Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBÐR 197,1 í UMSJÁ ÁSGEIRS JAKOBSSONAR S j óvinnunáms keið og gildi þeirra fyrir sjávarútv. Allt frá árinu 1951 hefur ver- ið rekin sjóvinnudeild við gagn- fræðaskóla i Reytkjavík, fyrst var deildin við Gagnfræðaskóla verknáms en siðan 1959 við Lindargötuskólann. Jón Á. Gissurarson beitti sér manna mest fyrir þessari starfsemi. Að- sókn var í fyrstu lítil að þessum sjóvinnudei'ldum skólans, náði ekki tugnum fyrstu árin, en nú hin síðari ár eru það jafnan um 20 nemendur í 3. bekk, sem sturtda nám í sjóvinnudeild og halda síðan áfram því námi í 4. bekk. Nokkrir heltast úr lest- inni :í þessari deild sem öðrum deiHdum skólans, en þó útskrif- uðust sem gagnfræðingar úr þessari deild 16 piltar vor- ið 1969 og eitthvað svipað i vor er leið. Alls hafa frá byrjun verið útskrifaðir 96 gagnfræðing ar úr sjóvinnudeild skólans og af þeim hafa 72 orðið sjómenn, þar af 59 farið í sjómannaskóla; 40 í Stýri'mannaskólann, 10 i Vél stjóraskólann, 3 í Loft- skeytaskólann og 4 i Matreiðslu skólann en 2 stunda sjómennsku án frekara náms. Auk þessa hef ur einn piltur úr Lindargöitu- skólanum farið í fiskiðnfræði og annar í netagerð. Af þessum tö'l- um sést að sjóvinnunámSkeiðin í þessum eina skóla hafa borið mjög jákvæðan árangur fyr ir sjávarútveginn. Æskulýðsráð hefur árum sam an rekið sjóvinnunámskeið fyr- Jón Gissurarson, skólastjóri. ir unglinga á skó 1 askýidualdri og eldri, og um tíma hédt Æsku- lýðsráð einnig úti skóla- skipi fyrir þessa nemendur, en svo félil það úthald niður og Landhelgisgæzlan tðk að sér að hafa nokkra unglinga af þess um námskeiðum um borð á sumr- um. Af þeim 22 nemendum, sem stunduðu bæði námskeiðin og skólaskipin hafa 18 orðið at- vinnusjómenn. Sú sjóvinna, sem kennd er í Lindargötuskólanum, er algeng- ir hnútar og brögð, svo sem pokahnútur og pelastikk, neta- hnýting og bæting ásamt hnýt- ingu leggkants og höfuð- línukants, uppsetning lóða, splæs ýmiss konar bæði á tógi og vírum, og seglasaumur og bæt- ing. 1 bóklegu er svo kennt á kompás, setja út i korti og ágrip af siglingareglum og hjálp við slasaða. Auk þessa fá piltamir leiðsögn í froskköfun og hafa þeir sjálfir komið sér upp tveimur froskmannsbúning- um. Það, sem hér hefur verið sagt er útdráttur úr skýrslu Skólastjóra Lindargötuskólans, Ölafs Óskarssonar, tiil Fræðslu- ráðs. Skýrslan er ýtarieg og hér aðeins drepið á héiztu atriðin. Kennari við sjóvinnudeildina hefur lengst af, eins og áður segir, verið Hörður Þorsteins- son, stýrimaður, gamall togara- jaxl og reyndar kunnugur öll- um okkar veiðiaðferðum. Nú er það tillaga mín, að Hörður Þor- steinsson verði fenginn til að setja á laggirnar sjóvinnudeild- ir við allar verknámsdeildir gagnfræðaskólanna í sjávarbæj- um landsins. Það eru menn til staðar til kennslu víðast hvar eða alls staðar, sem til greina kæmi að setja slíkar deildir á stofn, en Hörður hefur langa reynslu í þessari kennslu og ver ið að smáþreifa sig áfram um haganlegasta fyrirkomulagið og þvi væri ráð, að hann hj'álpaði til við að skipuleggja námið. Það hefur verið rík þörf á að reka áróður fyrir sjávarútvegi og hún fer vaxandi með vax- Ungur piltur fær tilsögn. andi nýtízku flota. Gamla aðferð in, svo góð sem hún var, að ungl ingar þreifuðu sig áfram, mest af sjálfsdáðum um borð við veiðarnar, er orðin of seinvirk, þó að engum detti i hug að for- kasta henni alveg. Reynslan um borð verður áfram meginatriði í sjómennasku og sjóvinnu, en undirbúningur á landi auðveld- ar unglingum þjálfunina um borð, og þeir fá gleggri yfirsýn yfir það, sem um er að ræða, ef þetir geta í rólegheitum ígrund- að það í landi. Fiskiskip okkar, svo mikið sem þar er að gera, eru ekki skólaskip, þó að hægt sé fyrir áhu.gasama unglinga að nem.a þar margt til hlátar. Menn hafa öðrum hnöppum að hneppa á fiskiskipi, en stunda kennslu. Það ge;ur tekið jafn- vel áhugasaman ungling óratíma að læra margt það um borð, sem hann gæti lært á örstuttum tíima undiir leiðsöign kennara. Gamla aðferðin ein saman er því orðin úre't. Okkur liggur á, eimmitt nú. Það vantar til dæmis tilfinn- anlega togveiðimenn, þegar fiski flotinn er sem óðast að breyt- ast að verulegu leyti í togveiði- flota. SkipS'tjóra og stýrimannafélag.. ið Aldan hefur mikinn áhuga að efna til sjóvinnunámskeiða seim víðast í sjávarplássum og Fiski- félagið hefur einnig ákveðið að beita sér fyrir þeirri fram- kvæmd. Vonandi tekst samvinna með þessum aðiium og skólayf- irvöldunum, sem vafalaust skilja það, að ef þau viija byggja skóla þarf að fly ja inn mangt til þeirra, og sjávar- útvegurinn verður að afla gjald eyris fyrir þeim kaupum. Sem sagt engir skólar, ef engir róa. „Flytur engin boð, tjáir ekkert... “ segir Lars Helander um bók Svövu Jakobsdóttur í SÆNSKA bókmenntatímarit- inu BLM, þriðja hefti þessa árs (Bonniers Litterára Magasin) er Ráðstefna um prédikun DAGANA 13. og 14. nóvember halda guðfræð stúdentar við Há- sikóla íslands ráðstefmu um pré- dikun. Hefst hún laugardagimm 13. nóvem'ber kl. 15.30 í Félags- heimili stúdenta við Hringbraut (gengið inin frá Þjóðminjajsafnd). Frummælenidur fyrri dagimn eru próf. Jóhanm Hanmesson, sr. Jóm- as Gíslason og sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Um kvöldið talar vígslubiskup, sr. Sigurður Pálsson, Selfossi. Summudaginn 14. nóvember verður messa í Háskólafkapell- unini kl. 11.00 fyrir hádegi. Bisk- up fslands, herra Sigurbjöm Eimarsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir hádegi á suninudaginm. verður ráðstefnumind haldið áfram í Félagsheknili Rafveit- uniruar við Elliðaár og hefst þá fundur kl. 14.00. Frummælendur þanin dag eru þeir Koniráð Adolphsson og Ævar R. Kvaran. Allir eru velkommÍT á ráðstefn ‘una. (Frá Félagi guðfræðinema). ritdómur um Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur, eftir Lars Helander og segir þar m.a.: „En til þess að hitta í mark verður Svava að grípa til nafn- verðs hugtakanna — einmitt í þessum smáatriðum — með „rétt hverfu“ en táknrænu raunsæi, sem kemur ekki heim við bak- svið hins brenglaða raunveru- leika, sem hún lýsir á raunsæjan hátt — baksvið, sem er jafn fjöl breytilegt og samanþjappað og hinn eðlilegi raunveruleiki, en þar sem þyngdarpumkturinn er færður úr stað á einhvern fram- andi og uggvekjandi máta — úr hinni eðlilegu miðju reynslusviðs okkar. Táknrænu smáatriðin verða greinileg um of — dæmið af út- varpinu virðist manni strax vera dálítið klaufskt — og oft óþörf, jafnvel þau atriði, sem laus eru við margvíslega skírskotun til is lenzkra aðstæðna og fyrirbrigða, og útlendum lesara er torræð. Og þar eru einmitt þessir smá- munir, sem verða að þeirri þúfu, sem veltir hlassinu. Hinn fjar- stæðukemndi blær sögunnar er skáldskapargervi raunsanns veru leika, sem verið er að lýsa og krefst ógrímuklæddra tákna. Dæmið gengur ekki upp, allt verður gervifrásögn. Og þegar komið er aftur 1 bók ina, þar sem eiginmaðurinn, Pét- Svava Jakobsdóttir. ur og leigjandinn eru báðir orðm ir fóthrumir, svo að þeir verða að bæta hvor annan upp likamlega og nýr óboðinn gestur að utan („rauðum lit brá fyrir á andliti hans“) hringir dyrabjöllunni, leit ar sú spurn æ oftar á, hvers vegna S^ava hafi ekki í staðinn skrifað hreina og beina skáldsögu án kúnsta, um veruleika íslenzkr ar alþýðu í veröld, sem togast milii peningastefnu og jafnaðar stefnu, milli öryggis einangrunar innar og hins ógerlega. í bakkáputextanum eru enn einu sinni tilfærð nokkur orð skáldkonunnar um ,,að raunveru leikinn ijúgi . . . lífið sjálft legg ist i mörg lög“. Þess vegna kýs hún bersýnilega í staðinn, sinn eigin sérstæða og furðulega raunsæisstíil, sem hún hjúpar ut an um frumefni íslenzks hvers dags. En þessum raunveruleika stjórnar hún sjálf, hann getur ekki „logið“, en segir heldur ekki satt. Raunsæi Svövu flytur alfar ið engin boð, tjáir ekkert, því hennar raunsæi er sjálfgefin fyr irmynd, sem frá er sagt og um er fjallað í stað þess að úr sé skapað. Raunveruleiki hemnar er ekki gæddur neinu innra lífi, heldur styðst hann við suindurleit tákn, sem mynda stef við raunveru- leikann. Frásögnim skapar einung is sjálfa sig. Veruleikinn verður án heildarsvipmóts: einungis ó- nýtt hugsanatengsl og óhjá- kvæmilegir leikmunir frá íslandi líðandi stundar. Því er ver og miður, því að í sumum köflum bókarinnar er að finna nærfæmislegar lýAngar á Pétri, eigink^nu hans og lífi þeirra. Mitt á meðal allra grugg ugu fyrirmyndanma glyttir í ó- þvingað hversdagsraunsæi, sem síður en svo lýgur.“ Stöðugt í skotmáli Sagan úr síðari heimsstyrjöldinni BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg ur h.f. hefur sent frá sér bókina „Stöðugt í skotmáli", sem er saga úr síðari heimsstyrjöldinni. Höf undurinn nefnist Colin Forbes og tók hann þátt í síðari heimsstyrj öldinni. í fréttatilkynningu frá bókaútgáfunni segir svo: Fyrsta bók hans nefnist á frum málinu Tramps in Armour og er nú komin út á íslenzku í þýðingu Björns Jónssonar, skólastjóra, o\r ber nafnið Stöðugt í skotmáli. — Útgefandi er Bókaútgáfan Örn og örlygur h.f. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá, að brezkur skrið dreki lendir að baki víglínunnar og berst einn við ofurefli liðs. Af burðasnjall stjórnandi hans og þriggja manna áhöfn eiga í vök að verjast. Margir bókagagnrýnendur er- lendir hafa talið þessa bók Colin Forbes vera þá langbeztu sem samin hafi verið um síðari heims styrjöldina. Þannig segir Pasa- dena Star-News t.d.: „Bókinni stöðugt í skotmáli hefur verið líkt við hinar spennandi sögur Alistairs MacLeans, en hún tekur þeim í rauninni fram. Hún er sannari saga og sennilegri. Stöð ugt í skotmáli er án efa ein lang bezta skáldsagan sem samin hef ur verið um síðari heimsstyrjöld ina. Hún hrífur lesandann strax í upphafi og heldur honum í hörkuspennu allt til loka. Veru- lega góð bók.“ Bókin er sett í prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í prent- smiðjunni Viðey og bundin hjá Bókbindaranum h.f. Káputeikn- ingu gerði Hilmar Helgason hjá Auglýsingastofu Gísla B. Björns sonar. Prentmót gerði Litróf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.