Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 26
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAG'UR '5. 'JANO AH 1972 26 — Skákeinvígið Fnunhald af bls. 28 tilboðin hefðu komið fram. Sagði hann það hugsan- legt, að eitt af tiiboðunum hefði verið dæmt ógilt og íslenzka tilboðið þannig orðið í öðru sæti. Hér fer á eftir viðtal við Guðmund G. Þórarinsson en fyrst fréttaskeyti AP-fréttastof- imnar: New Yor!k, 4. jam'iar. AP. Belgrad, höfuðborg Júgó- slaviu, bauð fram 152.000 doll- aira tilboð í því slkyni að verða Jneppnisstaður í fyrirhuguðu einvígi um heimsmeistaratitil- imn í skák milli þein-ia Boris Spasskýs og Bobby Fischers. Skýrði bandaríska skáksam- bandið frá því í gær, að 10 þjóðir og 5 borgir hefðu tekið þátt í samikeppndinni um að fá að halda einvígið og hefðu þar komndð fram hæstu tilboð í reiðufé, sem ekáksagan þekk- ir. Bobby Fischer sagði, er hann frétti um tilboðm., að þau væru ,,ekki slæm — þau yrðu að duga.“ Hann neitaði að segja nokkuð frekar um þau. Tilboð Belgrad þýðir ekki, að borgin verði sjáifkrafa ein- vígisstaðurinn. Bæði Fiseher og Spasský eiga eftir að kanna tilboðin og skýra frá áliti sinu um, hvaða stað þeir kjósi helzt. Ef báðir kjósa heizt sama staðinn, er málið endanlega út kljáð. Ef þeim ber í milli, fylgja samningar í kjölfarið, og ef þeir reynast árangurs lausir, kemur það í hlut dr. Max Euves, forseta Alþjóða- skáksambandsins að velja keppnisstaðinn, en þeir Spasský og Fischer geta þar báðir beitt neitunarvaldi einu sinnd hvor. Önnur lönd og borgir, sem sendu ti’.boð, voru þessi, ís- land, 125.000 dollarar; Sara- jevo, Júgósilavíu, 120.000; Arg- entína, 100.000; Kanada, óskar ef tir starfsfölki i eftirtalin BLAÐB URÐARFÓLK ÓSKAST Ásvallagata II Austurbrún I Háteigsvegur Hvassaleiti II Hverfisgata II Langahl íð Ránargata Sœviðarsund Laugavegur 114-171 Lynghagi Rauðagerði Skipholt I Sóleyjargata Suðurlandsbraut Tjarnargata II Afgreiðslan. Sími 10100. Garðahreppur Barn eða fullorðin óskast til þess að bera út Morgunblaðið í ARNARNES. Upplýsingar í síma 42747. Gerðahverfi (Garði) Fyrst um sinn verður Morgunblaðið afhent til kaupenda í verzl. Björns Finnbogasonar, jafnframt vantar okkur umboðsmann á staðnum til að annast dreifingu og inn- heimtu. Bíldudalur Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni og hjá af- greiðslustjóra. Sími 10100. 75.000; Chicago, Bandaríkjun- um, 100.000; Brasilía, 80.000; Holland, 80.000; Veatur-býzka- land, 92.000, og Grikkland, 52.000. Önnur tilboð voru lægri. Sá, sem sigrar í einvíginu, íær nær tvo þriðju hluta verð- launaupphæðarinnar, en sá, sem tapar, rúmlega þriðjung. ★ Gtiðmondur G. Þórarínsson kvaðst vera talsvert undrandi, að þesisar fréttir Sky du vera komnar frá Bandaríkjunum. — Það er ljóst, sagði Guð- mundur, — að þessir þrir menn, sem vissu tilboðsupp- hæðina, voru bundnir þagnar- heiti, svo að það er nánast ótrúiegt, að þetta skyldi lefca út sivona fljótt. Hina vegar virðisit vanita inn í þessa frétt frá bandarísfca skáksamband- inu, þar sem það segir, að við séum númer tvö, en við höf- um það staðfest, að við erum númer þrjú, bæði með beiniu einkaskeyti frá FIDE, Al- þjóðaskáksambandinu, og jafn framt með sámtali við Frey- stein Þorbergsson, sem var við staddur opnun tilboðanna. Annað, sem gerzt hefur í þessu máii nú, er að ég er með í höndunum einfcasfceyti frá FIDE, þar sem farið er fram á, að íslenzka skáksambandið leggi nú þegar 5,5 millj. kr. inn á bankareikning FIDE til þess að staðfesta tilboð okkar. En jafnframt kemur fram hjá FIDE nú mjög mikilsvert. atr- iði, þar sena segir, að Alþjóða- skáksambandið áskilji sér all- an rétt til þess að semja um ailair ej ónvarpsupptökur og kvikmyndun af einvíginu, en sá þáttur var verulegur hluti i tilboði okkar. Alþjóðaskák- sambandið vill skipta af því tekjum milli keppenda, skipu- leggjenda og sín sjálfs. Þetta kemur okkur dá’.itið á óvart miðað við þær upplýs- ingar, sem við höfðum, út- boðsgögnan og annað. Mér sýnist, að málið sé komið á það sitig núna, að það geti jafn vel orðið hinar stóru sjón- varpsstöðvar, sem ráði i'trslit- um um, hvar einvígið fer fram. Þav á ég við það, að sjónvarpssrtöðvamar verða vafalaust látnar bjóða í einka- réttinn, sem við höfðum sjálí- ir gert ráð fyrir í upphafi. Nú hefur FIDE skorið þann rétt af okkur, en þá er ljóst að sjónvarpsstöðvamar og sjón- varpsfyrirtækin munu bjóða mishátt, eftir þvi í hvaða landi einvígið feir fram. Það er miamunandi góð aðstaða, sem þau hafa í hinum ýmsu iönd- um. Með þesisum hætti er hugs- amlegt, að sjónvarpsstöðvamar kunni að hafa aín áhrif, því að þegar við gerðum okkar tilboð, þá gerðum við ráð fyr- ir, að þær tölur, sem við höfð- um í samfoandi við þennan möguleika, væri hærri en sjálf verðlaunin. í beinu framhaldi af því gerði Skáksambar'd ís- lands talsvert til þess að ná samibandi við sjónvarpsetöðvar úti í heimd, áður en við send- um tilboðið og ætluðum að baktryggja ofckur með samn- ingum við þær. Sem dæmi má mefna, að við sendum CBS (Columibia Broadcasting Ser- vice) ákeyti, þar sem við ósk- uðum sérstaklega eftir upplýs ingum og viðræðum. Við send um skeyti, sem var eittlhvað á þessa leið: — Please iniform, if your nietwork is in posi- tion of initernational telecast- ing from Reyikjavik, Iceland, within 90 days. Mér var þá ekki ljóst, hvort það væri gervihnöttur hér yfir, sem þeir gætu notað. Jafnframt héit ég, að það væri hugsan- legt, að það væri llna írá vairmarliðinu, sem unnt væri að nota til þess að senda héðan tii Bandaríkjanna íyrir al- þjóðasjónvarp þaðan. Ég er til dæmds hér með svanskeyti frá CBS, þar siem þeir segja: — There bein.g no satelite groundsitation in Ice- iand, we couid not feat tele- vision pictures from there hut we might be interested in buy- ing them to groundstations in New York or London. Við vorum þannig með þarna geysilega möguleika og ýmislegt í athugun í því sam- bandi, sem virðist detta út úr dæminu við þessa nýju yfirlýs ingu frá FIDE. En sú málaleit- an FIDE, að við leggjum fram tryggingarfé, sýnir samt ljós- lega, hve möguleikar okkar eru enn miklir og að ísland er enn raunverulega talið koma til greina. Landfræðileg lega getur haft áhrif og það er raumar ails ekki ljóst, hvað skeður eftir þetta. Nefna má til dæmis, að í einvlgi þeirra Fischers og Petronsjans neitaði sá síðar- nefndi að tefla í Júgóslavíu. Ástæðan mun veira annars veg ar sú, að Petrosjan hefur allt- af gengið illa í mótum í Júgó- slavíu, en hinis vegar, að Júgó- slavía er mikið uppáhalds- land fyrxr Fischer. Hann er svo vinisæll þar í landi og dá- læti Fiischers á Júgóslavíu má m. a. marka af því, að á þeim tíma, er hann fékkst lengi vel ekki til þess að tefla neins srtaðar utan Bandaríkianna, þá tefldi hann á mótum í Júgó- slavíu. Hugsanlegt væri. að Spasský myndi yfiirvega það gaumgæfi iega, áður en hann féllist á, með tilliti til þessa, að einvíg- ið yrði haldið í Júgósiavíu. Ég tel ástæðu til þess að halda, að Rússar muni álíta Júgóslavíu hagstæðari Fischer en Spasský, sökum þess hve ®á fyxmefndx er geysilega vinsæll þar. Hvað snertir frétt AP- fréttastofunnar frá bandaríska Skáksambaindinu um, að tiiboð íslands sé númer tvö í röðinni af þeim, sam bárust, þá fæ ég ekki annað séð, ef fréttin er rétt, en að eitt af til’ooðunum hafi verið dæmt úr leik. Bobby Fischer — Hefttr mikið dálæti á Júgóslaviu. Boris Spasský — Kann að segja nei vlð þvi eins og Petr- osjan á sínum tima, að ein- vigið fari fram i Júgóslavíu. Væri röðin þá komin að Is- landi? — í*jónusta Framhald af bls. 11 ars íyrir áhrif fx-ægra manna eins og Philips prins, etl fcann að eiga sér dýpri rætur — vera ósjálfrátt mótvægi gegn ,,dauða“ malbiksins, tækni verksmiðju- ihverfanna og fábreytileika há- hýsanna. Fuglabjörgin hér við strendur, fuglalifið í úteyjum, selaláitrin — alilt er þetta ein- stætt, að Mývatni ógleymdu, sem óvíða á sinn iika. Og samtímis þessum fram- kvæmdium þarf að koma upp þjálfuðu starfsliði. í því sam- bandi má minna á hve mifcil- vægt það er, að allar upplýsin-g- ar um verð og þess háttar stand- ist; að skipulag alilra ferðaiaga reynist áreiðanlegt og ieiðsögu- menn traustir. Takist öl! þessi undirbúninigsaitriði eins og ber — þá m-un áreiðanlega ekki standa á því að hinn alþjóð- legi ferðamannastraumiur beinist hingað. Og fyrst og fremst ber að iegigja áherzlu á að laða 2. hópinn hingað eins og áður er fram tekið. >á er grundvöll- H úsnœði 5 herbergja hæð til leigu syðst í Norðurmýri. Tilboð er greini fjölskyldustærð og fyrirframgreiðslu seudist Morgunblaðinu fyrir 9. janúar merkt: „Húsnæði — 773". urinn fenginn og þá verður þess áredðanlega efcki 1-anigt að bíða að þjóniusitan við erlenda ferða- menn verði trausfur og blómleg- ur atvinnuvegur, einnig hér- lendis. — Ekki vermleg Framhald af bls. 3 manna frá 19. desember 1970, enda koma til áfanigabækkanir skv. þeim á árinu 1972. Rikisstjóminni hefur að sjálf- samningi sínum að setja nýja lög gjöf um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, sem veiitl þeim samnin-gsrétt og mun hún þegar upp úr nsestu áramótium skipa nefnd til þess að undirbúa þá löggjöf." Vilji B.S.R.B. ekki fail'iast á þessa skoðun rikisstjómarinnar er opin leið að visa málinu til sáftasemjara og síðar fil Kjara- dóms. Ríkisstjórninni hefur að sijálf- sögðu aldrei komið annað tál hugar en að fara að lögum við afgreiðslu þessa mális. Reykjavik, 4. janúar 1972." — Verkfallstjón Framhald af bls. 28 vill farið eina ferð í stað þrig'gja með sömu vörur. Talsmaðurinn kvað erfitt að fullyrða með góðri samvizku, hve tapið væri mikið, en það skipti milljónum á dag. Allir yfirmenn eru á iaunum og fá dagvinnulaun, hvort sem skipin eru í 'höfn eða ekki. Einn- ig raskast við verkfallið tiðni sikipaferða félaganna og þegar öll skipin fara um leið nýtist illa sá vinnukraftur, sem í landi er á vegum félagsins. Má í því sam- bandi benda á að allir hafnar- verkamenn, sem vinna hjá Eim- skip eru fastiaunamenn. Ljóst er alla vega, að verkfallið kostar Eimskipafélagið tugi milljóna króna, en ei-gi að meta það ná- kvæmlega, verður að kanna það mjög gaumgætfilega. Þá raskar verkfallið öl-lum rekstri féiags- ins að sjálfsögðu. Hjörtur Hjartar, framfcvæmda stjóri Skipadeildar SlS sagðist ekfci hafa tekið saman tjónið af verikfallinu. „Það eru ekki að- eins við, sem verðum fyrir tjóni, heldur allir ofckar viðskiptavin- r,“ sagði Hjörtur og tjónið kvað hann ekki allt koma fram jafn- óðum, heldur myndi það verða að koma fram allt að tveimur mánuðum eftir að semdist. „Við höfum ekki tekið saman, hve marga rekstrardaga verkfaM ið hefur kostað okkur," sagði Hjörtur og sfcipin hafa ekki öll stöðvast í einu. Nú si-gia 3 skip á okkar vegum enn og hið 4. stöðast líklega bráðlega. Nýjasta skip Sambandsins, Hvassafeil, er nú stöðvað i ReyfcjaVik og er unn ið að losun úr þvi. „Slifct skip 'kostar 6 milljónir þýzkra marka" sagði Hjörtur, „og gefur að skilja, að það kostar fyrirtæk- ið mikið að geta ekki notað það.“ Aðspurður sagðist Hjörtur halda, að daglegt tjón af stöðv- un fkxta Sambandsins næmi milljónum, en siðan sagði hann: „Menn hafa nú vonazt til þeets að deilan færi að leysast í tæp- an mánuð. Að mínum dómi opn- uðust engar nýjar dyr til sam- komulags í fyrrinótt," sagði Hjörtur Hjartar. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar rílkisins, sagði að tap Ríkisskips oxfcaði mun meir tvímælis, en tap hinna skipafé- laganna, sem rekin væru á al- gjörum viðskiptagrundvelli. Slífc væri reyndin með þjónustufyrir- tæki eins og Sikipaútgerðina. Að vissu leyti sparast ýmislegt í rekstrargjöldum hjá fyrirtækinu, en dreifbýlið fer á mis við ýmsa þjónustu og af því gæti tjón ver- ið stórfcostlegt. Hann kvað mik- inn fastakostnað vera hjá fyrir- tækinu, m.a. væru allir yifirmenn skipanna á launum, greiða þyrfti vátryggingar, en að visu yrðu hafnagjöld minni, þegar efciki væri siglt. Bkki fcvaðst Guðjón vilja birta neinar tölur um tap Ri'kisskips af venkfaliinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.