Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1972, Blaðsíða 4
MORGUNBLA.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 1972 Fa /7 BÍÍaÍÍ/ií.AX 4FI/1; 22-0-22- IRAUÐARÁRSTÍG 31| i ^x4444 WAim BILALEIGÁ IIVERFISGÖTU 103 VW Sondifwfcbita'J-VW 5 manna -VW avefnvagn VW Vmamta-Landfover 7manna LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. BILALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 W^bílqsciig GUÐMUNDAR Bergþ6rugötu 3. Símar 19032, 20070 Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. ö Farimagsgade 42 Köberthavn ú Einangrun Góð plaste'nangrun hefur hita- teiðnistaðai 0,028 til 0,030 Kcai/mh. °C, sem er verulega minru hitaleiðoi, en fl-est önn- ur einangrunarefná hafa, þar á meðal glerult, auk þess sem plesteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefna gerir þau, ef svo þer undir, að mjög lélegrí elnangrun. Vér hófum fyrstir alira, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr piasti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- etæðu verðí. REYPLAST HF. Anmúla 44. — Sími 30978. 0 Selstöðuverzluu og eíuokun Kristin Pétursdóttir skrifar undir þessari fyrirsögn: „Þegar við vorum börn, lás- um við i íslandssögunni, hvern ig Danir höguðu verzluninni eftir sinu höfði og ákváðu verzlunarstaði að eigin geð- þótta og tóku ekkert tillit tií aðstæðna. Við lásum um hegn- ingar fyrir að selja þrjá fiska á „röngum“ verzlunarstað. og um ógurlegar mannraunir, þeg ar fara varð yfir stórfljót og bratta fjallvegi tii að verzla á „rétturn" stað. Þó tók nú stein- inn úr, þegar komið var i kaupstað. Þá opnuðu þeir háu herrar verzlanir sínar, þegar þeim sýndist, og fólk varð oft að bíða dögum saman eftir af- greiðslu. Hjarta okkar brann, þegar við lásum um niðurlægingu þjóðarinnar, sem ekki gat ann- azt verzlun sína sjálf. Þeg- ar bjarmi frelsisins fór um þjóðina, var verzlunarfrels ið ofarlega á dagskrá. Aldrei framar átti fólk að eiga undir högg að sækja með verzlun sína, aldrei framar að tefja sig frá vinnu um hábjargræðistím- ann og bíða eftir því, að kaupmönnum þóknaðist að opna. 0 Verzlunartíniinn nú Hvers vegna er ég að minn- ast á þetta núna? Jú, nú er í bígerð að loka verzlunum á laugardögum og hafa aðeins op ið til kl. sex á föstudögum, sem þýðir fyrir fólk, sem vinnur til kl. hálf sex hvern einasta dag vikunnar nema laugardaga: enga verzlun. E.t.v. munar kaupmennina ekkert um þá peninga, sem við verzlum fyrir, þó efast ég um það, en hitt er verra, ef úti- loka á stóran hóp fólks, bæði karla og konur, frá verzlun, ef hún á að verða forréttindi ein- stakra kvenna, sem ekki vinna úti, og þeirra, sem hægt eiga með að fá frí til að skreppa í búðir. Þegar nýja öldin rann upp, átti hún að verða öld framfara, öld þar sem hleypidómar yrðu útlægir; það átti ekki að mis- muna fólki eftir því, hvar það stendur í þjóðfélagsstiganum. Lítið þið bara á, hvað þið er- uð að gera. Hvernig á kona með fimm börn, sem vinriur úti, að annast öll innkaup til heim- ilisins á þessum stutta hálf- tíma, sem gefst á hverjum virk um degi? Ég hef heyrt svarið: Verzlaðu í hádeginu. Þá þarf ég að flýta mér heim til að gefa börnunum að borða og koma þeim í skólann. Það hlýtur að vera einhver önnur lausn til en að loka á laugardögum, — auðvitað verð ur verzlunarfólk að fá sitt frí, eins og aðrar stéttir, — þeir eiga svo sannarlega skilið að fá styttri vinnutíma, en aug- sýnilegt er, að óráðlegt er að hafá opnunartímann þá eins og hefur verið. 0 Eitthvað verður að gera E.t.v. væri hægt að hafa lok að um miðjan daginn tvo daga vikunnar og hafa svo aftur op ið á kvöldin, annaðbvort einn eða tvo daga. Einhvern veg- inn verður að leysa þessi mál á mannsæmandi hátt. Það er ekki hægt að útiloka þorra Vön skriistofustúlka óskar eftir starfi hálfan daginn. Er með verzl- unarskólapróf, hef unnið í banka hérlendis og hjá tryggingastofnun erlendis. Góð með- mæli. — Tilboð sendist Mbl., merkt: ,,3389“. Lausar stöður Eftirfarandi stöður eru lausar hjá Lofleiðum hf. nú þegar; 1 Staða einkaritara Krafizt er kunnáttu i enskri hraðritun. Góð almenn menntun áskilin Aldur 21—30 ára. Erlend stútka kemur til greina. 2. Staða einkarítara Verzfunarskóla- eða hliðstæð menntun áskilin, svo og einhver reynsla i bréfaskriftum og almennum skrifstofustörfum. Aldur 21—30 ára. 3. Staða vélritunarstúlku Krafist er góðrar ensku- og íslenzkukunnáttu og reynslu í vél- ritunarstörfum. Aidur 19—25 ára Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu félagsins á Reykjavíkur- og Keflavíkurflúgvellí, afgreiðslu, Vesturgötu 2, svo og hjá um- boðsmönnum úti um land. Umsóknir skulu hafa borizt starfsmannahaldi fyrir 10. febrúar. WFTIEIDIR þjóðarinnar frá verzlun og gera hana að sérréttindum eln stakra, það sér hver heilvita maður. Því mipntist ég á einokunar- verzlun í upphafi bréfsins að sú fyrirlitning á þörfum fólks- ins, sem Danir sýndu okkur, höfum vlð hingað til ekki talið til dyggða, og við viljum ekki láta mismuna okkur aftur á sama hátt. Þess vegna skora ég á kaup menn að finna lausn á þessu máli hið bráðasta. Kristín Péttirsdóttir". 0 Einmana (ólk í Reykjavík Stúlka skrifar: „Reykjavík 21.1.'72. Ágæti Velvakandi! Athyglisvert bréf birtist í dálkum yðar hinn 20. jan. síð astliðinn. Þar var komið við veikan punkt i félagsmálum. Fannst mér það vera hálfgert örvæntingaróp einmana konu hér í borginni. Beiðni um hjálp, sem ætti að vera hægt að fullnægja, væri allt með felldu. En þarna er drepið á eitt af þeim, því miður’ glopp- óttu atriðum í félagsmálastarf- seminni. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég „fetti fingur út í“ okkar ágæta þjóðfélag, en það er vegna þess. að mér finnst skylda mín að láta ekki þegja þessa beiðni um hjálp í hel, þar eð ég finn tii samkennd- ar. 0 Vantar kynningarstað eða klúbb Sjálf er ég aðeins rúmlega tvítug. En vegna sjúkdóms og ýmissa annarra persónulegra erfiðleika hef ég tapað af fyrr- verandi skólafélögum etc. Hef undanfarið dvalizt utanlands alllangan tíma, og nú, er ég er aftur komin til minnar elsku- legu fósturjarðar, liggur við, að ég hraði mér utan aftur hið fyrsta, áður en ég ærist hér í þögninni, Hér er enginn „já- kvæður“ staður, sem hægt er að komast á og hitta annað fólk og e.t.v. kynnast, ef svo ber undir. Hlédrægni getur verið ágæt í vissum tilvikum, en varla er það gott, að fólk að síðustu loki sig að öllu leyti inni í sjálfu sér, þar eð það fær hvergi tækifæri til að hitta aðra, er við sömu örðugleika eiga að stríða, þar sem sá stað- ur er ekki til, að því er ég bezt veit. Væri ekki vert, að eitthvað væri reynt tii hjálp- ar þeim fjölmörgu, að ég tel, einstaklingum hér í borginni. sem þjást af einmanaleik, er oft er geigvænlegur? Líktega er ástandið svo bágborið, þar eð þeir, er um þessi mál f jalla, hafa ekki sjáifir orðið að ganga í gegnum þetta stránga próf. Með fyrirfram þökk, „Félag»íey»ing;i“.“ — Sjálfsagt bætti kynning- arklúbbur hér um, og e.t.v. gæti borgin beitt sér fyrir sér- stökum kynningarkvöldum. Verið gæti þó, að þeir, sem mest eru einmana, fengjust seinastir manna til að leita tit slíks klúbbs, einmitt af sömu ástæðum og gert hefur þá ein- mana — feimni, hlédrægni og hvers konar örðugleikum á sam skiptum við aðra menn, sem sál fræðingar gætu stundum ráðið böt á. — Einnig ber að hafa í huga, að slíkir klúbbar er- lendis eru oft misnotaðir af mis yndismönnum og alls kon- ar svikurum, og er sagt erfitt að koma algerlega í veg fýrir slíka misnotkun. 0 Gott ráð til einmana fólks Páll Zóphóníasson skrifar: „Reykjavík 20. janúar 1972. Heiðraði Velvakandi. Ég las í dag í dálki þínum bréf frá Kristínu Guðmunds- dóttur, þar sem hún spyr um klúbba fyrir einmana fólk. Ég þekki að vísu engan slík an klúbb, en tel mig geta gef- ið henni gott ráð. Hér í bæ er starfandi skóli, sem nefnist Stjórnunarskólinn, og rekur Konráð Adolphsson, viðskiptafræðingur, hann. Skóli þessi heldur svokallað Dale Carnegie-námskeið tvisv- ar á hverjum vetri, ög að lokn- um þessum námskeiðum er stofnaður klúbbur. Ef þú, Kristín, ferð á þetta námskeið og tileinkar þér það, sem þar er kennt, og starfar síðan í klúbbnum sem virkur þátttakandi, tel ég mig geta lof að þér því, að þú munt eign- ast fleiri vini á skemmri tíma en þú hefur látið þig dreyma um. Ég hef verið á námskeið- inu sjálfur og hef því reynsl- una. Ef þér þykir námskeiðið dýrt, viidi ég mega segja þér, að ég á aldrei á ævinni eftir að eyða peningum mínum jafn- skynsamlega og ég gerði, þeg- ar ég fór á þetta námskeið. Burtséð frá því, hvort þú ferð að þessu ráði eða ekki, óska ég þér alls góðs í fram- tíðinni. Páll Zóplióniasson, Miðbraut 9, Seltjarnarnesi". KEFLAVIK — SUÐURNES ÚTSALAN hefst á morgun. Góðar vörur, — Stórkostleg verðlækkun. Verzlunin EDDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.