Morgunblaðið - 30.01.1972, Síða 17
MORGUNHLAÐIÐ, SUNINUDAGUR 30. JANÚAR 1972
17
Allan snjóinn, sem kominn var, tók npp á svipstumlu. — Aðeins stöku snjóblettir eru enn eftir í
Hljómskálagarðinum.
Hræritigar meðal
unga fólksins
S.l. miðvikudag birtist hér i
blaðinu grein eftir Baldur Guð-
laugsson í þættinum, Einstakl-
ingshyggja og samtíminn. Síðar
munu fleiri greinar birtast um
þetta efni, eftir nokkra háskóla
stúdenta, og má skoða grein
Baldurs sem inngang þessara
þátta. Er þessi grein hans með
ágætum og lofar góðu um fram-
haldið. Hann segir m.a.:
„Tækni- og fjölmiðlunarþjóð-
félög nútímans hafa tekið
stefnu, sem er ungu fólki víða
um lönd, þar sem þróunarinnar
gætir enn ríkulegar en
hér, mikið áhyggjuefni og sem
ætti að verða sjálfstæðismönn-
um umhugsunarefni En kald-
hæðni örlaganna er sú, að and-
óf gegn þróun þessari, sem brátt
skal nú að vikið, hefur af mis-
skilningi einkum komið frá svo-
nefndum vinstri mönnum hér á
landi og sjálfstæðismenn hafa í
stað þess að taka forystu
I hreyfingunni litið hana sér
f jandsamlega og snúizt til varn-
ar gegn henni. Hver er þessi
þróun? Hún er sú, að það virð-
ist tilhneiging tækni- og neyzlu
þjóðfélaga, hvað svo sem þjóð-
skipulagi líður, að öðru leyti, að
steypa sem flesta einstaklinga 1
sama mót, staðla eiginleika
þeirra og koorta á álkiveðnu, al-
mennu gildismati."
Áður I grein sinni hefur
Baldur sagt:
„Ýmsir þættir þjóðfélagsgagn
rýni undanfarinna ára eru
I anda sjálfstæðisstefnunnar
eins og ég hefði viljað skilja
hana, einkum sá, er leiðir af
vaxandi skilningi á nauð-
Sýn þess að varðveita einstakl-
ingseinkenni og einstaklings-
:frelsi í stöðlunaráráttu nútím-
ans. Skal því ekki leynt, að mér
hafa lengi fundizt ýmsir
„vinstri" sinnaðir viðmælendur
mínir vera efniviður í mikil-
virka sjáifstæðismenn og
því fundizt skjóta nokkuð
skökku við, að þeir álíta Sjálf-
stæðisflokkinn af hinu illa.
Hvað veldur þessu hyldýpi í
millum upplags og atferlis?“
Á þvi leikur enginn vafi, að
þær hræringar, sem verið hafa
meðal ungs fólks, óróleiki og
andstaða gegn þeirri þróun, sem
greinarhöfundur ræðir um, eru í
anda einstaklingshyggju, en
andstæða vinstri stefnu, sósíal-
isma, sem vill aukin yfirráð rík-
isvalds og minna svigrúm ein-
staklinga. Þessar hræringar eru
í grundvallaratriðum í anda
sjálfstæðisstefnunnar, og þvi er
vissulega timabært, að sjálf-
stæðismenn átti sig á þessum
hreyfingum, ekki sizt nú þegar
vinstri stjórn leitast við
að auka opinber áhrif. Síðar
gefst væntanlega færi á að
fjalla nánar hér um þessa þætti,
en látum ungu mennina fyrst
hafa orðið.
Meira að segja
Þórarinn
Fyrst eftir að skattafrumvörp
in alræmdu voru lögð fram á Al-
þingi voru stjórnarsinnar geysi-
montnir og héldu, að þar væru
góð mál á ferðinni. Síðan hefur
sljákkað í þeim og nú er raun
ar svo komið, að þeir gera sér
grein fyrir því, að frum-
vörp þessi eru ekki einungis
hrein hringavitleysa held-
ur mundu þau þyngja skatta á
almenning svo gifurlega, að
ekki yrði við unað. Þess vegna
hafa þeir nú boðað margvísleg-
ar breytingar á frumvörpunum
og munu stjórnarandstæðingar
fylgja því fast eftir, að við þær
verði staðið
Hinu er þó ekki að leyna að
undirbúningur allur að þessari
lagasetningu er með þeim hætti,
að hyggilegast væri að henda
öllu draslinu í ruslakörfuna, en
sjálfsagt verður það ekki gert.
Þórarinn Þórarinsson fjallaði
um skattamál í Tímanum s.l.
sunnudag og segir þar m.a.:
„Stighækkandi tekjuskattar
voru réttlátt og sjálfsagt tekju-
öflunarform á þeim tíma, þegar
tekjuskipting var mjög misjöifn.
Nú hefur tekjuskipting jafnazt
verulega og launamunur orðið
minni en áður. Því verður að
gæta þess, að stighækkandi
tekjuskattar jafni ekki út eðli-
legan launamun, þannig t.d. að
rauntekjur ófaglærðs manns og
faglærðs verði hinar sömu. Þess
verður líka að gæta, að tekju-
skattur leggst tiltölulega þyngst
á launastéttirnar, því að fram-
leiðendur og milliliðir, sem sjálf
ir geta reiknað sér laun, sleppa
alltaf betur, hversu ágætt sem
skattaéftirlitið er. Þess vegna
eiga launastéttir að telja
sér það ekki minna áhugamál,
að tekjuskattar séu hæfilegir
en að hækka sjálft kaup-
ið. Kauphækkanir koma að tak-
mörkuðu gagni ef um helming-
ur þeirra fer i skatta.
Þetta er eitt af þeim höfuð-
atriðum, sem hljóta að setja mik
inn svip á þá framhaldsathug-
un skattamála, sem fyrir hönd-
um er.“
Hér er hyggilega um skatta-
mál rætt, og vonandi að formað-
ur þingflokks Framsóknar-
flokksins hafi þau áhrif, að eft-
ir þessum ábendingum hans
verði farið. Sérstaklega er mik-
ilvægt, að menn hafi það hug-
fast, að heildarskattlagning má
aldrei fara yfir helming, ef ekki
á mjog að draga úr athafnaþrá
manna og tekjuöflun. Þegar
menn borga meirihluta þess, sem
þeir afla, í skatta, hafa
þeir ekki lengur löngun til að
einbeita kröftum sínum.
Nú er sem kunnugt er ráð-
gert að taka allt að 55% tekna
i skatta og það meira að segja
ekki af neinum hátekjum. Slík
skattlagning myndi án e£a valda
því t.d, að helztu aflamenn á
flotanum gengju í land s'kemmri
eða lengri tíma ársins.
Þetta mark má undir engum
kringumstæðum fara yfir 50%,
og væri fyllsta ástæða til þess,
að t.d. sjómannasamtök og hags
munasamtök iðnaðarmanna
beittu sér i þessu efni, því að
55% skattlagningin mun snerta
mjög marga í röðum þess-
ara stétta.
Hvernig á að
haga skatta-
breytingum?
Fátt er jafn viðkvæmt og fyr-
irkomulag skattlagningar, ekki
sízt í þjóðfélagi eins og okkar,
þar sem tekjujöfnun er mikil,
og því ekki um það að ræða, að
verulega beina skatta sé hægt
að hafa af einhverjum hátekju-
mönnum eða auðkýfingum. Þess
vegna ætti að haga skattalaga-
breytingum þannig, að byggt
væri á eldri grunni, en nauð-
synlegar lagfæringar gerðar,
eða þá að langur aðdragandi
yrði að víðtækum breytingum
og öllum þjóðfélagsstéttum gæf-
ist kostur á að kynna sér þær
rækilega, áður en þær yrðu lög-
festar. Hlyti slíkt að skipta
fremur árum en mánuðum, jafn
flókin og þessi mál eru.
Raunar er ekki vitað til þess,
að í neinu landi hafi verið gerð
algjör kolibylting á skattlagn-
ingu, nema þá að afloknum
styrjöldum eða byltingum, en
núverandi ráðamenn íslenzku
þjóðarinnar telja sig karla
í krapinu, þá muni ekkert um
það að hrista slikt smáræði eins
og umbyltingu skattakerfis-
ins fram úr erminni.
Afleiðing flumbruháttarins er
nú samt orðin sú, að enginn veit,
er hann gengur frá fram-
tali sinu þessa dagana, eftir
hvaða lögum skattar verða á
hann lagðir, hvaða frádráttarlið
ir verða teknir tii greina og svo
framvegis. Er það raunar móðg-
un við hvern einasta skattgreið-
anda að ætla honum að ganga
frá framtölum sínum, án þess að
löggjöf sé um skattana í megin-
efnum a.m.k.
En vinstri stjórnin hefur
valdið, og vinstri menn telja,
að því eigi að beita alveg óháð
hagsmunum borgaranna. Þeir
segja: Ríkið, það er ég.
V erðhækkanirnar
Þegar eftir gengisfellinguna
í desember og kaupgjaldshækk-
animar varð Ijóst, að miklar
verðhækkanir mundu verða
innanlands, enda öhjákvæmi-
legt, að íslenzk iðnfyrirtæki fái
að hækka vörur sínar vegna
hækkaðs hráefnisverðs og auk-
ins launakostnaðar, og sama er
raunar að segja um þjónustu-
fyrirtækin.
Fram að þessu hafa þó fáar
verðhækkanir verið leyfðar
miðað við það, sem hlýtur að
verða á næstu vikum. Vinstri
stjórnin hefur talið réttt að
ganga á þá sjóði, sem atvinnu-
fyrirtækin kynnu að eiga.
Sömuleiðis hefur hún talið
ástæðulaust að bæta þeim fyrir-
tækjum bæjarfélaga, sem orðið
hafa fyrir mikilli útgjaldaaukn
ingu, tjónið, sem af því hlýzt.
Hún hefur talið gott að ganga
einnig á hugsanlega sjóði slikra
fyrirtækja og kjörorðið hefur
verið: Flýtur á meðan ekki
sekkur.
Raunar er líka önnur skýring
á þeirri íhaldssemi, sem i þessu
efni hefur gætt hjá ríkisstjórn-
inni, en hún er sú, að kaup-
gjaldsvísitöluna 1. marz á að
miða við raunverulegt verðlag
fyrstu dagana í febrúar, en
hækkanir, sem síðar koma,
verða ekfci teknar til greina við
útreikning kaupgjaldsvísitölu
fyrr en 1. júní.
Stjórnarherrarnir eru nú
farnir að gera sér grein fyrir
afleiðingum þeirrar verðbólgu-
stefnu, sem þeir hafa rekið, og
nú er leitazt við að halda
kaupgjaldsvísitölunni niðri,
bæði með gamalreyndum ráðum
og eins með óheiðarlegustu
klækjum, sem þekkzt hafa í sam-
bandi við vísitöluútreikninga,
eins og sýnt hefur verið fram á
bæði hér í blaðinu og annars
staðar, hvort svo sem stjórninni
takast nú þessar brellur
eða ekki.
Alveg er þó Ijóst, að rikis-
stjórnin beitir öllum ráðum til
að koma í veg fyrir að kaup-
hækkanirnar, sem framundan
eru, komi inn í vísitölu 1. marz.
Þeim greiðslum á að fresta til
1. júní og launþegar eiga að
bera hækkanirnar bótalaust til
þess tima.
Vera má að þetta sé nauðsyn-
Iegt, eins og vísi töiuskerði n gin
um 4% miðað við núverandi upp-
hæð nefskattanna, sjúkrasam-
lagsgjalds og aimannatrygginga-
gjalds, en 6% miðað við það,
sem fjármálaráðherra telur, að
þessi gjöld hefðu nú þurft að
hækka. Ef þessi kjaraskerðing
frá þeim samningum, sem gerð-
ir voru í byrjun desember, er
nauðsynieg ætti stjórnin þó
auðvitað að koma hreint til dyr-
anna og segja landsmönnum
það, en fara ekki aftan að
öllum þeim fjölmörgu félaga-
samtökum, sem launasamninga
gerðu í desember — og raunar
um leið öðrum, þar á meðal op-
inberum starfsmönnum. Slíifc
ósvífni hefur aldrei þekkzt í ís-
lenzkum stjórnmálum, og víst er
um það, að hún á eftir að verða
vinstri stjórninni dýrt spaug.
Umræður um
landhelgina
Umræður um landhelgismál
munu verða miklar á næstunni,
og vonandi tekst að ná sam-
stöðu um aðgerðir okkar í land-
helgismálinu. Þar riður á mestu,
að menn átti sig á því, að nauð-
synlegt er að byggja aðgerðim-
ar á landgrunnskenningunni,
en ekki ákveðnum míluf jölda.
Upplýst er, að bæði Banda-
ríkjamenn og Rússar munu
miklu fremur sætta sig við frið-
unaraðgerðir á landgrunninu
öllu, ef ekki er miðað við ákveð-
inn milufjölda, sem virðist vera
eitur í beinum beggja þessara
stórvelda. Líklegt er einnig, að
Bretar og Þjóðverjar yrðu ekki
eins andsnúnir okkur, ef byggt
er á landgrunnsstefnunni, sem
við Islendingar höfum fylgt allt
frá árinu 1948, er lögin um vís-
indalega verndun fiskimiða
landgrunnsins voru sett, í stað
ákveðins míluf jölda.
Eignarréttur strandríkja að
botni landgrunnsins er nú við-
urkenndur að alþjóðalögum, og
enginn efi er á því, að hafið
yfir honum mun á eftir fylgja,
enda benti stórblaðið New
York Times á það í ritstjórnar-
grein á sl. vori, að Truman
Bandaríkjaforseti hefði markað
þá stefnu, þegar hann setti lög
um hagnýtingarrétt Bandaríkja-
manna að botninum á land-
grunninu undan ströndum þess
ríkis
Ásakanir óþarfar
Þess er að gæta í sambandi
við landhelgismálið, að ástæðu-
laust er að ásaka núverandi
stjórnarflokka fyrir það að
binda sig við 50 mílur á sl. vori.
Þá vissu þeir ekki frekar en
aðrir, að þróunin í átt til
okkar sjónarmiða mundi verða
jafn ör á alþjóðavettvangi og
raun hefur á orðið. Þeir töldu
50 mílurnar það ítrasta,
sem unnt væri að fara, og
höfðu ekki þekkingu á því, að
aðrar þjóðir mundu verða okk-
ur vinsamlegri, ef við miðuðum
við landgrunnið, en ekki þenn-
an mílufjölda.
Nú eru aðstæður breyttar
eins og alþjóð veit. Undirbún-
ingsfundurinn undir hafréttar-
ráðstefnuna, sem haldinn var í
júlí og ágúst, var okkur miklu
hagstæðari en menn fyrirfram
þorðu að vona, og landgrunns-
kenningin á stöðugt vaxaridi
fylgi að fagna.
Þess vegna er eðlilegast að
gleyma öllum fullyrðingum um
þetta mál, sem viðhafðar voru
fyrir tæpu ári, en reyna síðan
að snúa saman bökum um þáð
að fara hina skynsamlegusíu
leið, og stjórnarflokkarnir verða
einungis ásakaðir, ef þeir þver-
skallast við að meta aðstæður
rétt, eins og þær nú eru.