Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÖ, SUNINUDAGUR 30. JANÚAR 1972 'megmMM^ Oitgefandl hf. -Áwefeur, fteykJaMk Ffiamícivaemdastjórl Harafdur Svefns&on. Himayórar Mattfhfas Johanwessefl/ Eýjöllfur KonTáð Jórisson- AðstoBarritstjóH Styrm-k Gunnarsson. RitstJ6«TaríuM*ríil ÞiorbEiöm GuBmundsson Piéttastjórl Bjöín JóThanimon. Atiglýsingöstjörf Ami G&rðar Kristlnssqn. Ritstjórn og atfgreiðsia Aöa'istreít! ©, aíml 1Ö-100. AugBýaingair Aðalswaatl ©, simf 22-4-80. AsikriftargJa'Itf 225,00 kr é wáraiðí innanlande I tausasöTu 16,00 ikr eintokið I OGÖNGUM I SKATTAMALUM Oíkisstjórnin er komin í al- ** varlegar ógöngur með skattafrumvörp sín. Þegar frumvörpin voru lögð fram, kepptust talsmenn stjórnar- innar um að lofa þær breyt- ingar, sem í þeim felast. En síðan hafa viðhorfin breytzt. Sýnt hefur verið fram á, að útreikningar fjármálaráð- herra á skattbyrði skv. frum- vörpunum standast ekki og skattbyrðin þyngist stór- lega, ekki sízt á launa- fólki með miðlungstekjur, ásamt einstökum hópum öðr- um, svo sem öldruðum og ein- stæðum foreldrum. Miðstjórn Alþýðusambands íslands hef- ur gagnrýnt frumvörpin harðlega, enda þótt Björn Jónsson, forseti ASÍ, hafi ver- ið einn af helztu höfundum þeirra. Samband íslenzkra sveitarfélaga og fjölmargir forsvarsmenn sveitarfélaga hafa bent á alvarlegar afleið- ingar þess fyrir fjárhag ým- issa sveitarfélaga, verði tekjustofnafrumvarpið að lög um. Samtök atvinnuveganna hafa vakið athygli á þeirri augljósu staðreynd, að með skattairumvörpum ríkis- stjórnarinnar eru skattaálög- ur auknar verulega á at- vinnuvegina og samkeppnis- aðstaða þeirra gagnvart er- lendum keppinautum versn- ar. Mótmæli og ábendingar vegna augljósra galla á skattafrumvörpunum hafa orðið til þess, að talsmenn ríkisstjórnarinnar og stuðn- ingsblöð hennar hafa hopað af hólmi og viðurkennt í öll- Um meginatriðum þá gagn- rýni, sem Morgunblaðið og .málsvarar Sjálfstæðisflokks- ins hafa borið fram á skatta- frumvörpin. Sýnt er nú orð- ið, að stjórnarflokkarnir munu fallast á verulegar breytingar á frumvörpunum í meðferð Alþingis næstu daga og vikur. Væntanlega verður það til þess, að skatta- álögurnar, sem af frumvörp- unum leiða, verða ekki jafn þungbærar og ella. Hins veg- ar hefur fjármálaráðherra fyllilega gefið í skyn, að verði ríkissjóður fyrir tekju- tapi af þeim ástæðum, verði að afla þeirra tekna með öðr- um hætti. Almenningur get- ur því átt von á nýjum glaðn- ingi af hendi ríkisstjórnarinn- ar til þess að standa undir gegndarlausri eyðslusemi st j órnarvaldanna. Ríkisstjórnin hefði getað komizt hjá þessu öngþveiti í skattamálunum, ef hún hefði beitt skynsamlegum vinnu- brögðum. í fjármálaráðherra- tíð Magnúsar Jónssonar hafði mikið starf verið unnið til undirbúnings endurbótum á skattakerfinu. Núverandi rík- ísstjórn tók við því undirbún- ingsstarfi, en hafði ekki vit á að halda því áfram með hag- kvæmum hætti. Þess í stað var rokið til að semja í flaustri og flýti skattafrum- vörp, sem nú er komið í ljós, að ekki er með nokkru móti hægt að afgreiða óbreytt á Alþingi, og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Hyggi- legra hefði verið af stjórn- inni að fara hægar í sakirnar, en leggja í þess stað betur undirbúin frumvörp fyrir þingið. En það er ekki henn- ar háttur. í tveimur stórum málum hefur hún nú orðið að hopa. Varnarmálin hafa ver- ið lögð á hilluna vegna mik- illar andstöðu almennings í landinu við stefnu stjórnar- innar í þeim efnum. Og nú verður stjórnin að viður- kenna, að skattafrumvörpin eru ekki afgreiðsluhæf á Al- þingi. Ríkisstjórn getur ekki verið þekkt fyrir slík vinnu- brögð. Öngþveiti og óvissa essa dagana eru skattgreið- endur að ganga frá skattskýrslum sínum. Ríkis- skattstjóri hefur gert það, sem í hans valdi stendur til þess að auðvelda skattgreið- endum þetta verk miðað við það óvissuástand, sem nú rík- ir. Hann hefur látið útbúa ný eyðublöð m.a. með það í huga, að ekki mundu mikil vandamál af því leiða, þótt breytingar yrðu á skattalög- um. Hann hefur einnig sent út leiðbeiningar, sem að sjálf- sðgðu byggjast á gildandi íogum, enda ekki eftir öðru að fara. Þá hefur hann veitt nokkru lengri frest til þess að skila skattskýrslum en venja hefur verið, vegna þeirrar tafar, sem varð á út- sendingu skattskýrslna. Á hinn bóginn er ljóst, að það óvissuástand, sem ríkir í skattamálunum veldur skattgreiðendum miklum erf- iðleikum. Þeir hafa t.d. enga möguleika á því að gera sér grein fyrir á hvaða grund- velli skattlagning fer fram í ár. Skattafrumvörp ríkis- stjórnarinnar eru þar enginn mælikvarði, því að fyrirsjá- anlegt er, að verúlegar breyt- ingar verða gerðar á þeim. Helgi Hálfdanarson: Sokkrokkismi SÁRT hefur margur harmað það tjón, sem íslenzk tunga beið, er hún týndi niður hinum fornu hljóðum y og ý. Góð- skáldið Jón Heigason kallar það eiítt- hvert mesta óhapp, sem á daga hennar hafi drifið. Víst er um það, að fegurra væri mál vort nú, hefði oss tekizt að varðveita þá fjölbreytni í hljóðkerfi þess, sem þar fór forgörðum. Þarna hafa Islendingar meira að segja glutrað niður nokkru af marglofuðum bpk- mennta-arfi sínum, því að listgildi hins forna kveðskapar hefur víða rýrnað með hvarfi þessara hljóða. Vel mætt- um vér láta oss þennan vesaldóm að kenningu verða og kappkosta þeim mun fremur að vernda alit það, sem tungu vorri má til prýði telja. Að sjálfsögðu hlýtur það jafnan að verða nokkurt áhorfsmál á hverri tið, hvers konar for- ráð séu þróun málsins til heilla. En því fremur er umræða gagnleg, að góður vilji er ekki einhUtur. Hér verður drepið á eitt atriði, sem varðar þróun tungunnar á vorri tíð og verður ef til vill síðar meir talið til áfaHa af því tagi, sem. getið var í upp- hafi. Það er alkunina, að notkun persónu- og eignar-fornafna í islenzku hefur að undanförnu tekið verulegum breyting- um. Það má heita liðin tíð, að hægt sé að beygja fornöfn 1. og 2. persónu í eig- inlegri fleirtölu sinni eða bregða fyrir sig eignarfornöfnunuim vor og yðar, nema sérstakur stíil heimili, og varla nema mál sé i hátíðlegra lagi. (Þéranir koma ekki þessu máli við). Hins vegar virðast fáir gera sér Ijóst, hvllíkt tjón þessi þróun er að vinna; þvi þar er um að ræða veruleg spjöll á svipmóti máls- ins og hljómfegurð. Um klið tungunn- ar, sjálfa músík málsins, er fátt mikil- vægara en hljómur þeirra orða, sem hafa mesta tíðni. Það má því ljóst vera, hve miklu varðar um svo ráðrík orð sem persónu- og eignar-fornöfn. Raunar gæti fátt sambærilegt orðið fremur til að spilla hljómþokka málsins en að afrækja fleirtölumyndirnar vér og þér og klifa í þeirra stað á tvitölu-myndunum við og þið, sérstaklega vegna þess, að í stað beygingarinnar oss, vor kemur hin ein- hæfa og óhrjálega beyging okkur, okk- ar. Og þegar eignar-fornöfnin hrekjast sömu leiðina, keyrir um þverbak. 1 stað hinna fögru og breytilegu beygingar- mynda eignar-fornafnsins vor kemur okkar brokkandi í öllum föllu-m allra kynja. Það hefur aldrei þótt til prýði að láta tvöfalt k vaða uppi í máli, og fyrr mætti það njóta réttar síns en að svæla undir sig slík völd. Þó að hér verði þvi miður ekki aftur snúið, úr því sem komið er, má enn miklu bjarga, ef vér temjum oss að nota fremur fleirtöluna vér og þér og eignar- fornöfnin vor og yðar svo oft sem við verður komið. Þeir eru sem betur fer ófáir, sem enn halda þeim sið. Ekki alls fyrir löngu heyrði ég svo að orði komizt í ræðu: Barátta vor Islendinga fyrir sjálfstæði voru sitendur enn, og oss er ljóst, að kostir lands vors og frelsi þjóðar vorrar er það bezta, sem niðjar vorir taka i arf eftir oss, sem nú lifum. En skömmu siðar las ég blaðagrein, sem að nokkru mætti lýsa með þvi að víkja þessum orðum við: Barátta okkar Islendiraga fyrir sjálf- stæði okkar stendur enn, og okkur er ljóst, að kostir lands okkar og frelsi þjóðar okkar er það bezta, sem niðjar okkar taka í arf eftir okkur, sem nú lifum. Langoftast fer eignarfaills s eða r á undan þessum skelfilegu orðum, svo að í ræðu sumra manna skiptast á sokkar og rokkar í sífellu, og er átakanlegt á að hlýða. Einhver hefur sagt mér, að orðið hottintotti sé til komið fyrir það, hve tvöfalt t hafði mikla tíðni í máli þeirra manna, sem svo eru nefndir. Hvað sem hæft er í því, mega Islending- ar vænta þess, ef svo fer fram sem horfir, að verða kallaðir sokka-rokkar meðal þjóða heims. Ekki er mér grunlaust um, að andúð margra á þérunum eigi nokkra sök á þeim slysum, sem hér eru orðin. Yms- um mun þykja það alþýðlegri háttvisi og kannski nokkru hlýlegri að sleppa þérunum, og kalla þá ekki nóg að gert, nema fleirtölunni sé með öllu útrýmt úr fornafni 2. persónu, hvort sem rætt er við einn eða fleiri, og láta ekki heldur við það sitja, en höggva til vonar og vara einnig fleirtöluna af fornafni 1. persónu, og linna ekki fyrr en eignar- fornöfnunum vor og yðar hefur líka verið fleygt á haug. Þvi miður hefur á því borið, að þessi sokkrokkismii ætti sér formælendur meðal kennara; í sumum kennslubók- um er raunar ýtt á eftir þessari þróun sem allra lengst. Jafnvel verður þess vart, að prestastéttin sé farin að hrasa í þessum efnum; og bregðast þá kross- tré sem önnur, ef sú stétt gerist sek um málspjöll, sem öðrum fremur hefur bor- ið uppi ísienzka menningu allt frá upp- hafi. En nú heyrist það satt að segja æ oftar, að prestar biðji guð að líta í náð til okkar og gefa okkur það sem okkur er fyrir beztu. Fyrir fáum tugum ára hefði þess háttar orðbragð frá altari eða af stól hneykslað hvern siðaðan mann. Og hvað skyldi þess þa langt að bíða, að prestar vorir fari með bæn Drottins og segi: Faðir okkar, þú sem ert á himnum, gef okkm- í dag okkar daglegt brauð, og fyrirgef okkur okkar skuldir. En það mega þeir vita, að Himnafaðir mun fara sér hægt að fyrir- gefa þeim slikan munnsöfnuð. ^w^^w^w^^^w^^www^^w^^w Athugasemd um atvinnuleysi 1 FRAMHALDI af ummælum skipstjórans á togaranum Haf- liða, þar sem hann blandar sam- an skráðum atvinnuleysingjum hér á staðnum og erfiðleikum sínum við mönnun skipsins, þyk- ir rétt að taka eftirfarandi fram: Tala skráðra atvinnuleysingja á einum stað gefur alls ekki raunsanna mynd af atvinnuleysi. Fólk, sem hefur atvinnu, sem er þannig háttað að úr geta fallið einn eða tveir dagar i viku, læt- ur yfirleitt skrá sig, þar sem við- komandi lög og reglur heimila að safha saman atvinnuleysisdög um. I öðru lagi eru skráðir at- vinnulausir menn úr ýmsum starfsgreinum, t.d. verzlunar- fólk, verkakonur, iðnaðarmenn, landverkamenn og sjómenn. Tala skráðra atvinnulausra í heild þarf þvi ekki endilega að sýna atvinnuleysi í einni tiltek- inni starfsgreiíi. f þessu tilviki sjómanna. Rétt er og að geta þess að fjöldi siglfirzkra sjó- manna hefur af einhverjum H ástæðum kosið að leita skips- plássa á öðrum stöðum. 1 þriðja lagi hefur lögunum um atvinnuleysisskráningu ver- ið breytt á þá lund, að fólk sem komið er á ellilífeyri getur skráð sig atvinnulaust og þegið at- vinnuleysisbætur, þótt það sé fyrir aldurs sakir naumast á vinnumarfcaði. Allt þetta stuðlar að því að tala skráðra atvinnuleysingja sýnir miklu meira atvinnuleysi en er í raun. Fréttamiðlar, sem greina frá atvininuleysii á hinuim ýmsu stöð- um landsins, ættu að birta tölur yfir þá, sem þiggja atvininuleya- isbætur, því þær tölur einar tala. réttu máli um ástandið á þeaaiu sviði, en aills ekki heildairtJala hinna skráðu. Stefán Friðbjarnarson. Þá verður ekki séð, hvernig síarfsfólk á skattstofum getur farið að vinna að undirbún- ingi skattlagningar, þegar slíkt öngþveiti hefur skapazt. Þess vegna hlýtur sú spurn- ing að vakna fyrir stjórnvöld, hvort ef til vill sé nauðsyn- legt og hreinlegast að veita frest til þess að skila skatt- skýrslum þar til ný skatta- lög hafa verið samþykkt á Al- þingi. Það öngþveiti, sem skapazt hefur í skattamálum, er einsdæmi og óþolandi bæSi f yrir skattgreiðendur og starfsfólk skattstofanna, sem á að vinna úr skýrslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.