Morgunblaðið - 05.01.1972, Síða 13

Morgunblaðið - 05.01.1972, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1972 13 .66 I»orsteinn Guðjónsson: „Extraterrestrial intelligences* eða líf og vit á öðrum stjörnum Saga og leiöir orðanna eru meiri og merkilegri stundum en flosta grunar. En hitt er þó merkilegra, að það eru ekki orð in, sem skapa slika sögu, held- ur hugsunin, sem 1 þeim íelst. Orðin eru eins og fótspor hugs- unarinnar, þau verða eftir þar, sem hún hefur farið um með sín um furðulega mætti og veldi. Og þessi fótspor láta ekki alltaf mikið yfir sér. Hvem skyldi gruna. að íslenzk hugsun hefði íarið um Evrópu og aila jörð á síðustu árum, voldug og sterk, en þó svo auðskilin og yfirlætis laus, að enginn tók eftir því, að neitt hefði gerzt? Hvem skyldi •gruna, að út frá tveimur orðum, sem samtengd voru út frá skiln ingi íslenzkrar heimspeki, hafi imikil saga gerzt, og sé enn að gerast, án þess að nokkur muni eítir upphafi þeirra orða og þeirrar hugsunar. f»að er upphaf þessa máls, að einhvem tíma íyrir nokkuð imörgum árum var ég að hug- leiða orðið „ausserirdisch" i ís- lenzkri ritgerð á þýzku máli. Mér datt i hug, að það væri Jrumsmíð hins íslenzka höfund- ar. Alþekkt er i þýzku orðið „iiberirdisch“, sem þýðir yfir jarðneskur og hefur jafnan á sér nokkuð trúarlegan eða dul- rænan blæ, eins og augljóst er, En ausserirdisch hefur allt aðra stefnu, bendir beinlínis til stjarnanna, og ekki í neinn ann an heim, enda stendur þarna i greininni: „ausserirdische Gásté", þ.e. gestir írá öðrum jarðstjömum. Og þar sem það er í sambandi við íslenzka heim speki, sem slíkt var talað, er vissuiega átt við likamninga, sem fara á milli stjarnanna, eins og Ijóst verður hverjum þeim, sem les þessa ritgerð frá árinu 1932. sem birtist í tírna- ritánu Zeitschrift fúr Parapsycho logie, 1933. Hún heitir: „Um upphaf, eðli og framtíð lífsins," og hefði mátt verða til að forða ósköpum í mann- heimi, ef henni hefði verið nægi lega gaumur gefinn. En það var orðið ausserir- disdh, sem átti eftir að koma við sögu á nýjan leik. Frá árinu 1961 skrifaði ég alloft í erlend blöð, og fyigdist jafnframt tölu vert með þvi sem skrifað var, hér og þar. Skrif min voru jafn an á þann hátt, að beina mann- legri hugsun til stjarnanna, stundum með einföldum orðum, stundum með tilvísun til þekktra viðburða. Ég mælti með geimferðum, og þótti Amer- íkumönnum það gott að birta, því þá vantaði slika penna, og skal það ekki frekar rakið. Ein hvem tíma notaði ég þar þá orð ið „extraterrestrial" um það sem er „á himnum", það er úti í geimnum, en þetta er bein þýð ing á þýzka orðinu ausserir- Innrilun nýrra nemenda hafin. • Barnaflokkar — Jazz-dans • Fniarflokkar • Sérstakir táningaflokkar — Stepp, samkvæmis- og einstaklingshópar. Skólinn hefst 10. janúar. Akranes: Kennsla hefst í Rein 7. janúar. og Hótel Hveragerði 11. janúar. Sími 14081, — frá kl. 10—12 og 1—7. disch. Ég hélt mig hafa þýtt þetta sjálfur yfir í latneska mynd og var í rauninni dálítið upp með mér af þvi að hafa auðgað latnesku málin og ensku með siikri orðmyndun, þvi að þetta orð sá ég hvergi í orða- bókum. En ég átti eftir að kom- ast að því, að ég var ekki frum- höfundur að slíku, heldur hafði annar orðið á undan mér. Italsk ur maður hafði ritað bók eða ritling um sýnir þær eða fyrir- brigði, sem menn hafa nefr.t fljúgandi diska," og birti hann þetta undir titlinum „Sono extra terrestri!" Þetta fannst mér gefa orðinu aukinn styrk í ensku og rómönskum málum. Ég varð öruggari um að hafa not- að það rétt. En hitt datt mér lika í hug, sem ég hafði þó enga sönnun fyrir, heldur að- eins líkur, að þessi ágæti Itali, sem bjóst við gestum frá öðr- um jarðstjörnum, hafi einmitt orðið fyrir áhrifum frá hinni is lenzku ritgerð í þýZku fræðiriti frá árinu 1933 — og þýtt orðið yfir í latneska mynd rétt eins og ég. En svo fróðleg sem þessi saga er, ef hún er rétt rakin, og tengslin eru slík sem sýnist, þá er hún aðeins inngangur að því, sem siðar varð. Vorið 1965 þótti mér sem oft- ar allt iskyggilegt um málefni þessa hnattar, sem við bytggjum, og var ég helzt að vona að stjarnhugsun næði framgangi, en það varð ekki nema að litlu ieyti. Einhvern tíma fannst mér eins og Schopenhauer vildi vitr ast mér, einn hinn bezti vinur mannkynsins eða „skatna vin- ur" eins og forn fræði segja. Fannst mér hann vera mjög eili iegur og sorgum hrjáður, eins og vænta mátti, eftir því sem ástatt var. Skömmu síðar tek ég eftir auglýsingu um erindi „um iíf á öðrum stjörnum," sem flytja ætti' á vegum einhverra stúdentasamtaka, en ég var þá í Osló. Ég man ekkert hvar þetta var i borginni, en þangað komst ég og var fjölmennt, og man ég eftir hækkandi pöllum útfrá sviði. Var ég á einhverj- um aftasta og efsta pallinum og sá þaðan niður til ræðumanns, sem var danskur og óvenju kvikur og skemmtilegur fyrir- lesari. Hann talaði mest um líf efnafræði, en eitthvað minntist hann á Schopenhauer. „Nú, þeir eru þá farnir að tala um hann núna," hugsaði ég og enn fremur lét ég mér til hugar koma að slíkt væri ekki neitt einangrað, heldur væru þeir að því um alla Evrópu, þar sem allt væri orðið svo samfellt og fléttað. Hér mundi vera tæki- færi, hugsaði ég, og upp úr þessu fór ég að setja saman smágrein um heimspeki Schop enhauers. Og í þeirri grein var það sem ég notaði ekki aðeins orðið extraterrestrial, sem ég hef nefnt hér að framan, held- ur einnig „intelligence", sem er þekkt enskt orð með alveg sér- stökum blæ og merkingu, í því sámbandi sem hér var um að ræða. Intelligence þýðir: vera sem kemur fram á miðilfundi, og er þá helzt ekki notað nema um hinar meiri háttar verur, enda þýðir orðið í rauninni vits munavera eða vitsmunir. Stjórn endur eins og hinn frægi „Imp- erator" og fleiri eru kallaðir in telligences I máli hinna mennt- uðu spiritista, en vissulega eru þó engin skörp mörk þarna á milli, þvl oft getur vitið komið þaðan, sem menn eiga sízt von á. „Extraterrestrial ijntelligenc- es" var orðasambandið, sem ég setti íram í þessari smágrein um heimspæki Schopenhauers, sem ég sendi siðan suður í Par- ís til birtingar í amerisku blaði þar. Ég lýsti því yfir að mót- sögnin i þeirri heimspeki væri horfin, þegar menn vissu aí slí'k um vitsmunaverum. Ég get ekki neitað því, að mér var töiuvert í mun um það, að greinin kæm- ist á prent, og þurfti ég þó ekki að bíða úrskurðarins í marga daga. Greinin var birt, og höfðu þeir valið henni heitið origins" (uppruni, upphaf), og stóðu þar hin áminnztu orð, sem mér fannst að geta mundu eflt hugsun mannkynsins. Það var eins og við manninn mælt, á næstu vikum fóru þessi orð eins og eldur í 'sinu um Evrópublöð- in: extraterrestrial intelligenc- es, intelligences extraterrestres, ausserirdische Intelligenzen, o.s.frv. Það var hugsunin, sem geystist yfir löndin, en orðin voru spor hennar, óhjákvæmi- legt mót eða form hennar, þar sem hún leitaði sér staðar. Það fór ekki heldur hjá þvi að hún mætti mótstöðu eða hneyksiun, og man ég sérstaklega eftir einni grein, sem sagði eitthvað þessu iíkt: „Á nú að fara að gera mannkynið að alheimsvitr- ingum? — nei, það gerum við aldrei (það er, við þessir miklu menn, sem ráðum hugsuninni og mótum hana eftir vild) nei, slíkt er alltof stórkostlegt, lát- um ekki slíku framgengt verða. Svo var íarið að búa til útúr- snúninga og afbakanir til að veikja áhrif hugsunarinnar, og voru þar einhverjir franskir fremstir í flokki. Fékk þetta dá lítinn byr sem snöggvast, en hjaðnaði þó fljótt og féll svo niður. En hinu upphaflega orða sambandi, sem ég hafði komið á framfæri, hefur hvað eftir ann- að skotið upp i ýmsum sambönd um, á þeim árum, sem siðan eru liðin. Þau eru t.d. aðaihugsunin í bók Erioh von Dánikins: „End- urminningar um framtíðina," sem þeir kváðu ætla að fara að gefa hér út einhverjir, og í hinni ennþá miklu merkilegri bók Louis Pauwels og Jacques Bergiers: Raunveruleikinn und- ursamiegi (La réalité phanta- stique), sem er miklu meir í heim spekiáttina en hin, þótt merk sé hún einnig um margt. Pauwel og Bergier rekja feril hugsana sinna til Gúrdiéffs, Kákasus- manns nokkurs, sem kom til Parísar um 1920 og fór að boða samband við aðra hnetti. Eign- aðist hann nokkurn hóp aðdá- enda, en ekki var þar allt á traustum grunni byggt, og virð- ist mér margt benda til þess, að Pauwel og Bergier hafi til viðbótar aflað sér nokkurra is- lenzkra hugsana, auk þeirrar, sem að ofan getur. Það er erf- itt að vera stjömusambandsmað ur á helstefnujörð, og þeir, sem það reyna, eiga iöngum ekki auðvelt uppdráttar. Grunar mig að hinir frönsku höfundar hafi ekki búið við neitt sældar- brauð framan af, en þó er nú svo komið, að bók slík sem þeirra er farin að breiðast ail- mikið út á ýmsum málum. En aðaleinkenni þeirrar bókar er þó að tala þar i við- tengingarhætti, ef svo mætti segja, sem islenzk heimspeki tal ar í framsöguhætti. Hugsanasamband við aðra hnetti, það er mál málanna, og svo þau líkamlegu fyrirbæri, sem þeirri staðreynd eru sam- fara. Aldrei hefur nokkurt mái verið líkt þvi eins mikilvægt og þó jafn auðskilið hverjum manni. Þar er um sjálfan til- gang lifsins að tefla. En á jörð þar sem öll hugsun er meir og minna tæknibundin (— senni- lega þurfa hinir mjög full- komnu ekki á. neinni tækni að halda, því að lifsafl þeirra ræð ur við hvað sem er —) er reynt að gera verkfræði og vélfræði úr allri stórri hugsun, og er þá - komið að nýjasta kaflanum í þeirri sögu, sem hófst með hin- um íslenzksmíðuðu orðum árið 1965. Orðin og hugsunin hafa vakað i hugum manna æ síðan, og þau hafa verið driffjöður eða aflvaki. Ráðstefna var hald in sl. haust af bandarískum, brezkum, tékkneskum, ungversk- um, sovézkum og fl. vísinda- mönnum, við stjörnurannsókna- stöðiná í Biúrakan í Kákasus (Nefnilega nálægt frumstöðv- um einkennilega mannsins, sem kom til Parísar um 1920). Tilgangurinn með ráðstefnunni var að ræða aðferðir og mögu- leika til að komast í samband við íbúa annarra hnatta. VIs- indamennirnir voru þarna of bundnir við vélfræðina, og þess vegna var ekki talað um sjálí- an möguleikann eða veruieik- ann í þessum efnum, hið lif- fræðilega samband, fjarsam- band lifmyndanna. En viðkvæði ráðstefnunnar, það sem endur- tók sig í ýmsum samböndum og í flestum frásögnum af henni, var einmitt þetta orðasamband, sem ég leyfi mér að kalla mitt: extraterrestrial intelligences. Og þó var það ekki haft þar í alveg réttri mynd, heldur litil- lega skert, þannig að hugsunin rýrnaði: extraterrestrial inteJli- gence. Tilhneigingin er sú að gera aðeins ioftskeytasamband — snigilseint — úr sambandinu við aðra hnetti. Intelligence þýð ir í eintölu þá aðeins vitneskj- una, ekki þann sem veit eða vit veruna, og þyrfti hið rétta orða lag og hin rétta hugsun að vakna aftur með hinni nýju hreyfingu, sem er að hefjast út frá ráðstefnunni í Biúrakan. ör lög mannkynsins geta oltið á þvi, hvernig til tekst um þá hreyfingu og aðrar skyldar, sem hún kynni að greiða fyrir. Hvað styður annað og bætir um fyrir öðru af því sem til réttr- ar áttar horfir, ef mennirnir eru aðeins nógu viðsýnir. Innilegar þakkir tíl vina og vandamanna sem heiðruðu mig á áttræðisafmælinu með heimsókn, gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. tóna Guðnmndsdóttir. Byggingoverkomenn ósknst SKF-LJAFELL HF., Simi 38718 eða 81491 (kvöldsími). BILAR - BÍLAR Bronco 8 cyl 1968 Chevrolet 1961 Bronco 8 cyl. 1966 Volvo 164 1970. SAAB 1968 Vörubifrelð: M-Benz 250 1968 M Benz 1113 1964 m/lv»,B- Opel Comodore 1967 hjóladrifi og 4 t. krana. Mustang 1965 BlLASALA MAITHÍASAR Hófðatúni 2 Símar 24540 — 24541.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.