Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1971, Blaðsíða 16
16 MORGiUNBLAÐíÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEM'BER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinason. Rilatjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. aintakið. NORÐURLÖNDIN OG LANDHELGISMÁLIÐ IÐNO: Gefðu mér þolinmæði, Guð — að rembast við að deyja fyrir írland Andinn er reiðubúinn, en holdið er veikt hjá frum, sem öðr- um. k fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem ný- lega var haldinn í Kaup- mannahöfn, gafst Einari Ágústssyni utanríkisráð- herra, að vísu ekki kostur á að ræða landhelgismálið nema stuttlega, en auk þess átti hann einkaviðræður við hina utanríkisráðherrana um það mál. Frá Noregi hafa nú borizt fyrstu viðbrögð ráða- manna þar í landi eftir þenn- an fund. Norska blaðið „Aft- enposten“ hefur skýrt frá því, að Cappelen, utanríkis- ráðherra Norðmanna, hafi gagnrýnt fyrirhugaða ein- hliða útfærslu íslenzku fisk- veiðitakmarkanna. Cappelen hafi lýst fullum skilningi á sjónarmiðum Íslendinga og lýst því yfir, að Norðmenn þekki af eigin raun þau vandamál, sem Íslendingar eigi við að glíma. Hins vegar hafi norski utanríkisráðherr- ann látið í ljós þá skoðun, að mál, sem þessi eigi að leysa á alþjóðavettvangi. Ummæli norska utanríkis- ráðherrans verða ekki skilin á annan veg en þann, að Norðmenn viðurkenni þá nauðsyn, sem til þess ber, að við íslendingar færum út fiskveiðitakmörk okkar, en að þeir telji að vinna eigi að málinu með öðrum hætti en fyrirhugað er. Afstaða Capp- elens gefur tilefni til að fjalla nokkuð um Norður- löndin og landhelgismálið frá sjónarmiði okkar íslendinga. Óumdeilanlegt er, að stuðn- iingur hinna Norðurlandanna við hagsmuni okkar á alþjóða vettvangi hefur geysilega þýðingu fyrir okkur. Það kom glögglega í Ijós í samninga- viðræðum okkar við EFTA- löndin á sínum tíma, enda var það fyrst og fremst at- beini hinna Norðurlandanna, sem leiddi til þess hve hag- kvæmum samningum við náðum um aðild að EFTA. Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna um. þá þýðingu, sem stuðningur frændþjóða okk- ar hefur fyrir þau málefni, sem við berjumst fyrir á al- þjððavettvangi. Af þessum sökum ber að leggja sérstaka áherzlu á að kynna sjónarmið okkar í landhelgismálinu á hinum Norðurlöndunum og sérstak- lega fyrir stjórnarvöldum og stjómmálamönnum í þessum löndum. Við Íslendingar ger- um okkur ljóst, að einhverjir hagsmunaárekstrar kunna að eiga sér stað á milli okkar og hinna N or ðuhlandan na varðandi útfærslu fiskveiði- takmarkanna og einsýnt er, að Norðmenn eiga sjálfir harða baráttu fyrir höndum að halda sinni 12 mílna fisk- veiðilögsögu, ef Noregur ger- ist aðili að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. En fyrirfram er full ástæða til að trúa því, að við getum fengið einhvern stuðning hjá hinum Norður- landaþjóðunum í þessu lífs- hagsmunamáli okkar. Ef rík- isstjórnir hinna Norður- landaþjóðanna leggja inn gott orð fyrir okkur í þessu máli, getur það haft verulega þýð- ingu. Utanríkisráðherra fslands hefur nú rætt landhelgismál- ið við ráðamenn í London og Bonn og hann hefur rætt það stuttlega við utanríkisráð- herra hinna Norðurlandanna. Morgunblaðið telur nauðsyn- legt, að ítarlegri viðræður verði teknar upp við ríkis- stjómir á hinum Norður- löndunum og er þá að sjálf- sögðu eðlilegt, að utanríkis- ráðherra okkar og helztu embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu leiði þær við- ræður. Þá er einnig sjálf- sagt, að landhelgismálið verði tekið til rækilegrar umræðu af okkar hálfu á fundi Norð- urlandaráðs í vetur. Loks er rétt að minna á, að rætt hef- ur verið um að bjóða hingað fulltrúum fjölmiðla erlendis frá og er þá ekki sízt ástæða til að bjóða hingað fulltrúum frá fjölmiðlum á hinum Norðurlöndunum. Við verðum að gera okk- ur ljóst, að við eigum eftir að heyja harða baráttu áður en við fáum fulla viðurkenn- ingu annarra þjóða á 50 sjó- mílna fiskveiðilögsögu okkar. í þeirri baráttu þarf smáþjóð eins og við á öllum þeim stuðningi annarra þjóða að halda, sem kostur er á. Fund- ir undirbúningsnefndarinnar í Genf hafa þegar leitt í ljós, að víða er stuðnings að vænta. Athyglisverð er t.d. afstaða Kanada í þessu máli og einnig getum við vafa- laust vænzt stuðnings fjöl- margra nýrra ríkja í Evrópu og Asíu og svo þjóða Mið- og Suður-Ameríku, sem hafa helgað sér mun stærri lög- sögu en við höfum uppi áform um. En þrátt fyrir þann stuðning, sem við getum vænzt víða að, ber að leggja megináherzlu á að tryggja einhvem stuðning hinna hefðbundnu vina- og frænd- þjóða okkar á hinum Norður- löndunum. Það hlýtur að verða eitt helzta verkefni næstu mánaða. FYRSTA frumsýning leikhús- lífsins í borginni er í kvöld í Iðnó, gamla góða Iðnó, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem senn fyllir 75 ára þjónustu í þágu Thaliu og íslenzkrar menn ingar. Verkið höfðar tii slagæðar líðandi stundar í lífsbaráttu þjóðanna, baráttu írsku þjóðar innar innbyrðis og við aðra. At burðarásin í Plógur og stjörn- ur fjailar um írskablóðið, lífið og dauðann fyrir frland, fyrir frelsi hugsjóna þessarar þjóð- ar, sem hefur illa ráðið við sina heitu þrá. Við fylgdumst með æfingu á Plógur og stjörnur í Iðnó í fyrrakvöld. I»ó að leikhúsin hefjl starf sitt á haustin og minni þannig á að haustið sé við bæjardyrnar, þá var moll- an slík í borginni í fyrrakvöld að Iðnó kúrði í lofthjúp hita- beltislanda og innan dyra lifn- aði fyrsta blóm leikhúslífsins í Reykjavík eftir sumarieyfin. Þegar maður kemur heim til sín eftir langan tíma gáir mað- ur í kring um sig, hvort allt sé nú í lagi. Þannig hugsa ugg- laust margir leikhúsgestir til Iðnó. og auðvitað var allt í lagi, En ekki var það til að spilla ánægjunni, að búið er að setja nýtt klæði á stólana og á veggjunum hanga nýjar og gamaldags luktir með gott hjartalag, en umfram allt, kð er alltaf sama þægilega and- rúmsloftið í Iðnó. Viðmótsþýð spenna, þess sem í vændum er. í leikskrá um Plóg og stjörn ur eru greinar um hið írska Abbey-leikhús, afmælisleikár Leikfélagsins og um höfund fyrsta verksins, Sean O’Casey. Sean O’Casey var fæddur í Dyflinni 1880. Hann var verka- maður að atvinnu og stundaði það sta.rf meðan fyrstu verk hans voru að vekja á honum athygli, en síðar lifði hann ein- göngu á ritstörfum. Fyrsta leik rit hans, „The Shadow of a Gunman“ eða Skuggi af byssu- manni, varð til 1923, en hann vann sinn fyrsta stóra sigur með Júnó og páfuglinum í Abbey- leikhúsinu 1924; þetta leikrit hefur síðan farið sigurför um heiminn og verið eitt af því sem hefu,r borið hróður írskrar leikritunar víða; það var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu fyrir ná- lega 20 árum í leikstjórn Lár- usar Pálssonar. 1926 var sýnt í Abbey það leikrit, sem nú kemur í fyrsta sinni fyrk ís- lenzka áhorfendur, Plógur og stjörnur. Frumsýningin varð söguleg og á næstu sýningum urðu iðulega uppþot, vegna sæ.rðrar þjóðernistilfinningar; líkt og gerzt hafði tæpum tutt- ugu árum fyrr, þegar Playboy of the Western World eftir annað stórskáld þeirra íra, John M. Synge, var fyrst sýnt, þá þótti mörgum sem hér væri fulland.rómantiskt á efni haldið, og fölskva slægi á hetju lund og einurð þessa fólks sem lýst er mitt i sjálfstæðis- baráttu sinni, í sjálfri páska- uppreisninni 1916. En lífskraft- ur þessara mannlýsinga stóð af sér allt aðkast, og í dag er svo komið, að ekkert leikrit hefur verið flutt oftar í Abbeyleik- húsinu fynr og síðar. Það hef- ur að sjálfsögðu verið sýnt um allar jarðir, enda komið i tölu sígildra nútímaleikrita; efni þess virðist síður en svo ætla að ganga sér til húðar, eins og atburðir síðustu vikna í Belfast sanna bezt. Næsta leikriti O’Caseys, sem hann skrifaði ári síða.r og heitir The Silver Tassie var hafnað af Abbey- leikhúsinu; þessu reiddist skáldið og voru verk hans síð- a.r frumsýnd annars staðar, enda var O’Casey þá búsettur í Englandi, Ekkert af síðari verkum hans hefur þótt jafn ast á við Plóg og stjörnur, en þó má nefna þarna ágætt verk eins og Cockadoddle Dandy eða Hana-gal og Rauð- ar rósir (Red roses for me) sem leikið hefur verið i ís- lenzka útvarpinu. Endurminn- ingar skáldsins eru einnig víð frægar en talsvert umdeildar. Sean O’Casey lézt 1964. Þar féll í valinn einn verðugasti fulltrúi írskrar menningar í þeirri röð leikskálda, sem hófst með Yeats og Synge og náði síðar nýjum tindi með Brend- an Behan. O’Casey var hleypi- dómalaus lýsari alþýðufólks, en um leið málsvari þess, skop aðist miskunnarlaust að hug- sjónagjálfri landa sinna og öðru í stóro-rðu atferli þeirra, en tók þó mið af hjartanu, þegar til kastanna kom. Ekki er ástæða til þess að rekja söguþráðinn. Þar skipt- ast á skin og skúrir á annan hátt en íslenzkt þjóðlíf er vant, en það er ekki langt til írlands og þeirra vandamál hugstætt mörgum íslendingi á einhvern hátt. Þeir sem leika í Plóg og stjörnum eru: Gísli Halldórsson, Helgi Skúlason, Guðrún Ásmundsdóttir, Borgar Garðarsson, Þorsteinn Gunn- arsson, Sigríður Hagalín, Guð- rún Stephensen, Kristín Ólafs- dótti.r, Kjartan Ragnarsson, Guðmundur Magnússon, Jón Hjartarson, Sigurður Karls- son, Edda Þórarinsdóttir, Valde mar Helgason, Margrét Magnúa dóttir og Pétur Einarsson. Leikstjóri verksins ©r írinn Alan Simpson, en aðstoðar- leikstjóri er Pétur Einarsson. Þýðandi er Sverrir Hólmars- son og leikmyndir eru eftir Steinþór Sigurðsson. Það e*r margt forvitnilegt á efnisskrá LR í vetur og eftir þann 11. janúar n.k. þégar 75 ára afmælið er gengið í garð verða færð upp íslenzk verk, hvert á fætur öðru. Þar verða leikrit efti,r Halldór Laxness, Jökul Jakobsson, Odd Björns- son og Nínu Björk Árnadótt- ur og auk þess verður vænt- anlega sýnt það leikrit, sem hlýtur verðlaun í leikritasam- keppni Leikfélagsins 1 sam- bandi við afmælið. Það er hátíð í vændum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hátíð vegna blómlegs og áræðins starfs í 75 ár, sem bezt lýsir sér í því trausti, sem leikhús- gestir sýna með stöðugt auk- inni aðsókn að leikhúsinu. Til gamans og fróðleiks rná geta þess að á undanförnum ára- tug hefur tala leikhúsgesta fimmfaldazt, var rúmlega 16.000 leikárið 1962-’63, en rúmlega 75 þús. á siðasta leik ári. Velkomin til starfa og góð ferð inn í veturinn, leik- húsfólk — á. j. Að berjast og rífast, lætur vel. Valdimar Helgason, Borgar Garðarsson og Gísli Halldórsson í hlutverkum stnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.