Morgunblaðið - 12.01.1972, Page 16
16
MORGUTNPBLAÐEÐ, M If>VIKUD AGUR 12. JANÚAR 1372
Útgefandl hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessert,
Eyjólfur Konrád Jónsson.
AðstoSarritstjórl Styrmir Gunnarsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjðri Ami Garöar Kristirtsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðaistræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80.
Askriftargjald 225.00 kr. fi mánuði innanlands.
I lausasölu 15,00 kr. eintakið.
GENGISLÆKKUN
OG „KAUPRÁN“
TTinn 4. des. sl. náðist sam-
komulag um almennar
kauphækkanir milli vinnu-
veitenda og launþega. Var
þar með aflétt yfirvofandi
verkföllum allra annarra en
bókagerðarmanna og far-
manna. Samningagerð þessi
var mjög erfið. Vinstri stjóm-
in hafði í málefnasamningi
sínum heitið launþegum
miklu meiri kjarabótum en
þeir síðar sömdu um. Og for-
sætisráðherra gaf vinnuveit-
endum það fararnesti, að
þeir yrðu að kasta sér til
sunds, þó að þeir sæju hvergi
tíl lands. Þrátt fyrir þessar
aðstæður náðu aðilar vinnu-
markaðarins samkomulagi.
Lögðu allir sig fram um að
svo mætti verða, og athyglis-
vert var, að samningagerðin
mæddi mjög á stjórnarand-
stæðingum, bæði í hópi vinnu
veitenda og launþega. Þjóðin
öll fagnaði þessum samning-
um og taldi, að með þeim
væri vinnufriður tryggður.
En síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Hálfum
mánuði eftir samningagerð-
ina tilkynnti vinstri stjórnin,
að gengi krónunnar hefði
verið fellt til jafns við dollar.
Gengislækkun gagnvart flest-
um Evrópumyntum varð
5—7% og gagnvart þýzka
markinu 11%%. Þessi ákvörð-
un var tekin, þótt ríkisstjórn-
in hefði sagt í málefnasamn-
ingi sínum, að hún mundi
„ekki beita gengislækkun“.
Gengislækkunin var rök-
studd með því, að rúm 60%
af útflutningi íslendinga væri
í dollurum, og hag útflutn-
ingsframleiðslunnar mætti
ekki skerða. Bæði af hálfu
Seðlabankans og ríkisstjórn-
arinnar hafði þó verið áður
látið að því liggja, að hugsan-
legt væri, að gengi krónunnar
yrði skráð einhvers staðar
mitt á milli dollara og
Evrópumyntar, enda má
segja að það hefði verið eðli-
legt með hliðsjón af því, að
við höfum viðskipti bæði í
austur og vestur. Og hlut-
ur útflutningsframleislunnar
var ekki skertur, þótt geng-
íslækkunin hefði verið minni
en lækkun dollarans, vegna
þess að við seljum líka vör-
ur fyrir Evrópumynt og jafn-
vel japanska peninga og aðra
mynt, sem mest hækkaði í
verði.
Þessi mikla gengislækkun
hleypti að vonum illu blóði
í launþega, enda ljóst, að inn-
fluttar vörur hækka í verði.
En þó var gengislækkunin
kannski ekki aðalatriðið,
heldur aðfarirnar við af-
greiðslu fjárlaga. Fjármála-
ráðherra lýsti því yfir, að
fyrirhugað væri að fram-
kvæma tilfærslu á skattbyrð-
inni, og í ljós hefur komið, að
sú tilfærsla mundi þýða
4—6% beina kjaraskerðingu
launþega, ef fyrirætlanir rík-
isstjórnarinnar ná fram að
ganga. Ef eitthvað er kaup-
rán, þá er það sú freklega
fölsun vísitölunnar, sem boð-
uð hefur verið, og aðfarirnar
eru enn ógeðfelldari, vegna
þess að þar átti að fara aft-
an að launþegum, annað
hvort vísvitandi eða þá vegna
þess að ríkisstjórnin gerði
sér enga grein fyrir sam-
hengi mála.
Þetta er sú óhugnanlega
mynd, sem við blasir. Ríkis-
stjórnin hefur glutrað niður
þeim árangri, sem launþegar
og vinnuveitendur náðu með
samkomulaginu 4. des. Hún
hefur hafið stríð við þjóð-
félagsstéttirnar. Fyrst hinn
almenna launþega, sem heil-
brigða samninga gerði 4. des.,
og síðan með stríðsyfirlýsing-
unni á hendur opinberum
starfsmönnum.Vinstri stjórn-
in er svo heillum horfin, að
naumast mælir nokkur al-
mennur launþegi henni leng-
ur bót, þótt þeir foringjar
launþegasamtakanna, sem
lifa fyrir pólitísk völd, hafi
enn ekki fengizt til að beita
áhrifum sínum til að hindra,
að sú kjaraskerðing, sem nú
hefur verið skipulögð, verði
framkvæmd.
Eins og áður greinir beittu
stjórnarandstæðingar sér
mjög fyrír því samkomulagi,
sem náðist í desember, og
Morgunblaðið beitti áhrifum
sínum eins og það frekast
mátti, til þess að reyna að
sætta sjónarmiðin, því að
vissulega var þjóðarvoði fyr-
ir dyrum, þegar útlit var fyr-
ir allsherjar verkföll. Nú get-
ur blaðið ekki orða bundizt,
því að ríkisstjórnin hefur
kastað hanzkanum. Hún hef-
ur með gengisfellingunni og
„kjararáninu" eyðilagt allan
þann árangur, sem náðst hef-
ur, og ekki verður betur séð
en að nú sé stefnt í hreint
öngþveiti.
Enn er þó hugsanlegt, að
bjarga megi því, sem bjargað
verður, en þá verður stjórnin
líka að játa yfirsjónir sínar
og koma hreint til dyranna,
þannig að bæði launþegar og
vinnuveitendur viti hvar þeir
standa.
Tíminn rennur nú óðfluga
úr höndum okkar, og ekki er
V
NÝR SAMNINGUR L.AUGARÁSBÍÓS:
FÆR 17 NÝJAR MYND-
IR FRÁ UNIVERSAL
EFTIR
BJÖRN V. SIGURPÁLSSON
Laugarásbíó hefur nýlega endurnýj-
að samning sinn við bandariska kvik-
myndadreififélagið Universal. Ekki
verður annað séð en val mynda fyrir
næsta ár hafi tekizt með ágætum og
flestir fái þar eitthvað fyrir sinn smekk.
Kynslóðabilið er ein þessara mynda,
en Laugarásbíó sýnir hana um þessar
mundir við ágæta aðsókn. Þá ber að
nefna Topaz með Fredrich Stafford og
Dany Robin í aðalhlutverkum, en mynd-
ina gerði meistari Alfred Hitchcock
og er þetta næstsíðasta mynd hans. Tell
Them WiUie Boy Is Here heitir mynd
eftir annan merkan leikstjóra, Abra-
ham Polanski. Hann var lengi útilokað-
ur frá vinnu í Hollywood af óamerísku
nefndinni vegna róttækra skoðana
sinna. Myndin greinir frá Indíána ein-
Robert Redford sem lögreglustjórinn í
Tell Them Willie Boy Is Here.
Fredrick Stafford og Karin Dor
í Topaz.
um, sem drepur tengdaföður sinn og er
hundeltur af lögum hvíta mannsins, þó
að verknaðurinn þyki næsta eðlilegur
samkvæmt gömlum siðvenjum Indíán-
anna sjálfra. Robert Redford leikur
lögreglustjórann, sem fær þann starfa
að handsama Indiánann, en Catharine
Ross leikur stúlku Indíánans.
Ekki má gleyma Airport með Burt
Lancaster og Dean Martin i aðalhlut-
verkum ásamt fjölda annarra stjama
í minni hlutverkum. Myndin er gerð
samkvæmt formúlu HoMywood meðan
sú borg var og hét — og hlaut afleita
dóma gagnrýnenda vestan hafs en
geysilega aðsókn engu að síður. Með
Sweet Charity hugðist Universal kveðja
sjöunda áratuginn með pompi og pragt
og var ekkert til sparað. Shirley Mac
Laine og Sammy Davis jr. fara þar með
Framh. á bls. 24
annað sýnna en hreint upp-
lausnarástand sé framundan,
ef ekki verður gripið í taum-
ana. Það getur enginn annar
en ríkisstjórnin gert. Hún
verður að gera upp hug sinn:
Ætlar hún að velta áhrifum
gengislækkunarinnar og vísi-
tölufölsunarinnar yfir á laun-
þega eða ætlar hún að játa
afglöp sín og gera hreint fyr-
ir sínum dyrum? Um það
spyrja nú landsmenn allir.
r íkisst j órnarinnar. Þar er
raunar hallað réttu máli, því
að ríkisstjórnin var marg-
sinnis aðvöruð við afgreiðslu
fjárlaganna, ekki sízt af
hálfu formanns Sjálfstæðis-
flokksins.
Hækkun fjárlaganna
egar vinstri stjómin lagði
fram fyrstu fjárlög sín í
októbermánuði, var um veru-
lega hækkun að ræða frá
fjárlögum fyrra árs eða ná-
lægt 3 milljörðum. Hluti
þeirrar hækkunar var eðli-
leg afleiðing löggjafar, sem
til framkvæmda var komin
og almennra kaupgjaldshækk
ana opinberra starfsmanna.
Þó var unnt að leggja fjár-
lagafrumvarpið fram í októ-
ber hallalaust, án þess að
nýrra skatta væri aflað.
Síðar kom í ljós, að ríkis-
stjórnin hafði á prjónunum
margháttaðar aðgerðir, sem
hækka myndu fjárlög gífur-
lega, og í meðförum þings-
ins nam sú hækkun tveim og
hálfum milljarð króna. Raun-
ar virtist ríkisstjórnin ekki
gera sér grein fyrir því, hve
mikil tekjuvöntunin væri, og
urðu stjórnarandstæðingar að
reikna það út og skýra fyrir
ráðherrunum. Þá vöknuðu
þeir loks upp við vondan
draum, og í skyndingu voru
gerðar ýmiss konar ráðstaf-
anir með þeim afleiðingum,
sem þjóðinni eru nú að verða
ljósar, m.a. almennri kjara-
skerðingu.
Fjárlög hafa hækkað um
nálægt helming frá fyrra ári,
og nú er gerð tilraun til að
gera stjómarandstæðinga
samábyrga þessum hækkun-
um, því að þeir hafi ekki beitt
sér gegn útgjaldaaukningu
Því er einnig haldið fram,
að stjórnarandstæðingar hafi
greitt atkvæði með margvís-
legum hækkunartillögum
umfram þær, sem samþykkt-
ar voru. Atkvæðatölur úr Al-
þingi sýna, að hér er mjög
hallað réttu máli. Flestar
hækkunatillögumar fengu
sárafá atkvæði, enda voru
margar þeirra fluttar af hálfu
Alþýðuflokksins, líklega mest
til að stríða • stjórnarsinnum,
en þær voru orðrétt sömu til-
lögurnar og þeir höfðu flutt
á síðasta þingi.
Mergurinn málsins er sá,
að ríkisstjórnin hefur gjör-
samlega misst stjórn fjár-
málanna út úr höndum sér.
Og auðvitað ber hún og hún
ein á því ábyrgð. Það vita
allir menn.