Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 10
, 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR & MARZ 1972
Gísli J. ÁstþórssOn:
Svarað fyrir föður minn
1 framhaldssögu sinni um sjálf
an sig, 3. bindi, sem kom út fyr-
ir jólin, ræðst Einar Sigurðs
son, sem stundum er nefndur
hinn ríki, með dylgjum og sjálfs
birgingslegum sleggjudómum á
fðður minn, Ástþór Matthíasson
v lögfræðing, sem starfaði og Hfði
í Vestmannaeyjum og fékkst þar
við útgerð og verksmiðjurekstur
og var einn af framámönnum
Sjálfstæðisflokksins þar um slóð
ir um langt árabil og meðal ann
ars forseti bæjarstjórnar um
margra ára skeið. Hann var ör-
látur drengskaparmaður, óáleit-
inn og lítið fyrir að rigsa á torg-
um. Hann var dulur nokkuð
kannski og viðkvæmur, en
spaugsamur þar sem það átti við
og að minnsta kosti gædd-
ur nægilega ríkri og manneskju
Iegri kímnigáfu — og sómatil-
finningu — til þess að láta sér
til dæmis aldrei koma til hugar
að semja lofsöng um sjálfan sig,
hvað þá hann tæki upp á því á
gamalsaldri að ryðjast fram á
ritvöllinn með ótínt níð uin
Xátna samferðarmenn. Allt um
það auðnaðist honum að skila
bæriiegum starfsdegi hávaða-
laust sem við ættingjar hans og
venzlamenn erum hreint ekkert
hnípnir yfir, og er enda ólík-
legt að margir athafnamenn hafi
að leiðarlokum átt fleiri vini og
færri óvildarmenn en einmitt
Ásfiþór Matthiasson.
Þriðja bindi æviminninga
Einars er eins og hin fyrri, ár-
angur samvinnu hans og Þór-
bergs Þórðarsonar: sá fyrrnefndi
Mýtur að standa ábyrgur fyrir
sagnfræðinni, og svo fellur það í
hlut rithöfundarins að gera jafn-
vel iygilegustu hluti trúverðuga.
Hann er vel verkinu vaxinn.
Þeir eru að bauka við þetta í
ellinni igömlu mennimir, og er
mynd af þeim aftan á hlífðar-
kápunni þar sem Þórbergur sit-
ur með þórbergskan svip
og skrifar en Einar fattur hinum
megin við borðið og ryður sig.
Röðin gæti hafa komið að föður
minum um það leyti sem hann
lá á líkbörunum. Það kemur
nokkurn veginn heim við dánar-
dægrið og svo útkomutima bók-
arinnar. Hann hefur allavega
ekki verið búinn að vera marg-
ar vikur í gröfinni þegar þeir
félagar tylltu sér sinn hvorum
megin Við skrifborðið einn góð-
an veðurdag og hóf ust handa.
Ástþór fær hvergi að njóta
sannmælis. Hann var svo mikill
bókamaður að það þótti tíðind-
um sæta ef hann sást bókarlaus
þar sem hann hafði fengið sér
sæti. Þjóðlegur fróðleikur hvers
konar var honum hugleikinn og
allir höfundar erlendir sem inn-
lendir nema honum þættu þeir
beinlínis drepleiðinlegir, og
hann hafði þá yfirsýn yfir ver-
aldarvafstrið sem menn öðlast
trúlega skásta við áratuga lest-
ur erlendra blaða og tímarita.
Gísli J. Ástþórsson.
Hann var víðlesinn í fyllstu
merkingu orðsins, og maður lít-
ur um hillumar sínar og sér þar
dæmi þeirra bókmennta sem
hann hafði dálæti á. En Einar
hefur þefað það uppi að maður-
inn hafði líka reyfara um hönd,
og þegar þeir Þórbergur hafa
gert sér mat úr þessum óhugn-
anlegu tíðindum á sinn sérstæða
hátt, þá liggur það á borðinu
að þeir hyggja að Ástþór hafi
setið heima og lesið „rómana"
þegar alvörugefnari menn og
ábyrgðarfyllri voru út og suður
að vera stórhuga.
Sjálfshól Einars er sjaldnast
langt frá illmælginni, og svo
verður sannleikurinn úti þar ein
hvers staðar á milli. Það kem-
ur í ljós að nánast allir at-
vinnurekendur í Eyjum voru
vondir menn á því tímabili sem
bókin fjallar um — allir nema
Einar. Aðrir atvinnurekendur
vilja alls ekki hækka kaupið en
Einari er það svo mikið kapps-
mál að hann heldur naumast
vatni. Eflaust verða einhverjar
auðtrúa sálir til þess að gleypa
þetta hrátt og eflaust eiga kerl-
ingar eftir að blessa blessaðan
öðlingsmanninn fyrir örlætið,
En veraldarvanari menn og harð
gerðari munu spyrja höfðingj-
ann hvenær honum hafi runnið
víman. Þeim mun líka leika for-
vitni á að vita hvemig honum
gangi sem stjórnarmanni í Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna að
knýja karlana þar til að hækka
kaup verkafólksins í fisk-
vinnslustöðvunum. Og ennfrem-
ur mætti Einar gjarnan upplýsa
okkur um kjör þess fólks sem
vinnur í hans eigin húsum á yf-
irstandandi vertíð. Hefur það
með leyfi að spyrja hætishót
meira fyrir erfiði sitt en fólkið
í öðrum húsum.
Þegar Einar baslar föður mín
um með dyggilegri aðstoð skrif-
arans inn í samfélag vondu at-
vinnurekendanna, þá láist þeim
vinunum sem endranær að geta
þess sem kynni að gera slúðrið
tortryggilegt. Þannig sést þeim
vandlega yfir þá staðreynd að
Ástþóri hélzt svo vel á fólki að
hann naut starfskrafta sömu af-
bragðsmannanna áratugum sam-
an, auk þess sem sömu vertiðar-
mennirnir sóttu til hans vinnu
ár eftir ár og bjuggu raunar á
heimili hans sumir ' hverjir.
Svona fannst þeim afleitt að
vera hjá Ásfiþóri. 6g vann með
ýmsum af þessum mönnum á upp
vaxtarárum mínum og eignaðist
vináttu þeirra, en aðra hef ég
verið að rekast á víðs vegar úm
landið allt fram á þennan
dag og allt austur til Vopna-
fjarðar. Ég hygg að göml-
um Vestmannaeyingum komi það
ekki á óvart þó að ég staðhæfi
hér, að það voru ekki kaldar
kveðjur sem þessir menn báðu
mig að færa föður mínum á með-
an hann var enn ofanjarðar.
Góðviljaðir menn segja að
Einar Sigurðsson komi bama-
Ástþór Mattiiiasson,
lega fyrir og að hann sé undar-
legur hræringur hástemmdr-
ar rómantíkur og vatnsgrautar-
kenninga. Þar hitti Þórbergur
ömmu sina, Kannski trúir Einar
því sjálfur sem hann er sífellt
að gefa í skyn á maraþonskeiði
sínu um farinn veg: nefnilega
að allt hans brambolt hafi
ávallt miðað að því að bæta
annarra hag og að það sé hvorki
auðurinn né völdin né einu
sinni frægðin sem hann sé
að slægjast eftir í þrotlausa
vafstri sínu og þindarlausu
braski. Hann langar að
vera dýrðlingur fiskihauganna.
Nú, hann um það, og einhver
sporðrennir eflaust þessu hrá-
meti líka, og aumingja kerling-
arnar mega enn upp með vasa-
klútana. En mat Einars á mann-
eskjunni er svo einstrengimgs-
legt að jaðrar við vitfirringu.
Hann fordæmir hiklaust og
miskunnarlaust sérhvem þann
mann sem hefur önnur lífsvið-
horf en hann, aðrar meiningar,
jafnvel önnur hugðarefni. „Mik
ið er maðurinn skrýtinn; hann
er ekki eins og ég,“ sagði ein-
feldningurinn.
Stundum kemst þetta út í smá-
smugulegt stagl eða óviður-
kvæmilega hnýsni eða hreinan
vaðal. Þjóðkunnur maður látinn
er snupraður fyrir það að hafa
haft gaman af því að drekka
kaffisopa með vinum sínum á
Borginni, Þannig eiga sannir at-
hafnamenn ekki að haga sér.
Þeir eiga að vera á þönum úti
að hugsa stórt. f annan stað fá
menn svo einkunn fyrir það hvað
þeir eru meðfærilegir í „bisness".
Vei þeim bankastjóra sem sér
ekki á augabragði snilldina i sér
hverri athöfn Einars. Hinn víð-
sýni bankastjóri hleypur upp
um hálsinn á honum, rekur upp
í hann sex tommu vindil og spyr
i auðmýkt einhvers staðar neð-
an frá gólflistunum hvað hon-
um henti að fá margar milljón-
ir í dag, elsku vin. Sá þröng-
sýni er jafnvel svo ósvifinn að
vera að basla við að hafa sjálf-
stæða hugsun. Leiðin að hjarta
Einars Sigurðssonar liggur aug-
ljóslega um höndina. Þeir sem
kyssa á hana eru beztu skinn
en hinir eru óskaplega Ijótir
karlar.
Þeir Einar og faðir minn áttu
ekki skap saman, og ber manni
vissulega að vera þakklátur
fyrir það. Ofan á allt armað
kemur á dagiim að Ástþór
Matthíasson var ekki held-
ur nógu auðsveipur þegar Ein-
ari datt það snjallræði i huig að
úr því hann væri orðinn fremst-
ur í frystiklefanum þá ætti
hann að sjálfsögðu líka að vera
mestur I kjörkiefanum, Þessi
draumur hans rættist þó aldrei
alveg, því að það voru fleiri en
faðir minn sem tregðuðust við að
skrifa upp á þennan víxil og fá
það nú óþvegið fyrir bragðið
eins og að líkum lætur.
En óvild Eínars til föður mlns
er samt mest og óhróður hans
um föður minn látinn yfirgengi-
legastur. Það má næstum segja
að bókin sé að verulegu leyti
helguð honum, ef hafa má þann-
ig orð um jafn lúalegt háttalag.
Hér verður þó ekki farið lengra
út I þá sálma né gerð tilraun til
þess að hurrausa vilpuna. Satt
að segja hafði ég ekki geð í mér
til þess að tvilesa þennan sam-
setning: að fínkemba ósómann
ef svo mætti að orði komast, Ég
verð að treysta á dómgreind
manna og sanngirni og síðast an
ekki sízt á orðstír þess manns
sem aumum er beint að. Það er
auk 'þess þannig með dylgjurn-
ar að þær verða sjaldnast af-
greiddar í stuttu máli, og þeg-'
ar fagmannlega er á haldið þá
er erfitt að festa hendur á þeim,
því að þær eru eins og slepjan
sem þær eru kreistar úr.
Ég læt mér nægja að lýsa þá
mynd sem þeir félagar hafa
krotað í svaðið jafn ósanna og
hún er óverðskulduð, jafn durts
lega og hún er lítilmótleg. Það
er lika trú mín að hvorki sá sem
segir frá né sá sem færir í stíl-
inn muni vaxa af verkinu. Og
það má Einar Sigurðsson gjarn-
an vita svona að skilnaði að ég
er föður minum eiliflega þakk-
látur að hann skyldi ekki lúffa
fyrir honum.
Gisli -J. ÁstþórssoinL
Framleiðendur Canon fullyrða: Með nýju Canola L gerðunum
verður ekki lengra komizt í smíði „elektroniskra" kalkula-
tora.
Canon býður fjölbreyttasta úrval slíkra véla hér á landi. atts
14 gerðir þar af 3 gerðir prentandi, PREIMTA A VENJULEGAN
PAPPÍR.
Og það nýjasta fullkominn kalkulator á aðeins kr. 18.780.00.
Aður en þér kaupið gerið samanburð.
Shrifvélin
Bergstaðastræti 3
Símar 19651 — 19210.
ASEA
RAFMOTORAR
y4 ha til 20 ha fyrirliggjandi.
= HÉÐINN =
vélaverzlun.
Til söin
matvöruverzlun í 200 fm leigu-
húsnæði við Suðurlandsbraut
ásamt innréttingum og lager.
Glæsilegt fyrir fjölskylcfu sem
atvinnutæki. Sérstaklega hag-
stæðir greiðsluskiilmálar. Tiilboð-
um sé skilað til Mbi fyrir 6 marz
nk. merkt: „2 — 1925".
□DdEEianci
□
G A R N
Nýkomið stórkostlegt úrval.
Nýir litir.
Nýjar uppskriftir.
Ný bók með prjóna og hekl uppskriftum.
Ath. að PINGOUIN GARN þolir
þvottavélaþvott.
Verzlunin HOF,
Þingholtsstræti 1.