Morgunblaðið - 16.11.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1971
19
Oskar Þorsteinsson
"" Minningarorð
P*ddur 15. júlí 1903
°ainn 8. nóv. 1971
1 Dag
Óslcar f,er tU m°ldar borinn,
iíiaSUr Á°ISte'nsson* skrifstofu-
KalúaArQleimum 26.
varðj w K°m tyrr en nokkurn
sein ' ttann gekk að starfi til
leeur pí„ S’ frísklegur og fjör-
Sofetiufs, 3 laaas var vandi.
°g en r °kkar allra er mikill
hve v P.V^gbærari fyrir það,
a® óvK,. °rln kom okkur öllum
ólrrum'
1903 as oar ^æ<ldur hinn 15. júlí
°g . 'írustöðum i Ásahreppi
ar. pa , U uafui Sigurður Ósk-
SergUr le Urar hans voru Ingi-
steinn Uun°lfsdóttir og Þor-
^ustört 0rsteinsa°n bóndi á
Wn, er U.m' ^au eignuðust tiu
Uskar , a iegg komust, og var
Á þefmgstUr beirra.
^ólkg ev, .tlm-a var menntun ungs
°g nú aluaenn og algeng
ar j u- si- Öskar var þó send-
Vst m®nnta.stofnun, er hvað
Mttu f *Já af þeim skólum, er
Un eftir 6nna framhaldsmennt-
L0rSar<it-, fuUnaðarpróf, Flens-
P^ðan , ° ,ann- Lauk hann prófi
,<„r? 1924-
ennsW arin stundaði hann
tólc 1 beimabyggð sinni,
arið búi af föður sínum
, Uinn o,
°ann oktober 1931 gekk
,0r>U elga eftirlifandi eigin-
Ingibjörgu, dóttur
tv °g J' ^nnu Guðmundsdótt-
nióluh:-,°ns Jónssonar, bónda í
‘gu-
^íörg t Ust Þau Óskar og Ingi-
SerU gif.861 dætur, Önnu Jónu,
?r6ntara -6r Uor* Þorsteinssyni,
nSU, .* Jteykjavík og Auði
'^Öingi • ®ent Hansen lög-
a þeir* . uPmannahöfn.
J a Ber,,?,-.?skars og Ingibjarg-
. íUvnr, oðum var rómað fyr-
J^dUst arSkap* °S hjá þeim
-a Utnt, °r°ldrar Óskars við
iQ,ysgíu aHt til æviloka.
p0* og í, 6 brugðu þau hjónin
i skar r/vUtluat til Reykjavíkur.
lá f ,.slg til skrifstofustarfa
lSgndi u ,stjóraembættinu og
hyrstu p1 starfi til dauðadags.
,-aU hiónin'ykÍaviku,"árin bjuggu
®?n a* - að Baugsvegi 19, en
.°akar Alfheimum 26.
, 01 áttj ij1r elnn beirra manna.
f 0rn, eða , heima hvar sem hann
hrir heLhvað sem hann tók sér
3di : Ul^- Hann var myndar-
k^Úist n Veit. sinni. Þegar hann
sknar mikmT1 1 borg’ varð hann
k á hK« . borgarbúi, kunni góð
Jar Velhofuðbo_rginni og undi sér
4®anná f0tt ást hans til heima-
f-^an k yrndist í
í°t bafði
itia faar
engu.
.. unun af útivist og
Shv °g nj°n^ferðir um borg'
T fíöllin ggiandi héruð, og á
°ska» m her i
aði
^ann 1^”“. a orgel, í
ttirki,ki.rkit
hi^u j ?Uorganisti í
Ut Dóð,heimabyggð si
-ar v “w, 1 grenndinni.
'útkig5 h musikai?hur og spii"
a „ , . var
Kálfholts-
góðra;'‘‘T.oyggð sinni, Hann
V,-°rgeiið r byúmUsíar og söngs,
•Ur r hans hljóðfæri og
L°skar
ÍTXtní virkan bátt í fé-
O1 tii fS hvarvetna valdist
dr 3 v°ldu ,orystu- Sveitungar
þl’, ’deðan nann í trúnaðarstöð-
2S»- Oghann var bóndi meðal
L Ú*st , r að suður kom,
.°ann
t/TWarak
Hlerlnn þeyflngarinnar og var
Itan 11 v‘ssu •tÍ1 forystustarfa.
Ur S Wi4 malum vei borgið í
rétt4nnl hann var traust'
nn Var '.
gekk a* m'kill starfsmaður
hajT*2kuSe . hverju verki meS
>‘°g ötullcika. Hann
V tkki stul. vmnu sinni og
>61 ,aðalatriðjldlrnar- f hans huga
Va n°nu i ð. að skila verkinu
TnCr5sS”'
Vw1 og v!ð Óskar að geð-
Vrðiðl. ég han3attalagi- Aldrei
K ‘ð n°kkurnSegja styggðar"
mjög ákvls mann' Þó hafðl
^eðnar skoðanir oe
liðsmaður góS-
lét þær gjarnan í ljós. Siíka
menn er hoUt að hafa til fyrir-
myndar.
Óskar var frjálsmannlegur og
fjörlegur í allri framkomu.
Hann var mjög félagslyndur og
átti marga kunningja og vini. í
hans hópi var gott að dveljast.
Stundir í félagsskap hans voru í
senn einkar þægilegar og
skemmtilegar.
Á þessari stundu sækja minn-
ingar um samvistir að, og aUar
eiga þær sammerkt í því, að vera
góðar og ljúfar. Það var alltaf
unun að því að hitta Óskar og
skeggræða við hann. Af hans
fundi fór maður betri maður;
hann létti lundina og göfgaði geð-
ið. Við félagar hans á lífsbraut-
inni eigum margs að minnast og
sakna, því að við höfum misst
mikils. Þar er skarð fyrir skildi,
sem Óskar var. Dýpstur er þó
söknuðurinn hjá nánustu ást-
vinum og fjölskyldu, sem flestar
áttu með honum stundirnar, hjá
eiginkonu, börnum, tengda-
börnum, barnabörnum og syst-
kinum hans. Systkinin kveðja
góðan bróður og dætur og
tengdasynir kveðja umhyggju-
saman föður og tengdaföður, sem
lét sér mjög annt um framtíð
þeirra og velgengni, og var þeim
mikill félagi, deildi með þeim
súru og sætu og veitti þeim ætíð
styrk. Barnabömin sjá á bak afa,
sem tók virkan þátt í lífinu með
þeim, skildi þau og var vinur
þeirra. Öll kveðjum við góðan
dreng og traustan mann, sem
veitti okkur góðar stundir á lífs-
leiðinni og skilur einungis eftir
bjartar minningar. Nú taka við
Óskari nýir heimar í Guðs for-
sjá.
Gráti því hér enginn
göfugan föður,
harmi því hér enginn
höfðingja liðinn.
Fagur var hans lífsdagur,
en fegri er upp runninn
dýrðardagur hans
hjá drottni lifanda,
(J. Hallgr.).
Farðu heill, kæri frændi. Ég
þakka allar góðu stundirnar með
þér. Guð geymi fjölskyldu þína.
Kjartan Jóhannsson.
ÞAU óvæntu tíðindi bárust okk-
ur starfsfélögum Óskars Þor-
steinssonar, er við mættum til
vinnu í skrifstofu tollstjóra að
morgni mánudags 8. þ.m., að
hann hefði látizt þá um nóttina.
Þetta kom okkur svo á óvart, að
við gátum varla trúað því. Hann
hafði gengið til vinnu föstudag-
inn og unnið þann dag allan og
vissum við ekki að hann kenndi
sér meins. En á sunnudagskvöld-
ið hafði hann veikzt hastarlega
og var látinn eftir fáar klukku-
stundir.
Mig langar tii að minnast
þessa starfsfélaga míns um rúma
tvo áratugi með nokkrum orð-
um og rekja fyrst helztu æviatr-
iði hans.
Óskar var fæddur að Berustöð-
um í Ásahreppi, 15. júlí 1903.
Foreldrar hans voru hjónin Þor-
steinn Þorsteinsson og Ingigerð-
ur Runólfsdóttir, er þar bjuggu.
Voru þau hin mestu dugnaðar-
og myndarhjón. Dvaldist Óskar
hjá foreldrum sínum og stund-
aði þar venjuleg sveitastörf þar
til hann fór i Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði, en þaðan lauk
hann gagnfræðaprófi 1924. Áður
hafði hann lært organleik og
varð síðan kirkjuorganisti í 23 ár
í Kálfholtssókn. Kennari var
hann í Ásaskólahverfi 1927—1931.
Óskar kvæntist 31. október
1931 Ingibjörgu Jónsdóttur frá
Bjóluhjáleigu hinni ágætustu
konu. Hófu þau búskap á Beru
stöðum og bjuggu þar til ársins
1946 er þau fluttust fyrst til Hafn
arfjarðar og skömmu síðar til
Reykjavíkur. Ekki eru mér kunn
búskaparstörf Óskars, en eftir
þeim kynnum, sem ég hafði af
honum síðar, þá efast ég ekki
um að þau hafi verið rækt af
dugnaði og fyrirhyggju. Á þeim
árum gegndi hann líka ýmsum
trúniaðarstörfum í sveit sinni,
var í skattanefnd og formaður
slysavarnadeildar o.fl.
Árið 1947 hóf Óskar störf í
skrifstofu tollstjóra og þar
kynntist ég honum fyrst. Vildi
svo til að hann lenti í starfi með
mér og vorum við nánir sam-
starfsmenn um margra ára skeið.
Er mér ljúft að minnast þessa
samstarfs og hversu hann lagði
sig fram um að leysa störfin af
hendi fljótt og vel.
Um skrifstofustörf Óskars er
það annars að segja, að hann var
fróbær starfsmaður og fór þar
altlt saman, leikni og lipurð
í störfum, mikil afköst, ágæt-
ur frágangur og skyldurækni
með afbrigðum. Hann var
listaskrifari og allt, sem
hann gerði, vandað og sam-
vizkusamlega unnið. Ekki veit
ég hversu mörg stig Óskar hafði
í hinu opinbera starfsmati, en
hitt veit ég með vissu, að sem
starfsmaður hafði hann marga
þá kosti, sem erfitt er að meta
til stigia,
Fáum árum eftir að Óskar
fluttist til Reykjavíkur, gerðist
hann félagi í stúkunni Frón og
var þar virkur þátttakandi.
Hann gegndi og trúnaðarstörfum
fyrir Regluna, Var bindindis-
hreyfingin og framgangur henn-
ar Óskari hjartfólgið mál.
Ég hef hér minnzt á störf Ósk-
ars og það sem út á við snýr.
Hitt er ekki síður mikilvægt, sem
að heimilinu snýr, konu, börn-
um og vandafólki, og þar hygg
ég að Óskar hafi ekki síður ver-
ið til fyrirmyndar. Eins og áður
er getið, var hann kvæntur Ingi-
björgu Jónsdóttur. Sagt er að
heimilið sé kastali mannsins og
svo hygg ég hafi verið um Óskar
eins og svo marga aðra. Hann var
heimakær og mat konu sína mik-
ils, enda er hún myndarkona
eins og hún á ætt til. Minnist
ég þess líka með hve mikill virð-
ingu og ástúð hann talaði um
tengdaforeldra sína. Þau Ingi-
björg og Óskar eignuðust tvær
efnisdætur, önnu Jónu, sem
gift er Þóri Þorsteinssyni prent-
ara og eiga þau fjögur börn og
Auði Ingu, sem gift er Bent Vagn
Hansen lögfræðingi. Eiga þau
tvö börn og eru búsett í Kaup-
mannahöfn. Hafði Óskar mikið
yndi af dætrabömum sínum.
Er nú harmur kveðinn að eft-
irlifandi eiginkonu, dætrunum
tveim, tengdasonum og barna-
börnum, sem svo snögglega
hafa orðið að sjá á bak hjart-
kærum eiginmanni, föður,
tengdaföður og afa. Sendi ég
þeim mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ég vif svo að síðustu þakka
Óskari samstarf og samveru og
bið guð að blessa minningu hans.
Jón J. Símonarson.
EKKI er mér kunn ætt eða upp-
runi Óskars, en maðurinn bar það
með sér í sjón og raun að hann
hlýtur að hafa verið af góðu
bergi brotinn. Við unnum hjá
sömu stofnun — Tollstjóraskrif-
stofunni — í 17 ár og mín síð-
ustu starfsár lágu okkar störf að
nokkru leyti samian; ég orðið
orkulítið gamalmenni en hann
með fullri starfsorku. Aldrei
skyldi þó fa-lla frá honum til mín
eitt einasta hnjóðsyrði, aðeins
hlýja og drengilegt viðmót. Hann
var afburða starfsmaður, bæði
mikilvirkur og velvirkur og gekk
algjörlega upp í sínu starfi.
Það eru ekki hávaðasömu
gapuxarnir, sem skila þjóðinni
dýrmætustum arði í sínu starfi
heldur hinir hógværu, samvizku-
sömu og starfselskandi menn.
Ég hef það á tilíinningunni
að við Óskar höfum ekki verið
samherjar í stjórnmálum, en
hann var þannig gerður að hans
mat á mönnum fór ekki eftir
pólitískum forskriftum.
Ég er nú kominn hátt á átt-
ræðisaldur og búinn að sjá á
eftir mörgum samferðamönnum,
skyldum og vandalausum, yfir
landamærin. Við þessu er ekk-
ert að segja, þetta er lögmál,
sem enginn flýr, en ætíð sár og
viðkvæm stund. Svo kveð ég þig,
Óskar minn, með þakklæti og
hlýjum hug og votta öllum þín-
um nánustu innilegustu samúð.
Jón M. Pétursson.
SVO skjótt og óvænt kom frá-
fall Óskars Þorsteinssonar, að
það mun enin taika nokkurn tíma
að átta sig á og gjöra séar grein
fyrir því að hanm er horfinn af
sjónarsviðiniu.
Hanin var ekki nemia 68 ára að
aldri og virtrst erun eiga mikið
eftir af sinni miiklu og fjölhæfu
starfsorku, en það sanmiaðist héc
sem oftar að hinin ,,slyngi sláttu-
maður“ gerir engin boð á und-
an komu sinnd.
Við, sem höfum uninið að fé-
lagsmálum með Óskari Þorsteims
syni um rúmlega aldarfjórðungs
skeið, eigum því mikils að
sákma, en líka margs góðs að
minmast og margt gott að þakka
frá því samstarfi.
Hann hafði óvenju fjölhæfa
hæfileika og starfsgetu og hvert
verk hanis var unnið af stakri
vandvirkni og samvizkusemi og
aldrei „kastað hömdum“ til neins
sem honum var tiltrúað.
Við fráfaU hanis sendum við
innilegustu samúðarkveðjur konu
hamis, dætrum og öðrum ættimgj
um og virnum, sem sanmarlega
eiga mikils að salkna. En við
minnumst þess um leið að það
er líka mikið að þaklka fyrir að
hafa átt það sem mikils er að
sakna, eins og fram kemur í er-
indi, sem eitt sinm var ort við
fráfall mikils og góða rnanms:
Þungt er tapið, það er vissa —
þó vil ég kjósa vorri móður:
að ætíð megi hún mimiming kyssa
manma er voru svona góðir —
að ætíð eigi hún menm að missa
meiri og betri en aðrar þjóðir.
Guðm. Illugason.
— Minning
— Ólafur
Framh. af bls. 18
4. 8. ’71) og Björgu nú búsetta í
Reykjavík. Ólafur missti Matt-
hildi konu sína eftir mjög
skamma sambúð og var það hon-
um og börnunum mjög sár miss-
ir. Var Björgu komið í fóstur
til móðurömmu sinnar í Svartár-
dal, en syni sína ól ÓLafur upp,
unz hann fékk ráðskonu, Engil-
ráð Jónsdóttur, sem reyndist
sonum hams hin bezta stjúpa.
Ólafur og Engilráð eignuðust
ema dóttur, Matthildi. Fluttust
þau seinna að Veðramóti, en
1943 fluttust þau til Reykjavík-
ur, Þegar Ólafur kom til Reykja-
víkur byrjaði hann að leggja
stund á verzlunarstörf, fyrst hjá
bróður sínum, Jóni Heiðberg,
heildsala, en síðar stofnaði hann
sína eigin verzlun, og ralt lengst
af verzlun að Óðinsgötu 30.
Það er svo erfitt að kveðja.
Þegar ég nú kveð þig hinzta
sinni, kæri tengdapabbi, verður
mér hugsað til þess er ég heim-
sótti þig á sjúkrahúsið, 4. ágúst
sl. og varð að færa þér þær sogar
fregnir að sonur þinn, Ófeigur,
væri látinn. Það voru mér þung
spor, en lærdómsríkt var að sjá
og heyra hverju einlæg trú á
Guðs almætti fær orkað, það gaf
mér mikinn styrk. Þakkir skulu
þér færðar fyrir þann stutta tíma
sem þú dvaldir á heimili okkar,
ætíð glaður og þakklátur fyrir
það, sem fyrir þig var gert. Son-
ardóttirin þakkar afa sinum all-
ar samverustundirnar, einnig
litla stúlkan hennar, sem kveð-
ur afana sína báða með svo stuttu
millibili.
Fjölskyldu þinni óska ég Guðs
styrktar í sorg þeirri, sem burt-
för þín hefur valdið herwii.
Með innilegu þakklæti fyrir
allt og allt.
Hvíl þú í Guðs friði.
Valgerður A. Eyþórsdóttir.
— Minning
— Runólfur
Framh. af bls. 11
sjá hverjum þeim, sem honum
kynntist eða með honum starf-
aði.
Hinn 13. maí 1939 steig Run-
ólfur mesta gæfusporið i lífi
sinu. Þann dag öðlaðist hann þá
verðskulduðu hamingju að kvæn-
ast eftirlifandi konu sinni Svein-
björgu Vigfúsdóttur Gunnarsson-
ar, bónda að Flögu í Skaftár-
tungu, hinni mestu ágætis- og
sæmdarkonu. Einkadóttir þeirra
er Sigrún Þuríður, gift Leifi vél-
stjóra Guðmundssyni, en þeirra
börn eru Runólfur Birgir 13 ára
og Hjördís 9 ára.
Á heimili þeirra Runólfs og
Sveinbjargar var jafnan gest-
kvæmt. Þar þótti jafnan gott að
koma, enda enginn áhalli milli
gestgjafanna um móttökurnar,
og húsbóndanum Ijúft að veita
gestunum fræðslu úr hinum
ótæmandi minningasjóði sínum,
hvort heldur var um ættir eða
sagnaþætti; ósvikinn arfur úr
heimahögum.
Ekki leyndi sér heimilisræknl
Runólfs, umhyggja fyrir fjöl-
skyldunni; konan, dóttirin og síð-
an dótturbörnin, hvert af öðru
og öll saman skyggðu á sjálfa
sólina. Þar var gagnkvæmt ást-
ríki. Það er því að vonum, að
söknuðurinn sé mikiU, enda þótt
segja megi, að dagur væri að
kvöldi kominn.
Við hjónin vottum eftirlifanch
fjölskyldu innilegustu samúð og
biðjum henni allrar blessunar á
komandi tíma, en þér, Runólfur,
vinur oklcar, svili og mágur,
þökkum við innilega, langa og
heilsteypta vináttu. „Hittumst
heil á Kili.“
Ásgeir L. Jónsson.
Hjartans þakkir til allra, sem
sýndu mér góðvild á einn og
annan hátt á 75 ára afmæli
mínu.
Sérstakar þakkir til allra
á Vöggustofu Thorvaldsens;
þaðan var mér sýnd sú hlýja,
sem vermdi mig inn að hjarta.
Kveðja,
Anna.
Innilegar þakkir sendi ég öll-
um þeim, sem heiðruðu mig á
áttræðisafmælinu.
Guð blessi ykkur.
Júlíana Friðriksdóttir.