Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1971 — Nei, vitanlega gerðirðu það ekki fyrir alvöru. Ég var bara að gera að gamni mínu. Gleymdu því bara. En . . . gæti ég fengið eitthvað að borða? Æ, guð minn góður! sagði hann. — Mikil skepna gat ég verið. En ég má ekki fara frá. Hopkins, farðu með hana ung- frú Boykin og gefðu henni að borða. Og farðu svo með hana heim. Þér líður sæmilega, er það ekki? sagði hann við mig. — Þú ferð beint i rúmið og verður þar kyrr? Ég skal koma í fyrramál- ið og sjá hvernig þér líður. Þegar við Hopkins vorum kom in út að dyrunum, kallaði hr. Parrott til okkr. — Bíðíð þið and artak, sagði hann. Hann dró mig afsíðis. — Liz Boykin, hvað veizt þú um Þríhyrningsfélagið? Hverjir eru i því fleiri? — Hvaða Þríhyrning? sagði ég. — Hvaða félag? Hvers vegna spyrðu ekki Barry? — Ég er búinn að því, sagði hann. — Þangað til ég var orð- inn dofinn í tungunni. En hann vill ekkert segja. Hann segir, að herramaður sé þagmælskur. — Það eru fínar dömur lika, hvæsti ég. — Ég veit raunveru- lega eki nokkurn skapað- an hlut um það, hr. Parrott. Svei mér þá! VII. Það var kominn nýr maður til að hafa auga með mér. Hann var kominn þarna að húsinu, þegar Hopkins ýtti mér inn í forstoí- una með áminningu um að fara nú almennilega að sofa, en svo stóðu þeir og töluðu saman og horfðu á mig þegar ég fór inn i lyftuna og Reuben skellti aftur hurðinni. Eitthvað var það í fari Reub- ens, sem ég kunni ekki við. Bros ið á honum, sem náligaðist það að vera háðsglott, og það hvern ig hann ranghvolfdi í sér augun- um til mín. Jafnvel bakið á hon- um, þegar hann var að stjórna lyftunni, var með einhverjum svip sem væri hann sér meðvit- andi um eitthvert samband okk ar í milli. Allt í einu mundi ég eftir spurningunni hans á laugardags kvöldið þegar ég var að leggja af stað til Flóru. Hafði lögregl- an sigað honum á mig? En þarna hafði engin lögregla verið á ferli fyrr en seinna. Var það Hue? Hafði Hue dirfzt að fá lyftumanninn til að snuðra kring um mig? Hafði það verið Reuben, sem brauzt inn um gluggann og lokaði I-am úti? Hvað sem þetta kynni að vera, þá hafði ég engan tíma núna til að útgrunda það. En hitt vissi ég, að nú þegar næstum allir, sem ég þekkti væru á höttun- um eftir mér, þá yrði ég jafnvel að anda varlega, auk hejdur annað. Þegar ég var komin ínn til min, tafði ég aðeins meðan ég hún var orðin hávær, svo dró ég fyrir gluggana, fór úr loðkáp- unni og í aðra kápu verri. Síðan stakk ég skrúfjárni og vasaljós- inu hans hr. Parrotts í vasa minn, ©pnaði út í ganginn, en skildi eftir ljósið logandi, tii þess að njósnarar skyldu halda mig vera heima. Bakatil í leiguhúsinu lá bruna stigi niður eftir veggnum iíkast- ur köngulóarvef, og alla leið niður í þvergötuna að húsabaki. Ég vildi ekki eiga eftir að brölta aftur niður stigann, glerhálan, í rigningunni. Við fyrsta skref sem ég tók þegar niður var komið, rakst ég á ruslatunnu, sem glumdi í rétt eins og sprengja væri að springa, og um leið fékk ég alls konar verki í úlnliðinn, og hræddi kött, sem þaut yfir götuna út í myrkrið, og ég á eftir, og þreif- merkið tryggir þjónustu /r LEIKHUSKJALLARINN Ævintýraland VEGCFÓÐUR Á TVEIMUR HÆÐUM - 1001 LITUR - Lítið við í UTAVERI ÞAÐ BORGAR SIG. Hrúturinn, 21. niarz — 19. aprii. Nú er mikils metið að geta hngsað, ogr það rökrétt. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Nú er mikilsvert að vera maiinlegrur og kasta ekki liiiútum í þá sem misstíffa sif. Tvíburarnir, 21. niaí — 20. júní. Núna opnast nýjar leiðir, sem mikið er upp úr að liafa og lltið er fyrir haft. en aðeins um tfvna. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Fólk, sem þú vilt helzt ekki unigangast, hefur fengið mikiiin á- liuga á þér. I.jónið, 23. júli — 22. ágúst. Freistingin til að sýna völd þfn er að verða þér yfirsterkarl. Mærin, 23. ágúst — 22. septeniber. Ekkert fer i daj*, eins og það á að fara, eða þj- óskar eftir. V^offin, 23. septeniber — 22. október. Þér verður ekkert ágengt í að jafna deilur maiina. Si>orðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. I dag reynir á manngildið og: það er erfitt að blanda tilfiiininfi: um inn í alA'örumál sem þessi. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. t dag: er réttara og- sælla að g:efa en þiggja. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þart er fylK/.t með f)ér, og þess vegna liefurðu ekkl eins frjálsar hendur. og þú vildir hafn, en þú setur haft fott af þvi að vera þæffur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. t daff verðurðu að ffefa einhverjar skýrinffar á framferði þínu off bezt að það sé ekki um seinan fyrir haffsmuni þína. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Fjármálin eru mikið til umræðu núna og: þér er eins ffott að athuffa þau almennilega. I»ú hefur einhverjar skyldur, sem þú ættir að hyffffja að. aði mig áfram eftir veggjunum, þangað til ég var komin út í göt- una fyrir handan. Það var ekki fyrr en ég kom á neðanjarðarstöðina og slóst i hópinn, sem þar var, að ég gat dregið andann rólega. Það var enginn á verði við hús Melchiors og ég renndi mér inn i mjóa, steinlagða smugu, sem skildi það frá næsta húsi og lá inn í dimman húsagarð, þar sem allt var fullt af ruslatunn- um og þvottasnúrum, og ég vissi, að gluggar Melhcior vissu út að þessum húsagarði. Þögult eins og gröfin, datt mér í hug — og átti vel við, eins og á stóð meðan ég svipaðist um eftir brunastiga, sem ég bað til guðs, að væri ekki einn slíkra, sem eru með neðri endann hátt á lofti eða utan seilingar. Þegar ég hafði komið i ibúðina, hafði ég aldrei tekið eftir brunastiga, en vissi bara, að hann var þarna, og að Melchior geymdi sódavatnsflöskur úti á honum, meðan ekki var alltof heitt í veðri. Ég þorði ekki að kveikja á vasaljósinu, en paufaðist áfram innan um allt skranið þarna, þreifaði fyrir mér með höndon- um, þangað til sú með umbúð- irnar rakst harkalega í eitthvert járn. 1 sama bili kviknaði ljós á neðstu hæð í húsinu á móti. Ég þreifaði mig áfram milli rusiatunnanna. Það var þögn og svo slokknaði Ijósið. En ég hafði séð brunastiga með hand- riði, sem lá lóðrétt upp eftir veggnum hjá Melchior. Hann lá upp að litlum palld utan við glugga á annarri hæð — glugg- ann hans Melchiors. Þetta var Helgar- innkaup í verzlun einmitt pallurinn þar sem hann hafði geymt sódavatnið. Ég teygði úr hálsinum og kikti upp eftir veggnum í dimmunni og regnið draup framan í mig, en óþefur af ösku og rusli barst að nösum mér. Og þá . . . var þetta ljós í íbúðinni hans Medchiors? Ég rýndi og hélt mér fast í hand- riðið. Nei, nú var ekkert ljós. Þetta hlaut að hafa verið imynd un, eða kannski var það bara endurskin af kastljósinu, sem 'ég var nýbúin að sjá. Ég hélt veskinu mínu föstu upp að siðunni með olnboganum, en með góðu hendinni hélt ég mér í handriðið. Ég komst alla leið upp á pallinn og lá þar á hnjánum og reyndi að rýna inn í herbergið, þangað til ég varð þess vör, að það var dregið fyr- ir gluggann. Ég lagði eyrað að rúðunni. Enn var sama grafar- þögnin. Ég reyndi að stinga fingrun- um undir gluggarammann. Þar voru hanzkarnir mér til óþæg- inda, en ég mátti ekki hætta á að skilja eftir nein fingraför. Ég tók upp skrúfjárnið og stakk því inn í rifuna og spennti glugann upp. Það ískr aði ofurlítið í glugganum, en hann hreyfðist. Ég ýtti honum upp, hægt og hægt, þangað til ég gat stungið hendi inn og dreg- ið gluggatjaldið frá. Svo rýndi ég inn og Mustaði þangað til mig verkjaði í eyrun. Ég varð rólegri og hugsaði mér, að bráðum yrði þetta afstaðið nema því að- eins Marcella hefði orðið á und- an mér. -— Ég tróð mér inn, steig fótunum á gólfið og lokaði svo glugganum hljóðlega. Ég stóð þarna og andaði gegn um munninn, viðbúin að stökkva upp við minnsta hljóð. Þarna var vont loft og þungt — þungt af blóðþef! Dauðhrædd reikaði ég út að glugganum, og langaði mest til að öskra upp yfir mig og fleygja mér út, og kæra mig kollótta um allt saman. En af m-argra ára vana við að bjarga mér, fremur en af almennri skynsemi, þá tókst mér að stilla mig. Ég var að láta eins og bjáni. Þarna gat ekki verið neinn blóðþefur. Ekki var li-kið af Melchior hérna. En þetta stafaði bara af því að vera í ibúðinni hans og þar af leiðandi hugsanasam- band, sem mér fannst þetta vera svona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.