Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIO, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1971
27
NÝJASTA feota í^rttettfa, VtM-
ur Eiríksson lenti l þrumuveSri
í 6000 feta hæS yfir HengH síð-
degis á sunnudag. Klukkan 17,25
laust eldingu í þotuna, sem var
að koma frá Kaupmannahöfn og
Osló og var hún þá þegar farin
að hægja á sér og búast til lend-
ingar á Keflavíkurflugvelli. Gat
kom á ratsjárhlíf þotunnar að
framan, ^n hún hélt ferð sinni
áfram og lenti heilu og höldnu
á Keflavíkurflugvelli 8 mínútum
síðar.
í gærkvöldi var væntanleg frá
New York þota með nýja ratsjár
hlíf og stóðu vonir til þess að
Leifur Eiríksson gæti samkvæmt
áætlun haldið til Oslóar og Kaup
mannahafnar í bítið í morgun.
Gatið á ratsjárhlíf þotunnar. f horninu efst til vinstri er eld-
spýtnabréf með nafni Loftieiða h.f. og geta menn gert sér ljósa
grein fyrir stærð gatsins í samanburði við það.
Eldingu laust í
Loftleiðaþotu
Ekki tekur nema um tvær klukku
stundir að skipta um rdtsjár-
skerm á þotunni.
ÞOTURNAR ÚTBÚNAR MEÐ
ELDIN GARVAR A
Mbl. ræddi í gær við flugstjór
ann, Smára Karlsson. Smári sagði
að eldingin hefði verið feikna
björt og það hefði verið rétt eins
og hleypt hefði verið af fallbyssu
framan við þotuna. Hann taldi þó
að ekikert hefði verið að óttast,
því að þotur væru byggðar til
þess að taka við eldingum, sem
væru mjög algengar í Suðurlönd
um. Því hefði verið ástæðulaust
að óttast nokkuð. Þotan er þann
ig byggð sagði Smári að. elding
kemur ekki i sjálfan búk hennar
heldur hleypur hleðslan aftur af
vélinni. Aðspurður um það, hvort
hnykkur hefði komið á vélina —
sagði hann að hann teldi það
mjög ósennilegt, þar eð hleðslan
gæti ekki haft þau áhrif. Hins
vegar er í klakaskýjum, sem oft
eru rafmögnuð miklir sviptibylj
ir, sem valdið geta hnykkjum á
flugvélum.
Smári sagðist eitt sinn áður
hafa flogið í gegnum mikið eld
ingasvæði. Var það við Færeyjar
fyrir mörgum árum og farkostur
inn var þá ,,fjarki“. Sprakk þá
stykki úr vélinni aftanverðri.
— Frumkvæði
Framh. af bls. 15
og í samráði við sérmenntað
fól'k endurhæfin.garkerfisins.
2) Gera forystumönnum upp-
eldismála, stjórnendum barna-
dagheimila og fleiri aðilum ljósa
igrein fyrir hlutverki barnadag
heimiianna í endurhæfingu barn-
anna. Styrkja fóstrur til sér-
menntunar á þessu sviði erlend
is og veita heyrnaskertum börn
um inngöngu í barnadagheimilin
hið bráðasta.
3) Hefja kennslu fyrir heyrna
skert börn i nokkrum bekkjum
barnaskóla Reykjavíkur undir
handteið^lu sérmenntaðs kenn-
ara, svo fljótt sem verða má.
4) Nýta betur og skipuleggja
þá sérmenntuðu starfskrafta á
sviði heyrnamála, sem í 1‘andinu
eru og stuðla að því, að nýir
bætist í hópinn.
5) Stofna Talmeinastofnun ís
lands, sem undir stjórn talmeina
fræðings tæki að sér kennslu i
tali og heyrnarskynjun meðal
heyrnarskerts fólks á ölium
aldri.
Ég vona, að þessar fáu línur
hafi vakið þig, lesandi góður,
tii umhuigsunar um þessi vanda-
mál i þjóðfélagi voru. Þeim er
ekki ætlað það hlutverk að
særa neinn, sem ekki er sama
sinnis og undirritaður um leiðir
til úrbóta, heidur til að hvetja
heilbrigðisyfirvöld, kennara og
alian almenning, sem áhuga
kann að hafa á málum þessum
tí'l umhugsunar um þau, setn
leiða kynni til athafna. Allar at
hafnir kosta peninga. í þeim til-
■gangi efna Zontasystur til áður
nefnds mannfagnaðar að Hótel
Sögu nk. þriðjudag. Ég hvet
alla þá, sem iáta si'g öirlög heyrn-
ar-vana meðbróður sím's nokkru
skipta, að fjölmenna að Hótel
Sög.u þetta kvöld, og gera
hvort tveggja, skemmta sér kon-
unglega og styðja gott málefni.
Stefán Sltaffcason, læknir.
— Pakístan
Framh. af bis. 1
Indira fra vinsamlegu skeyti, er
borizt hefði frá Chou En-lai’ og
sagði það fyrstu orðsendingu í
mörg ár, sem bærist fná kinversk
um leiðtogum, ef frá væru taldar
venjulegar kurteisiskveðjur á
þjóðhátíðardögum. Chou En-lai
þakkaði Indverjum stuðning við
albönsku tillöguna hjá S.Þ. um
aðild Pekingstjórnarmnar svo og
heiltaskeyti er úrslit máLsins
urðu ljós — og hann lætur í ljós
þá von, að vinátba Indverja og
Kínverja muni eflast og þróast
með hverjum degi hér eftir.
VIÐRÆÐUM HAFNAÐ?
Sjö hægrisinn'aðir stjórnmála
flokkar hafa bundizt samtökum
á þingi undir forystu Nuruls
Amins, forseta lýðræðisflokks
Pakistans. Hann er aldraður og
reyndur stjórnmálaleiðtogi frá
Austur-Pakistan og gerir kröfu
um myndun nýrrar stjórnar, þar
sem forsætisráðhenra verði frá
Austur-Pakistan. Leiðtogi vinstri
manna, Z. A. Bhutto, hefur gert
þá gagnkröfu, að þá verði for-
setinn að vera frá Vestur-Pai^st
an. Hin nýja flokkasamsteypa hef
ur 120 þingsæti, vinstriflokkur
Bhuttos 92 þingsæti en Awami-
bandalagið, sem nú er bannað
ætti með réttu að hafa 101 þing-
sæti, en flestir þingmenn þess
eru annaðhvort flúnir eða i fang
elsi.
Sérlegur sendifulltrúi Yahya
Khans, forseta Pakistans, sagði
í viðtali í Túnis í gær, að Indira
Gandhi hefði hafnað tillögu for-
setans um leiðtogafund ríkjanna
til að ræða ástandið í Austur-
Pakistan og heimsendingu flótta
manna.
Samkvæmt indverskum heim
ildum hefur skæruliðum Bangla
Desh hreyfingarinnar vaxið mjög
fiskur um hrygg að undanförnu
og þeir lótið æ meira til sín taka
víðs vegar í Austur-Pakistan. —
Hermdarverkum hefur fjölgað
síðustu sólarhringa og sagt er,
að þeir hafi eftir harða bardaga
náð öllum völdum í Saldandi og
Nayanpur í Comilla héraði. Seg
ir, að skæruliðar hafi fellt 50
pakistanska hermenn og eyðilagt
40 varnarbyrgi þeirra.
— Lin Piao
Framh. af bis. 1
Mongólíu." Dóttir Lins, Lin
Tou-tou, sagði fjandmönnum
föður síns frá flóttatilraun-
inni, segir Time.
Kinverjar og Rússar hafa
aðeins sagt, að umrætt flug-
slys hafi átt sér stað, en ekki
greint frá því í einstökum
atriðum. Fréttir herma, að
níu lík hafi fundizt i flakinu
og Rússum hafi tekizt að bera
kennsl á þau. Time segir, að
þess hafi sézt merki, að áflog
hafi orðið í flugvélinni, og að
margt hafi bent til þess, að
einn af farþegunum hafi
reynt að ræna henni.
Ráða má af kínverskum
blöðum, að Lin hafi beðið
lægri hlut i valdabaráttu við
Chou En-lai, forsætisráð-
herra, að því er stjórnmála-
sérfræðingar I Tokyo segja.
Nafni hans fylgir ekki lengur
nafngiftin „nánasti vopnabróð
ir“ Maos, og í þess stað er
hafin mikil barátta gegn
„borgaralegum valdagosa",
sem er ekki nafngreindur, en
Lin gæti vel borið ábyrgðina
á þeim yfirsjónum, sem hann
er saíkaður um. 1 fyrstu var
talið, að þessar árásir beind-
ust gegn Chen Po-ta, sem
hefur verið hægri hönd Maos
um árabil og er nú sakaður
um gagnbyltingarstarfsemi í
samvinnu við Liu Shao-chi,
fyrrum forseta. Þótt þessum
árásum á Chen sé haldið
áfram, benda aðrar og nýrri
árásir til þess, að fyrst og
fremst sé veitzt að öðrum og
valdameiri manni, sem hafi
notað nafn Maos sér til fram-
dráttar, og þá getur naumast
um annan en Lin verið að
ræða.
Séu fréttirnar um dauða
Lins réttar, má vera að menn
irnir i Peking hafi ákveðið
að fresta birtingu hennar af
ótta við afleiðingarnar, sem
mundu hljótast af vali nýs
staðgengils Maos í hans stað.
Blaðaárásirnar eru tiltölulega
stillilegar enn sem komið er,
eða í svipuðum dúr og fyrstu
árásirnar, sem leiddu að lok-
um til falls Liu forseta. Senni-
lega er að því stefnt að draga
málin á langinn, gefa æðstu
núverandi valdamönnum færi
á að vinna stuðningsmenn
Lins á sitt band og koma i
veg fyrir annað umrót í lík-
ingu við menningarbylting-
una að því er stjórnmálasér-
fræðingarnir i Tokyo herma.
Lin kom mörgum stuðnings
mönnum sium í hernum í
valdamikil embætti um allt
Kína á síðustu þremur árun-
um fyrir menningarbylting-
una 1966, og þeir eiga nú á
hættu hefndarráðstafanir, ef
foringi þeirra er fallinn í
ónáð. Margir háttsettir for-
ingjar heraflans hafa ekki
sézt opinberlega síðan í sept-
ember, þeirra á meðal Huang
Yung-sheng, forseti herráðs
Alþýðuhersins, Wu Fa-hsien,
yfirmaður flughersins, og Li
Tso-peng, yfirkommissar sjó-
hersins. Allt eru þetta menn,
sem hafa verið handgengnir
Lin i áratugi. Ágreiningur
um, hvort herinn eða flokk-
urinn eiga að gegna forystu-
hlutverki, kann að vera or-
sök valdabaráttunnar. Her-
inn kom á röð og reglu eftir
menningarbyltinguna og virð-
ist tregur að fá völdin aftur
í hendur flokknum, sam-
kvæmt heimildum í Tokyo.
- Alþingi
Framh. af bls. 10
sem launauppbót. Kvaðst hann
vilja itreka þá sprrn'ngu.
Lárus Jónsson kvaðst vilja i-
treka, að þót ýmsar aögerðir
værú boðaðar í stjórnarsáttmál-
anum i kjaramálunum væri það
helzti gallinn þar á, að alveg
skorti upplýsingar um í hverju
aðgerðirnax yrðu fólgnar.
Forsætisráðherra, Ólafur Jó-
hannesson, sagði að ekki væri
reynt áð halda leynd yfir því,
hvernig kjaraimálin stæðu. Til-
kynnti hann, að ekki yrði l'angt
að bíða þess, að vaxtalækkun á
lánum til atvinnuveganna yrði á-
kveðin.
Sverrir Hermannsson kvaðst
vera óánægður með svör forsæt
isráðherra varðandi ummæli Eð-
varðs Sigurðssonar, sem hefði
verið að túlika stjórnarsátitmái-
anin í viðtalinu sem Þjóðviljinn
átti við hann. Þetta væri einn af
þingmönnum stjómarflokkanna
og formaður stærsta venkalýðs-
félags landsins. Því miður væri
Eðvarð ekki við sjálfur til að
svara fyrir sig en það breytti
því ekki, að nauðsynlegt væri að
fá það fram, hvort þessi túlkun
hans á sátitmáil'anum væri rétt.
Þá taldi þingmaðurinn það ein
sýnt, að frtkisstjómin hefði mjög
slæim áhrif á samningaumræð-
urnar á vinnumartkaðinum með
þvi að gefa út yfirlýsingu, áður
en þær viðræður hœfust, um
hvers efnis samningarnir ættu að
vera. Að Vísu hefði rtkisstjóm
oft áður beitt sér fyrir því, að
samningar tækjust, en þetta væri
í fyrsta skipti, sem hún hefði
beinlínis forysfcu i kjaramálun-
um. Þetta gerði hún nú með að
boða aðgerðir, eins og vinnutíma-
stytting'U, lengingu orlofs og
auikningu kaupmáttar launa.
Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs
ráðherra, sagði að Sverrir Her-
mannsson keemi hér nú og færi
með ósarmar tilvitnanir í um-
mæli Eðvarðs Sigurðssonar. I
þvi notfærði þingmaðurinn sér
það, að Eðvarð væri ekki sjálfur
viðstaddur td:l að leiðrétta mis-
sagnirnar.
Ráðherrann sagði það vera
rétt, að kröfur verkalýðsfélag-
arnna hefðu byggzt á efni srtjórn
arsáttmálans. 1 þeirri kröfugerð
hefði verið gengið út frá stytt-
ingu vinnutima, lengingu orlofs
og 20% a'Ukningu kaupmáttar
láuna.
Hann kvað tölur þær, sem
Sverrir hafði fyrr nefnt u,m
14,8% og 14,2% kostnaðaraukn-
ingu i sjávarútvegi og iðnaði
vegna vinnutimastyttmgar og
lengingar orlofs vera staðlaus-
an bókstaf.
Ráðherrann mótmælti að lok-
um þvi, að yfirlýsingar stjórnar-
sáttmálans í þessum málum tor-
velduðu saimniniga á milli vinnu-
veitenda og launþega.
Karvel Pálmason (SFV) kvað
það merkifeg’t, að þingmenn Sjálf
stæðisflokksinis skyldu vilja tala
um kjaramálin. Taldi hann, að
aldrei hefði verkalýðshreyfingin
orðið að þola aðra eins áþján
og á limabili viðreisnarstjómar-
innar.
Sverrir Ilerniannsson taldi, að
þingmaðurinn, sera hér talaði uim
áþján, ætti að kynna sér, hvem*
ig þessum málum hefði verið far
ið á undanförnum árum. Launa-
fólk í landinu hefði fengið stór*
kostlega leiðréttingu sinna mála
á síðasta áratug.
Las þingmaðurinn nú upp úr
viðtaliAu við Eðvarð Sigurðsson
í Þjóðviljanum frá 26. sept. s.l.
til sönntunar á því að hann hefði
ekki farið með ósatt mál þar
um.
Þá benti hann á, að sjávarút-
vegsráðherra hefði ekki hrakið
þá útreikninga á útgjaldaaukn-
ingu atvinnuveganna vegna
vinnutímastyttingarinnar og leng
ingar orlofsins. Þessir útreikning
ar hefðu raunar hvergi verið
hraktir til þessa.
Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegs
ráðherra, sagði að Eðvarð hefði
ekki átt við, að um 37% launa-
hækkun yrði að ræða að meðal-
taii, heldur hefði hann átt við
það, sem mest gæti komið út í
einstökum tilfellum.
Hannibal Valdiniarsson, félags-
málaráðherra, sagði að nú væru
starfandi nefndir til að undirbúa
löggjöf um styttingu vinnuvik-
uninar og lengingu orlofsins. I
nefndum þessum ættu sæti full-
trúar aðila vinniumankaðarins og
væri vonazt til að saimkomulag
gæti orðið í nefndunum um
lausn þessara mála. Þegar slikt
saimkomiulag lægi fyrir yrði það
lagt fyrir þinigið í frumvarps-
formi.
Jóhann Hafstein (S) sagðist
vilja fjalla aðeins um hin srónu
orð Karvels Pálmasonar, er hann
talaði um áþján, sem launafólk-
ið varð að líða undir stjóm fyrr-
verandi rikisstjórnar. Svona orð
gætu menn ekki látið falía á
þingi, nema að gera tilraun til
að finna þeim stað. Á tíma Við-
reisnarstjómarinnar hefðu lægst
launuðu stéttirnar fengið hiut-
fallslega meiri kjarabætur en
auikning þjóðarframleiðslunnar
sagði til um. Þá hefði sú ríkis-
stjórn einnig beitt sér fyrir, und-
ir stjórn Bjarna Benediktssonar,
algjörlega nýjum vinnubrögðum,
hvað varðar samvinnu milli að-
ila vinnumarkaðarins og ríkis-
stjórnarinnar. Rétt væri að þing-
maðurinn útslkýrði, hvað hamn
ætti við með áþján.
Karvel Pálniason sagðist vilja
nefna til gerðardómsákvæðin,
sem beint hefði verið gegn sjó-
mönnum, kaupbindingu launa, af
nám vísitöiubindingar launa o. fl.
Jóhann Hafstein sagði að menn
gætu ef þeir vildu bundið sig við
aukaatriði málsins. Meginatriðið
væri það, að það væri óhrekjandi,
að launastéttirnar hefðu fengið
sinn skerf í aukningu þjóðartekn
anna á tímabilinu.
Uppboð
Steypubifreið af Foden-gerð, árgerð 1966, verður seld á opin-
beru uppboði, sem hefst við lögreglustöðina að Suðurgötu 8,
Hafnarfirði, í dag, þriðjudaginn 16. nóvember kl. 11 árdegis.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Steingrímur Gautur Kristjánsson F.T.R,
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT tSLANOS
TÓNLEIKAR
í Háskólabíói fimmtudaginn 18. nóvember kl. 21.00.
Stjómandi: George Cleve.
Einleikari. Ingvar Jónasson.
Flutt verða verk eftir Corelli, Haydn, Atla Heimi Sveinsson
og Richard Strauss Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blön-
dal og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Skólatónleikar fyrir framhaldsskóla í Háskólabiói föstuaag-
daginn 19. nóvember kl. 13,15.
Stjórnandi: George Cleve.
Á efnisskránni er forleikur að Semeramide eftir Rossini og
Sinfónía nr. 3 (Eroica) eftir Beethoven. Aðgöngumiðar seldir
í skólunum og í bókabúðum.