Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 33 áfanga fyrir áfanga allla lýð- ræðislega st jórnarandsföðu. Ný kosningalög voru sefrt 17. júlí og al'lt að 20% af kjósend- um sviptir kosningarétti. Þar með var lokið áhrifum Smá- bændaflokksins á stjórnmál Ungverjalands. 1 kosningunum, sem komm- únistar þvinguðu fram með of beldi 31. ágúst 1947, var öllum hugsanlegum ofríkisaðgerðum beitt, sem innanrikisráðuneytið, pólitíska lögreglan og Rauði herinn gátu klakið út í sam- einingu. Jafnaðarmenn sem nú loks virtust vera farnir að skilja innræti og vinnubrögð fyrri samherja sinna, kommún- istanna, héldu því fram, að fals anir og kosningasvik hefðu vaðið uppi, ógnir og hvers kyns kúgun verið höfð í frammi og loks að kommúnist- ar hefðu sent troðfulla flutn- ingabíla sinna manna þorp úr þorpi til þess að kjósa. 1 sjálfu sér er það ekki annað en það, sem vænta mátti, þar sem kommúnistar voru annars veg- ar með Moskvuvaldið að baki sér. En kosningarnar urðu komm únistum enn sem fyrr mikil vonbrigði. Þrátt fyrir það, þó að þeir hefðu alia kosningavél- ina i höndum sér, fengu þeir ekki nema 1.112.000 atkvæði. Það var 5% aukning frá því, sem áður var. En allt um það voru kommúnistar nú orðm- ir öflugasti flokkur þingsins Lazlo Rajk með 22% atkvæða að baki sér. Smábændaflokkurinn hafði að- eins fengið 15% atkvæða. Um haustið hélt Rakosi áfram ofsóknum sínum á hend- ur lýðræðisflokkunum, og lét meðal annars þann boðskap út ganga, að Jafnaðarmannaflokk urinn yrði að sameinast komm- únistaflokknum. Áður en ártð var liðið, var svo komið, að Zoltan Pfeiffer, foringi óháða flokksins, var orðinn land- flótta maður. Sama máli gegndi um Karoly Peyer, jafn- aðarmannaleiðtogann, sem harðast hafði barizt á móti sam steypu Jafnaðarmannaflokks- ins og kommúnistaflokksins. Aðrir meiriháttar leiðtogar lýð ræðissinnaðra flokka burgu lífi sínu með þvi að fara einn- ig í útlegð. Snemma árs 1948 bauð Rakosi, að bæði óháði fiokkur- inn og Bæn daf lokkurinn skyidu leystir upp og bannað- ir. Smábændaflokkurinn var þá orðinn gersamlega áhrifa- laus minnihluti. 1 febrúar 1948 komu launkommúnistar og alls konar Moskvuvinir því til leið- ar, að mikil „hreinsun“ var gerð í Jafnaðarmannaflokkn um. Voru þá reknir úr honum allir þeir, er hafa vildu í fullu tré við Moskvu og kommúnista. 1 marz voru svo leifar flokks ins kúgaðar til samsteypu við kommúnistaflokkinn með þeim heilindum af hálfu kommúnista, sem einkennir slikar samsteyp- ur þeirra. Annars þótti hlýða að dul- ■klæða þessa samsteypu með nafnbreytingu, og var þessi samsteypa kommúnista skirð Sameinaði verkamannaflokkur inn. 1 kosningunum 1949 beitti hann hinni viðurkenndu Sovét- aðferð, og var þá aðeins einn listi í kjöri með „sameiginleg- um“ nöfnum frambjóðenda. ílú mátti sýnast sem vélræðd kommúnista og ofbeldi hefðu náð tilgangi sínum í Ungverja- laindi, og að fullur sigur væri unninn. En eftir var þó einn óbugaður einstaklingur. Það var kaþólska kirkjan unddr for ustu Mindszenty kardinála. Klerkar höfðu að Vísu undan- farið sætt alls konar harðræð- um og ofsóknum, en kirkjan var óbuguð á meðan Minds- zenty stóð uppi. Nú var lagt til atlögu við hann, 26. desember 1948 var hann tekinn höndum, og eftir háðuleg réttar- höld, (sem enduðu með aug- Ijósu réttarmorði), var hinn hugrakki kirkjuhöfðingi dæmdur í ævilangt fang- elsi. Hófu kommúnistar um viða veröld upp mikið gleðióp, er þvi var lokið, en minna varð um fögnuð af þeirra hendi, þeg- ar Moskva varð að játa, að mál ið allt hefði verið hinn sví- virðilegasti réttarglæpur. Mindszenty var svo látinn laus, þegar frelsisbarátta ung- versku þjóðarinnar hófst fyrir skemmstu og var ákaft fagn- að af þjóð sinni. En um leið og fangelsisdyrnar lukust aftur á eftir Mindszenty, var síðasta þröskuldinum rutt úr vegi kommúnista, enda leið nú ékki á löngu, að þeir leiddu verk sitt til lykta. 1. febrúar 1949 var ung- vers'ka lýðveldinu breytt i „al- þýðulýðveldi" og kommún- istísku alræði komið á eftir Sovét-rússneskri fyrirmynd og skipan. Verkið var fullkomnað. Innanríkisráðherrann, Laslo Rajk, sem með fáheyrðri grimmd, ógnum og vélræðum, hafði átt drýgstan þáttinn i því að koma einræði kommún- ista á i Ungverjalandi og al- gerri undirokun þjóðarinn- ar undir járhæl Moskvu, hafði þó skammvinna gleði af starfi sínu og laun slík, sem hús- bændum hans voru líkust. 18. júní tilkynnti ráðherrasam- kundan, að hann hefði verið rekinn úr flokknum og svipt- ur trúnaði, og að hann hefði verið handtekinn, sakaður um „hægrivillu" og fleiri glæpi gegn ríkinu. Eins og vænta mátti af sovézkum réttaraðferð um, „játaði“ Rajk alla glæpi, sem um var beðið, 16. septem- ber, og var dæmdur til dauða. Það skyggir væntanlega ekk- ert á þá almennu gleði, sem þessi tiðindi vöktu með komm- únistum, þó að það hafi nú ver ið „játað" af æðstu for- ustu þeirra, að málið var allt glæpur og lygi frá upphafi til enda. Aðrir helztu leiðtog- ar flokksins fóru sömu ieið. Gabor Peter, grimmdarseggur- inn og auðsveipasta og illvíg- asta verkfæri Rajks, hékk við embætti þangað til snemma árs 1953, en þá var röðin komin að honum i nýrri „stórhreins- un“. En þótt hinar blóðugu leik- brúður Moskvu hyrfu þannig af sviðinu, tóku aðrar við engu betri. Og eftir stóð sú staðreynd, að ungverska þjóð in var gersamlega undirokuð undir Moskvuvaldið, örsnauð, arðrænd og útsogin, svipt öll- um mannlegum réttindum, beygð, svívirt og ofsótt. Þetta voru þær gjafir, sem „alþýðu- lýðveldið" hafði að færa börn- um sinum. Og Matyas Rakosi hélt áfram að útskýra það á þann hátt, sem húsbænd- um hans i Moskvu var harla velþóknanlegt, hvernig þau hefðu orðið þessarar blessunar aðnjótandi. 29. febrúar 1952 lét hann svo um mælt á fundi ung- verska verkamannaflokksins: „Án hinnar hetjulegu írels- isbaráttu, og án látlausrar og vinveittrar aðstoðar Sovét- Rússlands, hefði ungverska al- þýðulýðveldið — og ég get bætt við — hefðu öll hin al- þýðulýðveldin, aldrei orðið til". Átakanlega satt. Hins vegar hefur ungverska þjóðin verið að sýna það nú í nóvember 1956, hvers hún metur þessa aðstoð — og hvemig Sovét- Rússland lætur ekki á sér standa að veita hana í sömu mynd og hingað til Árangur- iran er átakanlegasta þjóðar- morð, sem sögur fara af, og morðherirnir eru gerðir út af „föðurlandi verkamannsins". Þetta er óneitanlega ærið at- hyglisverð staðreynd. Hér hefur verið sögð harm- saga ungversku þjóðarinnar frá þvi er siðari heimsstyrjöld lauk, einnar af mörgum þjóð- um, sem sömu sögu hafa að segja. Vera má, að hún geti opnað augu einhverra vorra landsmanna fyrir þvi, hve hollt er að treysta kommúnistum í samstarfi. Hliðstæður þess, sem gerðist í Ungverjalandi, þekkj- um vér ýmsar úr stjórnmála- átökum hér heima fyrir og gefa þær nógsamlega til kynna, að vænlegra er að stinga fótum við áður en það er um sein- an. Vera má, að örlög Ungverjalands hefðu orðið öll hln sömu, þó að borgaralegir og lýðræðislegir flokkar hefðu aldrei léð máls á nokkurri sam- vinnu við kommúnista. En þó er það alls óvíst. Og því verð- ur ekki varizt, að auðtryggni þeirra og andvaraleysi hafi átt nokkurn þátt í ógæfunni. Og háskaleg innbyrðis streita, sem kommúnistar blésu að og not- færðu sér út í yztu æsar. Með blóði og dýrum fórnum hafa Ungverjar nú verið að leitast við að endurheimta það, sem glatað var. Og allur hinn frjálsi heimur fylgir baráttu þeirra í djúpri samúð. En til þess eru víti að varast. Framhald síðar ANGLI skyrtur Nýjar gerðir litir og mynstur skyrtur Sérsaltad smjör sterkara bragð scrsaltad smjor í rauðum umbúdum ósaltað smjör í grænum umbúdum 500 g 250 g Sérsaltað smjör er meira saltað en venja er til um íslenzkt smjör. Bragðið er sterkara. Það nýtur sín áberandi vel án áleggs, t.d. á ný, fersk og ilmandi rúnnstykki, eða á heimabakað brauð — beint úr ofninum. SMI©R Osta og smjorsalan Úrvalið eykst. Þér getið nú valið um 6 mismunandi tegundir eða stærðarein- ingar smjörs. s.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.