Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 14
I
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1971
Otg«fandi hf, Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri Haraldur Svainsaon.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritatjórn og afgreiösla Aðalstraeti 6, sími 10-109
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áakriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlanda.
[ leusasölu 12,00 kr. eintakið.
FRUMHLAUP
ÖLAFS JÖHANNESSONAR
/\Iafur Jóhannesson, for-
^ sætisráðherra, kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár á Al-
þingi í gær til þess að ítreka
þau«ósannindi, sem Tíminn
hafði eftir honum sl. sunnu-
dag, að Morgunblaðið hefði
rangfært ummæli hans á
fundi hjá ungum framsóknar-
mönnum í síðustu viku. Ekki
tókst þó betur til hjá forsæt-
isráðherra í þessari tilraun
hans til að nota ræðustól Al-
þingis til að varpa rýrð á
Morgunblaðið en svo, að
hann staðfesti með orðum
sínum, að frásögn Morgun-
blaðsins af ræðu hans á fyrr-
nefndum fundi hefði verið
rétt.
í ræðu sinni á Alþingi í
gær taldi forsætisráðherra,
að fyrirsögn á frétt Morgun-
blaðsins og formáli hennar
hefðu verið rangtúlkun á
ummælum hans. En síðan
sagði hann: „Ef greinin er
lesin í gegn kemur fram í
verulegum atriðum hvað ég
sagði, að vísu með nokkuð
pðrum blæ, en við því er
ekkert að segja.“ í lok frétt-
arinnar, sem forsætisráðherra
hefur með þessum orðum
staðfest að er rétt sagði svo:
„Kristján J. Friðriksson, iðn-
rekandi tók undir orð for-
sætisráðherra um samning-
ana við BSRB og sagði það
skoðun sína, að þeir samning-
ar væru byrjun á nýrri geng-
IsfelIIngu, nema spyrnt væri
við fótum og einhverjum af
þeím samningum frestað.
Hann taldi mjög varhugavert
að hækka kaupgjald um of,
en viðurkenndi nauðsyn
launahækkunar til handa
þeim læ^st launuðu og skaut
fram svona 5—7% kauphækk
un á ári. Ólafur Jóhannesson
ítrekaði fyrri ummæli sín og
sagði, að kaupmáttaraukn-
ingunni mætti m.a. ná með
skattabreytingum, með hækk
un almannatrygginga og
styttingu vinnutíma en þetta
yrði að gerast í áföngum. Tók
hann undir orð Kristjáns og
taldi að fyrrgreindar aðgerð-
ir, auk svipaðrar kauphækk-
unar og Kristján legði til,
ættu að duga til þess að ná
marki ríkisstjórnarinnar.“
Forsætisráðherra hefur
sjálfur í ræðu sinni á Alþingi
staðfest, að þessi tilvitnun
ásamt öðru meginefni fréttar
Morgunblaðsins sé rétt frá-
sögn af ummælum hans. En
af þessari tilvitnun má glöggt
marka, að Ólafur Jóhannes-
son hefur tekið undir þau
orð Kristjáns Friðrikssonar
að 5—7% kauphækkun, auk
annarra ráðstafana, sem hann
sjálfur nefndi, svo sem með
skattabreytingum, hækkun al
mannatrygginga og styttingu
vinnutíma, ætti að duga til
þess að ná því marki, sem
ríkisstjórnin hefði sett. Þessi
efnislegu ummæli voru í fyr-
irsögn Morgunblaðsins og af
þessu má sjá, að það eru
rakalaus ósannindi, þegar
Ólafur Jóhannesson heldur
því fram á Alþingi, að Morg-
unblaðið hafi rangfært um-
mæli hans, enda staðfesti
hann í hinu orðinu að rétt
væri með farið!
í umræðunum á Al-
þingi í gær, lýsti Ragn-
hildur Helgadóttir undr-
un sinni á því, að forsætis-
ráðherra gerði slíkt veður út
af fyrirsögn fréttar í Morg-
unblaðinu. Hún benti á, að
við lestur fréttar Morgun-
blaðsins og með samanburði á
efni hennar við ummæli for-
sætisráðherra í viðtali við
Tímann sl. sunnud. væri alls
ekki að sjá, að Morgunblaðið
hefði hallað réttu máli, og að
efni væri til að taka þetta
mál sérstaklega til umræðu
á Alþingi. Síðan las Ragnhild
ur Helgadóttir bæði frétt
Morgunblaðsins og viðtalið
við forsætisráðherra í Tíman-
um, þannig að þingmenn
gætu sjálfir um þetta dæmt.
Frumhlaup Ólafs Jóhannes-
sonar á Alþingi í gær er
næsta furðulegt. Athuga-
semd ráðherrans við frétt
Morgunblaðsins birtist ekki
fyrr en á sunnudag í Tíman-
um og hafði hann þá haft á
annan sólarhring til þess að
hugleiða það, hvað hann
sjálfur hefði sagt á umrædd-
um fundi. Á laugardag birti
Tíminn hins vegar forystu-
grein, sem Þórarinn Þórar-
insson ritaði, en hann sat um-
ræddan fund og í þessari for-
ystugrein voru öll megin-
atriði í frétt Morgunblaðsins
sl. föstudag staðfest og ekki
á það minnzt að um rang-
færslur á ummælum forsæt-
isráðherra hefði verið að
ræða. Líklegasta skýringin á
þessu tiltæki Ólafs Jóhannes-
sonar er sú, að hann hafi gert
sér grein fyrir því, að ríkis-
stjórnin er gersamlega að
missa stjórn efnahagsmála
þjóðarinnar út úr höndunum
á sér og að við blasa harðn-
andi deilur á vinnumarkaðn-
um vegna hiks og ráðleysis
r íkisst j órnarinnar.
Um þetta mál allt er það
að segja að taka má undir
Frá kennslu heyrnardaufra bar na.
Stefán Skaftason, læknir:
Frumkvæði og heilbrigðismál
Zontaiklúbbur Reykjavílkur
er 30 ára um þessar mundir. 1
tilefni afmælisins heldur kl'úbb-
utrdnn skemmfcun fyrir almenning
að hótel Sögu þriðjudaginn
16. þessa mánaðar. Allur ágóð-
inn af skemmtun þeirri mun
renna til styrktar áhugamál'um
klúbbsins, sem aðallega hafa ver
ið barátta fyrir bættum hag
'heymadaufra barna. Það ætti að
vera áþarft að kynna starfsemi
Zontasystra í Reykjavik fyrir
þessum hugðarefnum sínum. Þær
hafa á mörgum sviðum haft for-
ustu og átt frumkV'æði í ýmsum
nýjiungum i meðferð heyrna-
daufra hér á landi. Þannig varð
að tilstuðlan Zontasystra stofn
aður vísir að heyrnastöð við
IHeyrnaverndarstöð Reykjavík-
ur í október 1962. Margrétar-
sjóður, en svo nefnist styrktar-
sjóður Zontasystra, hefur veitt
einstaklingum rikulega styrkti
tiil utanfarar og náms í meðferð
heymadaufra barna gegn því
skilyrði einu, að viðkomandi
vlnni að þessum hugðarefnum
kMbbsins við heimkomu að námi
loknu. Zontasystur hafa einnig
fest kaup á tveim símamagnara
kerfum, en slíikt magnarakerfi
gerir heyrnadaufum mönnum
kleift að njóta hins talaða orðs,
ef viðkomandi notar heyrna-
tæki með símabúnaði, en flest
nýjustu heyrnatæfcin hafa sliik-
an útbúnað. Eftir þvi, sem ég
bezt veit, hefur annað þeirra
verið fært Leikfélagi Reykja-
vlkur að gjöf og sett upp í lieik-
húsið þeirra, Iðnó. Hitt kerfið
verður sett upp í skólastofu ein
hvers barnaskóLa borgarinnar,
þegar hafin hefur verið kennsla
heyrnadaufra barna í sérbekkj-
um einhvers skólans. Hefur
fræðsluráð Reykjavíkur þegar
þegið gjöfina. Slík magnara-
kerfi eru víða, til að mynda í
Danmörku og hafa reynzt vel,
bæði í leikhúsum, kirkjum og
fleiri opinberum stofnunum. Get
ur sá, sem notar heyrnatæki af
þeirri gerð, sem áður er lýst,
fengið sér sæti hvar sem er i við
komandi saiarfcynnum og stiht
heyrnartæki sitt inn á svið sírra
magnarakerfisins og notið þar
hins talaða orðs án utan að kom
andi hávaða. Þess skal getið,
að slíkt kerfi hefur reynzt
heyrnardaufum vel í heimahús-
um i tengingu við útvarp og
sjónvarp.
Zontasystur áttu einnig drjúg
an þátt í stofnun háls-, nef- og
eyrnadeildar Borgarspítalans.
Með árvekni sinni og óþreyt-
andi elju vöktu þær máls á
slíkri nauðsyn, leituðu til is-
ienzkra, sérmenntaðra lækna er
lendis I þessari grein læknis-
fræðinnar og hvöttu þá til heim
komu og starfa við væntanlega
deild og veittu öðrum þeirra
rausnarl'egan styrk til sérmennt
unar í heyrnarfræði (audio-
iogiu). Þegar svo háls-, nef- og
eyrnadeiM Borgarspítalans tók
til starfa gáfu Zontasystur
deiMinni kr. 300.000 til tækja-
kaupa.
Systurnar hafa einnig fengið
hingað til lands, fræga, erlenda
lækna á sviði heyrnamála til að
halda fyrirlesfcur um þessi mál.
Þessi upptalning nægir engan
veginn til að lýsa öllu því, sem
systurnar hafa lagt að mörkum
til þessara mannúðarmála, en
hér verður þó staðar numið. Eitt
af höfuð hugðarefnum Zonta-
systra hin síðari ár er að koma
á fót sérkennslu fyrir heyrna-
dauf börn í almennum barna-
skólum. Er nú svo komið að
ákveðið hefur verið að hefja
sliiika kennslu hér i Reykjavík
að hausti komanda. Þó að hægt
verði af stað farið, er slík byrj
un upphaf mikillar gæfu fyrir
heyrnadauf börn, að minni
hyggju. Þar komast börnin í tal
andi umhverfi og losna við ein-
angrun þá, sem því er samfara
að lifa alltaf í sínum eigin hug-
arheimi eða í máldauðu um-
hverfi sérskólanna. Slikt
kennsluform heyrnadaufra
barna hiefur rutt sér til rúms í
æ ríkara mæli í flestum menning
arþjóðum heims. Fyrir tilstilli
dugmikilla, sérmenntaðra kenn-
ara, lœkna og annars sérmennt-
aðs starfsliðs hefur tekizt að
rjúfa múr einangrunarinnar,
mennta börnin, giera þau talandi
og heyrandi, ef svo má segja,
og hjálpa til að byggja upp
framtíðartilveru þeirra sem sjálf
stæðs einstaklings í þjóðfélag-
ínu, óháðan öðrum, en getu
sjálfs sín. Þekkti ég sjáifur frá
dvöl minni erlendis marga
heyrnaskerta, sem með slíkri
kennsiu og réttum endurhæfing
araðferðum hafa komizt til
mennta við æðstu menntastofn-
anir og lokið þaðan prófum og
gegnt mikilvægum embættum
fyrir þjóð sína. Minnisstæðast-
ur er mér ungur, danskur lækn-
ir með alvarlegar, miðlægar
heymaskemmdir á báðum eyr-
um eftir heilahimnubólgu. Með
sérkennslu í barnaskóla og
réttri endurhæfingu brauzt
hann til náms, lauk stúden‘s-
prófi og læknisprófi og er nú
vel metinn læknir í Danmörku.
En meira þarf en að hefja sér
kennslu í barnaskólum, svo að
málefni heyrnadaufra séu kom-
in í viðunandi horf hér á landi.
Skipuleggja þarf þennan þátt
heilsugæzlunnar algjörlega fiá
grunni, eins og gert hefur ver-
ið til að mynda í nágrannalönd
um vorum, ekki hvað sízt Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi. Með
það fyrir augum, var að frum-
kvæði samtaka heyrnadaufrji
(Heyrnarhjálpar) og áhiuga-
manna haMin ráðstefna um
skipulagsmál heyrnadaufra hér
á landi fyrir rúmu ári í Reýkja-
vík. Valdir voru fjórir fær-
ustu menn Sviþjóðar og Noregs
sem fyrirlesarar á ráðsitefn-
unni. Meginkjarni máls þeirra
var sá að flytja ætti kennslu
heyrnadaufra barna úr sérskól-
um í sérbekki eða blandaða
bekki barnaskól'anna, — inn í
hið talandli umhverfi. Mun al-
menningi innan tíðar gefast kost
ur á að kaupa fyrirlestra þessa
í bókarformi, og hvet ég alla þá,
sem láta sig heyrnamál ein-
hverju skipita í landi þessu, að
gera slíkt. Hér á landi, þar sem
akurinn er að mestu ópiægður
og skipulag ailt í molum, þarí
grettistaik ef úr á að bæta. Fyr-
irmyndir verðum við að sækja
til annarra landa, þeirra, er
reynsluna hafa. En hvar skal
byrja, hvar skal standa? Sam-
kvæmt rannsóknum, sem gerðar
hafa verið, er áætlað að u.þ.b.
13.500 Isl'endingar séu með meira
eða minna alvarlegar heyrna-
skemmdir eða u.þ.b. 6.8% af
þjóðinni. Af þeim eru u.þ.b. 2400
heyrnaskert börn á aldrinum
0—7 ára og um 1440 heyrna-
skert börn á aldrinum 7—14
ára. Á aldrinum 14—65 ára eru
u.þ.b. 5000 manns með heyma-
skemmdir af ýmsum orsöknm,
þar af um 750 með það, sem kall
að er kuðungshersli og um 500-
700 með hávaðaskemmdir, en
það er varanleg skemmd á innra
eyra. Að síðustu skal þess getið,
að um 4400 manns, karlar jafnt
sem konur, á aldrinum 65 ára og
eMri hafa varanlegar heyma-
skemmdir, sem þarfnast heyrna-
tækjameðferðar.
Á þessari stuttu upptalningu
má öllum l'jóst vera, að verkefn
in eru ærin. Leyfist mér að lok-
um að benda háttvirtum heíl-
brigðisyfirvöldum á eftirfarandi
tillögur, sem eru í stórum drátt-
um þær sömu, er ég reit í grein
í tímaritið „Heiilbrigt líf“ fyrir
nokkrum árum siðan:
1) Skapi hinni nýju Háls-,
nef- og eyrnadeild Borgar-
sjúkrahússins í Reykjavik sömu
starfsskilyrði og samsvarandi
deildir hafa erlendis, til að
mynda í Svíþjóð og Danmörku.
Ríki og Reykjavíkurborg komi
á fót og reki Heyrnamiðstöð rík
isins, sem hafi umsjá með heyrn
arrannsóknum ungra sem gam-
alla í ölílu íandinu og stjórni
endurhæfingu hinna heyrna-
skertu undir leiðsögn læknanna
Framh. á bls. 27
lokaorð í athugasemd Haralds
Blöndals, sem sat fundinn
fyrir Morgunblaðið og birt-
ist í Morgunblaðinu í dag en
hann segir: „Megintími ráð-
lierranna virðist fara í það
að gefa út „kommentara“ á
stjórnarsáttmálann og virðast
þeir vera að verða svipaðir
að magni og skýringar fræði-
manna á myrkum vísum ís-
lendingasagna. Það er ekki
mín sök, þótt enginn skilji
neitt í stjórnarsáttmálanum.
En fyrst mönnum hefur nú
svo feikilega tekizt að mis-
skilja stjórnarsáttmálann,
sem ætla má að saminn hafi
verið af íhygli og þrauthugs-
að hvert orð, að jafnvel þeim,
sem stóðu að sáttmálanum
ber ekki saman um túlkun
hans, hversu miklu fremur
er ekki hætta á, að þessir
menn tali annað en þeir
meina, þegar ræða er flutt
undirbúningslaust. Hafi hæst
virtur forsætisráðherra meint
annað en hann sagði, þá hann
um það. Mér er ómögulegt að
skrá hugsanir hans, slíka yf-
irnáttúrulega hæfileika hlaut
ég ekki í vöggugjöf.“