Morgunblaðið - 28.11.1971, Qupperneq 16
16
MORGUNBLÁÐEÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1971
Otgafandi hf. Ár/ekur, Raykjavfk.
FramkvMmdaatjórf Hsraldur Sveinsson.
Ritetjórar Matthfas Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
AðatoSarritatjóri Styrmir Gunnarsaon.
Ritatjómarfulltrói Þorbjðrn Guðmundaaoi*.
Fróttaatjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýaingastjóri Ami Garðar Kriatineaon.
Ritatjórn og afgreiðala Aðalstr»ti 6, afmi 10-100
Augiýsingar Aðalatraati 6, sími 22-4-80.
Áakriftargjalcf 196,00 kr. á mðnuði innanlands.
f lauaasðlu 12,00 kr. eintakið.
ÁHALDAHÚSIÐ
Tf’ftir að Kommúnistaflokkur
íslands var stofnaður,
fundu áhangendur hans fljótt,
að þeir áttu enga von um að
komast til áhrifa í þjóðfélag-
inu, meðan þeir sýndu réttan
lit. Þeir urðu þess varir, að ís-
lenzka þjóðin var mjög frá-
hverf draumsjónum þeirra
um sæluríkið í austri. Enda
var það svo, er þannig og
verður, að vafasamt er, að
nokkur þjóð sé í eðli sínu
lýðræðissinnaðri en íslend-
ingar og andsnúnari hvers
kyns kúgun og takmörkun á
frelsi manna til orðs og at-
hafna.
Þegar kommúnistum varð
þetta ljóst, fóru þeir að leita
sér að einhverju áhaldi til
þess að beita fyrir sig. Sá
mikli hugsjónamaður og
verkalýðsforingi, Héðinn
Valdimarsson, glaptist af fag-
urgala þeirra og var af því
tilefni stofnaður flokkurinn
með langa nafnið, Sameining-
arflokkur alþýðu, Sósíalista-
flokkurinn. Fór svo fram um
hríð, að orðstír Héðins Valdi-
marssonar nægði kommúnist-
um til nokkurra áhrifa. Þann-
ig notuðu þeir hvert áhaldið
af öðru, hina nytsömu sak-
leysingja.
Einn þeirra var Hannibal
Valdimarsson. Og nú var það
ekki lengur flokkurinn með
langa nafnið, heldur „Al-
þýðu“bandalag. Eins og Héð-
inn var Hannibal mikill hug-
sjónamaður og naut álits í
verkalýðshreyfingunni, en
eftir slíkum mönnum hafa
kommúnistar löngum sótzt
mest. Hannibal undi þó ekki
hinni nýju vist til langframa
og á síðasta kjörtímabili varð
ljóst, að til tíðinda mundi
draga, sem og varð með þeim
hætti, að þingflokkur Alþýðu
bandalagsins sundraðist. Allt
síðasta ár fram að kosning-
um fylgdist svo þjóðin með
því, hvemig þeir Hannibal,
Bjöm Jónsson og Karl Guð-
jónsson lýstu sínum fyrri fé-
lögum þannig, að vafasamt
er, að aðrir hafi kveðið sterk-
'ara að orði um kommúnista,
eðli þeirra og innræti en þeir
þremenningarnir. Fóm þeir
og ekki dult með, að þeir
hefðu verið áhöld í höndum
þeirra.
Lúðvík Jósepsson var þó
ekki eins beygður og menn
gætu haldið. Enn átti hann
pokkur áhöld í fórum sínum
og nú hafði hann lært það af
reynslunni, hvernig bezt var
að afla nýrra. Honum varð
og betur til fanga en nokk-
um hafði órað fyrir. En af
öllum sínum áhöldum er það
þó eitt, sem hann gætir um-
fram öll önnur, Gils Guð-
mundsson. Menn mima hann
sem mikinn hugsjónamann í
fylkingarbrjósti í Þjóðvamar-
flokknum gamla. Þá átti hann
til að flytja eldheitar hug-
sjónaræður, sem eftir var
tekið. Nú er hann einn eftir,
slitinn frá fyrri félögum. Þeir
sem heyra til hans núna,
finna glöggt, að allur ixmri
eldur er löngu kulnaður. Það
sjá menn, að þar fer þreytt-
ur maður.
Þórarinn Þórarinsson er
einn þeirra manna, sem af
hvað mestri mælsku hefur
lýst þessum þætti í baráttu
kommúnista til valda og
áhrifa að finna sér stöðugt ný
handbendi, — ný áhöld, nýja
grjótpála. Þannig sagði hann
í þingræðu árið 1963:
„Stefna Alþb. hefur verið
hin sama og stefna kommún-
istaflokka í öðmm vestræn-
um löndum. Hún hefur í
samræmi við stefnu annarra
kommúnistaflokka beinzt að
því megintakmarki að fjar-
lægja ísland sem mest frá
öllu samstarfi við vestrænar
þjóðir, en þessa einangrun
hefur síðan átt að nota til
þess að koma á sem nánust-
um skiptum við kommúnista-
löndin. Þetta hefur ekki ver-
ið sagt opinberlega, heldur
reynt að breiða yfir þetta
skikkju hlutleysisins, til þess
að koma á sem nánustum
skiptum við kommúnista-
löndin. Til þess að fela sem
dyggilegast nafn og númer
hafa ýmsir óflokksbundnir
meðreiðarsveinar, eins og
Alfreð Gíslason, Gils Guð-
mundsson og Ragnar Arn-
alds, verið notaðir til að
túlka þessa stefnu, en sjálfir
forustumenn kommúnista
hafðir í felum, eins og hefur
gætt í þessum umræðum.
Þetta eru algeng vinnubrögð
kommúnista, þar sem þeim
þykir ekki sigurvænlegt að
koma hreint til dyra.“
Þannig lýsir formaður þing
flokks Framsóknarflokksins
kommúnistum, vinnubrögð-
um þeirra og takmarki, þann-
ig skilur hann hismið frá
kjarnanum, áhöldin frá þeim,
sem beita þeim. Enda er Þór-
arinn Þórarinsson mikill lýð-
ræðissinni og sá maður í
þingflokki Framsóknarflokks
ins, sem er það hvað bezt
Ijóst, hversu þýðingarmikið
það er okkur íslendingum nú
Hva5 á að gera við ráðstefnu
ÖLLUM sem afskipti hafa af ferða-
málum er löngu Ijóst, að erfitt verður
að halda áfram að auka jafnt og þétt
gistirýmið og tengda þjónustustarf-
semi, ef ékki tekst að auka samhliða
nýtinguna frá hausti til vors. Síðustu
árin hefur mikið verið talað um ráð-
stefnuhald: Við þurfum að gera Island
að ráöstefnulandi, er sagt í blaðavið-
tölum og við hátíðleg tœkifœri. En
hvað hefur verið unnið skipulega og
raunhœft til að því marki verði náð?
Samgöngur og hótelrými eru aðeins
grundvallaratriði. Tíðar ferðir milli
landa og fjölcbi hótelherbergja er und-
irstaðan, en margt annað verður að
koma til áður en við náum teljanleg-
um árangri í ráðstefnuhaldi, jafnvel
þó að við þurfum ekki mikið til þess
að um muni.
Þótt hér séu nú þegar allgóð húsa-
kynni til minniháttar ráðstefnuhalds,
lengst af þó lítt notuð til þeirra hluta,
er vissulega sjálfsagt og eðlilegt að
halda áfram að bœta við eftir föngum
— og sérstök ráðstefnumiðstöð ris
væntanlega í Reykjavík fyrr en síðar.
En það, sem eðlilegt vœri að leggja
höfuðáherzlu á í þessu sambandi, er
að auka aðdráttarafl höfuðborgarinn-
ar og landsins í heild og jafnframt að
auka samstarf innlendra aðila á þessu
sviði.
Drepum þá fyrst á hið aukna að-
dráttarafl: Við þurfum að geta sýnt
fram á að hér sé ýmislegt að una við
utan misjafnlega skemrrvtilegra funda-
halda. /sland verður ekki eftirsóknar-
verður fundarstaður vegna þess að við
höfum nóg af borðum og stólum — og,
að það er hœgt að komast hingað og
fara héðan — heldur vegna þess, að
umhverfið er nýtt og heillandi — fel-
ur í sér von um nýja reynslu. Og höf-
um hugfast, að við erum að tala um
ráðstefnúhald á „dauða tímanum", í
skammdeginu, þegar fæstum þykir
fýsilegt að sœkja okkur heim.
Landið getur verið fallegt og tignar-
legt í vetrarklóeðunum, en það er eng-
in trygging fyrir því að þannig viðri,
að gestir njóti fjallasýnar meðan hér
er dvalið — hvað þá að hægt sé að
ferðast út úr höfuðstaðnum. Blíðan
verður að vera uppbót — kærkomin
þegar hún kemur. Hvað höfum við
fleira? Söfn okkar eru fá, yfirleitt
ekki opin daglega að verinum — og
stutta stund, þegar þau eru opin. Veit-
ingahúsiin gætu flest verið í hvaða
landi sem er, mœtseðillinn alþjóðlegur,
því vanrækt hefur verið að mestu að
þróa og aúka fjölbreytni í framleiðslu
þeirrar fæðu, sem ísland er þekkt fyr-
ir — þ. e. sjávarafurðir. Danshús eru
aðeins opin í vikulokin. Leikhús flytja
verk sín að sjálfsögðu á íslenzku og
vekja því sjaldnast áhuga útlendinga.
Hljómleikar eru ekki tíðir. Það sem
við getum örugglega boðið alla daga
vikunnar, eru sundlaugarnar og bíó kl.
5, 7 og 9. Slíkt verður ekki talið
merkilegt boð á hinum alþjóðlega ráð-
stefnumarkaði.
Þess vegna má okkur ekki sjást yfir
þá staðreynd, að nauðsynlegt er að
aúka fjölbreytnina, auka aðdráttar-
aflið með margs konar framkvæmd-
um, sem nýtast okkur sjálfum vænt-
anlega ekki síður en gestum, þegar
vel er að gáð. Tökum nokkur dæmi af
handahófi: Ekki væri þaö lítils virði
að hafa aðgang að leirböðum ásamt
sundlaugunum — og fer ekki skauta-
höllin að komast á dagskrá? Og hvað
með söfnin okkar? Gott var að fá geir-
fuglinn. En kemst hann fyrir í Nátt-
úrugripasafninu? Er ekki ástæða til
að efla það og auka stórlega, sníða því
víötœkari stakk? Veitir Þjóðminja-
safninu nokkuð af allri byggingunni
sem það er í, ef reiknað er með eðli-
legum og æskilegum vexti? Er ekki
kominn tími til að reisa sérstakt lista-
safn? Þróum Árbœjarsafnsins er
ánægjúleg, og við gerum okkur í hug-
arlund að með tímanum myndist
þarna eins konar þorp með svip og
andrúmloft liðinnar tíðar. Er ekki
tímabært að hugleiða stofnun safna,
sem helguð yrðu einstökum þáttum í
sögu okkar — náttúru landsins — eða
því sem einkennir okkar heimshluta?
(Ég hef áður minnzt á Leifs Eiríks-
sonar-safn hér í blaðinu, svo og það,
sem helgað yrði eldi í iðrum jarðar.
Nefna mætti fleira hliðstœtt j. Er ekki
ástæða til að koma sýnishomum af
verðmœtum handritum varanlega fyr-
ir í sýningarsölum og skapa jafnframt
á myndrœnan hátt veröld sagnritar-
anna? Sýna þá við störf — og þœr að-
stæður, sem við getum ímyndað okk-
ur að þeir hafi búið við. Væri ekki of-
ur auðvelt að koma upp „komplet“
mynt- og frímerkjasafni íslands?
Þannig mætti lengi halda áfram, því
verkefnin eru mörg. Allt gæti þetta
haft sérstakan íslenzkan blæ — væri
hvergi til annars staðar. Og allar
framkvœmdir á þessum sviðum stuðl-
uðu að því að gera hland eftirsókn-
arverðara sem fundarstað og gerðu
höfuðstaðinn jafnframt auðugri fyrir
okkur sjálf. — Að þessu sinni hirði
ég ekki að fara út í skemmtanalífið,
eða samkomúhald. Til þess verður
e.t.v. tækifæri síðar.
Ástæða er til að endurtaka aftur og
aftur, að nauðsynlegt er að hefjast
handa um að auka fjölbreytni þess
sem gestir okkar hafa aðgang að —
og leggja áherzlu á, að það sem við
komum okkur upp af slíkum menn-
ingarverðmætum, skeri sig meira úr
því, sem fólk sér erlendis, en t. d.
veitingahúsin okkar, sem flest eru al-
þjóðleg fjöldaframleiðsla, laus við
séríslenzkan svip og andrúmsloft.
En það er líka ástæða til að hvetja
aðila í ferðamálum til að vinna betur
saman en hingað til. Þó ekki væri
nema til þess að berjast fyrir fram-
gangi sameiginlegra hagsmunamála
eins og þeirra sem ég nefndi að fram-
an: Afla fjár til framkvæmda, aúka
skilning almennings og stjórnarvalda
á þessum malum.
Fram til þessa hafa flugfélögin lagt
umtalsvert fé af mörkum til að laða
hingað erlendar og alþjóðlegar ráð-
stefnur, ekki aðrir. Eðlilegt væri að
hinir fjölmörgu, sem hlut eiga að máli,
legðu sitt af mörkum. Það gerist að
líkindum ekki fyr en allir aðilar sam-
einast um einhvers konar ráðstefnu-
miðstöð, sem auðveldaði þeim að
leggjast á eitt og vera samtaka, bæðí
í aðgerðum heima fyrir — og í kynn-
ingar- og sölustarfi erlendis.
að tilraunir kommúnista til
þess að reka fleyg á milli okk-
ar og annarra vestrænna
ríkja takist ekki. Fyrir þessa
sök hlýtur það að vera Þór-
ami Þórarinssyni mikil kvöl
að þola það, að nú skuli nýj-
asta áhald kommúnista
vera hans eigin flokkur og að
ríkisstjórn Ólafs Jóhanessoa-
ar skuli nú kölluð Áhaldahús-
ið og vera réttnefni.