Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1972 17 Eii>ar Guttormsson; GJÖFIN Vikingiaskipi var komið í'yrir á miðjn g-ólfi Laugardalshallarinn ar á jólagleði Menntaskólans í Beyk.|avík, sem var haldin 2. des- emlier. Sigldi skipið þar yfir liorðum. Myndin var tekin klukku tíma áður en 1500 skólanemar gengu til gleði, en þá var búið að draga svo úr ijósmagninti í húsinu að ekki var myndafært. — (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Þegar ég horíi á þetta orð á pappírnum fyrir framan mig, koma margar gjafir fram á hugs anafletinum. Þó virðist mér, að frumgjöfin - uppspretta allra annarra gjafa — lendi oftlega forsælumegin í gjafamergðinni. Hún veki svo litla athygli, vegna þess, að hún sé tal- in sjálfsögð, að sínu leyti eins og greiði vandabundinna manna vekur minni þakklætiskennd en þegar ókunnum manni og óvið- komandi er sýnd sams kon- ar greiðasemi, jafnvel enn lítil- fjörlegri. Venjulega eru gjafir þakksamlega þegnar, og sé um •hluti að ræða svo sem bók eða brúðu til barns, liggur það eins og i eðli þess að láta sér þykja vænt um gjöfina og fara vel með hana auk þess sem þvi verður gefandinn kærkominn. Fyrr rneir glöddust menn af sérhverri gjöf, hversu lítilfjörleg sem hún var. En nú er öldin önnur. Nú er hugarþelið til gjafar í minna gildi en fjái’hæð sú, sem í gjöf- inni liggur. En hvað sem þessu líður verður það óhrakið að gjöf vekur hlýhug og vænt- umþykju, bæði til gefanda og gjafar. Að þessu athuguðu er ekki ófróðlegt, og vinnandi vegur, að lita á fyrstu gjöf mannsins og viðhorf hans til gefandans og gjafarinnar. Fyrsta gjöfin til vor mannanna er lifið og gef- andinn hafundur lífsins. Meðan vér erum börn, skynj- um vér ekki, hversu mikilvæg gjöf þessi er, því að þá eru það foreldrarnir, sem bera um- hyggju fyrir Mfi barns síns og hafa ábyrgð á þvi, þangað til það nær þeim vitsmunaþroska að það þykist fært um að taka á sig ábyrgðina gagnvart samfé- laginu. Jafnhliða því sem Mf barns er framtíðargjöf þess, er það einnig gjöf til foreldr- anna. Uppeldi bams er svo margslungið mál, og segja má ótæmandi, að eigi verður farið út í þá sálma. Að hinu verður vikið, hvernig iíta beri á lífgjöf- ina jafnhliða vitsmunaþroska einstaklingsins. Þegar maðurinn er vaknaður svo vel, að honum er farið að þýkja vænt um gjöfina, sitt eig- ið líf, verður að ganga út frá því sem eðlilegu og sjálfsögðu, að hann vilji vernda það og fara vel með það. Þá fyrst er hann orðinn ábyrgur fyrir sínu eigin liferni. Þegar svo er kom- ið, brestur oftlega skilning á því, hvort það sé hann, sem eigi að kreíjast alls af lífinu eða lifið eigi alltaf kröfu á hendur hon- um. En á þessu er reginmunur. Misskilningur á gjöfinni nær þó hámarki, þegar einstaklingurinn rekur upp nokkur§ konar neyð- aróp og segir: Ekki bað ég iím það að verða til eða koma fram hér á jörðinni. Þegar talað er um lífið sem gjöf, verður að taka það með í líifsdæmið, að maðurinn er þrí- skiptur. Venjulega er talað um líkama og sál, en það látið liggja i láginni að sálin sé tvú- skipt i sérhverjum manni. Að þessu leyti er maðurinn dýrun- um fullkomnari, þvi að sál þeirra er aðeins einskipt. Æði’i 'hluta mannssálarinnar köllum vér anda, og það er einmitt hans vegna, að einkunnar- orð þessi: „Heilbrigð sál i hraustum líkama", hafa orðið til sem tákn þess eftirsóttasta i lifi mannlegrar fegurðar hér á jörðu. Vegna þess, hversu þessi dýr- asta gjöf er fullkomin, verða þessir þrír þættir að samræmast hver öðrum, svo að lífgjöfin haldist fögur og samboðin gef- andanum. En þvi aðeins verður hún fögur og sönn, að dásam- legasti þátturinn finni og full- nægi þeim eðlisþroska, sem gjöf in krefst af honum. En til þess að fullkomnast í þeim þroska einum, verður maðurinn, þessi þríþætta vera, sem hlotið hefur lífið að gjöf, að afla sér þekk- ingar á því, sem er fagurt, rétt, satt og gott í framkomu og breytni gagnvart öðrum mönn- um ekki síður en við sitt eigið líf, og þjálfa sig i þeim efnum. Ef maðurinn, sem á að vera ábyrgur allra sinna hugsana, orða og athafna, ástundar jafn- framt fegrun lifsins og full- komnun þess, hlýtur umheimur- inn vissulega að taka mikl- um stakkaskiptum í siðrænum efnum. Vér tölum um allskyns líkams íþróttir og vitum jafnframt, að þær þai’f að iðka iðulega til þess að líkaminn geti haldið við heilbrigði sinni og fegurð. Vér vitum líka, að til þessarra líkamsiðkana er varið eigi all- litlu fé, svo mikils er líkams- rækt þessi talin verð. En er þetta nóg, og eigum vér að gera oss ánægð með svo ein- hliða rækt á mannslífinu? Það verður að segjast, og ekki að- eins segjast; það verður að taka á því föstum tökum, og hefði átt að hafa gerzt fyrir löngu, þeg- ar augljóst var, hvert stefndi með mannræktina. Það er marg- falt nauðsynlegra, en að sama skapi margfalt meiri erfiðleik- um háð að rækta sálarlífið. Því að, hvað svo sem segja má um blessaðan líkamann, sem vér vilj um klæða fallega, þá verð- ur ekki gengið fram hjá þvi, að sálin er æði’i þáttur mannlífsins og við hana þarf að legigja frum ræktina, eða jafnhliða varandi vitsmunaþroska einstaklingsins. Sé sálarlifið í samræmi við til- gang lífsgjafarinnar, kemur hreysti og ræktarsemi við líkam ann af sjálfu sér. Rækti sérhver einstaklingur, sem kominn er til vits og ára, skyldur sínar við sína eigin lif- gjöf, mundi heimurinn líta öðru visi út í dag en hann gerir nú, Þá mundu vandamálin verða auðleystari, ekki eins flókin, og mun færri. En vegna þess að þær skyldurnar gleymast oft á tíðum, sumpart óviljandi, vegna skeytingarleysis, eða viljandi, af ráðnum huga, þarf mannkind in alltaf að vera á verði, svo að hún komist fram hjá skerjunum, sem hún er sífellt að skapa. Get- ur þá oltið á ýmsu, hvort hún Strandar lífsfleyi sínu á ein hverju skei-janna, eða tekst að sneiða svo hjá þeim, að hún komi því heilu í höfn. Hvernig eigum vér þá að varð veita gjöíina, svo að hún beri það með sér, að okkur þyki bæði vænt um hana og gefanda hennar? Þessu verður bezt svar að með orðum Páls postula. Þar segir: „Ávöxtur andans er kær- leikur, gleði, friður, bið- lund, gæzka, góðvild, trú- mennska, hógværð, bindindi". Þetta segir presturinn oss í kirkjunni á hvei-jum sunnudegi frá þrenningarhátíð til að- ventu, og þetta hljótum vér öll að vita, sem staðið höfum fyrir altari og staðfest skírnarheit vort. En það er ekki nóg að vita ef vitneskjunni er lítill eða eng- inn gaumur gefinn, eða ekki full nægt að einhverju leyti. Vér vitum til dæmis, að eldur er heitur. Ef vér sinnum því ekki og flönum beint í hann, brennum vér oss alltaf, en mis- jafnlega mikið, getum jafn- vel brennt oss til ólífis. Vér reynum þvi að forðast hann. Viljandi viljum vér ekki afskræma líkama vorn með brunasárum. En líkaminn er ekki nema þriðjungur gjafarinn ar, lífsins. Hann er aðeins hinn áþreifanlegi hjúpur, sem and- inn og sálin dvelja i um stund- arsakir. Hann er talinn hafa minnst gildi fyrir mannlifið. Hann er þó jafnómissandi fyr- ir hlutvei’k sitt eins og skaftið á spaðablaðinu. Sem sagt, sér- hver meginþáttur lífsins, hinn geðlægi og hinn guðlegi, má ekki án hins vera. — Þegar oss hefur skilizt þetta, ætti skilningurinn að leiða til þess, að vér vildum elska þessa gjöf, lífið og lifgjafarann. Og nú er komið að spurning- unni mlklu: Leggjum vér jafn- mikið að oss við að rækta and- ann í sálunni, guðsneistann í oss sjálfum, eins og því að halda líkama vorunx fagui-gerðum, ekki aðeins með iðkun leikfimi og þjálfun iþrótta heldur jafnframt og engu síður í skreytingu klæða burðar og annars glóindis? Og svarið verður, þvi miður, að meira hluta neikvætt. Vér gleymum svo sorglega oft, að vér höfum skyldur við lífið. Hér verður enginn dómur lagður á, hvenær vér bregðumst skyldunum. Hitt verður til athugunar, hvort oss virðist að vér höfum uppfyllt lifsskyldurn ar, með örfáum spurningum til einstaklingsins. Ertu að glæða guðsneistann i þér, þegar þú gengur inn í áfengisbúðina til að kaupa þér flösku? Eða þú, sem stuðlar að útbreiðslu sið- spillandi kvikmynda með mox’ð, innbrot eða knæpulíf að bak- grunni? Eða þú, sem kenn ir barninu eða unglingnum blót og ragn og klámyrði, hvort held ur er í ræðu eða riti? Eða þú, sem lætur heyra til þín óhróð- urs-bakmælgi um náunga þinn eða gerir gys að sálusorg- ara þínum? Eða þú, sem tekur einungis tillit til þín sjáltfs, bæði í ólöglega hröðum bifreiðaakstri og ófyrirleitni í framkomu við þá, sem eru minni máttar, eða álitnir lægra settir að mannvirð ingum hér á þessari jörð? Hafir þú ekki alveg slökkt guðsneistann í þér, finnur þú þetta, ef þú gefur þér tíma til að hugleiða boðorð móður þinn- ar og áminningar föður þíns frá barnsárunum. Margs fleira mætti spyrja, þvi að samlögun andans og efnisins hefur ekki verið ástunduð af þeirri kostgæfni, sem lífið æskir sér hjá kristnum þjóðareinstakl ingi. Hversu miklar og margvísleg- ar afsakanir, sem vér höfum í samræmi við veizluborðiö í dæmi sögu frelsara vors: „Akur hef: ég keyptan, konu hefi ég mér festa . . .“ o.s.frv., verður það eigi með rökum hrakið, að margar eigum vér bendingar, bæði frá orði guðs og guðlegum innblæstri góðra manna. Væri ekki úr vegi að tína til nokkuö af því, ef verða mætti til þess að vekja eða rifja upp fyrir elri hverjum gamalkunnan en hálf- gleymdan sannleika. Skrifað stendur: „Englar guðs á himn- um munu gleðjast yfir hverjum syndugum, sem bætir ráð sitt“. Það þarf því enginn að fyrir- verða sig fyrir að reyna að vei’ða að betra manni, ef hann finnur sér í einhverju ábóta- vant. Oss hafa verið kennd hin tlu boðorð guðs, sem Kristur ekki að eins viðui’kenndi heldur einnig fullkomnaði með skýringum sín um oss til skilningsauka og eft- irbi’eytni. Tökum t.d. fyrsta boð- orðið: „Þú skalt ekki aðra guði hafa“. Jesús segir: „Elska skaltu guð af allri sálu þinni og öllu hugskoti þínu, og náung- ann eins og sjálfan þig“. Ef vér vitum eigi, hver sé náungi vor, höfum vér skýringuna á reiðum höndum. „Náungi vor er hver sá maður, sem vér getum auðsýnt kærleika á einhvern hátt“. Sú bæn, sem Jesús kenndi kristnum lýð, byrjar á þessa leið: „Faðir vor“. Það er ábend- ing til vor mannanna, að allír kristnir menn séu bræður og systur. Vitanlega eru allir menn það, bera guðsneistann í sér, en sá sannleikur opinber- ast þeim fyrst við kristnitöku. Hvað sagði ekki Jóhannes guðspjallamaður, þegar hann var orðinn örvasa gamalmenni: „Bræður! Elskið hver annan". Jesús sagði einnig: „Það, sem þér gerið einum minna minnstu bræðra, gerið þér mér“. Við at- hugun þessara orða kemur i ljós, að þau eru þríþætt i fram kvæmd. Jesús elskar oss menn- ina. Séum við góð við vorn minnsta bróður, gleðjum vér frelsara vorn, gerum bróðurnum gott og njótum sjálf þeirrar sælutilfinningar, sem í athöfn- inni felst. Séum vér aftur á móti slæm vorum minnsta bróður, hryggjum vér Jesú, særum bróð urinn og gerum oss í sjáifu séx illt, þótt vér höfum stundar- ánægju af. Á þessu er mikill munur „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Framkoma manna gagnvart ldtfi samborgar- anna ætti að vera vitnisburður um kærleika mannsins til líf- gjafarans, því að við þann sem maður elskar vill hann í raun og veru alltaf vera góður, þótt oft vilji út af bera. Umgengni hvei’s við aðra sýnir hugarfar einstaklingsins til allífsins. Vonandi þekkjum vér einnig þetta: „Látið í öllu óskir yðar koma fram fyrir guð, í bæn og beiðni með þakkargjörð." Séra Hallgrímur Pétursson áréttar þetta með því að segja: „Bænin má aldrei bresta þig . . . og !yk- ill er hún að drottins náð.“ Séra Matthías Joehumsson segir í orðastað annars: „Ætið haf Jesúm í verki með þér“. Og margs konar bendingar höfum vér fengið, sem beina andanum, guðsneistanum, á hærri svið til samræmis við þjálfun likamans, svo að hann haldi sem lengst hreysti sinni og fegurð. Svo sem þetta: „Svo segir drottinn. Sá vitri hrósi sér eltki af sinni vizku, sá sterki hrósi sér ekki af sinum styrkleik, sá ríki hrósi sér ekki af sínum ríkdómi, held ur hver, sem vill hrósa sér, hann hrósi sér af því, að hann þekkir mig og veit að ég er drottinn." Þá er oss ennfremur kennt og á það bent, að vér eigum að táta ljós vort skína guði lífgjaf- ■ ara vorum til vegsemdar. Því að Skrifað stendur: „Yðvart ljós lýsi öðrum mönnum svo að þeir sjái yðar góðvei’k og vegsami yð ar himneska föður.“ Og trúin, hafi hún ekki verkin, er hún dauð út af fyrir sig. Ennfrem- ur: „Sérhyer líti ekki til síns gagns heldur og annarra“. Þessir og ótalmargir aðrir veg vísar eru á vegi sérhvers krist- ins manns, en vegna þess ryks, sem margir samferðamennirn- ir þyrla upp, verða þeir ekki eygðir nema með höppum og glöppum. Vér getum skilið þetta vel, ef vér setjum oss fyr- ir sjónir mikla bílaumtferð á moldþurrum vegi. Vér erum til dæmis í bíl á suðurleið i sólar- átt, en mætum alltaf bifreiðum, sem aka í öfuga stefnu. Ryk- mökkurinn þyrlast upp i loftið og hylur sýn um stundarsakir. Því fleiri sem bílarnir eru, sem stefna til öfugrar áttar, þess oft ar missum við sjónar á veginum. Og þeir eru margir, sem aka i öfuga átt á lífsbraut kristins manns, og brjála honum sýn um lengri eða skemmri tíma. Hugleiðingar þessar sóttu fast á — knúðu mig til að rita þær niður. Það var eins og vörðurn- ar á leiðinni til lífsins kæmu allt af fram hver á fætur annarri líkt og simastaurar þegar fylgt er símalínu í blindhríð. Það rof- ar einatt svo til, að ferðinni verður fram haldið á leiðarenda. Af þessum vörðubrotum, sem ég hef bent á, eigum vér að gera upp við oss sjálf, hversu fjar- læg eða nálæg vér erum því í dag að vera í sannleika kristin þjóð. Hvort vér rækjum svo skyldur vorar við iífið, að verð- ugt sé gjöfinni og gjafaranum. Okkur vantar mann til afgreiðslu í bílavarahlutaverzlun okkar. FORD UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.