Morgunblaðið - 12.10.1971, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.10.1971, Qupperneq 2
r 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 12. OKTÓBER 1971 Ráðherralisti Krags kemur ekki á óvart Athygli vekur þó skipun frú Dorte Bennedsen í embætti kirk j umálaráðherra JENS Otto Krag- lagði í gær fram ráðherralista hinnar nýju stjórnar sinnar. Sanikv. honum verður K. B. Andersen utanríkis- ráðherra, Henry Griinbaum fjár- málaráðherra og Knud Hertiing Grænlandsmálaráðherra. Ráð- herralistinn hefur yfirleitt ekki komið á óvart. í»ó hefur það vak- ið talsverða athygli, að fn'i Dorte Bennedsen tekur við embætti kirkjumálaráðherra. Hún er dótt- ir frú Bodil Koch, fyrrum kirkju- málaráðherra, er 33 ára að aidri og þannig yngsti ráðherrann í nýju ríkisstjóminni. Næst yngsti ráðlierrann er Jens Kamp- mann, sonur Viggo Kampmanns, fyrrum forsætisráðherra og verð ur Kampmann yngri samgöngu- > K. B. Andersen — tekur við ut- anríkisráðherraembættinu. og umhvevfismálaráðherra. Ráðherralistinn er annars þessi: Forsætisráðherra: Jens Otto Krag. Utanrikisráðherra: K. B. Ander- seli. Innanríkisráðherra: Fygon Jen- sen. Fjármálaráðherra: Henry Griin- baum. Kennslumálaráðherra: Knud Heinesen. Efnahags og markaðsimálaráð- herra: Ivar Nörgaard. Fjárlagaráðherra: Per Hækk- erup. Frú Dorte Bennedsen kirkju- málaráðherra. — Yngsti ráðherra stjórnarinnar. Dómsmálaráðherra: K. Axel Nielsen. Varnarmálaráðherra: Kjeld Ole- sen. Menningarmálaráðherra: Niels Matthiasen. Atvinnumálaráðherra: Erling Dinesen. Félagsmálaráðherra: Eva Gredal. Verzlunarmálaráðherra: Erling Jensen. Grænlandsmálaráðherra: Knud Hertlinig. Landbúnaðarráðherra: Ib Fred- riksen. Húsnæðismálaráðherra: Helge Nielsen. Samgöngu- og urahverfisméla- ráðherra: Jens Kampmann. Kirkjumálaráðherra: Dorte Bennedsen. Fiskimálaráðherra: Chr. Thom- sen. Ráðherralistinm mun hafa ver- ic nær tilbúinn sl. fimmbudags- kvöld. Noklkrar deiiur urðu um stöðu fiskimálaráðherra. Jens Risgaard Knudsen, sem gegndi þvi embætti í stjóm jafnaðar- manna á árunum 1966—1968, var fyrst boðið þetta embætti, en hanm hafnaði því og síðan var Chr. Thomsen boðin staðan, sem þá hana. Erling Dinesen hafn- aði boði um að taka að sér emb- ætti félagsmálaráðherra og lók í stað við fyrra ráðherraembætti sínu, þ. e. a. s. embætti atvinnu- málaráðherra. Allir ráðherrar nýju stjómar- inmar hafa lýst yfir fylgi sinu við aðild Danmerkur að Bfna- hagsbandalagi Evrópu, en það hefur þó ekiki farið framihjá nein- um, að Ivar Nörgaard, sem tók við embætti markaðsmálaráð- herra, hefur ekki verið neinn ákafur fylgismaður aðildar að EBE. Sjö af ráðherrum stjórnarinmar eru nýir, eða hafa ekki setið áður í ríklisstjórn jafnaðar- manna. Það eru Ib Fredriksen landbúnaðarráðherra, Egon Jen- sen imnanríkisráðherra, Knud Heinesen kennslumáiaráðherra, Erling Jensen verzlunarmálaráð- herra, Jens Kampmann, sam- göngu- og kennsl'umálaráðherra, frú Eva Gredal félagsmálaráð- herra og frú Dorte Benmedsen kirkj umálaráðherra. Fjórir af ráðherrumum edga Bretland: Jens Kampmann — samgöngu- og umhverfismálaráðherra. — Sonur Viggo Kampmanns, fyrr- um forsætisráðherra. ekki sæti á þjóðþinginu. Það eru: K. B. Andersen, frú Dorte Bennedsen, Erling Frederi'ksen og Erling Jensen. Frú Eva Gredal félagsmálaráð- herra er nýkjörinm þimgmaður. Þegar Þjóðþinigið kom fyrst sam an eftir nýafstaðnar kosmingar, vakti hún athygli með þvi að sitja kyrr og sýna andúð sína á konuri'gdæminu, er Friðrik kon- ungur setti þingið. Veruleg hækk- un á f iskf lökum Bandaríkjamarkaður hagstæð- ari íslendingum en sá brezki Þorskflakaverð hefur hækk að mjög á brezka markaðinum að tindanförnu og fer hækkandi. Þó er verðið á brezka markaðin- um ekki samkeppnishæft við verðið á Bandaríkjamarkaði — Fékk fylgd til hafnar TÓLF tonna bátur, Máni, sem var á leið til Djúpavogs bað á sunnudag um fylgd irm til Horna fjarðar, þegar báturinn var stadd ur austur af Hrollaugseyjum. Var báturinn að berja upp undir Breiðamerkursand, þegar vélbát- urinn Anna frá Fáskrúðsfirði kom honum til fylgdar. Til Homa fjarðar komu bátarnir klukkan 17 á sunnudag. að því er Guðjón B. Óiafsson, framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar SÍS tjáði Mbl. i gær. Guðjón sagði, að verðið á brezka markaðinum gæti ef til vill hækkað eitthvað tímabund- ið, en framleiðsla íslenzku frysti húsanna væri skipulögð til það langs tima, að ekki borgaði sig fyrir Islendinga að snúa sér að brezka markaðinum — einkum þó ekki, á meðan Bandaríkja- markaður er langt frá því að vera mettur og Islendingar eiga ekki nægilegt fiskmagn fyrir hann. Markaðsverð á þorskflökum í Bretlandi er nú um 70 krónur fyrir hvert kg, en á Bandaríkja- markaði er verð á þorskflökum nú tæplega 99 krónur fyrir hvert kg — eða 51 sent fyrir hvert pund. Hæstu vinningar HI MÁNUDAGINN 11. október var dregið í 10. flofcki Happdrættis Háskóla íglands. Dregnir voru 4.800 vinningar að fjárhæð 16.400.000 króniur. Hæsti vimningurinn, fjórir 500.000 króna vinndngEir, kornu á númer 44850. Tveir miðar voru seld’ r í Aðalumboðinu í Tjarnar- götu 4 en hinir tveir í umboðinu á Akureyri. 100.000 krónur komu á númer 49641. Þrír miðar voru seldir hjá Þóreyju Bjarnadóttur í Kjör- garði og einn miði í umboðinu í Höfn í Homafirði. 10.000 krónur: 1784 1889 2055 2261 2803 3392 3758 5245 5626 5716 8545 9025 9414 9798 10594 10825 11046 11074 13140 13838 15214 15464 15518 16913 17083 17154 17779 17987 18892 19853 23229 23697 25145 25334 25605 26685 26709 26768 26848 27399 27705 28454 28926 29554 29783 30673 31319 31903 32204 33818 37037 37831 37880 40263 40496 40717 40950 41423 42565 43707 44842 44849 44851 46485 51565 52063 52303 52792 53715 54931 58655 59128 (Birt án ábyrgðar). FJÖRUTÍU og þriggja manna hópur dansara og hljóðfæraleik- ara frá Senegal koma til lands- ins um helgina og sýna í Þjóð- Ieikhúsinu n.k. mánudag, mið- vikudag og þriðjudag eins og sagt hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Listafólkið hefur ferð- azt viða um heim að undan- förnu og sýnt við mjög góðar undirtektir, en Senegal-ballett- inn var stofnaður fyrir 10 ár- urn. * U. A. hyggur á togarakaup 4 ára franskur skuttogari kostar 71,3 milljónir króna STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., er nú að athuga um kaup á skuttogara í Frakklandi og hafa framkvæmdastjórar fé- lagsins, Gísli Konráðsson og Vil- helm Þorsteinsson, nýlega verið þar á ferð til að skoða skipið ásamt Jóni Hafsteinssyni, skipa- verkfræðingi. Það er fjögurra ára gamalt, 54 metra langt og hefur svipað lestarrými og nú- verandi togarar Ú.A. Heimahöfn þess er Boulogne sur Meer. Framkvæmdaetjórarnir sömdu við eigendur togarans um að mega senda skipstjórmarmann til að fara eina ferð með skipinu og mun það mjög fara eftir um- sögn skipstjórans, þegar heim kemur, hvort af kaupunum verð- ur eða ekki. Áki Stefánsson, skipstjóri á Harðbak, er nýfar- inn utan í þessu skyni og mun fara um borð í togarann á mið- vikudag. Ákvörðunar um skipa- kaupin má vænta eftir 2—3 vik- ur. Kaupverð togarans er 71.3 millj ónir króna, í því ástandi sem hann er nú i, en fjögurra ára flokkunarviðgerð stendur fyrir dyrum. Verði togarinn keyptur áður en sú viðgerð fer fram, ra-un hann koma til Akureyrar í des- ember. Ástæðan til togarakaupanma er einkum sú, að framleiðslu- og afkasitageta fiskvinnslustöðvar Ú.A. er miklu meiri en sem svar- ar því hráefni, sem núverandi togarafloti félagsins getur aflað. Betri nýting fæst helzt með þvl að kaupa skip, sem er fáanlegt innan skamms tíma. Að vísu hef- ur verið samið um smíði 1000 lesta skuttogara fyrir Ú.A. í Slipp stöðinni hf., en hann verður ekki afhentur fyrr en í fyrsta lagi snerama árs 1973 og það kann að dragast eitthvað lengur. Allir togarar ú.A. eru nú orðn- ir meira en 20 ára gamlir og á þessu ári ætti að fara fram 20 ára flokkunarviðgerð á Harð- bak, yngsta skipinu. Hinna bíður senn 24-ára viðgerð, sem ekki er víst að ráðizt verði í, þar sem bú- ast má við, að erfiðlega gangi að manna svo gömul skip, þegar nýtizku skuttogarar bætast flota landsmanna unnvörpum. Framtíð gömlu togaranna er því nokkuð óráðin. — Sv. P. Leitað að 7 lesta trillu Akranesi, 11. október. BJÖRGUNARSVEIT S. V. F. f. á Akranesi var kvödd út á sunnu- dagsmorgun til leitar að sjö lesta opnum trillubáti, Sigur- sæii, sem hafði farið í róður á laugardagsmorgiin. Á Sigursæli var einn maður, Halidór Árna- son. Klukkan 12:15 á sunnudag fann Sigurborg AK, skipstjóri Þórður Guðjónsson, Sigursæl og var triilan þá á leið til lands norðvestur af Akranesbaujunni, sem er um 5 sjómílur frá Akra- nesi. Var allt í bezta lagi um borð, nema hvað talstöðin var biluð, og hafði Halldór þá verið að berjast til iands í tólf tíma, en venjulega er leiðin 3—4 tíma sigling. Taldi Halldór veðurhæð- ina hafa náð allt að 9 vindstig- um og sagði sjó hafa verið krapp an mjög. Þegar Halldór var ekki kom- inn að á sunnudagsmorgun, var björgunarsveitin kvödd til leit- ar. Vitað var frá kvöldinu áður, að talstöðin í Sigursæli var í ólagi. Einnig var haft samband við báta á Faxaflóa og þeir beðn- ir að svipast um eftir Sigursæii. Frá Reykjavik leitaði ein flug- véi og um það leyti, sem flug- vél frá Vamarliðiriu var að hefja leit, fannst trillan. Veður var bjart, en hvasst af norðaustri. Halldór lagði línu sína í sjó um 18 mílur norðvestur af Akra- nesi á laugardag. Um kvöldið fór veður versnandi og lagði Halldór af stað tif lands upp úr miðnætti. Tij Akraness kom hann svo klukk an 14:30 á sunnudag og hafðí þá verið um 14 tíma að konaast 3—4 tíma leið. — hjþ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.