Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1972 3 Sr. Þórir Stephensen: T ALENTURN AR í DAG hefst 9 vikna fastan. Það er forn siðvenja meðal kaþólsikra manna að fasta á vissum tímuim ársins. Mesta fastan, hin svotkallaða Langafasta er síðustu sjö vikurnar fyrir páska. Þá skyldu menn minnast pinu Krists með þvi að temja sér sjáifsalneitun. Sjálf fastan hófst á öskudaginn og var kjöt- fasta til páska, nema á sunnudögum. Dagarnir, sem fastað var, urðu því 40 eins og dagarnir, sem Jesús fastaði í eyðimörkinni. Ýmsum þótti þetta hins vegar of ströng fasta, vildu fá að borða kjöt oftar í viku, en hafa tímabilið lengra. Þannig varð 9 vikna fastan tiL Hugleiðingarefni þessa fyrsta sunnu- dags hennar er um manninn sem sam- verkamann Guðs. Einn af textum dags- ins er sagan um talenturnar. Mig lang- ar til að fara um hana hér fáeinum orðum. Fyrst skulum við rifja upp helztu atriði sögunnar. Ríkur maður var að fara í utanför og fól þjónum sínum að ávaxta á með- an fjármuni hans. Þeir fengu misjafn- lega margar talentúr hver, og er hús- bóndinn kom aftur skiluðu þeir arði allir nema einn. Húsbóndinn gladddst yfir góðum árangri hinna trúu þjóna, en hinn illi og lati þjónn olli honum mikilla vonbrigða, og þeir hlutu að skilja. En hvað þýðir orðið talenta? Á þeirra tíma vísu táknaði það ákveðna, háa fjárupplhæð, sem á nútíðargengi mundi nema mörgum tugum þúsunda króna. Af þvi er auðséð, að öllum var þjón- unum þvi í raun og veru trúað fyrir miklu. En hvað táknar orðið þá gagnvart okkur i dag? því að sagan um talent- umar er dæmisaga, sem á að tala ti] okkar á líkingamáli. Ef til vill kemur merkingin hvað bezt i ljós af hugtaki þvi, sem flest erlend mál leggja i þetta orð „talent". Þar táiknar það gáfur mannsins og hæfileika, jafnvel snilli- gáfu. Við hugsum sennilega sjaldan út í það, hvað orðið „gáfa“ þýðir. Það þýðir „gjöf“. Þeim, sem ved eru gefnir, hefur skaparinn gefið mikið veganesti fyrir lífið, og öllum er gefið nesti við sitt hæfi. Það er eins með okkur og þjónana í dæmisögunni, að okkur er mismikið gefið eða i hendurnar fengið. En hitt er þá engu að siður staðreynd, að af þeim, sem meira er gefið er meira kraf- izt. Húsbóndinn í dæmisögunni táknar Krist. Kristur var að þvi kominn að yfirgefa lærisveinana, er hann sagði þeim þessa dæmisögu. En þeir áttu eft- ir að mæta honum aftur, og þá áttu beir að standa honum reikningsskap ráðsmennsku sinnar, gera honum grein fyrir hversu þeir hefðu ávaxtað það, sem þeim hafði verið í hendur fengið. Sagan um talentumar minnir okkur því á skuld okkar. Þó ekki skuld, sem við getum sett á skattaskýrslu og talið okkur vexti af til frádráttar og skatta- lækkunar. Nei, hún er annars eðlis. Við erum i skuld við Guð vegna okkar eigin lífs og alls, sem það veitir okkur. Okk ur hefur, eins og þjónunum í dæmisög- unni, verið trúað fyrir eignum, semvið höfum full umráð yfir og ráðum, hvern- ig við notum. En fyrr eða siðar verðum við krafin reikningsskiia fyrir þær. Hver einasti maður hefur fengið sin- ar talentur frá Guði. Við höfum, ldkt og þjónarnir, fengið þær misjafnlega marg ar, og við hljótum líka misjafnar að- stæður til að þroska þær og ávaxta. En hvort sem talenturnar eru fáar eða margar, þá eru þær til okkar komnar frá Guði, og hann krefur Okkur arðs af þeim. Arðurinn er þó ekki undir ytri kjörum einum kominn. Fáir eða engir hafa búið við fátæklegri ytri kjör en postularnir, sem þó hafa áreiðanlega skilað mjög góðum arði. Aðalatriðið er, að maðurinn noti talentumar sínar að hans vilja og í hans þágu. Það er alltaf á valdi mannsins, hvemig sem ytri kjör- um og umhverfi er háttað. Lesandi minn. Þú ert minntur á það í dag, að er þú fæddist var þér lánað ýmislegt, sem þér var nauðsynlegt til lífsins hér á jörð. Sá sem það gerði, hefur og reyndar bætt ýmsu við í ár- anna rás. Þetta er þó ekki eign þin. Þú ert settur yfir það sem ráðsmaður. Þegar þú hefur lokið lífsferð þinni um þessa jörð, þá mætir þú eigandanum, honum sem fékk þér talenturnar í vega- nesti. Og þá verður þú spurður um arð- inn. Hvemig hefur þér gengið að ávaxta það, sem þér var trúað fyrir? Sá, sem á það, er kærleikurinn sjálíur. Þú veizt vel til hvers hann ætlast af þér, — að þú notir það öðrum til góðs, að þú sýnir sem mest af óeigingjörn- um kærleika, að spor þín um jörðina þekkist af fómfýsi þinni. Já, hann vill fá þig sem samverka- mann að málefnum kærleikans hér á jörð. Hann hefur ákveðnar fyrirætlanir um framtið heims og manns. En hann ætlar ekki að vinna að þeim einn. Við eigum þar líka hlutverk að vinna, og það er m.a. undir okkur komið, hvert verður hlutfall bö'ls og blessunar í lifi komandi ára. Það er undir því komið, hvernig við ávöxtum talenturnar okkar. Gleymdu því aldrei, og þakkaðu Guði fyrir hvern dag, sem hann gefur þér til að vinna fyrir hann. er í anda Stækkun fiskveiðilandhelginnar þeirrar stefnu í fiskveiðimálum sem Evrópuráðið mælir með FUNDIJR ráðgjafaþings Evr- ópuráðsins var haidinn í Stras- bourg 19.—26. þ.m. Fund þenn- an sóttu af islands hálfu Bragi Sigurjónsson, bankastjóri, Ingv- ar Gíslason, alþingismaður og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður íslenzku sendinefnd- arinnar. Meðal mála, sem komu fyrir þingið, var tiliaga frá landbún- aðamefnd um ályktun um fiski miálaisttefmu E f nah<Bigsbanda'lags- iins eftir fyrirhugaða stækkun þess. Inigvar Gíslason, sem er fuiltrúi íslands í landbúnaðar- nefndinni, bar fram breytingar tillögu, sem nefndin gerði að sinini tillögu, þar sem lýst var þeirri skoðum, að stefna Efma- hagsbandalagsins í fiskveiðimál unum skyldi leiða til góðrar sam vinnu við þær fiskveiðiþjóðir Evrópu, svo sem ísland, sem ekki ger-a ráð fyrir að sækja um inngöngu í bandalaigdð. Tillögur ian d b ú n a ðai'n'efndari nnar í máli þeisisiu voru samþykktar sam- hljóða. í umræðum u-m málið tóku til máls Ingvar Gíslason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Hér fer á eftir ræða Þorvald- ar Garðars Kristjánssonar: Herra forseti. Ég þakka hinum ágæta fram- sögumanni hr. Scott-Hopkims, fyr ir hams góðu skýrslu um hina almennu fiskimálastefnu Efna- haigsbandalagsins. Þó að þáltl. nr. 3081 fjalli um fiskimálastefnu Efnahaigsbanda- lagsins, er hér um mál að ræða, sem vtarðar okkur aJla, hvort sem iönd okkar eru aðiiar að Efnahiagsbandalaginu eða ekki. Þetta leiðir af sjálfu sér og hef- ir alveg sérsitaka þýðingu fyrir mitt land, ísland. Hr. foreeti. Ég vil mega vekja athygli yðar á nokkrum atriðum í þáltl. þessari. í 9. gr. tillögunnar er lögð áherzla á þá skoðuji, að endur- urskoðaðar reglur um fiskimála- stefmu Efnahagsbandaiagsins skuli miða að vemdun fiski- stofnanna og vömum gegn of- veiði og mienigun úthiafannia. Frá mínu sjónarmiði er þetta kjarni málsins. Þýðingarmiesita atriði hverrar fiskimálastefnu er að draga hina réttu markalínu milii fiskiverndar og hagnýtmgar auð æfa hafsins. Fræðilega getur verið hægt að gera nægar friðunarráðstaf- anir með samkomulagi milli þjóða, sem stunda fiskveiðar á ákveðnum hafsvæðum. Reynsl- an hefir hins vegar sýnit, að slíkar samikomulagsiaðigerðöir hafa svo sannarlega borið rýran ávöxt og erfitt hefir reynzt að kerfisbinda slíkar aðgierðir. Á hinn bóginn er stramdríkið, sem hefir lífshagsmuna að gæta, í beztri aðstöðu ti'l að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru. f þessu saimbamdi vek ég at- hygli yðar, hr. forseti, á 62. gr. í greinargerð þáltl., sem hér er til umræðu. Þar er tekið fram í þessu sambamdi, að reymslan hafi sýnt, að reglur einstakra ríkja innan landhelgi sinnair geti haft heillavænileg áhrif til varð- veizlu á náttúruauðæfum á siama tíma sem alþjóðlegar til- raunir hafi reynzt ófullnægjandj í þessu sambandi. Þessi skoðun á sérstakan rétt á sér hvað varðar Island, sem ekki myndi vera sjálfstætt rrki nema vegna fiskveiða sinna. Svo mikilvægur er sjávarútvegurinn fyrir land mitt. Mikilvægi fiskveiðanna fyrir íslenzku þjóðina lýsir sér í þeirri staðreynd, að flestar lifsnauð- synjar verður að flytja inn er- lendis frá vegna þess, hve land- ið sjálft er harðbýlt. Þennan inn- flutning verður að greiða með útflutningi, sem fram til síðustu ára hefir 90% verið fólginn í fiskafurðum. Vegna þessa varða fiskveiðarnar bókstafiega lif eða dauða fyrir íslenzku þjóðina. Án fiskveiðanna myndi landið ekki vera byggilegt. Málið er svona einifalt og frekari útskýringar gætu engu aukið við þessa aug- ijósu staðreynd. Með skírskotuin til þessa verð- um við að viðurkenna, að engu landi getur verið betur treyst- andi en íslandi til að varðveita eða eíla fiskistofnana á hinum þýðingarmiklu fslandsmiðum. Kaupmannahöfn Brottför alla sunnudaga kr. 14.900,— Flugferðir, hótel og tvær máltíðir í heila viku. London Brottför alla laugardaga og sunnudaga kr. 13.600,— Flugferðir, gisting og morgunv. í heila viku. SUNNA GEFUR YÐUR MEIRA FYRIR PENINGANA Laegstu fargjöld á öllum flug- leiðum. Fljótar staðfestingar á hótelpöntunum- og flugferð- um með beinu fjarritunarsam bandi (telex) beint við útlönd. IT-Ferðir. Einstaklingsferðir á hópferðakjörum með áætlun- arflugi. Ótrúlega ódýrar utan- landsferðir með leiguflugi. Kynnið ykkur hin einstæðu og hagkvæmu ferðakjör SUNNU. Mikill fjöldi annarra vetrarferða. Einstaklingsferðir á hópferðakjörum. Lang stærsta ferðaúrval á íslandi er auðvitað hjá stærstu ferðaskrifstof- unni. — DÆMI: Ítalíuferðir 10 dagar kr. 14.900,— Austurríki 10 dag- ar 16.400,— Mallorka 12 dagar kr. 17.600,— Costa del Sol 12 dagar frá kr. 17.600,— Kanaríeyjar beint frá Keflavík hálfsmánaðarlega frá kr. 17.800,— (Kanarieyjaferðir með viðkomu í London eða Kaupmannahöfn í hverri viku). Leikhúsferðir til London og Kaupmannahafnar. Ferðir á sýningar og ráðstefnur í mörgum löndum. Kaupsýslu- og skemmtiferðir til Tokyo og Hong Kong á svo lágu verði að menn hafa efni á að taka eiginkonuna með. Fjölskyldufargjöld til Norðurlanda og Bretlands. Egyptalandsferðir fyrir sama verð og Spánarferðir. Kynnið ykkur ferðalögin hjá SUNNU, áður en þér ákveðið ferð, það borgar sig. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. 1 þessu sambandi verðum við að hafa í huga, hvað sé hið ákjósanlegasta ástand varðandi hagnýtingu fiskistofnanna. Það ástand er fólgið í að viðhalda hámarksafla, þ.e. að veiðiálagið sé að því marki, að fiskmagn sé tryggt í stöðugu hámarki. Ef veiðiálagið fer fram úr þessu marki annaðhvort með auknu átaki eða bættri veiðitækni minnkar heildaraflinn og um of- veiði verður að ræða. 1 samræmi við þetta er meg- intilgangur fiskirannsókna að afla nauðsynlegrar þekkingar til að koma raunhæfu skipulagi á hinar ýmsu veiðar og ná þannig hámarki stöðugs aflamagns hinna ýmsu fiskitegunda. Menn Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.