Morgunblaðið - 13.11.1971, Side 31

Morgunblaðið - 13.11.1971, Side 31
MORGUNB'LABIf), LAUGAROAGGk 13. NÓVRNflWÍt'Íð'Tl ***^ St r 't . V’H Hvað skorar Gísli Blöndal n*örg niörk á inóti ÍR? Þrír leikir í 1. deild: Tekst iR-ingum að snúa á Valsmenn? — Liöin leika í Laugardalshöllinni á morgun I>ar mætast einnig Fram og Víkingur Haukar og KR leika í Hafnarfiröi Á morgun fara frani Jirír leik ir í 1. deild ísiandsmótsins i handknattleik, einn í Hafnar- firði oer tveir í L.aug-ardalsliöll- inni. Mun þetta vera í fyrsta skiptið sein ieiknir eru þrír leik Ir í meistaraflokki karla i Is- landsmóti á sama deginum. Fyrsti leikurinn hefst M. 16.00 og fer hann fram í Hafnarfirði. Þar keppa Haukar og KR. Bú- ast má við því að Haukar sigri í þessum leik, en bæði liðin hafa nú Ieikið tvo leiki og tapað báð- um, þannig að það lið sem vini • ur lyftist af botninum. Annars gætu KR-ingar kamið á óvart í þessum ieik, ekki sízt ef Hauk arnir ganga of sigurvissir til leiks. A.m.k. er ótrúlegt að KR- ingar sýni aftur jafnslakan leik ag þeir gerðu á móti FH á mið- v i kudagsk völdi ð. Kl. 20.15 hefst svo i Laugar- dalshöllinni leikur mili Fram og Víkings. Einnig i þeim leik ætt.u að vera nokkuð hreinar línur, ef aðeins er dæmt af þvi sem áður hefur gerzt í haust. Framararnir ættu að vinna örugglega. Þegar þessi lið mættust í fyrra þá sigr aði Fram í báðum leikjunum, átti reyndar i töiuverðum erfið- leikum í fyrri leiknum, sem lauk 16:13, en sigraði öruggiega í sið ari leiknum 25:17. Aðalleiikur helgarinnar verð- ur svo síðari leikurinn i Laugar dalshöllinni um kvöldið, en þar mætast þá Valur ag iR. Viður- eign þessara liða hefur alitaf ver ið geysilega skemmtileg, og oft börð. Má minmast fyrri leiks Liðanna í mótinu í fyrra, sem Vaiur vann 24:19, sem harðasta leiksins í mótinu þá, og síðari leiksins, sem lR vann 24:15, sem þess leiks sem kom mest á óvart. 1 útimótiniu i sumar, sigraði ÍR örugglega, en Valur sigraði hins vegar i leik liðanna í Reykjavík urmótinu. Flesfir munu spá Val sigri i leiknum annað kvöld, en vert er þó að minnast orða þjálf ara ÍR-inganna, Gunnlaugs Hjálmarssonar, sem „biður menn að búa sig undir það óvænta." SJÓHVAEFS LEIEEIN W.B.A. - STOKE DAGSKRÁRSTJÓRN sjónvarps- íns er sannarlega snör í snúning- um, þegar hún fjallar um ensku knattspyrnuna. SI. laugardag felldi dagskrárstjórn niður leik Nott. Forest og Derby, tók hann siðan á dagskrá á ný með aug- lýsingum í hjóðvarpi, en setti leikinn jafnframt á dagskrá þess- arar viku. Allar þessar breyting- ar voru framkvæmdar á einu dægri og ber að sjálfsögðu að skrá þær í afrekaskrá sjónvarps- Ins sem persónulegt met. Ég geri ekiki ráð fyrir því, að sjónvarpið endursýni leik Nott. Forest og Derby, þótt hann hafi verið einna skárstur sjónvarpsleikj- anna til þessa, heldur bjóði okk- ur til leiks W.B.A. og Stoke, sem leikinn var um síðustu helgi og ætti að hafa borizt sjónvarpinu án mikils trafala eða tafa. Leikur W.B.A. og Stoke vekur sennilega ekki mikla eftirvænt- ingu eða hrifningu ísl. sjónvarps- áhorfenda, enda njóta liðin lítill- ar hylli hér á landi, þó að þau séu eins og „gráir kettir“ i isl. sjónvarpinu. Vinsælustu félögin eru enn i London, Liverpool, Manchester og Yorkshire og ég tek undir orð kollega míns, HSim hjá Vísi og skora á sjónvarps- menn að nota næsta frídag eða veikindadag til að pára bréf til sjóðnvarpsfélagsins ITV og biðja það um að gauka að okkur leikj- um frá áðurnefndum stöðum annað veifið. Ég hirði ekki um að kynna W.B.A. og Stoke að þessu sinni, þó að ágætir leikmenn leynist I liðunum svo sem Gordon Banks hjá Stoke, en liðin eru þannig skipuð í dag: W.B.A. STOKE 1. Osborne 1. Banks 2. Minton 2. Marsh 3. Wilson 3. Pejic 4. Canteilo 4. Bernard 5. Wile 5. Smith 6. Robertson 6. Bloor 7. Glover 7. Glover 8. Hope 8. Greenhoff 9. Gould 9. Ritchie 10. Johnson 10. Dobing 11. Brown 11. Mahoney R.L. NÆROGFJÆE Deildar- keppnin í nokkrum löndum Keppni stendur nú yfir i 1. deild hjá mörgum Evrópulönd- um, og eftir leikina um s.l. helgi var staða efstu liðanna i nokkr um lönduim þessi: ÍTALÍA Inter, Milan og Juventus 8 stig, Torino 7, Roma og Fioren- tina 6. HOLLAND Feijenoord og Ajax 21, Haag 19, Twente 18, Sparta 17. PORTÚGAL Sporting Lissabon og Benfiea 14, Setubai 13, Ouf 12. GRIKKI.AND Aris 21, Volou, Panathinaikos og Poak 19, AEK og Pireus 18. JÚGÓSLAVfA Rauða stjarnan 18, Zeleznicar 17, OFK Belgrad 16, Vojvodina 16, Partisan 14. AUSTURRÍKI Alpine 18, Swarowski 17, Vo- est 16 Austria, Salzsburg og Rap- id 15. UNGVERJALAND Ujpest 17, Komlo 15, Vasas 14, Tatabanya 14, Ferenscaros 13, Honved 13. Skotar unnu Á miðvikudaginn sigruðu Skotar Belgíumenn með 1 marki gegn engu i landsleik í knatt- spyrnu. Leikurinn var liður í keppni 5. riðiis í Evrópubikar- keppni landsidða, en þar er stað an nú þessi: Belgía 5 4 0 1 10:2 8 Portúgal 5 3 0 2 9:5 6 Skotland 6 3 0 3 4:7 6 Danmörk 6 1 0 5 2:11 2 Mini Stellan Sænski heimsmeistarinn í ein- liðaleik borðtennis, „Mini“ Stel an Bengtsson, jók hróður sinn enn er hann sigraði í einliðaleik franska meistaramótsins í borð- tennis, en þar voru samankomn ir margir af beztu borðtennis- leikmönnum heims. 1 úrsiitum sigraði Stellan Frakkann Jacqu- es Seeetin 21:12, 21:14 og 21:7. Mark- hæstir Uffe Brage og John Nielsen urðu markhasstir í dönsku 1. deildar keppninni i ár og skor- uðu hvor um sig 19 mörk. 12 leik menn skoruðu 10 mörk eða fieiri. England hefur i forystu Eins og frá hefur verið skýrt i Morgunblaðinu gerðu Englend ingar og Svisslendingar jafn- tefli i landsleik í knattspyrnu sem fram fór á Wembley leik- vanginum í London s.l. miðviku dag. Hvort lið skoraði ertt mark i fyrri hálfleik. Englendingar urðu fyrri til að skora og var það Mike Summerbee, leikmað- ur Manchester City, sem mark- ið gerði á 9. minútu. Á 25. min- útu jafnaði Odermatt fyrir Sviss lendinga. Leikur þessi var liður í Evrópubikarkeppni meistara- liða, 4. riðli og eftír hann er staðan í riðlmum þessi: England 5 4 10 13:3 9 Sviss 6 4 11 12:5 9 Grikkland 5 113 3:6 3 Malta 6 0 1 5 2:16 1 LUGI er í neðsta sæti Lið Jóns Hjaltalíns, Lugi er nú í neðsta sæti í sænsku 1. deildarkeppninni, eftir að 4 um- ferðir hafa verið leiknar. Hefur liðið sigrað i einum leik, en tap að þremur. Um s.l. helgi lók það við Hellas og tapaði 12:18. Jón Hjaltalín gerði 2 mörk i þessum leik. í efsta sæti í deildirmi er núna Frökmda sem er með 7 stig, en Hellas er í öðru sæti með 6 stig. Norðmenn tapa Nú stendur yfir í Rúmeniu, svokölluð Karpaten-bikar- keppni í handknattleik, með þátt töku nokkurra þjóða. Meðal iið anna sem þar keppa eru Norð- menn og töpuðu þeir fyrsta leik smum fyrir Vestur-Þjóðverjum með 15 mörkum gegn 19, eftir að staðan hafði verið 6—10 í háif- leik. Eins og oftast áður var það Hansi Schmidt, sem lét mest að sér kveða í þýzka liðinu og gerði hann 8 mörk. Þá kepptu Norðmenn við rúm- ensku heimsmeistarana og töp- uðu einnig fyrir þeim, 12:15. Þjóðverj- ar unnu Austur-Þjóðverjar sigruðu Svia með 159 stigum gegn 103 í unglingalandskeppni í sundi sem fram fór í Kramfors í Sví- þjóð. Ágætur árangur náðist i flestum greinum, og má t.d. nefna að Sylvia Eichner, Þýzka iandi, sigraði í 100 metra skrið- sundi kvenna á 1:01,1 mín, og i 400 metra skriðsundi pilta sigr- aði Thomas Ackenhausen,- Þýzkaiandi á 4:25,5 min.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.