Morgunblaðið - 31.10.1971, Page 10

Morgunblaðið - 31.10.1971, Page 10
s Tm- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 Guðmundsson: A Hrauns rétt Látuim okkur sjá og líta á. Er ekki beinasta og nýjasta leiðin a£ Þingeyjarsýslubraut og Norð- uitamdsvegi til Hraumsréttar yf- ir bru hjá Hólmaverði? Jú. Við skulum taka í tauminn á honum nýja rauð eða grána okkar og iáta þá bera okkur um Hvamma. Þar er lika Dauíhylsbrú yfir kekinn, sem stundum varð svo milkill, að til slysa varð; t.d. þeg- ar Arstonivus skáld drukknaði þar, Óskar Friðmundisson seinna. seinna. Hvammarnir eru töluvert byggðarlag með 12 bæjum, þar sem 9 voru aðeins fyrir þrem áratugum, að ógleymdu sveita- þorpdnu þar, Laxárvirkjunar- húsum öllum saman. Minnsta býlið í Hvömimium forðum var Mlðhvammur. Þar situr nú ís- lenzíkur bóndi danskur og býr svo vel að enginn tekur af hon- ium, Harald Jespersen, og segir að igott sé að búa á íslandi, jafn vel Norðurlandi á kalárum. Aft- ur á móti finnst Haraldi ekki igott, að af mönnum séu tekin nöfn, ef þeir eiga að fá ríkis- borgararétt. Og situr hann þvi réttiuöalaus þar tiíl iögum um nöfn útlendinga verður breytt. Jespersen var nafn föður míns, segir hann, afa míns og langafa og allra minna ættfeðra um 500 ár. Nafnið er okkar vemdar- gripur. Rauður skeiðar fimur, frár eft ir alkvegunum, einum af öðrum, þótt Jón hafi gleymt að hefla. Nú þarf enginn framar að svamla í Fossaverði eða kalla á Kristján ferjumann á Núpum. Engum dett uíc i hug að fara að hleypa í Laxá á taglhvarf í Sjónarhóls- vaði eða á miðjar siður í Hólma- vaði. Gatan að Fjalisvaði er að hverfa í gras og Þúfuvað og Fagrafit tilheyra aðeins horfn- um tima. Fyrir 100 árum var eng in brú á Laxá. Nú eru þær 5 og raunar þó 6. Við réttina i hrauninu standa bflar eins þétt og verða má. Þbílar flestir, en svo eru líka R-bílar, U og K. Og enn fleiri -merki er hér að finna. Hrauns- rétt er ekki lengur samkomu- Staður aðeins 5 hreppa. Varla er að hestur sjáist nú I Safnbringnum. Annar þjónn er að verða honum þarfari. Samt Öregður fyrir hnakki á stöku stað og langsekki eða malpoka. Hra-unstéttarmenn koma ekki framar flengriðandi utan og neð an Hrossavelli. Engir krakkar eru heldur á ferð norðan af bæj um I hrauninu utan við Hra-un. Ungdómurinn þarf ekki lengur að tvímenna og þrimenna í hina mifclu rétt. Engin blómarós kem -ur framar upp úr Þúfnavaði hándan yfir Laxá á spretti á Faxa eða Sóta sínum. Eigi að sliður heMur nýi tíminn innreið sfna hingað á rauðu og gráu far artæki, sem ekki þarf að blása úr nös og er með elskum- ar allar innanhúss og krakka þeirra, sem eiga, buxnameyjar og hálfbuxna, kjóikiæddar og í drðktum. Og má þar sjá litaval Myndin er úr Hiraunsrétt og \ :i rð tii án þess að nokkur, sem hún sýnir, hefði hugmynd um. Við hægri lilið greinarhöf. stendur Sigiirður á Grenjaðarstað, prófastur í tveim sýslum og prestur sjö kirkna í tveim köllum með mörgu öðru. Til vinstri við þá er elzti maðtir, er í réttina kom í haust, Sigtryggur Hallgrímsson frá Reykjum. Hann er 85 ára og einn af þreim elztu mönnum nú í Reykjahreppi, sem telur um 100 sálir. Hinir eru Jón á Laxamýri 89 ára, og Árni Sigur- pálsson í Skógum 93 ára. Hverfið fer vel með sína. Um það endilangt liggur líka kísiiviegur og hitavatn. eins og í regnboganum. Reið- skjótar og reiðglannar eru svo til horfnir úr Ferðamannagöt- um Hvammsheiðar, Yztahvamms brekku og Geitafells enda þver skera nú og skakkskera akveg imir og túnin allar götur gömlu mannanna, sem fyrir andartaki voru þó ungir. Sólin er komin mun lengra en miðja vegu milli háausturs og suðurs. Einhverntíma þurfti mað ur að vera kominn með birtunni á þennan stað, þurfti að vera kominn þegar sauðljóst var eða markljóst til að draga. Þá voru líka 10 þúsund fjár að draga, eða jafnvel 15 þúsund. Nú er allt önnur öld. Samt hefur sauðfénu ekki fækkað þótt marg ir bændur séu orðnir sauðlaus- ir og komnir yfir í annan bú- skap. En nýir siðir koma allt- af með nýjum herrum. Féð geng- ur meira í heimahögum og kem- ur því ekki til réttar. Hraunsrétt er þjóðleg rétt og svo gömul að enginn veit henn- ar ár. Um þau mætti skrifa dok torsritgerð. Hún er svo þjóð leg, að hvert hennar tangur oig tetur er úr landsins hraungrýti, nema smádyraumbúningar, þar sem er fordyri hennar, og smug- ur inn í dilkana. Aðal réttar- veggir eru tvöfaMir og þrefald- ir, en dilkarnir flestir einhlaðn ir. Skaparar réttarinnar settu hana niður öndverðis, þar sem skjólið var mest og bezt fyrir norðanáttinni. Sú átt er mesta óþverraátt landshíutans. Hún kemur með regnið og óþurrkinn á sumrin, hrakviðrin, krapahríð- arnar og stórhríðarnar á haust- in, veturna og stundum á vor- in. Þarna er hún, blessuð rétti-n í fangi á úfnu hrauni undir há- um kambi þar sem skapar- ar hennar gengu frá henni end- ur fyrir Jöngu. Þarna er skjólið, vitum við. Og einhverjum finnst að til sin tali hausthrollur þeirra, sem völdu þennan stað og liggja nú undir torfu uppi á Grenjaðarstað eða úti í Nesi. Hleðslusteinar veggjanna eru gráir af mosa og -gulbrúnir af skóf, þeir sem kyrrastir hafa legið og lengst. Hraungrýtinu er hætt við að mo'lna. Þess vegna hefir margur steinninn týnt lögun sinni frá fyrstu tið og farið í tvennt eða þrennt ell- egar þúsund mola. Á seinustu árum hafa Aðaldælir orðið að vinna 100 klukkutíma á haust- i-n til viðhalds rétt sinni, svo hún héldu fénu hálfan dag. Jafn vel steinarnir eru forgengilegir í okkar heimi. Við skilju-m þá eftir fyrir aust an hlið, grána okkar, rauð og skjóna og alla aðra með hinum litunum og göngum til réttar. Seinasti hópurinn er kominn inn úr safnhri-ngnum. Drætti sýnist ætla að verða lokið klukkan eitt til tvö. Mannmergð in er orðin miki-1 svo að eniginn veit hvort fleira er orðið í rétt- inni af þeim sem á fjórum fót- um ganga en tveim. Fyrir 40 áru-m sagði Vilhjálm- ur á Hafralæk, þá á áttræðis- aldri: „Ég hef farið í Hraunsrétt á hverju hausti síðan ég var á 5. árinu, fyrstu haustin aftan við föður minn eða einhverja vinnu- konuna. Réttardagarnir hafa verið mínir mestu hátíðardagar og tilhlökkumin enn meiri vegna réttardagsins en til jólanna. Sjötíu réttardagar og enginn fallið úr. Nú eru allir þessir elskulegu dagar runnir saman í eitt, svo mér er ómögulegt að greina einn frá öðrum.“ Um aldamót var sagt á prenti að Hraunsréttardagur væri mesti sæludagur ársins. Þar tækju ævintýrin fólkið í faðm- inn og lífið fengi iit einu sinni á ári. Hitt var líka sagt þá: „Fyrrum voru iildeilur og áflog » sjálfsagðir hiutir á Hraunsrétt." Jú, illt og gott þarf venjulega að blandast sam- an, eða hafa veður hvort af öðru. Varia man ég eftir áflogum á Hraunsrétt, þótt ég hefði spurn- ir af því að einn og einn væri dreginn öfugur þar í forinni. Hins minnist ég oftar að öldung- ar féllust í faðma eins og ungir elskendur og -grétu af hamingju. 1 dag 1971 er sólskin yfir landi og sólarljómi í sálinni. Vasafleygana reyni ég ekki að telja, en þeir eru svo hóflega notaðir að enn gutlar í flestum. Sumir eru jafnvel axlafullir þegar að iokasprettimum við dráttinn kemur, bækurnar tekn- ar upp og byrjað að kalla: Mý- vetningar! Þið hafið stundum verið skarpari. Hér er ein, sem átti víst að vera á Austurfjöfl- um sunnan girðingar. Húsvetn- ingar! Keldiuhverfingar! Ytra- fjafl! Múli! Sandur! Sýrnes! Áfram með dráttinn, segir. Kjartan réttarstjóri. LSklega er að fara fyrir mér ein-s og Vilhj'áJmi frænda á Hafralæk. Þó að mínir Hrauns- réttardagar séu mun færri en hans, eru þeir teknir að renina undarlega mikið saman. Hvar eru þeir sem héma voru í morgun? Það er að segja 4 morgni langa dagsins. Fjár- bóndinn vöxtulegí við Grenjað- arstaðardilkinn fullan af fé, hann séra Helgi eða Helgi I Múila, sem helzt varð að hafa 3 í takinu við Múladilkinn með svo mikinn ákafa að hvasst varð aflt í kringum hann? Indriði á Fjalli með oddvitaróminn? Jóhannes, Friðfinnur, Jóhannes, Óskar, Vilhjálmur, Sigurður, Konráð, Sigfús, Kristján, Pétur, Björn, Gunnlaugur, Benedikt, Ármann, Jónas, Steingrimur Ketiffl? Og, og, . . .? Nei, nei. Ekki, ekki. Það er fjarstæða að þeir séu farnir að renna saman I eina bendu, mínir dagar á þessari rétt. Þama er enn Helgi, þótt ekki sé ha-nn séra eða stórbóndi, Pétur og Sigfús. En einhvem veginn er háralagið orðið öðruvisi. Svo er fullt af því, sern lítið var hér áðu-r, hinu fríða kyni, betri belmingnum af þjóðinni. Víst að greinast þeir í rnínu minni, réttardagarnir. Og gan-gnadagar koma hoppandi upp í fan-gið allt i einu langar leiðir ti-1 baka. Göngur og réttir, aflt hangir það saman. Ljótt var hrakviðr- ið einu sinni þegar við komium I Þeistareykjakofa úr gömgu. Ökkladjúp for um allt gólf. Þá var að moka henni út. Kristján á Bergstöðu-m risti torfu úti á Grund og lagði undir sig á -gólf- ið. Aldrei sá ég fyrr eða seinma neinn í torffla-gi með basa-bus- ann einn að vopni. Við hinir reyttum gras og rifum Iyng og fja-Udrapa til að hafa undir ok-k- ur. Hnakkur fyrir kodda. Og svefninn kom í þetta gistihús eins og önnur, þótt það hriplæfci hornanna á mi-lli. Nú heitir vist- arveran þarna skáli og horfir stolt á fyrirennara sina, seru eru sligaðir inm. Og emn er sem ég sjái Höfða- réttarsafnið þegar flest kom að norðan, tuttugu og níu hundruð, minnir mig. Þrándur stýrði þá rekstri, nýkominn frá Ameríku. Áður en við komum fram á brúnina yíir Hvömmum sagði hanm við ókkur: Nú skulum við teygja lagle-gi úr hópmurn svo hamn sjáist. Já, ekki stóð á því. Fyrsta kindin kom inn í safnhringinn, þegar þá seinustu bar við loft á brún- inni. TutJtugu og ní-u hundruð. Eða: Ég var vart hálfharðn- aður á lífsins ólgusjó, á háfjöllr um þess, ætti ég iíklega að segja. Það var þegar síðast var geng- Ið til Hraunhólaréttar. Þa-r á eftir var réttin færð norður í Hverfi. Ég man nú ekki hvort ég var þá 14 eða 15 ára. Við fengum hrakviðri í Gjástykki og gistum svo í hlöðu á Undirvegg. Látið var um vatnsheldan fatn- að á þeim dögum. En við und-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.