Morgunblaðið - 12.01.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1972 11 Gunnlaugur Jónasson: ÞJÓÐARSÓMI í HÆTTU Eins og kunnugt er lauk síð- ari heimsstyrjöldinni fyrir rúm- um aldarfjórðungi með algerum ósigri Þýzkalands og nazismans, og má vist telja þau ár á fingr- um annarrar handar, sem ekki heíir verið háð styrjöld ein hversstaðar á jörðinni á nefndu tímabili, og þar fyrir utan ajm.k. tvisvar legið við borð, að heims styrjöld brytist út, þ.e. í Beridn- ardeilunni og Kúbudeilunni. Og nú 1 Iok ársíns 1971 er ástandið jafnvel enn hættulegra en oft áður. Tvær styrjaldir hafa vof- aS yfir undanfama mánuði og er önnur þeirra byrjuð, þegar þetta er ritað, á miili Indlands og Pa'kistans. Hin á milli Araba rikja og ísraels sýnist vera í að- sigi. Þá má minna á látlaust víg- búnaðarkapphlaup stórveld- anna, sem á seinni árum hefir tekið þá stefnu, að sjóher Sovét rikjanna hefir færzt svo í auk- ana við ísiausar hafnir á Kola- skaga, austan Noregs, að sá her floti, sem þar hefir bækistöðvar, ógnar nú yfirráðum Bandaríkja manna og Breta og sambands- þjóða þeirra á Norður-Atlants- hafi, svo alvarlega, að mikil hætta er á, að austurhluti þessa hafsvæðis, á milli Islands og Noregs, geti orðið óumdeilt yfir ráðasvæði Sovétrilkjanna, ef ekki verður að gert í tíma. Sem mótvægi gegn þessari þróun binda ýmsir vonir við umtalaða öryggisráðstefnu Evrópu og telja, að sáttmáli milli jámtjalds landanna og Vestur-Evrópu, ætti að geta tryiggt heimsfrið á Vesturlöndum. Það eru fyrst og fremst Sovétríkin, sem hafa á- huga á, að þessi ráðstefna verði haldin, enda sýnist sú fyrirætl- un aðeins vera herbragð af þeirra hálfu. Takmark þeirra er, að gera Atlantshafsbandalagið ó- virkt, með þvi að reka fleyg á milli Vestur-Evrópu annarsveg- ar og Bandarikjanna og Kan- ada hinsvegar með því, að koma því til leiðar, að Bandaríkjaher- inn í Vestur-Evrópu verði flutt- ur heim — mörg þúsund kíló- metra leið vestur um haf. — Sjáitir munu þeir bjóðast til, að flytja sinn herbúnað til austurs, en vel að merkja um aðeins nokkur hundruð kílómetra, og munu telja það jafnraeði. Ef þetta næði fram að ganga yrði öll Vestur-Evrópa fljótlega á- hrifasvæði Sovétríkjanna, sem þeir hvenær, sem þeim þætti henta, gætu lagt endanlega und ir sig. — Ólíkiegt verður að telja, að þjóðir Atlantshafs- bandalagsins gangi í svo aug- l jósa gildru. —x— Að því er varðar vort land, Island, er núverandi þröun heimsmálanna, að verða oss mik ið áhyggjuefni, af eftirtöldum ástæðum: Island liggur sem næst miðja vegu milli tveggja þéttbýlustu menningarsvæða hekns. Bftir að nútíma samgönguteeki á sjó og í lofti komu til sögu, liggja nokkr ar þýðingarmestu samgönguleið- ir veraldar um landið eða í næsta nágrenni þess. Hemaðar- legt mikilvægi lands vors fer þvi dagvaxandi. Um þetta sagði van Riis, einn af forstjörum Atl- antshafsbandalagsins í viðtali við rikisútvarpið, eitthvað á þa leið, að menn yrðu að gera sér ljóst, að legu landsins yrði ekki breytt og hemaðarlegu mikii- vesgi þess ekki heldur. Orð þessa manns verða ekíki vefengd. Af þessu leiðir hvorki meira né minna en það, að það eru bein f.jörráð við frelsi og sjálfstæfS lands vors, að leggja niður her- varnir þær, sem Bandaríkjamenn hafa annazt hér á landi sl. 20 ár. Annað mál er það, að vegna hins hættulega áistands nú í heimsmófiunum, sem virðilst jafn- vel fara versnandi, væri mikil nauðsyn, að þær yrðu gerðar miklum mun öflugri en nú eru þær. Vil ég hér visa til ummæla minna í grein um Hervarnir Is- lands, er birtist í Mbl. á sl. sumri. En ég benti þar einnig á þá staðreynd, að brezki sjöher- inn, var þvi sem nær einvaldur á Norður-Atlantshafi í 3 aldir samfleytt, allt fram á 20. öld og að land vort naut allan þennan tima óumsaminnar verndar og ör yggds í skjóli hinna brezku yfir ráða á þessu hafsvæði. Nú er þetta gerbreytt. Rússneskur her floti er nú risinn á legg við ís- lausar hafnir á Kolaskaga svo sem áður var á drepið, svo stór- felldur, að hann gerir sig lík- legan til þess, að gera hafið á ndlli Noregs og Islands að yfir- ráðasvæði sínu. Þetta eru stað- reyndir, sem ekki þýðir að loka augunum fyrir. —x— Island bar á sínum tíma gæfu til þess að ganga í tima í vam- arsamtök hinna vestrænu þjóða og náði skömmu siðax mjög hag- kvæmu samkomulagi við Banda- ríki Norður-Ameriku um, að þau taakju að sér hervamir landsins. Hafa þeir, sem kunn- ugt er, herstöð sína í Keflavik, og geta þaðan fylgzt með öllum skipa- og flugferðum um norðan vert Atlantshaf. Hafa helztu ráðamenn Atlantshafsbandalags- ins þrásinnis lýst því yfir einum munni, að þetta sé afar mikil- vægt fyrir hervarnir bandalags þjóðanna. Svo sem eðlilegt er hefir hernaðarþýðing þessarar bækistöðvar vaxið jafnt og þétt, jafnframt hernaðarlegu mikil- vægi Islands yfirleitt. En þvi miður sikortir talsvert á, að al- menninigur hér á landi hafi gert sér nægilega skýra grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á stöðu Islands í veröldinni. Is- land er ekki lengur einangrað land, og fjarlægð þess frá öðr- um löndum tryggir engan veginn lengur hemaðarlegt öryggi. Flestir menn hér á landi, sem ekki eru blindaðir af pólitísku ofstæki, hafa enga sérstaka and úð á varnarliði Bandaríkjanna í Keflavik, en mörgum hefir enn- þá ekki skilizt nægilega vei mik ilvægi þess fyrir öry.ggi, frelsi og sjáifstæði landsins. Þetta er raunar skiljanlegt þegar þess er gætt, að strandhögg sjóræningja hafa ekki átt sér stað hér á landi í margar aldir. Landsmenn hafa yfirleitt litið á þetta öryggi sem sjálfsagðan hlut og alger- lega leitt hjá sér, að grafast fyr ir orsakir þess. Vopnaviðskipti hafa heldur ekki átt sér stað hér á landi, síðan á dögum Jóns Arasonar og siðbótarinnar. Vegna þessa verða menn hér á landi hvumsa við, ef þeim er bent á það, að Islendingar geta seint fullþakkað, að brezka stjórnin varð á undan Þjóðverj- um, að senda varnarlið til lands ins árið 1940. Auðvitað hernámu Bretar landið í eigin þágu, því þeim var ljóst hernaðarlegt mik ilvægi þess, þó það væri e-kki þá svipað því eins mikilvægt í hern aði og nú. En .við nutum vissu- lega góðs af þessari herkænsku þeirra. Við völd var þá hér á landi skamimsýn og ráðvillt rik- isstjórn, sem hafði engan skiln- ing á hernaðarlegu mikilvægi landsins og igerði sig hlægilega með því, að mótmæla komu varn arliðsins, í stað þess að bjóða það velkomið. Auðvitað hefði hún strax í upphafi stríðsins átt að óska eftir hervernd frá Bret- landi eða Bandarikjunium. Og nú stöndum váð enn á vegamótum. I rauninni höfum við, þegar til lengdar lætur, aðeins um tvo kosti að velja: Sovézká hersetu, eða áframhaldandi vamarlið frá Bandaxlkjunum. Og megum þakka Guði almáttugum fyrir, að við getum enn valið. Og val- ið ætti ekki að vera erfitt. Ef fyrri kosturinn yrði vaiinn, myndi áreiðanlega verða skammt að biða nýrrar heimsstyrjaldar og þá yrði áreiðanlega barizt á íslenzkri grund, því hínar vest- rænu þjóðir yrðu þá til neydd- ar, vegna eigin vama, að hrekja her Rússa burtu af landinu, hvað sem það kostaðd. Ég læt menn um, að geta sér til um af leiðingamar fyrir þá, sem þá ættu hér heima. Ýmsir munu halda þvi fram, „að hér sé verið að mála fjand- ann á vegginn". Tiitölulega frið vænlegt sé nú milli stórveld anna, samningar standi nú yfir eða fyrir dyrum um minnkun herbúnaðar o.s.frv. En ég spyr: Eru menn nú búnir að gleyma því, að á árinu 1938 var hinn Gunnlaugur Jónasson. svonefndi „Múndhen-sáttmáli" gerður raeð fjórum stórveldum i Evrópu, og er brezki forsætis- ráðherrann steig á land á ætt- jörð sinni, að aflokinni sættar- gerð við Hitler sagði hann við hóp af helztu forvigismönnum þjóðar sinnar: „Friður um vora daga, herrar mínir." Að ári liðnu hóf Hitler styrjöldina. Og hafa menn lika gleymt því, að yfir stóðu í Washington vinsamlegar samningaumleitanir i desember 1941 á milli Japana og Banda- ríkjanna, þegar hinir fyrr- nefndu réðust fyrirvaralaust á bandarísku flotastöðina í Pearl Harbour á Hawayeyjum? Halda menn virkilega, að slíkir atburð ir geti ekki gerzt aftur? Ég segi: þeir gerast áreiðanlega, hvenær sem einræðissinnuð of- beldisstjórn stórveldis telur sér henta. Og svo mikilvægt er land vort orðið hernaðarlega, að það gæti orðið fyTir þess konar fyr- irvaralausri árás, ef við látum það vera varnarlaust eða varn- arlítið. Menn ættu og að minnast þess, sem gerðist i Danmörku og Noregi 9. apríl 1940. Enginn þjóst við fyrirvaralausri árás á þau lönd þá. En hver varð raun in? Og við mættum einnig minn- ast allra þeirra mörgu þjóða, sem Sovétríkin hafa hneppt í á- nauð síðan þau hófu göngu sina. Já, við stöndum á hyldýpisbarmi og erum í „dauðahættu", eins og Kristján Albertsson orðaði það í MW. á dögunum. Og svo hörmu legt sem það er, þá situr nú að völdum á Islandi, jafnvel eim ráðvilltari og aumari ríkisstjórn, en sú, sem sat að völdum árið 1939. Stjórn, sem hefir keypt sér fylgi kommúnista í landinu með því, að lofa því (þó með loðnu oírðalagi sé), að láta varn arliðið frá Bandaríkjunum fara úr landi og gera landið varnar- laust. Allar vestrænar þjóðir standa furðu lostnar yfir þess- um fyrirætlunum. En Sovétmenn lýstu þegar í stað yfir velþókn- un sinni og ánægju yfir hinum brákaða hlekk í varnarkeðju Atlaptshafsbandalagsins. Þyikir þetai nú, sem von er, vel bera í veiði, að geta fyrirhafnarlítið hrifsað hemaðaraðstöðu hér á Iandi, hvenær sem gott tilefni gefst. Og er engin furða, svo sár lega, sem þá vanhagar um slíka aðstöðu á miðju Norður-Atlants hafi. Ég ræð mönnum fastlega til, að lesa vandlega grein Kristjáns Albertssonar, rithöf- undar, sem birtist i Mbl. 3. nóv. sl. undir fyrirsögninni „Ein dregnir landráðamenn“. Og enn fremur grein h£ins í sama blaði, 2. des. sl. Sovétvinirnir sem fundirm héldu i Háskólabíói 1. des. sl., ættu að kynna sér efni þessara greina og hvert álit höf undurmn, sem er einn af virt- ustu sonum íislenzku þjóðarinn- ar, hefir á þjóðShættulegri starf- semi þeirra. Nefna vil ég enn eina ástæðu þess, að því nær ó- umflýjanlegt, er að hafa hér öfl ugt vamarlið. Hún er sú, að einskis má láta ófreistað til þess, að koma í veg fyrir, að hernað- arátök verði hér innanlands. Lát um svo vera, að herflokkar eig- ist við úti á reginhafi, þótt á nálægu hafsvæði væri, enda höf um við, að sjálfsögðu, cngin tök á að koma í veg fyrir það. En út ytfir tæki, ef orustur yrðu háðar á íslenzkri grund. Þarf ekki mikið hugarflug til þess, að igeta sér til um þann feikna- skaða, sem slik átök myndu valda á mannvirkjum og náttúru verðmætum, að ógleymdu því manhtjöni, sem óhjákvæmilega hlytí. að verða þjóðhæltulegt, elnkum ef um langvarandi átök yrðd að ræða. Öll stefna okkar í öryggismálum á að markast £if þvi, að allt hugsanlegt og JEram- kvæmanlegt verði gert til þess, að forða þjóðinni frá slikri ó- ‘gæfu. —x— Ég veit vel, að það var á orði haft, þegar við gengum í Atl- antshafsbandalagið, að heriið frá bandalaginu ætti ekki að þurfa að staðsetja hér „á frið- artímum". Slíkt tal var að vísu afsakanlegt eins og þá stóðu sakir. Ég hefi nú upplifað tvær heimsstyrjaldir á aðeins 30 ára bili eða svo, og i lok beggja var þvi hátiðlega lýst yfir, að slák- ar styrjaldir yrðu aldrei háðar oftar og væru raunar óhugsan- legar. Auk þessa voru í báðum til vikum gerðar ráðstafanir, sem menn þá héldu, að hlytu að duga til þess að útiloka hernaðarátök. Nú heifir þvi nýlega verið lýst yfir af nefnd, sem hefir um skieið starfað að þvi að huga að her- málum almennt i veröldinni, að síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, hafi til þessa verið háðar 55 styrjaldir á jörðinm. Og i ljósi þessa sjá nú allir eða ættu áð sjá, hve áðurnefnd óskhyggja var barnaleg. Og er nú ekki von að menn spyrji? Hvenær hafa eiginlega verið friðartímar á jörðinni á sögulegum tima? Nefna má hinn rómverska frið (pax romana), sem talið er að hafi enzt i þrjár aldir í löndun- um í kring um Miðjarðarhafið. Nefna má einnig himn enska frið, sem ríkti á Norður-Atlants hafi í álíka langan tima (pax anglioa), en svo er vist upp tal- ið, a.m.k. í hinum vestræna heirni. En við skulum vona, að sá timi komi, að vest-norrænn friður (pax arktica) riki í lönd- unum umhverfis Norður-ishafið, og gasti enzt í þúsundir ára, ef vel tæfldst til. Biessaður utanri.kisráðherrann okkar stagast ailtaf á því, að við höfum, er við gengum í Atíants- hafsbandalagið, bundið inn- göngu okkar í það þvi skilyrði, að heriið yrði ekki haft hér á friðartimum. En hér verður að hafa gát á. Gildi þessa ákvæðis verður að meta, eftir ástæðum hverju sinni. Nú, að tuttugu ár- um liðnum, eru aðstæður orðnar allt aðrar i heimsmálunum. Sam- einuðu þjóðunum hefir ekki tek- izt, að varðveita friðinn í heim- inum, eins og vænzt var og ligg ur nú alveg ljóst fyrir, að þær eru ekki færar um að gegna því hlutverki. Utanríkisráðiherra ; virðist telja að nú séu friðar* tímar. Heldur hann virkilega að svo sé? Ég held ekki, að hann sé svo glámskyggn, heldur að hér aðeins um venjulega póli- tískan kattarþvott að ræða og annað ekki. Því er yfirlýst í stjórnarsamningnum, að sam- staða sé ekki í ríkisstjóminni um áframhaldandi þátttöku Is- lands í Atiantshafsbandalaginu. Samkvæmt þessari yfirlýsingu er ljóst, að mikill meirihluti er fyrir hendi á Alþingi fyrir á- framhaldandi veru okkar þar. Sjálfsagt höfuim við lagalegan rétt til þess að visa Bandaríkja- liðinu úr landi og gera landið varnariaust. En höfum vlð sið- ferðilegan rétt til þess að svíkj- ast aftan að bandamönnum okkar og stórveikja hervarair þeirra og öryggi með sliku athætfi? Ég veit ekki hvað öðrum sýnist, en mér sýnist ekki betur en sómi og heiður þjóðar vorrar sé hér í húfi. Afstaða Alþýðubandalags- tas (þ.e. kommúnista) er raun- ar sæmilega samkvæm sjálfri sér. Þeir vilja ganga úr Atlants- hafsbandalaginu, sem er í raun og veru sama og taka upp sam- stöðu með Sovétríkjunum og bandamönnum þeirra. En þvi er tæplega hægt að trúa um þá þingmenn hinna stjórnarflokk anna tveggja, sem vilja að land- ið verði áfram í Atlantshafs- bandalaginu, að þeir vilji, þegar á herðir, sýna bandalagsþjóðum vorum þá óvináttu, að maður ekki segi beinan f jandskap, með þvi að greiða á Alþingi atkvæði með brottför varnarliðsins og veikja með þvi af ráðraum hug varnarstöðu bandalagsins, jafn- •vel þótt sumir þeirra trúi þvlí, að þátttaka okkar í þvi, án her- varna, sé landinu nægileg vöm. Slík afstaða væri líka með öllu óréttlætanleg á þeim veiku for- sendum, að nú sé friðvænlegt í veröldinni, og auk þess landi voru til beinnar hneisu. Og þetta þvi fremur, sem enginn hefir treyst sér til þess að halda því fram með rökum, að vera varn- arliðsins hér hafi valdið þjóð- inni umtalsverðum óþægindum. —x— En eitt er víst, að meðan hern aðarlegar afstöður eru hér um- hverfis okkar kæra land, eins og nú eru þær, þá væri það stórvítavert, að gera það varn- ariaust. Ég skora því á alla hugsandi sæmdarmenn í land- inu, að bjarga öryggi og sæmd þjóðar vorrar, og koma í veg fyrir að varnarlið Bandarikj- anna verði látið fara úr landi með því, að fylkja sér sem fast- ast 1 þessu máli að baki stjóm- arandstöðuflokkanna á Alþlngi, og stæðu þá vonir til þess, að meirihluti yrði ekki lengur á Al- þingi fyrir þvi að efna þau, að vísu loðnu fyrirheit, sem komm- únistum voru gefin í stjórnarsátt málanum í fljótræði og að lítt athuguðu máli, um brottvísun varnarliðsins. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast til starfa við færslu á bókhaldsvél. — Daglegur vinnutírni er frá 8.20—16.15. ekki er unnið á laugar- dögum. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins, merktar: „3370” fyrir T7. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.