Morgunblaðið - 03.03.1972, Síða 15

Morgunblaðið - 03.03.1972, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 15 Að hafa hendur í hári valdsmannanna Rætt við Eyjólf Jóhannsson, rakarameistara, áttræðan Ey.jólíur Jóhannsson. EYJÓLFUR E. .lóhannsson, rakarameistari að Banka- stræti 12, er áttræðnr í ðag, 3. niarz. „Ég- er fæddur að Koilaiióðum við Þorskafjörð í A-Barðastra.nðarsýsiu, svo ég er Vestfirðingur," sagði Eyj- ólfur, þegar Mbl. hitti hann að máli i tilefni afmælisins. — Faðir minn hafði iítiðbú, svo þegar ég var á þrettánda ári íór ég til Ingimundar Magnússonar, hreppstjóra, að Bæ í Króksfirði. Þar var ég til 19 ára ald- urs, að ég kom suður og hóf nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. — Hvað kom tii að þú vaidir rakarastarfið? — Ja, eiginlega var ekki um neitt val að ræða. Ég fór út i þetta af brýnni nauðsyn og kannski má segja, að einhver tilviljun hafi verið með í spil inu. Þannig var, að eftir skól- ann kenndi ég einn vetur uppi á Mýrum. Þegar ég kom suður aftur, var enga at- vinnu að hafa, svo ég greip til þess ráðs að leigja mér herþergi á Hótel Hafnarfirði og fór að klippa sjó- menn, helzt útlendinga. Ég kunni ekki verr við þetta starf en svo, að ég fór vest- ur til ísaf.jarðar og var þar með rakarastofu í eitt ár rúmt —1914. Suður komínin aftur byrj- aði ég að vinna hér í Banka- stræti 9 og svo var ég hjá Sigurði Ólafssyni, rakara- meistara, þar til ég byrjaði sjáifur hér i Bankastræti 12. Min réttindi fékk ég svo um áramót 1928—29. Áður voru engin lög um þetta, en þarna var mér sagt, að ég gæti bara komið, hvenær sem ég vildi og sótt mitt meistarabréf. — Hvað finnst þér hafa ver ið skemmtiiegast við þitt starf? — Ég iðrast þess ekki, að ég lagði út á þéssa braut. Það er nefnilega ekki sama hvernig starf þú hefur með höndum. Það er jafnan létt yfir rakarastofunni og gleð- in hefur alitaf verið minn kínalífseieksír. Marga góða viðskiptavini hef ég eignazt gegnum árin. Sumir eru nú horfnir héðan, en maður hefur komið í manns stað. Og ennþá kemur hingað sá maður, sem varð minn íyrsti viðskiptavin- ur hér; Hjálmar Bjamason, sem áður vann hjá Utvegs- bankanum. — Ýmislegt ræða menn nú við sinn rakara. Er það ekki? — Ójú. Það er mikið rabb- að og um margt. Ég hef allt- af haft gaman af að iáta ým- islegt fjúka oig fá það vel borgað. — Manst þú ekki eina sögu handa okkur? — Það er nú margt, sem kem ur í hugann, þegar svona er spurt. En ég minnist þess, að einu sinni sem oftar kom Bjarni heitinn Benediktsson í stólinn hjá mér. Ég spurði hann þá, hvort hann vissi, hvaða iðnaðarmenn væru vinsælastir. Nei, hann sagðist ekki vita það. Ég þóttist þá geta sett fram góð rök fyrir því, að það vær um við rakararnir. Hann vildi heyra rökin og ég sagði, að við værum eina stéttin, sem gæti haft hendur í hári valdsmannanna og að þeir borguðu okkur fúslega fé fyr ir! Þá hló Bjarni dátt, en sagði svo. „En það er nú bara af illri nauðsyn, Eyjólfur." — Hvað finnst þér mest hafa brey tzt I þinni iðn ? — Ætli ég nefni ekki burt- hvarf lúsarinnar. Þegar ég var að byrja að klippa vár mikið um lús og þetta var argasti óþverri við að eiga. Nú sést hún ekki lengur og það tel ég vel vera. — Hvernig eru horfur í iðn inni nú? — Það er ekkert að gera, blessaður vertu. Nú eru bítl- arnir á toppnum. Ég hef ekkert: á móti því, að menn hafi mikið hár — ef þeir þá snyrta það og hirða. En ungiingarnir eru kæru- lausir um hár sitt. Þetta eru svo margir árgangar, að það skapast stór eyða í viðskipta- vinahópinn. Þessi þróun byrj aði fyrir einum fjórum árum og ég held hún sé ailtaf að versna. Ætli helmingur rakarastétt arinnar í Reykjavík hafi ekki þurft að leita í aðrar at- vinnugreinar. Þú sérð nú bara hér. Við erum tveir og skiptum stofunni á milli okkar. —- En þú ætlar að halda áfram við stóiinn? — Ég er nú svo heppinn að vera í starfi, sem enginn getur rekið mig úr. Ætii ég dundi ekki eitthvað við þetta áfram. Ekki má setja svo punkt hér við, að ei sé getið konu Eyjólfs. Árið 1918 kvæntist hann Þórunni Jónsdóttur frá Miðhúsum í Álftaneshreppi. Þau eignuðust sex böm og eru fimm þeirra nú á iífi. Eiztu dótturina misstu þau, en tóku dóttur hennar þá I fóstur. Nú eiga Eyjóifur og Þórunn 22 baraabörn og 12 barnabarnabörn. „Ég er rík- ur maður. Mjög rikur mað- ur,“ segir Eyjólfur um sitt fjölskyldulíf. Og á afmælisdaginn ætlar Eyjólfur að dveljast að Háa- leitisbraut 33 og mega þeir, sem viija, heilsa þar upp á þennan aldna heiðursmann, sem enn um sinn fær vonandi að njóta gleðinnar af starfi sínu. Hálf jörðin Ægissiða Þverárhreppi Vestur-Húnavatnssýslu er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. A jörðinni eru íbúðarhús, fjós fyrir 26 kýr ásamt hlöðu og fóðurgeymslu, fjárhús tyrir 300 fjár ásamt hlöðum fylgja húsinu að háffu stórt og gott tún og beitiland. góð silungsveiði á stöng og í net í Sigriðar- staðavatni. Möguleikar að koma til æðarvarpi. Upplýsingar gefur eigandi Sveinbjörg Ágústsdóttir, Harastöð- um Þverárhreppi og í síma 21750 Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tolistjórans i Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Ármúla 44. iaugardag 4. marz 1972 og hefst það kl. 13,30. Verða þar seldar ótollafgreiddar vörur, svo sem: Seguibands- spólur, nylon prjónavoð, kvenleðurstígvél, slípbelti, kvenskór, karlmannaskór, skyrtur, leir, pappír, vefnaðarvara, plastgerðar- ©fni náttföt, barnasokkar, bindiefni, varahl. í vélar, borðdúkar, gólfteppi, kjólar, ísl. hljómplötur, snyrtivara, og margt fleira. Ennfremur verður selt á sama stað eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur, úr dánar- og þrotabúum og eftir kröfu ýmissa lögmanna, stofnana o. fl: Sjónvarpstæki, ísskápar, borðstofu- og dagstofuhúsgögn, útvarpstæki, skrifstofuvélar, skrifborð, vélritunarborð, peningaskápar, 8 olíumálverk eftir Steinþór Steingrímsson, kvenfatnaður, svo sem kápur, kjólar, dragtir, blússur, peysur, leðurhanzkar o. fl., 2 benzínrafsuðuvélar, raf- suðuvél, róterandi 450 amp., gaskútar, gastæki, mælitæki, verkfæri, pylsupottur, rafm steikarapottur, pökkunarstativ, slökkvitæki, eldhúsáhöld, öl og gosdr., matvara, 6 vélar til pappakassagerðar, þ. e. ein beygi- og slissivél m. mótor, hefti- vélar með og án mótora, nokkrir rafmótorar frá 2 hp. — 27,5 hp. og margt fleira. — Greiðsla við hamarshögg. Avísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðs- háldara. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. ^ Chrysler 1972 Enn getum við boðið vandlátum viðskiptavinum vorum hinn vinsæía CHRYSLER 160 GT 1972 á óbreyttu verði kr. 375.000,— Aðeins nokkrum bilum óráðstafað úr síðustu sendingu. TRYGGIÐ YÐUR NÝJAN CHRYSLER Á ÞESSU HAGSTÆÐA VERÐI. |f •• I II I/ Nringbraut 121 VÖkull hfa Sími 10600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.