Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 12
12 MORiGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1071:.: Nikita Krúsjeff NIKITA Krúsjeffs ve>rður mirmzt fyrir margt. Hans verður minnzt fyrir að hafa átt hvað mestan þátt í sundr- ungunni í heimi kommúnista. Hans verður minnzt fyrir þær stjórnarfa-rslegu- og efnahags- legu umbætur sem hann kom til leiðar í Rússlandi. Hans verður minnzt fyrir það að hafa flett ofan af ógnarstjórn Stalíns. Nafríi hans verður haldið í lofti í sambandi við af- rek Rússa í geimum. Fram- koma hans í Kúbudeilunni 1962 verður í minni höfð. Á hinn bóginn gleymist ekki sá þáttu.r sem hann átti í því Krúsjeff að leik að bæla niður uppreisnina í Ungverjalandi. Viðbrögð hans við máli U-2 njósnaflugvélar, skutu niður, verða líka i minni höfð. Sama er að segja um þá ráðstöfun hans að sprengja 50 megalesta kjarnorku- sprengju til þess að sýna mátt Sovétríkjannna. Persónuliega var Krúsjeff kunnari aimenningi á Vestur- löndum en allir aðrir sovézk- ir stjórnmiálamienn, oig þar naut hann t'öiuiverðrar hylli. Tiltektir hans Vöktu athyigtli. Hann lamibdi í borðið og hótaði að búa kapitalistum grötf, „við munum grafa ykkur,“ sagði hann, en svo átti hann titt að segja við þesisa sömiu kapíital- ista að þeir yrðu að lifa sam- an með kammúnistum í friði og eindrægni. Mörgum er í fersku minni þegar hann lamdi stoóm sínum i ræðustól Sam- einuðu þjóðanna. Hann hatfði alltaf á takteinuim spaktmiæli, oft höfð eftir bæradafólkinu sem hann ólst upp með í Úkraínu, og tilvitnanir í B bli- una og önnur rit. Hann tók rösklega upp í si.g þegar hon- um íannst nóg um dugleysi starflsmianna flökksins og for- ystuimanraa í atvimniuilífinu. Góðu hliðar Krúsjeffs gerðu hann frábrugðinn fyrirrennar- anum Stalín. Hann gat hlust- að á rök andstæðinga og jafn- vel tiHeimkað sér margt úr að- fierðum kapítalista. „Við get- uim margt af ykkur lært ,“ sagði hann. Hann vildi ekki stofna til ófriðar til þess að vilklka út landamæri Sovétrikjanna. Hann fhi'.ti eJdiflauigar tij, Kúbu til þetss að skóika Banda- ríkjunum úr önstuttri fjarlægð, en flutti þær burtu þegar ófriðarhættan vofði yfir. Hann prédikaði friðsamlega sambúð, meðal annars með þeim afleið- ingum að til algerra vinslita kom við Kinverja. Þegar haran var settur af 15. október 1964 var haran sakaður um að hafa haldið illa á rraálum í Kúbu- deilunni og í Súez-stríðinu 1956. Eftirmenm hans hafa reynt að leggja meiri áherzlu á eflingu heraflans og aukin áhrif Rovét- ríkjanna í öllum heimshlutum Óskum að ráða stúlku helzt vana verksmiðjuvinnu. Upplýsingar hjá verkstjóra á mánudag. Ullarverksmiðjan FRAMTfÐIN Frakkastíg 8, sími 1360. Þurrhreinsun til sölu í verzlunarmiðstöð. Tilvalið tækifæri fyrir hjón til að skapa sér sjálfstæðan atvinnurekstur. Leigusamningur tryggur, ef samið er strax. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Þurrhreinsun — 3003". Ódýrur spónuplötur 8, 10, 12, 16, 19 og 22 mm sléttar, fasaðar og vatnsheldar spónaplötur nýkomnar. VERZLANASAMBANDIÐ H.F., j Skipholti 37, sími 38560. Krúsjeff á Allsherjarþingi SÞ Krúsjeff var hent út í yztu myrkur. Hann var sakaður um að hafa valdið kreppu í land- búnaðinum og gert margar skyssur í fjármálum ríkisins og í stjórn flokksins. Hann var eiranig sakaður um að hafa ýtt undir persónudýrkun á sjálfum sér og að hafa otað ættiragjum sinum í valdastöður. Grundvöilinn að stefnu sinni lagði Krúsjeff í hirani frægu leyniræðu, sem hann hélt á flokksþinginu 1956, þegar hann fordæmdi og afhjúpaði glæpi Stalíns. En sjálfur gegndi Krús- jeff mikilvægum emtoættum í valdatíð Stalíns. Hamn var fædd ur 17. apríi 1894 í smáþorpinu Kalinovka í Kursk-héraði í Úkraínu. Krúsjeff vandist snemma erfiðsvinnu og fékk að eins tveggja ára barnaskóla- merantun. Faðir hans var bóndi og flosnaði upp 1908 af jörð sinni. Fjölskyidan fluttist til Dombas-námanna í héraðinu Yuzovka. Krúsjeff starfaði í þýzikri verksmniðju og varan sig upp í að verða vélaviðgerðar- maður. Átján ára gamall tók hann þáít í mótmælaaðgerðum og missti atvinnuna, en fékk síðan vinnu í frangkri verk- smiðju í Rutchenkov. Krúsjeff studdi marz-byiting- una 1917 og var framarlega í flokki rauðliða í nóvember-bylt ingunni í Pétursborg. Á næstu tveimur árum starfaði ha-mn við pólitíska s'kipulagsstarfsomi í Rauða hernum, og því næst var honum falið að koma Dombas- námunum og verksmiðjunum í gang. Krúsjeff sagði seinna, að erfitt hefði verið að fá verka- mennina til að sætta sig við lak- ari kjör en þeir nutu á dögum zarsins. ■— Hann aflaði sér Krúsjeff og Nína kona hans tæknimenntunar, varð flókks- ritari i skólanum sem haran lærði við og kvæntist uin þesis- ar mundir Nínu, sem var kenn- ari í Yuzovka, þar sem bann stundaði nám sitt. — Dazar Kaganovich, einn kunnasti sam- verkamaður Stalíns, kom Krús- jeff til valda í flokknum. Hann var fiuttur til Kiev 1928. Hann var eldheitur stuðraingsmaður Stalíns og byltingariíiugssjón- araraa á þessum árum. Árið 1929 var Krúsjeff send- ur til Moskvu til nátmis í ,,aka- demíu þungaiðnaðarins1', og haran varð ritari floklksdeildar- innar í sikólanum. Fimim árum síðar var hann orði'nn ritari floklksdeildar Moskvu og tök sæti í miðstjórn flokksins, sem var skipuð 100 fulltrúum, Árið 1935 tók hamn við starfi Kag- anovichs sem ritari Moskvu- héraðsdeildarinnar. Krúsjeff gerði seinna lítið úr störfum són um á Stalíntímanum og kvað störf sín við iðnvæðingu hafa verið yfrið nóg viðfamgsefrai. Krúsjeff var fluttur aftrar 1938 og skipaður aðalritari Komm- únistaflakksins í Úkraíinu, þar sem Stalín ætlaði honum það verkefni að bæla niður þjóð- ernishyggju. Hreinsanimar í Úkraínu eru svartasti blettur- inn á ferli Krúsjeff. Haran lýsti yfir því í mörgum ræðum að sýna mætti enga miskunn og sagði á flokksþinginu 1938, að taka yrði svikara umyrðalaust af lífi. Harain lögleiddi rússn- cs'ku sem aðalmál í skólum. Á hinn bóginn stuðlaði hanm að efnahagslegum framförum og var óvæginn við duglitla starfs- menn flokksims og forysfumenn iðnaðar og landbúnaðar. Hann heimsótti samyrkjubú og kann- aði hvernig ástatt var. jafnt í hænsnahúsum sem fjósum og hlöðum. Heimisstyrjöldin opnaði augu Krúsjeffs fyrir því að Stalín væri ekki alltaf óskeikull. Hanm var pólitískur hershöfðingi og kom við sögu umsátursins um Stalíngrad og undanhald Þjóð- verja frá Úkraínu. Haran var bæði forsætisráðherra og flokks foringi í Úkraínu eftir styrj- öldina og stjórnaði erfiðu viðreisnarstarfi, en ástandið var þá næstum þvi eins slæmt og í hungursneyðinni 1922. Krú- sjeff þótti einbeita sér um of að efnahagsmálunum og Kagano- vich var sendur frá Moskvu, að því er virðist til að 'hafa eftir- lit með honum. Kaganovich tók við stjórn flokksins skamma hríð, hélt síðan aftur til Moskvu og Krúsjeff komst aft- ur í náð. Árið 1949 kallaði Stal- ín Krúsjeff til Moskvu til að etja honum gegn Malenkov, sem stjórnaði skipulagi flokks- ins og hafði kvartað yfir ft-ammistöðu Krúsjeffs í Úkra- ínu. Þetta var forspil valdabar- áttu þeirra Krúsjeffs og Mal- enkovs eftir lát Stalíns í marz 1953. Malenkov hafð' b'tur framan af í va'daharát luinn'i, en báðir vildu slaka á ógraarstjÖrn:nn!. Malenkov varð að lókum að víkja úr starfi flokksforingja fyr'r Krúsijeílf, seim tiók að efla vö'd ff.oikkisiras, og elk'ki lte:ð á löragu þar 11Q Malerakiov hrökkil- Franiliald á hls. 2 Krúsjeff og Kennedy á Vínarfundinum 1961

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.