Morgunblaðið - 05.01.1972, Page 2

Morgunblaðið - 05.01.1972, Page 2
2 MÖft/G-UNiBLAÐIÐ, MIÐV'IKUDAGUR 5. JANÚAR 1972 Solzhenitsyn fær orðuna og skjalið NÆRVERA sovézka Nóbels- verðlaunahafans Alexanders Solzhenitsyns við útför vinar síns Alexanders Tvardovskys í Moskvu nú fyrir skömmu vakti mikla athygli. Hér á myndinnl sést Solzhenitsyn varpa mold á kistu Tvardov- skys. I dag bárust þær frétt- ir frá sænsku bókmenntaaka- demíunni, að ritari hennar færi til Moskvu í vor til að afhenda Solzhenitsyn Nóbels- orðuna og heiðursskjalið. Sem kunnugt er fór Solzhenitsyn ekki til Stokkhólms til þess að taka við verðlaiinunum. 16 ára piltar dæmdir fyrir nauðgun — sá þriðji ósakhæfur vegna aldurs TVEIR 16 ára piltar liafa í saka- dómi Kópavogs verið dæmdir í 18 mánáða skilorðsbundið fang- elsi og til að lilíta sérstakri um- sjón þann tíma fyrir að nauðga 12 ára stiilku. Piltarnir voru 15 ára, þegar þeir frömdu afbrot- ið, 17. október 1970, og þriðji pilturinn var þá 14 ára og því ekki sakhæfur. Var hans máli vísað til barnaverndarnefndar í heimab.vggð hans — Njarðvíkur- hreppi. Nauðgunin átti sér stað sem fyrr segir 17. október 1970. Pilt- arnir þnír voru þá á ferð á mót- um Bankastrætis og IngóKsstræt is í Reykjavík ag hittu þar f jór- ar telpur. Yngsti pilturinn þekkti eina þeirra og fór svo að piltarnir drógu hana með sér í nýbyggingu við Hallveigarstíg, þar sem þeir nauðguðu henni í félagi. Samband sveltarfélaga: Fulltrúaráðsfundur um tekjustofna sveitarfélaga STJÓRN Sambands Lslenzkra sveitarfélaga hefur ákveðið að kveðja fulltrúaráð sambandsins Leiðrétting I AUGLÝSINGU í Morgunblað- inu i gær um umferð i Kópavagi misritaðist nafn Sigurgeirs Jóns sónar bæjarfógeta, og er hann í auglýsingunni sagður Samsson. Eru viðeigandi beðnir afsökun- air á þessari prentvillu. LEIÐRÉTTING I FRÉTT í blaðinu í gær um vinnutíma verzlunarfólks varð sú misritun að Magnús L. Sveins son, sem er skrifstofustjóri VR og varaformaður VR, var kall- aður formaður. En formaður Verzlunarmannafélags Reykja- vikur er Guðmundur H. Garðars- son, viðskiptafræðingur. saman til fundar i Reýkjavik dag ana 18. og 19. þessa mánaðar. Meginefni fundarins verður að fjalla um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem lagt var fram á AJþingi skömmu fyrir þinghlé fyrir jól. Fulltrúaráðið fer með æðsta vald í málefnum sambandsins milli landsþinga. 1 því eiga sæti 30 manns, þrír til fjórir úr hverju kjördæmi landsins, auk stjórnarmanna. RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavik lýsir eftir vitnum að hörðum árekstri milli Volvo- fólksbíls og Volvo-vörubíls á Skúlagötu við Vatnsstíg að morgni 16. desember si. Báðir bilamir voru á leið vest- ur Skúlagötu, þegar áreksturinn varð og beygði fólksbillinn að Vatnisstíg. 1 árekstrinum slasaðist oku- maður fólksbilsins taisvert. Skipstjóra- og stýrimanna- félagiö Aldan: Skorar á F.F.S.Í. að fresta atkvæðagreiðslu um samningana — þar til tilteknum skilyrðum er fullnægt Skálholt til Norð- urlanda? Sjónvarpsleikritið Sfcátholt, eftir Guðmund Kamban, sem sýnt var á jólum, verður vænt- anlega boðið til sýningar á Norð uríöndum á fundi leiklistar- deilda Norðurlandasjónvarpanna í Helsinki í næsta mánuði. Mun Jón Þórarinsson sýna for stöðumönnum leiklistardeildanna leikritið ag þá með dönskum texta. Fyrir- lestrar Hagalíns FYRIRLESTRAR Guðmundar G. Hagalín í Háskólanum hefjast að nýju eftir áramótin á morgusn, fimmtudaig. Verður þá rætt um Sveinbjöm Egilsson. Fyrirlesturinn hefst kl. 6.15 é.h. og er í 1. kennslustofu Há- skólans. — Öllum er heimill að- gangur að fyrirlestrum þessum. Jón Skaf tason. JÓN Skaftason, alþingismaður, hefur tekið sæti Islands í forsæt- isnefnd Norðurlandaráðs og Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður, til vara. Fulltrúar Alþingis í Norður- landaráði eru sex og héldu þeir með sér fund í gær, þar sem þeir skiptu með sér verkum. Fulltrú- arnir eru, auk þeirra Jóns ag Matthíasar, þeir Jóhann Haf- stein, Gylfi Þ. Gislason, Gils Guð mundsson og Bjarni Guðnason. Fulltrúar íslands í fastanefnd- um Norðurlandaráðs eru þessir: STJÓRN Skipstjóra- og stýri- mannaféiagsins Öidunnar hef- ur nýlega sent stjórn Far- | manna- og fiskimannasam- 1 bands íslands bréf, þar sem / féiagið skorar á stjórn FFSl 1 að láta ekki fara fram at- 1 kvæðagreiðslu um kjarasamn 4 inga þá, sem fyrir liggja, fyrr / en búið er að fá staðfestingu J á loforðum, sem sjávarútvegs- \ ráðherra hefur gefið í skyn 4 að hann mundi beita sér fyr- I ir að kæmust í framkvæmd. Þau atriði, sem um ræðir i bréfinu, eru um allverulegan skattafrádrátt tii handa fiski- mönnum og samþykkt ríkis- stjómarinnar á frumvarpi Höfn Hornafirði, 4. janúar. HÉR er nú mi'kill hugur i báta- sjómönnum að komast til veiða. Þrír togbátar liggja tilbúnir til veiða, en auk þess eru tveir línu bátar búnir að beita. Eins ag kunnugt er, er nú í gildi róðrabann frá Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna, sem kveður á um að ekki megi hefja róðra fyrr en fiskverð hef- ur verið ákveðið. Nú rejmir á hvort bátasjó- Péturs Sigurðssonar, sem nú liggur fyrir Alþingi, um llf- og örorkubætur til handa sjó- mönmum með þeim breyting- um, sem FFSl hefir lagt til að gerðar verði. Við samn- ingaviðræðurnar mun sjávar- útvegsráðherra hafa gefið lof- orð um, að bæði þessi mál næðu fram að ganga og eru þessar aðgerðir því aðeins I ætlaðar til þess að leggja áherzlu á nauðsyn þess. Búizt er við, að haldinn verði sameiginlegur fundur félaganna á nsestunni, þar sem fjallað verði um þessi mál auk væntanlegs fisk- / verðs. / menn hér í. Höfn virða bannið, eða hefja veiðar í nótt. — Elías. Farið að ræða kaupkröfur SÁTTAFUNDUR stóð í far- mannadeilunni til kl. 3.30 í fyrri- nótt, en ekki hafði verið boðaÖT ur annar f undur í gær. Sagði Jón Sigurðsson, forinað ur Sjómannasambandsins að nú væri þó farið að tala um kaup-, kröfur. Lægju fyrir tilboð á báða bóga, þótt ekki væru þau nægi- lega nálæg til að þau kæmu að gagni. N orðurlandaráð: Jón Skaftason í forsætisnefnd 1 efnahagsmálanefnd Jóhann Hafstein og Jón Skaftason, í fé- lagsmálanefnd Bjarni Guðna- son, í laganefnd Matthias Á. Mathiesen, i menningarmála- nefnd Gyifi Þ. Gíslason, í sam- göngumálanefnd Gils Guðmunds son og í upplýsinga- og ritnefnd Gylfi Þ. Gíslason og Gils Guð- mundsson. Framkvæmdastjóri Islands- deildar Norðurlandaráðs er Frið- jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis. Tónleikar Ashkenasys PÍANÓLEIKARINN Vladimir Ashkenasy heldur tónleika í Há- skólabíói næstkomandi laUgarr dag. Eru það einu einleikstónleik arnir, sem hann heldur í Reykja- vík að þessu sinni. Á efnisskrá eru verk eftir Rachmaninoff, Chopin og Haydn. Á fimmtudag heldur Ashken- asy hljómleika á vegum Tónlist- félags Akureyrar í Borgarbíói og hefjast þeir kl. 6. Virða þeir róðrabann? Bátar á Hornafirði tilbúnir Lin Piao látinn, Chou| En-lai í hættu — segja sérfræðingar í Moskvu BREZKA blaðið The Onserver birti 2. janúar forsíðugrein eft ir fréttaritara sinn í Moskvu, Dev Murarka, undir fyrir- sögninni „Lin Piao látinn seg- ir Moskva.“ I greiniinni segir Murarka, að sovézkir lækraar hafi unnið að rann'sóknum á níu sundur- skotnum líkum, sem fundust í braki kínverskrar flugvélar, er fórst austan við Ulan Bat- or í Mongólíu í september á nýliðnu ári. Telja lækraarnir sig hafa fengið no'k'kuð örugga vissu fyrir því að tvö líkanna hafi verið Lin Piao — sem um langt skeið var talinn arftaki Mao Tse-tungs — og síðari koraa hans, Yeh Chun Eíkki er þó alveg loku fyrir það skotið að hér hafi verið um önnur lik að ræða, og að Kínverjar hafi viljað telja umheiminum trú um að Lin væri látinn. Þetba er þó talið ósennilegt, og segja lækniamir að allar lík ur bendi til þess að hér sé í rauninni um Lin og konu hans að ræða. Murarka segir ennfremur, að samkvæmt heimildum í Moskvu, sem almenint séu tekn ar trúanlegar, hafi Lið Sháo- chi, fyrrurn forseti Kínia — sem rekinn var frá völdum í upphafi „.mennángarbyltingar- iranar" svonefndu — einnig látizt í Peking snemtr.a í nóv- ember. Hverjir verða til þess að fylla í skörðin eftir lát, þess- ara tveggja leiðtoga, spyr Murarka. Telur hann þetta mikið vandamál, ekki srizt eft- ir að sámbúð Kínverja og Rússa versnaði enn, þegar styrjöld Indverja og Pakistana hófst og Rússar studdu Ind- verja, en Kíniverjar Paikistar.a. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.