnugt er, að einstaka daga taki lax mjög vel. Og það er þá, sem hinn „mikli" veiðimaður tryllist. En eins og fregnirnar af veið- inni miklu I Dölum bera með sér virðist almenningsálitið lítið hafa að athuga við slíkar aðfarir, og þess vegna má ef til vill segja, að ekki sé ástæða til að ásaka þá menn eina, sem þar voru að verki. Fjöldi annarra íslenzkra veiðimanna hefði sjálfsagt gert það sama, er hann komst í svo feitt. En afstaðan í þessu efni verður að breytast, ef ekki fyr- ir frumkvæði veiðimannanna sjálfra og þeirra samtaka, þá með reglum á þann veg, sem áð- ur var nefnt. Ekki er það ánægjulegt til af- spurnar, að við Islendingar rán- yrkjum laxveiðiárnar á sama tíma, sem við berjumst fyrir friðun fiskistofna á landgrunn- inu; i því er lítið samræmi, og vonandi þurfa menn aldrei oftar að heyra veiðisögur á borð við þá, sem gerðist í Dölum. Mesta góðæri sögunnar — Um það verður ekki deilt, að við Islendingar búum nú við mesta góðæri, sem um getur. Leggst þar allt á eitt einstök veðurblíða til lands og sjávar, geysihátt verðlag útflutningsaf- urða og stórbætt vinnubrögð og aukin afköst vegna hinnar geysi- miklu uppbyggingar íslenzku at- vinnuveganna síðastliðinn ára- tug. Óhætt ætti raunar að vera að bæta þvi við, að skynsamleg stjórnarstefna og traust stjórn- arfar undangenginna ára eigi ríkan þátt í framförunum og vel- meguninni. Og í góðærinu var gengið til kosninga. Þá gerðist það, að þeir, sem stjórnað höfðu, misstu meirihluta sinn og stjórnarand- stæðingar fengu aðstöðu til að él7 ■ 'i í Papey — séð til Djúpavogs. Búlandstindur er til vinstri. Ljósm. Sæmundur Ingólfsson. Reykjavíkurbréf -----Laugardagur 11. sept.- ráða ríkjum. Sumum fundust þessi úrslit einkennileg og vissu- lega mæltu flest rök með þvi, að þeim, sem svo vel höfðu hald- ið á málunum, yrði falið að stjóma áfram. Bréfritari er þó þeirrar skoðunar, að einmitt vegna góðærisins og öryggisins hafi fólk talið á það hættandi að gera breytingar, sjá hverju þær myndu valda, því að ætíð væri unnt að skipta um á ný. Raunar gerðu víst fáir eða eng- ir ráð fyrir því, að vinstri stjórn yrði mynduð á þann veg, sem raun varð á. En þegar kosninga- úrslitin lágu fyrir, lýsti annar fyrrverandi stjórnarflokkur þvi yfir, að núverandi stjórnarflokk- um bæri skylda til ríkisstjórnar- myndunar, þ.e.a.s. Alþýðuflokk- urinn, og hinn fyrrverandi stjórnarflokka, Sj álfstæðisflokk- urinn, gerði enga tilraun til að hindra þetta stjórnarsamstarf. Fyrrverandi stjórnarandstaða hafði fengið starfhæfan meiri- hluta á Alþingi, og því var ekk- ert við því að segja, þótt henni gæfist færi á stjórnarmyndun, úr því að til voru þeir lýðræðis- flokkar á Islandi, sem vildu kaupa völdin því verði, að hefja kommúnista til æðstu metorða i stjórn landsins. Það er nú einu sinni svo í stjórnmálum, að menn nota at- kvæðisrétt sinn sjaldnast til að þakka fyrir það, sem vel hefur verið gert, og margir vilja breyt- ingar, breytinganna vegna. Gleggsta dæmið um þetta eru sjálfsagt kosningarnar í Bret- landi að aflokinni síðari heims- styrjöldinni, þegar Churehill og íhaldsflokkur hans biðu afhroð, þótt hann væri þjóðhetja og hver einasti Breti þakki honura leið- sögnina á þeim hörmungarárum, sem yfir þjóðina höfðu gengið. Hvers vegna þessa taugaveiklun? Stjórnarherrarnir nýju eru skelfing óöruggir, það hefur fólkið fengið að sjá bæði af yfirlýsingum þeirra, þar sem eitt stangast á annars horn og ekki síður af skrifum stjórnarbiað- anna, en bezt kynnast menn þess- ari taugaveiklun, er þeir fá færi á að ræða persónulega við ráða- menn þeirra flokka, sem nú fara með völd. Þeir eru svo sannar- lega á nálum. Það er ómótmælanlegt, að þessi rikisstjórn tekur við betra búi en nokkur önnur, sem við völdum hefur tekið. Venjulega hafa ríkisstjórnir gefizt upp vegna þess, að stjórnarflokkarnir vildu ekki horfast í augu við alvarleg vandamál, og einhverjir þeirra hlupust frá skyldum sín- um. Þess vegna hafa miklir erf- iðleikar oftast mætt nýjum rík- isstjórnum, en nú er engu slíku til að dreifa. Stjórnarflokkarnir fengu meirihluta í þingkosning- um, óvæntan skulum við segja, og þeir gátu tekið við stjórnar- taumunum, án þess að þurfa að gera nokkrar erfiðar efnahags- ráðstafanir. Þeir fengu meira að segja í hendur gilda sjóði, sem þeir geta notað til að útdeila gæðum. Sannleikurinn er sá, að hér gæti allt gengið vel á næstunni, ef ríkisstjórnin aðeins héldi að sér höndum, en leyfði þjóðinni að búa við óbreytta stjórnar- stefnu og leysti eingöngu úr þeim daglegu verkefnum, sem ráðherrunum ber að sinna. Þegar þetta er hugleitt er sannarlega furðulegt, hve áhyggjufullir stjórnarherrarnir eru og óöruggir. Líklega eru þeir farnir að gera sér grein fyrir þvi, að réttri stjórnarstefnu hafi ver- ið fylgt, og allt það, sem þeir sögðu í stjórnarandstöðunni hafi verið rangt, en samt mun þeim finnast, að þeir þurfi að gera einhverjar breytingar I innan- landsmálunum, til þess að standa við stóru orðin; en þeir hafa bara enga hugmynd um I hverju þær breytingar eiga að vera fólgnar, og jafnvel þótt þeir kæmu sér niður á ákveðnar ráð- stafanir, mun sá uggur búa í hug þeirra, að þær verði til óþurftar og muni ríða samstarfi þeirra að fullu, er fram í dregur. Bót er þó í máli, að hinum nýju stjórnarherrum finnst geysigaman að vegtyllunum, veizlunum og ferðalögunum, og margur fær nú laglegan bita — en þjóðin horfir á og brosir í kampinn. Grundvöllur kjarabóta Líklega hefur aldrei verið jafn góðuc grundvöllur tif almennra kjarabóta á íslandi og einmitt nú, og þær kjarabætur gætu orðið varanlegar, ef ríkisstjórn- in hefur vit á því, að taka eng- ar kollsteypur í atvinnu- og efna- hagsmálum. Líklega verður sagt, að með þessum orðum sé verið að ala á kröfum um miklar kaup- hækkanir, en því fer fjarri. Hér i blaðinu hefur áður verið var- að við því að ganga of langt í þessu efni, og skal sú aðvörun endurtekin, en hitt er staðreynd, að launþegar eiga rétt á bættum kjörum eins og árferði er. Vorið 1970 áraði vel hjá okk- ur og þá voru kjarasamningar framundan. Þegar í marzmánuði sagði Bjarni Benediktsson um þá samninga í forsíðuviðtali í Morg- unblaðinu: „Eðlilegt er, að launþegar verði aðnjótandi batnandi þjóðar- hags, og þá þarf að átta sig á því, hver raunveruleg gjaldgeta er.“ Morgunblaðið sagði þá meðal annars um þá kjarasamninga, sem framundan voru: „Nú er það ekki verkefnið að deila niður byrðunum, heldur að veita launþegum eðlilega hlut- deild í batnandi þjóðarhag, eins og dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, hefur bent á, og allir munu á einu máli um, að launþegar verða að fá kjarabæt- ur.“ Og ennfremur sagði: „Öllum er Ijóst, að nú er grundvöllur til verulegra kjara- bóta. Forsætisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið, að launþegar eigi rétt á eðlilegri hlutdeild í batnandi hag og rikisstjórnin i heild hefur staðfest þetta.“ 1 mörgum fleiri forystugrein- um Morgunblaðsins var undir- strikað að launþegum bæru verulegar kjarabætur, og t.d. var sagt um það efni eftirfarandi: „I þessum samninga\dðræðum hafa allir viðurkennt, að verka- fólk ætti rétt til veruiegra kjara- bóta eftir þá kjamskerðingu, sem orðið hefur síðastliðin tvö ár. Auðvitað hefur öllum verið ljóst, að ágreiningur mundi verða um það, hvað telja skyldi verulegar kjarabætur. Við eðli- legar ástæður mundu margir segja að 10—14% kauphækkun, ásamt fullri verðtryggingu, væru verulegar kjarabætur. Morgun- blaðið vill þó engan dóm leggja á það mál, enda fer bezt á því, að deiluaðilar kveði upp úr um það að lokum.“ Sömu skoðunar nú og þá Hér í blaðinu hefur að undan- förnu nokkuð verið rætt um kjaramálin og væntanlega kaup- gjaldssamninga. Hefur þar verið fylgt nákvæmlega sömu stefnu og blaðið fylgdi vorið 1970, þegar það studdi ríkisstjórnina, og þess vegna út í bláinn þær fullyrðing- ar, sem getið hefur að líta í nú- verandi stjórnarblöðum, að Morg unblaðið hafi aðra stefnu í stjórnarandstöðu en þegar það styður ríkisstjórn. Þetta geta menn sannfærzt um af tilvitn- unum þeim, sem að framan eru birtar. Ástandið nú er svipað og vorið 1970. Það er grundvöllur til veru- legra kjarabóta, og að sjálfsögðu munu verkalýðsfélögin ganga eftir því, að þau fái réttmæta hlutdeild í þjóðartekjunum. Hitt er augljóst mál, að ekki má spenna bogann of hátt, en það á að vera á valdi launþegasamtak- anna annars vegar og Vinnuveit- endasambandsins hins vegar að skera úr um það, hve langt rnegi ganga, alveg eins nú og vorið 1970. Það „fer bezt á því, að deiluaðilar kveði upp úr um það að lokum“, eins og Morgunblaðið sagði vorið 1970. Það var mjög óhyggilegt af ríkisstjórninni að gera ákveðnar tillögur um breytingar á kjara- samningum. Hún átti að eftirláta samtökum vinnumarkaðarins að ráða fram úr þeim málum. Sér- hver verkalýðsforingi hlýtur að vera tilneyddur að fara fram á meiri kjarabætur en þær, sem honum eru boðnar, og þess er að gæta, að sú 20% kjarabót, sem ríkisstjórnin hefur lofað á tveimur árum, þýðir ekki sama og 20% kauphækkun, þvi að verulegur hluti kauphækkunar fer inn í verðlagið, og verður þvi ekki kjarabót. Væntanlega þyrfti um það bil tvöfalda kauphækkun til þess að ná þeirri kjarabót, sem ríkisstjórnin ræðir um, og hætt er við, að þá væri svo langt gengið í kauphækkunum, að at- vinnuvegirnir ættu í miklum erf- iðleikum með að standa undir þeim. En launþegar sitja nú á rök- stólum og leitast við að sam- ræma aðgerðir sínar, og von bráðar munu samningaumleitan- ir hefjast við vinnuveitendur. Vonandi er, að allt fari vel að lokum, að minnsta kosti að sneitt verði hjá verkföllum, en vissu- lega hefur ríkisstjórnin ekki stuðlað að þeirri lausn heldur hið gagnstæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.