Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1972 Frá 1. febrúar verður símanúmer okkar 86-100 > Sambano frá skiptiborði við vöruafgreiðslu og skrifstofu. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Armúla 27. Afgreiðslustúlko óskust í gleraugnaverzlun. Lágmarksaldur 20 ára. Tilboð með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 5. febrúar merkt: „Gleraugnaverzlun — 3393“. Tízkúefni Tízkuefni nýkomin í úrvali, aðeins til hjá okkur. DÖMU- OG IIERRABÚÐIN, Laugavegi 55. Húttsettur embættismuður í Washington óskar eftir ungri stúlku til að- stoðar við létt húsverk. Þrennt í heimili. — Ferðin greidd -\- laun. Tilboð og mynd sendist Morgunblaðinu, merkt: „Washington — 5599“. FOT - FRAKKAB BUXUR - JAKKAR 0. FL. Laugavegi 39 og Vesturgötu 17 Stórkostleg verðlœkkun Aðeins fáa daga IIIN ÁRLEGA HLJÓMPLÖTUUTSALA OKKAR HEFST MÁNUDAGINN 31. JANÚAR í HLJÓMPLÖTUVERZUNUM OKKAR AÐ LAUGAVEGI 24 KL. 9.00 F.H OG AÐ SUÐURLANDSBRAUT 8 KL. 1.00 E H. STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á ÖLLUM TEGUNDUM HLJÓMPLATNA MEÐ TÓNLJST VIÐ ALLRA HÆFI. ★ POPPTÓNLIST ★ MILLIMÚSIKK ★ KLASSISK TÓNLIST ★ ÍSLENZKAR PLÓTUR VERÐLÆKKUN ALLT AÐ 75%. FÁLKIN N HLJÓMPLÖTUDEILD, SUÐURLANDSBRAUT 8, LAUGAVEGI 24. Enn eitt heroinsmygl New York, 28. jan. NTB. FJÓRIR Bandaríkjamenn bafa verið handteknir í New York fyrir að smygla inn í landið 40 kg af frönsku hero- í ini, sem á fíknilytjamark- ' aðinnm er talið myndn vera að verðmæti um 15 millj. dollara. Skýrði talsmaður bandarískra yfirvalda frá þessu í gær. Heroininu var smyglað í köss um, sem að öðru jöfnu inni- halda kampavínsflöskur. Tveir af mönnunum fjórum voru handteknir í fyrrinótt eftir æsingakenndan bílaeltingar- ' leik og fundust þá 20 kg af heroini í bil þeirra auk vél- byssu og um 150.000 dollara i reiðufé. Tveir menn til viðbótar voru síðan handteknir í hús- rannsókn í Palisaedes Park í New Jersey og fann lögreglan þar enn 20 kg af heroini í kassa með kampavínsflöskum. A síðustu sex mánuðum hafa fundizt 114 kg af heroini á New York svæðinu. Þá hef- ur verið lagt hald á svipað magn í Evrópu, sem átti að smygla til Bandaríkjanna 0 1 Fagnaður sjálf- stæðismanna í Dalasýslu UNDANFARIN ár hafa Sjálf- stæðisfélögin í Dalasýslu efnt til l. des.-fagnaðar. Að þessu sinni seinkaði þeirri hátíð. Var hún haldin að Tjarnarþandi í Saurbæ, laugardaginn 15. janúar. Var þar saman komið sjálf- stæðisfólk úr héraðinu og gestir, m. a. alþingisimennirnir Friðjón Þórðarson og Jón Ámason, svo og dr. Gunnar Thoroddsen, sem flutti aðalræðu kvöldsins. Frú Kristjana Ágústsdóttir stjórnaði skemmtuninni. Frú Sigurrós Sig- tryggsdóttir las upp kvæði. Þá var sýndur stuttur leikþáttur. Leikendur voru allir úr Saurbæ: Helga Lárusdóttir, Björn Sæ- mundsson og Smári Ingvarsson. Leikstjóri var Einar Árnason. Þá var f jöldasöngur við undir- leik Halldórs Þórðarsonar og Kristjáns Ólafssonar, sem einnig léku fyrir dansi, er stiginn var fram á nótt. Veður var hið fig- ursta og allir vegir færir. Skemmtun þessi þótti hin bezta. — Fréttaritari. Gromyko Tókíó, 28. janúar AP ANDREI Groniyko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hélt i dag heimleiðis eftir 6 daga vel- heppnaða opinbera heimsókn i Japan. Við brottförina frá Tókíó- flugvelli sagði Gromyko, að Sov- étríkin hefðu ekkert á móti því, að Japanir eða aðrar þjóðir ykju samskipti sín við Kina, svo fremi sem þau hefðu ekki neikvæð áhrif fyrir Sovétríkin. Gromyko og japanskir ráða- menn urðu ásáttir um að hefja formlegar friðarviðræður milli landanna síðar á þessu ári. Fréttamenn segja að Gromyko hafi verið mjög brosmildur við brottförina og leikið á als oddi. Innilega þakka ég öllum, sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á sjötugsafmæli minu 17. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Andrea Jónsdóttir frá I.eiriiöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.