Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1971 > 3 4 Hádegisverðiir snæddur í Skiphól. — Ljósm. Kr. Ben. Um 100 fulltrúar 17 félaga á landsþingi sj álfstæðiskvenna Kagnheiður Guðmundsdóttir einróma endurkjórin formaður sambandsins LANDSSAMBAND sjálfstaeðis- fevenna hélt þing sitt í Sjálfstæð- ■shúsinu í Hafnarfirði í gær. Var þíng þetta eitt hið fjölmenuasta er sjálfstæðiskonur hafa boðað til, með 100 fulltrúum frá 17 fé- Jlögum. í upphafi setningarræðu sinnar minntist formaður sambandsins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Kristínar L. Sigurðardóttur, íyrrv. alþm., sem var fyrsti for- imaður landssambandsins og einn aí stofnendum þess. Risu fundarkonur úr sætum i virð- ingarskyni við hinn látna frum- herja. Er formaðu sambandsins hafði flutt skýrsiu um störf stjórnarinnar sl. tvö ár, og kosið hafði verið í kjörnefndir fluttu hinir ýmsu fulltrúar utan af landsbyggðinni skýrslur sínar. Þáðu þingfulltrúar hádegis-verð- artooð miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksi-ns og sýnir myndin gest- ina og gestgjafa snæða í veit- ingahúsinu Skiphól. —- Ávarpaði Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins, gestina og hvatti sjálfstæðiskonur til þess að vinna ötuUega að framgangi sjálfstæðisstefnurmar og standa dyggilega vörð um sjálfstæði þjóðarinnair. Benti hann á þann voða er fælist i því að gefa komm únistum of mikil tækifæri til að hafa áhrií á utanríkisstefnu þjóðarinnar. Að hádegisverðinum loknum vax fundur settur i Skiphól og flutti Guðjón Ha-nsen trygginga- fræðignur sérlega fróðlegt erindi um txyggingamál, einkum þau er varða konur og þeirra áhuga- mál. Báru fundarkonur fram fjölmargar fyrirspurnir sem Guðjón leysti vel og skilmerki- iega úr og gerðu fundarkonur mjög góðan róm að máli hans. Loks var haldið aftur í Sjálf- stæðishúsið og þáðu þingfulltrú- ar veglegt veizlukaffi í boði Vor- boðans í Hafnafirði, og að því búnu var þingstörfum haldið áfram og gengið til stjórnarkosn inga. Var fráfarandi formaður, Ragnheiður Guðmundsdóttir, ein róma kjörinn formaður, en aðrar konur er kjörnar voru í stjórn, sem síðar skiptir með sér verk- um, voru: Auður Auðuns, alþing- ismaður, Elín Jósefsdóttir og Jakobína Mathiesen, Hafnarfirði, Ingibjör-g Johnsent Vestmanna- eyjum, Svava Kjarta-nsdóttir, Selfossi, Kristjana Ágústsdóttir, Franihald á bls. 19. HEIMILISTÆKI SF HAFNARSTRÆTI 3 ^ , SÆTÚNI8 atemnritifega bjanc meó phi STAKSTEINAR „Þá fær cnginn neitt“ Vikiiblaðið „Verkamaðurinn", sem gefið er út á Akureyri, er serstakt málgagn Björns Jónsson ar alþm. og forseta ASÍ. í ný- útkomnu tölublaði gætir lítillar hrifningar vegna fyrirætlana iðn aðarráðherra og ríkisstjórnarinn ar í virkjunarmálum Norðlend- inga eins og eftirfarandi klausa í biaðinu hinr) 5. nóvember sl. gefur glögglega til kynna: „Fréttir úr Reykjavík herma að Magnús Kjartansson, iðnaðar ráðherra, hafi lagt ttl, að leitað verði samkomulags í Laxárdeil- unni á gmndveUi samningsupp- kasts frá landeigendafélaginu. Hlaðið hefur hlerað að m.a. sé í þessu uppkasti krafa um að Laxá I (4.000 kw) verði lögð nið ur þegar sá „áfangi“ sem nú er unnið að (6.500 kw) verði tekinil í itotkun, etnnig að, ef ekki reyn ist unnt að Jkpjna í veg fyrir, að nýja virkjunin torveldaði fiskí- rækt í Laxá, verði hún einnig íögð niður. „Baráttukostnað" landeigenda á að greiða úr ríkissjóði og einn ig kostnað við laxastiga í gljúfr umim Og við Mývatn. Einnlg á ríkið að tryggja, a* skaðabótagreiðslur hefjist til landeigenda, áður en t-jón er met ið. I Það var víst ekki einhugur um málið, því einhverjtim fannst að aukningin (2.500 kw) væri dýru verði keypt — eða um 500 millj ónir króna, eða um 200 þúsund hvert kw! ( Sú spttrning hlýtur því að vakna i hugum margra, hvoit ekki sé bezt að hætta, Þá FÆR ENGINN NEITT, og jarðgöngin, sem sprengd hafa verið, geta þá orðið minnisvarði um samvinnu og samstöðu Norðlendinga um lausn raforkumála á árinu 1971“ Alger samstaða Eins og Morgiinblaðið skýrði frá í gær, sagði ÓJafur Jóhannes son, forsætisráðherra, á fundl með ungum Framsóknarmönnum á dögunum, að ríkisstjómin hefði aldrei lofað að varnarliðið hyrfi úr landi, hvernig sem á stæði. Ekki eru allir aðstandendur þess arar ríkisstjórnar á sama máli. 1 grein í „Austurlandi", niáí- gagni Lúðviks Jósepssonar sagði nýlega m.a. svo: „Alþýðubandalagið er því ein- huga í því, að ákvæðum málefna samningsins varðandi herliðið verði hrundið í framkvæmd, og innan stjórnarinnar er alger sam staða um þessi mál. Til marks um það, að stjórnar flokkarnir vilja vinna af ein- lægni saman i þessu máti, er skipan ráðherranefndar innan rik isstjórnarinnar til að vinna að framkvæmd þt*ssa máls og und- irbúningi ekki siður. Þessa nefnd skipa þrir ráðherrar, einn úr hverjnnt stjórnarflokki." Hverja skortir „lífræn tengsl?“ Þjóðviljinn hneykslast mjög á auglýsingu, sem Verzlunarmanna félag Reykjavikur hefur birt i dagblöðum, þar sem málstaðnr fé lagsins er kynntnr. Telur Þjóð- viljinn birtingu þessarar auglýs- ingar til marks um að forystn nytnn Vli skorti „lifræn tengsl“ við hina almennu félagsmenn. Á sama tíma og VR hefur liaidið tvo fjölmenna félagsfundi, þar sem samningamáJin hafa verið til umræðu, hefur Verkanianna- félagið Dagsbrún engan slíkan fund haldið. (lyerja skortir „líf-J ræn tengsl" við félagsmenn sina?í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.