Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 2
> 2 MORGVNBLAÐIÐ, SUNiNUDAGUR 30. JANÚAR 1972 * 0 * Róbert Kallaður 37 sinnum fram á frumsýningu Zorba í Hamborg — Biöðin telja leik hans stórkostlegan EINS og sagrt hefur verRS frá í Morgrunblaðinu bauðst Róbert Arnflnnssyni að fara í leikhúsferð með leikhúsi Lii- bec;kborg-ar til Hamborgar, þar sem sýna átti söngleildnn Zorba, en Róbert lék, eins og kiumugt er, Zorba í upp- færslu verksins í Lúbeck. Þessi sýningarferð hófst i byrjun janúar og var fyrsta sýning í Hamborg 20. janúar. Skemmst er frá að segja að leiknum var fádæma vel tek- ið og sérstaklega Kóbert og voru viðtökur sízt minni en á frumsýningunni í L,úbeck. FramköU með bravóhrópum og tilheyrandi voru 37 sinn- um, þannig að tjaldið var á fuliri ferð í 15—20 mínútur. Dómar Hamborgarblaðanna um leik Róberts voru mjög lofsamiegir og jafnvel betri en í blöðutn Lúbeckborgar, en vart var þó hægt að fá þar betri dóma. T.d. segir stórblaðið Welt að leikur Róberts Arnfinns- sonar, „þessi norræna eik, sem stendur á grískum grunni" eins og blaðið sagði um hann, sé stórbrotinn og standi ekki að baki leik Anithony Quinns í kvikmynd- inni um Zorba. Önnur Wöð fara einnig mjög lofsamiegum orðum um leik Róberts og Morgenpost segir m.a.: „Hann er stórkostleg blanda af Rebroff og Rodensky," og Biid tekur í sama streng. Hamborgarsjónvarpið tók beina sjónvarpsútsendingu af Zorba-dansinum og viðtai við Róbert og var það síðan sýnt þrisvar sinnum eftir það í sjónvarpinu. Bóbert Arnfinnsson Róbert er væntanJegur heim nk. mánudag og verður hann þá heima í þrjár vikur áður en hann fer til Berlínar þar sem 15 sýningar verða á Zorba. íbúðarhús eyði- leggst í eldi Vopnafirði, 29. janúar. ÍBÚÐARHÚSIÐ að Fremri Nip um í Vopnafirði eyðilagðist í eidi í gærkvöldi. Á Fremri-Níp- um búa hjón með fimm börn og tókst að bjarga miklu af búslóð þeirra óskemmdri. Eldurinn kom upp í kyndiklefa hússins. Eldsins varð fyrst vart klukk- an rúmlega hálf ellefu í gær- kvöldi. Þá var húsmóðirin, Stef- anía Sigurjónsdóttir heima með þrjú börn, en maður hennar, Jósef Þorgeirsson vair af bæ. Stefanía ók strax að næsta bæ, Skógum, og var hringt þaðan á slökkviliðið í Vopnafirði. Slökkviliðið kom á vettvang um miðnætti, en þá hafði fólki á næstu bæjum íekizt að bjarga rrueginhhita búðslóðarmnar óskemmdum úr eldinium. Slökkvi liðið var að störfum fram á þriðja tímann í nótt. íbúðarhúsið að Fremri-Nípum er einnar hæðar steinhús. — Fréttaritari. Veiðisvæði fyrir línu árið 1972 Sjávarútvegsráðuneytið hefur, með augiýsingu frá 27. janúar, sett reglitr um sérstök veiðisvæði fyrir línu fyrir Suðvesturlandi, i Faxaflóa og Breiðafirði. f aug- lýsingunni segir m.a.: Skiputn, sem veiðar stunda með öðrum veiðarfærum en ISnu og handfærum, eru bannaðar veiðar til 1. april 1972 fyrir Suð- vesturlandi og í Faxaflóa á eftir- greindum svæðum: 1. Frá Geirfiugladranig hugsast dregin lina í réttvísandi austur í punkt 63°40’6N og 22°55’2V og þaðan néttvísandi 213” og frá Geirfugladrang hugsast dregin líína í norðurátt í punfct 63°58’2N og 23°29’1V og þaðan í réttvís- andi vestur. Að utan takmarkast svasði þetta af fiskveiðilandhelg- isHiimunni. 2. f Faxaflóa á svæði, er tak- markast af itoum, er hugs- ast dregnar miili eftirgreindra punkta: 1. 64°28’N 23°57’V 2. 64°27’N 24“43’V 3. 64°18’N 24°43’V 4. 64°18’N 24°23’V Einnfremur er netaveiði bönn- uð allt árið 1972 í Breiðafírði innan Wnu, sem hugsast dregin úr Skor í Eyrarfjall við Grundar- fjörð. Flug Lof tleiða i eðlilegt horf SÍÐDEGIS í gær komst flug yf- Ir Norður-Atlantshaf i samt lag aftur eftir að flugumsjónarmenn I Kanada sneru til vinnu. f gær kom Loftleiðaflugvél til Kefla- víkur frá Luxemburg og hélt kl. 18 áleiðis tU New York. Flug Loftleiða mun verða með eðlilegum hætti í dag og á morg- un var væntanleg fyrsta flugvél- in hingað frá New York í nærri tvær vikur. Vegna ástandsins þurftu Loft- leiðir að hafa nokkrar flugáhafn- ir erlendis í útilegu og voru þær erlendis í viku tU 10 daga. 1 fyrra- dag komu heim tvær áhafnir, tvær komu í gær og aðrar tvær eru væntanlegar heim I dag. Loðnan: 3000 lestir til Eyja ENGIN loðna veiddist í fyrrinótt og fram eftir degi í gær vegna braeiu á miðunum. — Til Vest- manmaeyja komu hins vegar rúm lega tuttugu bátar í fyrrinótt og gaermorgun með loðnuafla, sem þeir höfðu fengið síðari hluta föstudags, alla um 3000 lestir. — Var Gísli Ámii þeirra aflahæstur með um 300 lestir, en aflton var að öðru leyti mjög miajafn. Bú- izt var við, að löndun úr bátun- um yrði lókið um miðjan dag í gær, og þegar um hádegi voru bátamir famir að tínast út aftur á miðin. Volvo hyggst aðstoða Rússa — við bílaframleiðslu — Smíðar gírkassa fyrir geysistóra verksmiðju í Síberiu Gautaborg, 28. janúar — NTB VOLVO-verksmiðjumar ætla að taka þátt í framleiðsiu mikillar bílaverksmiðju í Kama í Síberíu. Á verksmiðja þessi að framleiða vörubifreiðar. Er rætt um, að framleiðslan þar á vörnbifreið- um verði meiri en heildarfram- leiðslan á vörubifreiðum í allri Evrópu. Þess er vænzt, að afkastageta verksmiðjunnar verði 150.000 vörubílar á ári og að framleidd- ar verði 250.000 vélar og gírkass- ar á sama tímabili. Það er ljóst af viðræðum Volvo og sovézkra stjómvalda, að Volvo á að taka þátt i framleiðslu gírkassanna, en hve mikili hlutur sænsku verksmiðjanna verður, er enn ekki ákveðið. Með smíði Kama-verksmiðj- anna er stefnt að hraðri aukn- ingu Sovétríkjanna á vörubílum. ISLAND; FISKV£!í)ITAKMORK-FISHERY UMIT 200 m. DÝRTARIÍNA-DCPTH CURVE 27,- 1. 1972 Margir bifreiðaframleiðendur á Vesturlöndum eiga að taka þátt í þessari framleiðslu, sem á m.a. að hafa i för með sér, að vöru- bílar með dieselvélum verði al- mennt teknir í notkun í Sovét- ríkjunum. Gert er ráð fyrir, að fyrsti vörubíllinn verði afhentur 1974. Enn lýstur geðveikur! Moskvu, 28. janúar — NTB GEÐLÆKNIN GANEFND hefur ákveðið að halda hers- höfðingjanum fyrrverandi, Pjotr Grigorenko, í gæzluvist á geðveikrahæli í sex mánuði til viðbótar. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu í gærkvöldi. Grigorenko, sem er 65 ára gamall, var handtekirm í Tashkent í mai 1969 fyrir róg- öurð um Sovétrlkin og 8 mán- uðum síðar var hann fluttur á geðveikrahæli í Tsjema-1 jakhovsk fyrir austan Kalin- ' ingrad. Var sagt, að Grigor- enko, sem oft er nefndur „pólitiski hershöfðinginn” ) hefði verið lárttan koma fyrir . nefndina fyrir skömmu. Þar sem geðlækntaganefndin kem I ur aðeins saman tvisvar sinn- | um á ári, eiga eftir að Mða i sex mánuðir, unz mál hans verður tekið að nýju til með- ferðar. Grigorenko var sviptur I stöðu sinni og rekinn úr hern- um sem óbreyttur hermaður * árið 1964, eftir að hann hafði I tekið þátt í margvíslegum i mótmælaaðgerðum. ír 3 Rafmagns- leysið RAFMAGNSLAUST varð í fyrri- nótt á svæðinu frá Aikranesi aust ur að Vík i Mýrdal. Rafmagnið för klukkan rétt rúmlega hálf tvö í fyrrinótt og síðustu stöðv- amar fengu rafmagn á ný um klukkustund síðar. Ástæðan fyr- ir rafmagnsleysinu var yfirslátt- ur úr Búrfellslínu og féll Búr- fell út og sömuleiðis Sogsstöðv- arnar. Dagsbrúnar- kosningar í dag STJÓRNARKJÖRI í Verka- mannafélaginu Dagsbrún verður fram haldið i dag, en það hófst í gær. Kosið er um tvo lista, A og B, og er sá fyrrneíndi borinn fram af stjórn og trúnaðar- mannaráði, en sá síðarnefndi af Friðrik Kjarrval o. fl. Kosið er í Lindarbæ, niðri, og hefst kiosn- ing kl. 10 fyrir hádegi í dag, sunnudag, og lýkur í kvöld kl. 22. Kosningaskrifstofa A-listans er að Freyjugötu 27, en B-listinn hefur sína skrifstofu að Tryggva götu 10. Peningar týndust MAÐUR nokkur, sem þurfti að tana af hendi áríðandi peninga- greiðalu sl. miðvikudag — ár- degis, vair svo óheppinin að tapa úr seðlabúntinu fimm þúsund króna seðli. Ýmislegt bendir til þess að seðilinn hafi tapazt í Miðbæmuim, en þó er etanig hugsanlegt að það hafi gerzt í srtrætisvaigni á leið vestur í bæ, eða á leið þaðan niður i Miðbæ og inn á Hverfisgötu, á móts við Klapparstíg. Skilvís finnandi er beðinn að snúa sér til lögregl- unnar gegn fundarlaunum. * Atta í sjúkrahús Neskaupstað, 29. janúar. SAUTJÁN erlendir toganar hafa komið hingað til Neakaupstaðar í janúanmánuði. Átta skipverjar voru lagðir irun í sjúkrahúsið héir og margir fleiri leituðu læknis. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.