Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.1971, Blaðsíða 10
L 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1971 flF INNLENBUM VETTVflNEI j,tjT um land er um mairgt annað ! rætt á sviði stjómmálanna en þau daglegu ágreiningsefni sem til umræðu eru í sölum Alþing- is, á vettvaingi dagblaðanna eða með öðrum hætti hér í . Reykjavik. í Þegar kosningrum sleppir eru það } hagsmunamál byggðanna, sem á- hugi fólks beinist að og sameig inlega er unnið að framgangi þeirra, hvað sem stjómmálaskoð ' unum líður. J Þess vegna er fróðlegt að kynn ast því, hvaða málefni það eru, í af þeim, er mest hafa verið rædd í hér á suðvesturhorni landsins : undanfarnar vikur og mánuði, sem gripið hafa hugi fólks út um hinar dreifðu byggðir landsins. ' Eftir að hafa átt tal við menn austur á Egilsstöðum fyrir skömmu, heimamenn og að- komumenn af fjörðunum svo og á Höfn í Hornafirði, er ég ekki í nokkrum vafa um, að áhyggj- ur manna hér í Reykjavík vegna öryggismála þjóðarinnar eru ekki síður ofarlega í hugum fðlks í dreifbýilinu. í einkasamtölum og í fyrir- spurnum á tveimur stjórnmála- fundum kom greinilega í Ijós, að j fyrirætlanir ríkisstjómarinnar í vaimarmálum valda verulegum á í hyggjum og þá ekki síður hin auknu umsvif Sovétríkjanna við : fsland. Kommúnistar hafa notað orðið „Rússagrýla" yfir áhyggj ur fólks af þessu tagi og hafa haldið því fram, að hún sé dauð. En því fer fjarri, Grýla gamla er bráðlifandi! j LÆKNAMIÐSTÖÐ OG SJÁLFSTÆÐI BYGGÐANNA Yfirleitt er atvinna góð víðast hvar úti á landsbyggðinni og tekj ur jafnvel betri en hér i þétt- býlinu, en það er fyrst og fremst skortur á margvíslegri férlagslegri þjónustu og í mörg- um tilvikum samgönguerfiðleik- ar, sem há dreifbýlinu mest. Heilbrigðisþjónustunni er mjög áfátt og allir þekkja læknaskort inn, sem svo mjög hefur verið til umræðu að undanförnu. En menntuinaraðstaða æskufólks í dreifbýlinu er mun verri en jafn aldra þeirra í þéttbýlinu og ég fullyrði hiklaust, að það sé stærsta verkefni í menntamál- um næstu árin að jafna þen.nan mun. Miklar framfarir hafa orð ið í samgöngumálum sl. áratug og þegar ekið er frá Egilsstöðum og suður að Höfn í Hornafirði má hvarvetna sjá merki þeirrar öt- ulu forystu, sem Ingólfur Jóns- son hefur vedtt i samgöngumál- um Iandsmanna síðustu 12 árin. Hvar sem komið er hefur Við- reisn verið að verki. Þegair landbyggðarfólkið talar um „Reykjavikurvaldið" er ekki átt við borgarstjóm Reykjavik- ur eða hina pólitísku forystu borg arirunar, heldur hitt, að flestum málum, smáum, sem stórum, er varða hagsmuni hinna dreifðu byggða er stjórnað frá opinber- um skrifstofum í Reykjavík. — Glöggt dæmi um þetta er bygg- ing læknamiðstöðvar á Egilsstöð um, en hún er nú u.þ.b. fokheld. Alþingi veitir fé tif framkvæmd- anna, arkitektar í Reykjavík hanna bygginguna og samstarfs- nefnd undir forystu hagsýslu- stjóra fjármálaráðuneytisins tek ur ákvarðanir um allt fyrirkomu lag, ákvarðanir, sem arkitektam hefur sína galla og leiðir ekki til góðs. Aukin sjálfstjórn lands- hlutanna í fjölmörgum mála- flokkum er áreiðanlega undir- staða þeirrar byggðastefnu, sem við hljótum að reka í framtíð- inni. AUKIÐ MIÐSTJÓRNARVALÐ? Geir Hallgrímsson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksims, var- aði við þessari hættu af vaxandi miðstjórnarvaldi, í ræðu, sem hann flutti á fyrmefndum fundi á Egilsstöðum. Hann benti á nokkur atriði í stefnu- yfirlýsimgu ríkisstjórnarinnar, sem gefa til kynna, að um samræmdar aðgerðir verði að ræða til þess að efla miðstjórnar vald ríkisstjómarinnar í Reykja vík og draga jafnframt úr þeim áhrifum, sem félagasamtök og sveitarstjórnir þó hafa haft. — Ríkisstjómin hefur sýnt meiri til burði en þekkzt hafa áður til þess að hafa afskipti af gerð kjarasamninga, nógu mikla til þess, að skrifstofustjóri ASÍ hef ur opinberlega varað við þvi að stjórnarvöldin reyni með lög boðum að ráða gerð samninga. Þessi afskiptasemi sýnir tilhneig ingu til að söLsa undir stjómina völd, sem verið hafa í höndum frjálsra félagasamtaka. Þá hef- ur ríkisstjórnin lýst þvi yfir, að bændur eigi að semja við ríkis- valdið um kjör sín. Geir Hall- grímsson varpaði fram þeirri ast við, að þessi málefni verði mjög til umræðu á næstunni og ekki ólíklegt, að fulltrúar fleiri byggðarlaga kveðji sér hljióðs enda hagsmunir þeirra ekki síð ur í veði en Norðlendinga. Eins og áður segir eru fram- kvæmdír nú að hefjast við Lagar fossvirkjun á Austurlandi. Þar með er þetta baráttumál Jónasar Péturssonar, alþingismanns þeirra Austfirðinga öll Viðreisn arárin, að komast í heila höfn. Jónas er nú sjáifur starfandi við þessa framkvæmd og sagði hann mér fyrir austan um daginn að gera mætti ráð fyrir, að framkvæmdum yrði lokið i árslok 1973. Er gert ráð fyrir, að byggingarkostnaður Lagarfossvirkjunar verði um 180 milljónir króna og að þar muni starfa um 60—70 menn, þegar mest verður, en virkjunin verður 5MW að stærð. Á Austurlandi er nú starfrækt Grímsárvirkjun, sem var mjög umdeild fram- kvæmd á sínum tíma og Fjarðar árvirkjun í Seyðisfirði. MENNTASKÓLI Á EGILSSTÖÐUM Ég minnist þess ekki, að það hafi komið fram í fréttum en fyr ir austan var mér sagt, að Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi mennta málaráðherra, hefði í vor eða sum ar tekið ákvörðun um, að mennta skóli þeirra Austfirðinga yrði reistur á Egilsstöðum. Um þetta Of st j ór narvald — eða sjálfsforræði byggðanna? ir byggja starf siitt á. Nú eru eft ir um 2 milljónir af fjárveitingu þessa árs, en ekki er hægt að halda áfram að nokkru marki, vegna þess að teikningar vantar. Arkitektarnir segja, að þeir geti ekki haldið áfram starfi sínu vegna þess, að samstarfsnefndin hafi ekki tekið nauðsynlegar á- kvarðanir. Forsvarsmenn Aust- firðinga i máli þessu koma til Reykjavikur til að reka á eftir. Þeir verða að dvelja hér dögum saman, áður en þeir ná fundi viðkomandi embættismanna, sem eru að sjálfsögðu önnum kafnir við önnur störf. Það er þessi vítahringur, sem landsbyggðarmenn kalla „Reykja víkurvald" og eru að vonum ekki ánægðir með. Á fundi á Egils- stöðum gerði Geir Hallgrímsson ákveðna athugasemd um það, að Reykjavík fengi óorð á sig af því ofstjórnarvaldi, sem ætti rætur að rekja til vinstri flokk- anna. Nú er mikið talað um sjálfstæði sveitarfélaga. Mér sýnist einsýnt, að stefna þurfi að stóraukinni sjálfstjórn einstakra landshluta í vissum málaflokk- um. Þá er við það átt, að þegar ráðizt er í framkveemdir eins og læknamiðstöðina á Egilsstöðum, veiti Alþingi fé til þess á tilteknu árabili sem heimamenn geti byggt á, en að öðru leyti verði undir- búningur og framkvæmdir allar í höndum heimamanna. Undanfar in ái hafa sveitarfélög í einstök um landshlutum myndað sérstök satmtök sveitarfélaga og sýnist heppilegt, að skrifstofur þessara samtaka verði stjórnunaraðili varðandi framkvæmdir á borð við þessar. Hitt sjónarmiðið er auðvitað það, að með því að hafa undir- búning og stjórn framkvæmda á einni hendi hér í Reykjavík, megi ná fram meiri hagkvæmni í meðferð fjármuna ríkisins. En reynsilan sýnir, að ofskipulagning spurningu á Egilsstöðum, hvor aðilinn væri sterkari, bændur eða ríkisvaldið og hvort ekki væri meira jafnræði í því að bændur semdiu við neytendur. — Svarið við þessum spumingum liggur raunar í augum uppi. Borgarstjóri minnti einnig á, að fyrrverandi rikisstjóm hefði viljað stuðla að sjálfsforræði landshluta og sveitarfélaga í orku málum með því að beita sér fyr ir orkuverum í hinum einstöku landshlutum. Sem dæmi má nefna Lagarfossvirkj un á Aust- urlandi, sem framkvæmdir eru nú að hefjast við, og Svartár- virkjun í Skagafirði, sem síðasta Alþingi ákvað að byggja skyldi, en vinstri stjórnin hefur nú á- kveðið að ekki skuli byggð. Eins og Geir Hallgrímsson benti á, eru slík orkuver í landshlutum nauð synleg til þess að auka öryggi i raforkumálum byggðanna, sjálf- stjórn þeirra og íhlutun um þessi mikilvægu málefni. Rekst- ur orkuveranna, þótt lítil séu, laðar einnig að sér tæknimennt að fólk, sem tekur sér bólfestu í dreifbýlinu. Ekki fer á milli mála, að orkumálin eru nátengd framtíðarjafnvægi í byggð lands ins og sjálfstæði og sjálfstjórn héraðanna. Sú stefna, sem ríkis stjómin hefur greinilega markað i þessum efnum, að hætta við landshlutavirkjaniir en fela í rauninni öll orkumál í hendur einum aðila, hlýtur óhjákvæmi- lega að verða til þess, að mið- stjórnarvald í stjórnarstofnunum hér í Reykjavík eflist mjög á kostnað landsbyggðarinnar. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Norðlendingar brugðizt mjög hart við þessum fyrirætlunum stjómarinnar og vitað er, að a.m.k. einn stjórnar þingmaður af Norðurlandi eystra er algerlega andvígur ráðagerð um ríkisstjómarinnar í raforku málum Norðlendinga. Má þvi bú hafði staðið nokkur styr, enda hrepparigur meiri en góðu hófi gegnir. Menntaskóli á Egilsstöð um mun gerbreyta svipmóti Aust urlands og félagslegu og menn- ingarlegu andrúmslofti þair, al- veg eins og hann hefur nú þegar aukið mjög á reisn ísafjarðar og raunar Vestfjarða allra. Það væri rannsóknarefni út af fyrir sig hvað margir æskumenn í hinum dreifðu byggðum landsins hafa orðið af langskólamenntun vegna þess, að menntunaraðstaða var ekki fyrir hendi í þeirra heima- héruðum og foreldrar höfðu ekki efni á að standa undir þeim gífurlega kostnaði, sem fylgir því að senda unglinga og ungt fólk til framhaldsnáms t.d. í Reykjavík. Þessi misjafna mennt unaraðstaða er eitthvert mesta misrétti, sem viðgengizt hefur í þjóðfélagi okkar, nánast athuga- semdalaust þar til á allra síð- ustu árum, en eins og menn muna byrjaði Viðreisnarstjórnin á því að veita fé tii stuðnings æskufólki utan af landsbyggð- inni til framhaldsnáms. Hins vegar kom mér það á ó- vart, að ung dugnaðarkona af Eskifirði sagði mér, að nánast ríkti neyðarástand í gagnfræða- skólamálum Austfirðinga og hafði á orði, að lítið gagn væri í því að fá menntaskóla austur þangað, meðan ekki væri með sómasamlegum hætti hægt að ljúka þar gagnfræðanámi. Þetta er furðulegt, ef rétt er. Eins og annars staðar hefur viðhorf til margs konar félags- starfsemi gerbreytzt á Austfjörð um, eftir að sjónvarpið náði þang að. Þannig var mér sagt, að mjög hefði dnegið úr blóm- legu félagslífi á Eskifirði eftir að sjónvarpið náði þangað austur. En jafnframt því sem Aust- firðingar hafa fengið sjónvarp, hefur samkeppnisaðstaða dag- blaðanna, sem gefin eru út hér í Reykjavík, batnað. Það var eitt af verkum Ingólfs Jónssonar að koma á reglulegu póstflugi fyrir austan með þeim árangri, að viða á fjörðunum fá menn blöð in samdægurs eða því sem næst a.m.k. þegar veður hamlar ekki flugi, að því er Björgvin Lúthers son, símstjóri á Egilsstöðum tjáði mér. FLUGVÖLLUR OG VEGAGERÐ Áhugamál Hornfirðmga virð- ast aðallega vera tvö um þessar mundir. Bætt aðstaða á flugvell inum og vegagerð yfir Núpsvötn og Skeiðarársand. Flugvölluriim er svo ófullkominn á Hornafirði, að aðkeyrsla að einum bænum liggur þvert yfir hann. Þar að auki er hann ógirtur og komið hefur fyrir að sauðfé hefur dreifzt um völlinn og tafið eðli- lega flugumferð. Þessi laka að- staða er þeim mun bagalegri, sem flugsarngöngur eru þýðingair- meiri fyrir Hornafjörð en flestar aðrar byggðir landsins. Þar er því ekki að heilsa, að vegasam- göngur við Reykjavik t.d. tepp- ist yfir veturinn, þvi að þær eru einfaldlega ekki til staðar. Sverrir Hermannsson, alþingis maður, 3kýrði frá því á stjóm- málafundi á Höfn í Hornafirði, að nýlega hefðu þingmenn Aust urlandskjördæmis verið á fundi með samgönguráðherra um mál þetta og hefði þar orðið sam- komulag um að hefjast handa næsta vor. Þingmennirnir hefðu mikinn STiuga á því að Ijúka þess ari vegagerð á árinu 1974, Forsvarsmenn Vegagerðar ríkts ins telja hins vegar vafasamt, að þeim muni takast að Ijúka þess um framkvæmdum á þremur ár um. Til þess þurfi a.m.k. fjögur ár. Mestu skiptir þó, að brúar- gerð yfir Núpsvötn og uppbygg- ing vegarins að Núpsvötnum hefst næsta vor. Vegagerð yfir Núpsvötn og Skeiðarársand er ekki aðeins mik ið hagsmunamál fyrir Hornfirð inga og sveitirrtar á þessu svæðí heldur mun hún opna öðrum landsmönnum alveg nýja ís- lenzka veröld. Og vissulega mun hið myndarlega hótel á Höfn í Hornafirði koma að góðum not- um, þegar hringvegurinn hefur opnazt. Sverrir Hermannason skýrði kjósendum sínum frá því, að hann hygðist nú sérstaklega beita sér fyrir málefnum land- græðslu og fiskiræktar á Al- þingi, auk venjul'egra kjör- dæmismála og kvað fróða menn hafa sagt sér, að við hefðum glat að um 25 þúsund ferkilómetrum af gróðurlendi frá því land byggðist. f tilefni af þess- um ummælum þingmannsins benti Egill Jónsson á SeljavöII- um á, að líklega væru einstæðar aðstæður til fiskiræktar í Horna- firði og í leikmannsaugum virð- ist það senniilegt. Samstaða landsbyggðarmanna um hagsmunamál byggðarlag- anna vekur óneitanlega athygli aðkomumanna frá höfuðborgar- svæðinu. Hvort sem við erum stödd á Austurlandi eða Vestfjörð um eða í öðrum landshlutum er augljóst, að líf og starf þeirra, sem þar búa hefur ekki minni þýðingu fyrir þjóðarheildina en hinna, sem í þéttbýlinu á suðvest urhorni landsins starfa. Þess vegna eigum við að gera verulegt og stórt átak til þess að auðvelda fólki að halda uppi byggð í dreif býlinu. Það verður fyrst og fremst gert með því að auka sjálfsforræði þessara byggðar- laga um eigin málefni og bæta fé lagslega aðstöðu, menntunarað- stöðu og heilbrigðisþjónuatu þann ig, að hún gefi sem minnst eftir því, sem við teljum sjálfsagðan hlut hér á hþfuðborgársvæðhau. StG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.