Morgunblaðið - 05.01.1972, Side 19

Morgunblaðið - 05.01.1972, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1972 19 HÆTTUR AÐ VIXLA „Já, það er satt, fólk á allt- af í brösum með þessa vixla, og þá kann það að meta það, þegar maður reynir að liðka til fyrir þvi, og ég hef aldrei orðið fyrir skakkafalli fyrir þá liðveizlu," sagði Jón Leós, bankafulltrúi og deild- arstjóri víxladeildar Lands- bankans um mörg undanfar- in ár, þegar ég hitti hann að máli að loknurn síðasta vinnu degi hans i Landsbankanum, en frá því er að segja, að hinn 9. desember s.I. varð Jón sjötugur, og varð þá sam- kvæmt lögum að láta af starfL „Hivað varstu búinn að vinna lengi I Landsbankan- «m, Jón?“ „Þau voru orðin 37 árin, ég byrjaði 14. apríl 1934, hafði áður unnið á pósthúsinu hér í 6 ár, en áður á pósthúsinu á ísafirði í 5—6 ár, en á milli þeirra starfa stundaði ég nám við Köbmandisskolen í Kaup- mannahöfn, og um þær mund ir voru fleiri Lslendingar við nám við skólann. Annars stundaði ég póststörf víðár en á þurru landi.“ „Jæja, við hvað áttu ?“ „Jú, sjáðu, ég var eiginlega eins konar póstmeistari um ekki í leiklist, við vorum saman í ilþróttum. Á Isafirði var stotfnað ungmennafél. Ár- vakur og fengum við Gunnar Andrew frá Þingeyri til að kenna okkur íþróttir. Við stofnuðum marga leikfimi klúbba, fengum meira að segja kvenfóiMð með, — en út af leiklistinm þá lék ég sama sem ekkert þar vestra, en ég bjó hið næsta stúkuhúsinu og fylgdist með þessu öllu. Ég var að vísu með í einu leikriti, og komið að generalprufu. Ég vann þá á pósthúsinu, og svo var það um þær mundir, að póstmeistarinn, Finnur Jóns- son, seinna alþingismaður og ráðherra, var að heiman, og þá var ég einn, og þetta kvöld sem generalprufan átti að vera, þurfti endilega að koma skip, sem ég þurfti að afgreiða. Þeir börðu á hurð- ina lengi, en ég opnaði ekki fyrir leikurunum. Það hefði Jöm „i)óstmeistari“ á görnlu Esju. borð í strandferðaskipinu E)sj<u.“ „Varstu þá skráður á skip- ið?“ „Nei, ég var eini ómunstr- aði maðurinn um borð. En þannig stóð á þessu, að það vantaði skyndilega mann í starfið, hinir gáfust upp vegna sjóveiki, og þá var hringt í mig til ísafjarðar, og ég sló tll, þvi að ég var ekíki sjóveikur." „Og var ekki nóg að gera um borð?“ „Jú, það má nú segja. Skip- ið þræddi hverja einustu höfn, og þá varð allur póstur að vera tilbúinn, bæði við- taka og afihending. Sérstak- lega var þetta strangt á Aust fjörðunum, maður gat eigin- lega aldrei fest blund nema á milli Hornafjarðar og Vest- mannaeyja. Ég var á Esju 1925—1927. Liklega er svona póstþjónusta um borð sára- sjaldgæf. Líklega tíðkast hún þó innan skerja i Noregi." „Þú ert Isfirðingur, Jón?“ „Já, ég fæddist þar 9. des- ember 1901, og var faðir minn Leó Eyjólfsson söðla- smiðu.r og skókaupmaður. Ég vann stundum í verzluninni, og um skeið hafði ég ýmiss konar umboðssölu þar á eig in reikning, eins og bækur fyrir bókaútgefendur, hljóð- færi frá Hljóðfærahúsi Reykjavikur, reiðhjól frá Fálkanum og Erninum og sportvörur frá Sportvöru- verzlun Reykjavikur. Og þá var leilkin tónlist af grammó- fóni í búð pabba, og stráikam- ir flykktust að, bæði til að kaupa hljóðfæri og sportvör- ur.“ „En tókstu ekki þátt í leik- listarlifinu á ísafirði? Þú hef ur sjláifsagt þekfct hann Brytnjólf Jóhannesson?“ „Jú, blessaður vertu, en Jón Leós sem Sigurður í Dal. annaðhvort þurft að snúa skipinu við eða fresta gener- alprufunni. Hvorugt var gert, annar maður hljóp í skarðið, þetta var svo lítið og ég varð af ieitafrægðinni i það skipt- ið. Það var ekki fyrr en ég feom til Reykjavítour, að ég fór að leika til að byrja með i KR-revíunum. Fyrsta hlut- verkið mitt í leikriti var Sig- urður í Dal í Sfeugga-Sveini, þeim, sem KR-ingar sýndu í gamla Báruhúsinu, með Vail Gíslason sem leikstjóra, og hinum fræga formanni KR, Erlendi Péturssyni i hlut- verki Sveinka. Siðan benti Valur Indriða Waage á mig, þegar leikritið var næst leikið í Iðnó, og lék ég þá hlutverkið í annað sinn, en svo þegar Leitofélag Reykja- vikur setti leikinn aftur á svið, með Harald Björnsson sem leikstjóra. Vildi hann, að ég léki Ketil, ætlaði sjálfur að leika Sigurð i Dal. Har- aldur heimtaði að ég léki Ket il eins og hundur, og ég mun víst hafa gert það, því að Guðbrandur Jónsson prófess- or sagði í leikdómi, að það hefði verið einstakt að sjá Jón Leós leika Ketii, hann hefði gelt eins og hundur. Nú ég lék svo talsvert á næstu árum, fyrir utan að leika með Leikfélaginu, lék ég í revi- um hjá Fjalakettinum, og stundum lék ég í íslenzkum kvikmyndum. 1 Fjalla-Ey- vindi lék ég þegar Þjóðleik- húsið var vigt, og Guðlaugur Rósinkranz bauð mér samn- ing, en ég taldí mig ekki geta tekið þvi vegna starfs mlíns.“ „Og þá er næst að spyrja, hvernig fannst þér að byrja í bankanum?" „Þetta var árið 1934. Það vantaði allt í einu 6 gjald- 'kera i hvelli, og ég var ráð- inn 14. apríl. Ég byrjaði sem gjaldkeri í hlaupareikningi, og ég kynntist ágætum mönn- um strax í upphafi eins og t.d. Svanbirni Frimannsymi, Guðmundi Guðmundssyni, Hilmari Stefánssyni, Jóni Halldórssyni og Þorvarði Þor varðssyni.“ „En hvenær ferðu svo í víxl ana ?“ OKKAR Á MILLI SAGT Jón Leós. „Það var 1. janúar 1958, og þar hef ég unnið siíðan, fram á síðasta dag, sem er í dag.“ (Samtalið fór frarn 30.12. 1971). . „Ég hef margra orð fyrir því, Jón, að þú hafir verið fölki liðlegur?“ „Já liðlegur, hvernig getur maður annað verið, fólk á allt af í einhverjum brösum með þessa Vixla. Einn daginn er máski ábyngðarmaðurinn f jar verandi, eða þá að illa stend ur á einn daginn fremur en annan, og þá fer þetta eftir því, hvort maður treystir við skiptavininum, en auðvitað ráðfærir maður sig alltatf við bankastjórana. Ég hef aldrei kynnzt öðrum eins sæg af fólki og síðan ég byrjaði í víxlunum. Og víxlaviðskipti hafa síaukizt. Til dæmis kom það varla fynr hér áðu^ að tavemfólk tæiki víxla, en nú (jr slikt allalgengt. Þegar ég taom í bankann þekktist það ekki. Ég hef kynnzt ákaflega skemmtilegu fólki í samibandi við þetta starf, og minnist ég þá helzt gömlu út- gerðarmannanna á Suðurnesj um. Mér féll þetta starf ákaflega vel. Landsbankinn er stór og mikil stofnun, með mötuneyti og adls kyns fíneri í allar áttir. Og við förum í starfsmannaferðalög, sem tekizt hafa með ágætum.“ „Og hvað tekur þú þér nú fyrir hendur, Jón?“ „Það get ég sagt þér. Ég ætla að hvíla mig. Þetta hef- ur verið ærið erfitt starf. Ég vildi alltaf vera sjálfur við. Mér fannst ábyrgðin hvíla á mér allan tímann. Ég er kvæntur og á 4 börn uppkom inn, svo að svona fyrst í stað, held ég að ég setj'ist í helgan stein, sem svo er kallað, já ég ætla fyrst og fremst að njóta hvíldar. Annars get ég trúað þér fyrir því, að ég sakna starfsins, ég sakna margra þeirra, sem ég kynntist. Það hefur margt orðið til að verma hjartað. Um daginn kom inn til mín Suðumesjamaður, Guð mumdur A. Finnbogason úr Innri-Njarðvík, sem rak oft erindd margra manna. Hann kastaði fram þessari stöku til mín, sem ég skrifaði hj'á mér. Hún er svona: „Taktu kveðju nú á ný, naumum tima farga. Víxlunum þú veður i, vinnur á við marga.“ „Já, allt þetta gleður hjart að, og þegar ég kveð Lands- bankann er mér efst í huga þakklæti til allra samstarfs- manna minna, bæði hárra og lágra, yfirboðara minna og undirmanna. Það máttu hafa eftir mér að lókum.“ „Jæja, Jón, þá þakka ég þér fyrir spjallið, og óska þér til hamingju með það, að geta unnt þér hvíldar um sinn.“ — Fr.S. i Stúlka óskast til útréttinga í tolli og banka og fleira, ásamt afgreiðslustörfum. Upplýsingar í verzluninni frá kl. 4—6. TÍZKUSKEMMAN, I.augavegi 34. Beitusíld til sölu Útgerðarmenn! Fisk verkendur! Höfum til sölu beitusíld nú þegar. Upplýsingar í síma 1196, Keflavík. Stuttir dag- og kvöldkjólar Mjög klæðilegir kjólar í stærö 20 — 22\. Síðir samkvæmiskjólar — Herðasjöl. Kvöldtöskur — Lady-Marlene brjóstahöld og magabelti. Forskóli fyrir prenlnún Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst i Iðnskólanum í Reykjavík hinn 12. janúar n.k., ef næg þátttaka fæst. Forskóli bessi er ætlaður þeim, er hafa hugsað sér að hefja prentnám á næstunni og þeim, sem eru komnir að í prent- smiðjum, en hafa ekki hafið skclanám. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 10. jan. n.k. Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsinyar verða látnar í té á sama stað. SKÓLASTJÓRI. M.S, GULLFOSS Páskaferð 1972 frá Reykjavik til tsafjarðar og Akurevrar 27. rnarz n.k. Þeir sem voru með m.s. Gullfossi í Páskaferð 1971 og létu skrá sig i ofannefnda fer, eru vinsamlegast beðnir að stað- festa farpöntun sina við farþegadeild Eimskip fyrir 15. þessa mánaðar. H.F. EtMSKIPAFÉLAG IStANOS farþegadeitd, sími 21460.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.