Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNJJLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1971 Jónatan J. Líndal, óðalsbóndi á Holtastöðum F. 36. júní 1879. D. 6. nóv. 1971. AÐ morgni hins 5. nóvemtoer barst fregn hingað suður um að Jónatan J. Líndal, óðalstoóndi á Holtastöðum í Langadai, hefði látizt skömmu áður á heimili sínu á 93. aidursári. Hann hlaut hœgt andlát. Jónatan J. Líndal var fœddur að Gröf í Víðidal i V.-Húna- vatnssýslu 26. júní 1879. Voru foreldrar hans hjónin Kristín Jónsdóttir frá Holtastöðum og Jósafat Jónatansson, fyrrum al- þingismaður. Barn að aldri flutt- ist Jónatan með foreidrum sín- um að Holtastöðum i Langadal. Þar ólst hann upp og tók við búsforráðum, er hann hafði ald- ur til, og þar lézt hann í hárri elli. Sextán ára gamall hóf Jónatan nám i Möðruvallaskóla. Lauk hann námi frá skólanum vorið 1897. Nokkrum árum síðar fór hann til Noregs til frekara náms. Dvaldist hann í Noregi um tveggja ára skeið og stund- aði nám við Búnaðarháskólann í Ási. Skömmu eftir námsdvölina i Noregi tók Jónatan við búi á Holtastöðum. Jónatan var tví- kvæntur. Árið 1911 kvæntist hann fyrri konu sinni, Guðriði Sigurðardóttur frá Lækjamóti í Viðidal. Eignuðust þau hjónin tvö böm, Jósafat, forstjóra Sparisjóðsins í Kópavogi, sem kvæntur er Áslaugu Líndal, fæddri í Færeyjum, og Margréti, sem gift er Bergi Vigfússyni, kennara í Hafnarfirði. Þá ólu þau Jónatan og Guðríður upp Sigríði Stefánsdóttur frá Smyrla- bergi, sem nú er húsfreyja að Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skaga- firði, gift Pétri Jóhannssyni for- stöðumanni hraðfrystihússins á Hofsósi. Guðríður dó árið 1932, en sex árum siðar eða árið 1938 kvænt- ist Jónatan Soffíu Pétursdóttur, hjúkrunarkonu frá Tjörn á Skagaströnd, sem lifir mann sinn. Börn Jónatans og Soffíu eru Hjördis, hjúkrunarkona og húsfreyja að Hjarðartungu í Vatnsdal, gift Eggert Lárussyni, og Holti, sem tók við búi föður síns á Holtastöðum. Er Holti kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Jónatan Líndal var sannur Farðir minn, Erling Aspelund, andaðist i sjúkrahúsi Isaf jarð- ar föstudagimn 12. nóvember. Krling Aspelund. Móðir okkar, Guðrún J. Einarsdóttir, Laufási, Eskifirði, andaðist i sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað hinn 12. þ.m. Valborg O. Árnadóttir, Anna G. Ámadóttir, Málmfreður .1. Ámason, ðón 1». Ámason. Magnús Böðvarsson, hreppstjóri, Laugarvatni, andaðist föstudaginn 12. nóv. Aðalbjörg Haraldsdóttír og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrrr auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför Sigurbjörns Benediktssonar. Fyrir hönd sonar og annarra vandamanna, Hrótfur Henedíktssen. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju, mánudaginn 15. nóvember kl. 10,30 um GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, hreppstjóra, frá Eyri, ingólfsfirði. Böm og bamabörn. Fósturfaðir okkar AUÐUN JÓHANIMESSON, frá Krossanesi við Reyðarfjörð, andaðist að heimili sínu Skipasundi 11 fimmtudaginn 11. nóv- ember 1971. Fyrir hönd vandamanna Páll Guðmundson, Guðni S. Guðmundsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi VILHJÁLMUR GUÐMUNDSSON, Viðihvammi 10, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóv- ember kl. 1,30. Blóm og kransar afþakkaðir. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Ásgerður Pétursdóttir. gæfumaður. Harm hlaut gott uppeldi á æskuheimili sinu. Hann var ungur settur til mennta hér á Islandi og í Nor- egi. Minntist hann jafnan með þakklæti dvalar sinnar I skólan um á Möðruvöllum, kennara og skólafélaga. MermtEisetrið á Möðruvöllum naut mlkiHar virð- ingar og þaðan komu f jölmargir æskumenn, sem héldu á loft minningu skólans í bvers konar menningar- og framfaramálum. Jönatan vildi verða bóndi, góður bóndi. Þetta auðnaðist honum. Haim stórbætti jörðina og gerði hana að höfuðbóli. Hann kvænt- ist tveim ágætum konum og eignaðist góð og manrrvæmleg börn. Fór ékki hjá því, að hon- um væru faHn margvísleg trún- aðarstörf. Hann átti um langan aldur sæti í sýslunefnd. Var póstafgreiðslumaður óg hrepp- stjóri tU dauðadags. Þá lét hann til sín taka með alkunnum dugn- aði hvers konar störf á syiði menningarmála og framfara. Hann var mjög tengdur Kaup- félaginu á Blönduósi og hinni umfangsmiklu starfsemi er fé- lagið hafði með höndum, en fá störf voru honum hugleiknari en skólamál Húnvetninga. Er þvi við brugðið hversu hollur hann var Kvennaskólanum á Blönduósi og átti hann vissu- lega rikan þátt í þeirri virð- ingu, er þcssi nauðsynlegi skóli naut, ekki eingöngu í Húnavatns sýslu heldur um land aUt. Jónatan var móðurbróðir konu minnar og ég kynntist honum vel og með okkur tókust hin ágætustu kynni. Geymum við hjónin ljúfar mmningar um þennan heilsteypta og sanna drengskaparmann, sem aldrei mátti vamm sitt vtta. Við frá- faH Jónatans Líndals hefur is- lenzka þjóðin misst ágætan son, sem kvaddur er með söknuði af öHum þeim, sem til hans þekktu. Við bjónin sendum frú Soffíu samúðarkveðjur okkar, svo og bömum Jónatans, tengdabomum og öUum niðjum. Einar B. Guðmimdsson. JÓNATAN hreppstjóri varð bráðkvaddur að heimili sínu Holtastöðum í Langadal 6. nóv. sl. Varð honum að ósk sinni, því það sagSi hann mér að þann- ig vildi hann hverfa kvalalítið af hérvistarsvæðinu, hann teldi sig sæmHega undir burtförlna bú- inn þegar kallið kæmi, ég efast heldur ekki um það, svo ein- lægur trúmaður sem hann var. Jónatan var fæddur að Gröf í Viðidal. Hann fluttist 6 ára gamall með foreldrum sínum að Holtastöðum í Langadal, þar sem hettnili hans hefur verið æ síðan. Ég þykist vita að ein- hverjir fledri en ég hafi áhuga á að skrifa um hann látinn og þá sundurliða IifsferH hans og þau mörgu og mikilvægu trúnaðr rstörf sem honum hafa verið falin á langri ævi og ráun- «r hefur það verið gert í blöð- um áður. Ég mun því aðaUega skrifa endurminningar sem vakna í huga mínum af persónu legum kynnum við þennan mæta og góða mann. Ég þekkti Jónatan frá því að ég var barn. Það voru ófáar ferðimar, sem famar voru frá Fremsta-GiU að Holtastöðum i minu ungdæmi. Þangað áttum við kirkjusókn og þar fermdist ég. 1 þá tið þótti sjálfsagt að sækja kirkju hvern messudag ef veður og heimiHsástæður leyfðu. Þó að kirkjuferSimar vaeru uppbyggilegar og sjálfsagðar, þá voru þó aðrar ferðir að Holta- stöðum enn meira spennandi, eða svo fannst okkur unglingun- um í Langadalnum. Það var nefnilega stofnað þar ungmenna- félag. Jónatan dáði mjög þenn- an félagsskap og var þar löng- um forystumaður, enda mun hann hafa verið elztur af stofn- endum þess. Flest aUir fundir félagsins vom haldnir að Holta- stöðum, en eins og fyrr segir, bjuggu þar þá foreldrar hans, sæmdarhjónin Jósafat Jónatans- son, hreppstjóri og alþingismað- ur og kona hans, Kristín Jóns- dóttir. Þau voru hin elskuleg- ustu við okkur ungHngana og töldu velkomið að fundirnir væru haldnir á þeirra heimili. Máttum við svo leika okkur á eftir. Var þá oft farið í glímu eða aðra leiki. Þe.ssi félagsskap- ur tel ég að hafi verið bæði þroskandi og mannbætandi. Þá voru reglur ungmennafélaganna hafðar I heiðri og í engu út af brugðið. Ekki efast ég um að þessi félagsskapur hafi meðal annars verið undirrót að þvi hversu bindindissinnaður og mik- ill reglumaður Jónatan var alla tíð. Lengi býr að fyrstu gerð. Það getur vist varla talizt að vindropi hafi komið inn fyrir hans varir og tóbak notaði hann aldrei. Það mun víst fátítt að menn haldi hreppstjóraemtoætti þegar þeir eru komnir yfir nírætt og skiU því með sóma af eigin hendi, með fagurri Skrift og fyrirmyndar frágangi, en þetta tókst Jónatan allt til dánardæg- urs. Varla hefði hann getað það ef hann hefði verið óreglumað- Jónatan var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðríður Sigurð- ardóttir frá Lækjamóti, forstöðu- kona Kvennaskólans á Blöndu- ósi, gáfuð og menntuð kona. Fegurðarskyn hennar var mikið. Bera þess merki hinir fögru skógarrunnar á Holtastöðum, sem munu hafa sprottið upp mikið fyrir hennar tilverknað. Börn þeirra eru Jósafat Líndal, sparisjóðsstjóri, búsettur í Kópa- vogi, kværrtur Áslaugu Katrínu Lindal af færeyskum ættum, hinni ágætustu myndarkonu. Margrét, búsett í Hafnarfirði, gift Bergi Vigfússyni, kennara þar, glæsilegum manni og góð- viljuðum, eftir þeim Htlu kynn- um sem ég hef af honum haft. Fósturdóttur áttu þau hjón, Sig- ríði Stefánsdóttur, gifta Pétri Jó- hannssyni, hreppstjóri í Glæsi- bæ í Skagafirði. Þá ólu þau upp frá unga aldri Hörð Valdimars- son, lögregluþjón í Reykjavik. Síðari kona Jónatans var Soffía Pétursdöttir, hjúkrunar- kona, sem hefur með ágætum staðið fyrir stóru búi með mikl- um myndarskap. Börn þeirra eru: Holti, nú bóndi á Holtastöð- um, kvæntur Kristínu Jónsdótt- ur Otg Hjördís hjúkrunarkona, gift Eggert Lárussyni, bónda i Grimstungu. IUa er honum í ætt skotið, ef hann er einhver veifi- skati. ÖU framantaHn börn og Til leigu fósturbörn Jónatans eru hið mesta manndóms- og myndar- fólk. Jónatan var vel menntaður. Hann var gagnfræðingur frá Akureyri, sigldi svo til Noregs og nam þar búfræði, sem kom honum að góðum notum við bú- skapinn. Hann hefur beett óðals- eign sína mjög mikið, bæði með stórfeUdri ræktun og húsbygg- ingum. Þannig byggði hann vandað steinsteypt íbúðarhús, svo nokkuð sé nefnt. Ekki komst Jónatan hjá þvi að hlæðust á hann mörg trúnaðarstörf, svo traustvekjandi sem hann var og góðum gáfum gæddur. Skulu hér nokkur talin, en aðeins stiklað á stóru. Hann var um skeið forstöðumaður Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi. Hrepp stjóri og sýslunefndarmaður var hann um áratugi. Um árabil var hann gjaldkeri Kvennaskólans á Blönduósi og formaður Rafveitu Austur-Húnvetninga. Þótt ekki sé hér fleira taHð, sýnir það glögg- lega hversu mikla tiltrú hann hafði, enda brást aldrei vand- virkni hans og gjörhygh. Ég á enn meðmæli þau, sem vinur minn, Jónatan, lét mig hafa ásamt fleirum velunnurum og málsmetandi mönnum í Húna- þingi þegar ég hætti búskap og sótti um starf í fjarlægu héraði, er ég fann mig vanmegn- ugan að halda áfram einyrkja- búskap á rýrðarjörð. Við þá menn alla stend ég I mikiUi þakk- arskuld, sem aidrei verður greidd, en árna þeim öHum lif- andi og liðnum heiUa og bless- unar, því þessi meðmæH urðu til þess að ég hef haft Hfvæn- legt starf hér á Suðurlandi, þar sem ég kom öUum ókunnugur. Ég vH svo enda þessar línur með því að hripa niður nokkrar Ijóð- línur er ég sendi vini mínum Jónatan á 75 ára afmæU hans: Ég horfi í anda með huga glöðum tU hreppstjórans prúða að Holtastöðum. Þar ljósblik ég sé af langri ævi, þar ljúfmennið hýra toýr. Sé þaim sem þar hefir % aldar þrautirnar unnið og sigrað marg- faldar. Þar nótt fyrir degi flýr. Með trúmennsku og stiUingu stjómaði knörnum, með stáðfestu og gætni 1 sókn og I vömum. Trúnaðarstörfin með tápi vannstu, trausta og haldgóða lífsþráðinn spannstu. Guðstrúin hjá þér I góðu gengi, gaman og alvöru á lífsins strengi lékstu og lífsgleði fannstu. Ég þakka þér samveru og sam- verustundir sannnefndir ánægju og gleði- fundir er unnum við saman í heima- högum. H.ugur minn hvarflar að liðnum dögum, und fjöllunum háum í Langadal lágum að ljúfustu bemskudögum. Verði þitt ævikvöld vorhlíður draumur, vonimar rætist, þá lygnandi straumur um sál þina að siðustu fer. Sólriku löndin á sselunnar ströndum, siðast þú eygir á vængjum þöndum, þar bústaður búinn þér er. Venzlafólki öHu sendum við hjónin hugheflar samúðarkveðj- ur. Árm E. Blandon. Góð matvöruverzlun tii ieigu. Þeir, sem áhuga hafa, ieggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „Matvöruverzlun — 3473" fyrir 20. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.