Morgunblaðið - 21.03.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1972, Blaðsíða 12
r. 12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRTÐJUDAGUR 21. MARZ 1972 Hussein ræddi ekki við Meir Barátta hafin gegn áætlun hans Jerúsalem, Beirút, 20. marz. (AP-NTB) GOLDA Meir, forsætisráðherra ísraels, vísaði afdráttarlaust á bug í dag þeirri frétt fréttarits- ins Time að hún og aðrir ísra- elskir ráðanienn hefðu á undan- förnum mánuðum átt leynifundi með Hussein konung’i er hefðu leitt til þess að hann lagði fram áætlun sína um stofnun sam- bandsríkis .lórdaníu. Forsætis- ráðherrann vísaði tii fyrri yfir- lýsingar um að allar fréttir um slíka fundi væru staðlausir stafir. í Beirút er sagt að skæruliða- hreyfmg Palestmumanna hafi náð samkomulagi um „raunhæf skref til að berjast gegn áætlun Husseins," og segir í tilkynn- ingu um þriggja daga fundi skæruliðaforingjans Yasser Ara- fats með ráðamönnum í Bagdad að stjómin í írak hafi gengið að öllum kröfum skæruliðahreyfing arinnai' um eflingu palestínsku byltingarinnar með efnahagsleg- um og siðferðilegum ráðum. 1 staðinn styðja skæruliðasamtök- in tillögu íraks um sambands- ríki íraks, Egyptalands og Sýr- lands. I Kairó hefur sendimaður Husseins, Nahjat Talhouny, fyrr- um forsætisiráðherra, átt fundi með egypzkum ráðamönnum um áætlun Husseins, en egypzka þjóðþingið ásakaði í gær konung um að ganga erinda nýlendu- sinna og heimsvaldasinna og egypzka stjórnin hefur þegar hafnað áætluninni. Fréttastofu- fregnir herma, að forsetinn í Súdan, Numeiry hershöfðingi, kanni nú áætlunina, og er sagt að afstaða hans til hennar muni mótast af þvi hvort hann telur hana stuðla að varðveizlu rétt- inda Palestínumanna og hvort hún tryggir hagsmuni þeirra. Á herteknu svæðunum á vest- urbakka Jórdan hafa hundruð arabískra skólabama mótmælt áætlun Husseins með því að mæta ekki í skóla og efna til mótmælaaðgerða. Sumir kennar- ar byrjuðu kennslustundir með því að gagnrýna áætlunina. Hussein konungur, skýrir frá áætliinum sínum um Sameinaða arabiska konungsríkið. Með hon um eru ráðherar hans og starfsfólk hallarinnar. Brezhnev um Moskvuheimsókn Nixons: Trúum að bæta megi sambúð landa okkar Viljum betri samskipti við Kína MOSKVU 20. marz — AP. 1 RÆÐU, sem Leonid Brezlinev, forinaður konimúnistafiokksins, flutti við setningu finimtánda þings sovézku verkalýðshreyfing- arinnar, fjallaði hann töluvert uni iitanríkismál, og kom víða við. Hann var óspar bæði á lof og last og setti jafnvel fram litt duldar hótanir. Samskipti EBE við önnur ríki — til umræðu í Brussel BRUSSEL 20. marz — AP, NTB. Á fundi iitanríkisráðlierra Efna- hagsbandalagsríkjanna, og þeirra ríkja, sem sækja um aðild, í Briissel í dag, var einkum f jallað nm hvemig samskipti stækkaðs EBE og annarra ríkja heimsins yrðu í framtíðinni. Ráðlierrarnir fjöllnðii um samskiptin við Bandaríkin, Kanada, Japan og önnur iðnaðarríki, og svo nm samskiptin við kommúnistaríki og vanþróuð riki. Þessar undirbú nd ng.sviðræður eru teknar mjög alvairlegi, því þeissi máJ verða meðal þeirra sem leiðtogar EBE landanna fjal'Ia um á toppfimdinum sem haidinm verðuir í París í öktóber næst- komaindi. Gaston Thom, utamríkisiráð- herra Luxemborgar, sagði frétta- mönmium að fundinum loknun:, að svipaður utainri'kist’áðherra- fundur yirði haidimn í Luxem- borg 24. og 25. apríl, og þá yrðu á da’gstorá áætlanir um efniaihagsilega og fjármála’ega eirúnigu. Á þriðja fumdinum. sem verður í mai, verður svo rætt um leiðir til að styrkja stofnanir EBE. Um saimsikiptin við Kina sagði Brezhnev, að Sovétríkin vænu fús til að taka upp betra samband, en að það væri hluitverk Kín- verja að brjóta isiinn. I því sam- bandi minntist hann á heimsókn Nixons, forsieta, til Kínia. Hann sagði að það værd eðlifeg þróun að Bandarikin og Kina tækju upp nánama samband, en að í heimsótonimnd hefði auðsjáamlega verið farið út fyrir þarrn ramma sem þjóðhöfðimgjar haldi sig iínnan í opimberum hedmsókmum. Um fyriirhuigaða heiimsóton Nixoms til Sovétríkjanna sagði Brezhnev, að sovézkin- vaidamenn væru sanntfærðir um að hægt væri að bæta samstoipti Sovét- ríkjanna og Bamdaríkjanna, og með því hugarfari myndu þeir ræða við forsietann. Brezhmev var harðorður í garð þeirra Vestur-Þjóðverja, sem reyma að hindra að firiðarsiáttmál- inn miili Vestur-Þýzfcalands og Sovétrítojanna verði staðfestur. Hamn sagði að með aifgraiðslu þess máls yrði valið um stríð eða firið. Bhutto hvattur til viðræðna Karachi, 20. marz — AP SIR Alec Douglaa-Home, utan- ríkisráðherra Breta, sem hefur átt itarlegar viðræður í Lahore í Pakistan við Ali Blliutto, for- seta, sagði í dag að fundur æðstu manna Pakistans, Indlands og Bangladesh gæti stuðlað að iausn deiliimáia landanna. Sir Alec kvaðst ekki kominn sem sáttasemjari í deilum land- anna, en kvað hlutverk Breta mikilvægt eins og málum væri háttað á Indlandsskaga. „Án við ræðna er hætta á þvi að málin komist í sjálfheldu,“ sagði Sir Alec. Hann sagði á blaðamannafundi að hann hefði átt jákvæðar við- ræður við Bhutto þótt þær hefðu ekki verið afgerandi. Pakistansk ur talsmaður sagði síðar að Bhutto hefði sýnt Sir Alec fram á að Pakistanar hefðu gildar á- stæður til að fara úr brézka sam veldinu. Bhutton tók hins vegar fram að samskipti landanna ættu að vera á „raunhæfum grund- velli.“ 30 fórust með DC-9 við Aden Aden, Suður-Jemen, 20. marz — AP-NTB BJÖRGUNARLIÐ hers og lög reglu fann i dag lík tveggja barna í flaki júgóslavneskrar farþegaflugvélar sem Egyptar höfðu á leigu og leit að öðr- nm sem fórust er haidið á- fram. Flugvélin, sem var af gerðinni DC-9, fórst í gær- kvöldi skammt frá Aden þrátt fyrir gott veður og ágætt skyggni, og alBr þeir sem í vélinni voru, 30 manns, týndu lífi. Orsök slyssins var sú sam- kvæmt bráðabirgðarannsókn að flugstjórinn vék á síðustu stundu frá þeirri flugleið, sem flugturninn í Aden hafði ráð- ia.gt honum að fljúga. Flugvél in rakst á tind fjallsins Sham sun skammt frá íbúðahverf- inu Crater. — Sjónarvottar heyrðu gífurlega sprengingu og sáu mikinn eld, sem varð ekki slökktur fyrr en einni klukkustund eftir slysið. Flugvélin var í venjulegri áætlunarferð frá Kairó til Jiddah í Suður-Arabíu og fór þaðan til Aden. Farþegamir voru Jemenmenn en áhöfnin Egyptair og Júgóslavar. — Egypzka flugfélagið Misrair hafði tekið flugvélina á leigu hjá júgóslavneska flugfélag- inu Index Adria. Bandaríska varnarmálaráðuneytið í Washington sendi þessa mynd frá sér í gær. í textanum sem myndinni fylgir segir að myndin sé af sovézkri hcrflugvél af Bjamargerð, sem hafi farið inn á ísienzkt flugumsjónarsvæði án þess að láta vita af sér. Myndin er tekin um 500 km austnr af íslandi. Á henni sést einnig bandarísk lierþota frá Keflavíkurfliigvelli. „Ehrmann^ er ekki Bormann Fór til Kólombíu árió 1926 Pasto, Kólombiu, 20. marz — AP YFIRVÖLD í Kólombiu segja að enginn fótur sé fyrir fréttum um að maður að nafni Johann Hart mann, sem búið hefur í frum- skógum landsius og kallað sig Juan Ehrmann, sé staðgengill Hitlers, Martin Bormann. Mað- urinn hefur verið yfirheyrður vegna tímaritsgreinar, þar sem sagði að hann væri Bormann, og heldur hann því fram að hann sé ævintýramaður af Gyðingaætt- um og að hann hafi flutzt frá Þýzkalandi 1926. Yfirmaður lögreglunnar í Pasto sagði, að Hartman mætti fara aftur til býlis síns í frumskógin um, þar sem yfirheyrslum væri lokið, og Ulpiano Rueda Rosearo dómari, sem hefur stjórnað rann sókninni, segir að málinu sé lok ið þar sem engar sannanir séu fyrir því að Hartmann og Bor- mann séu einn og sami maður- inn. Sjálfur neitaði Hartmann því harðlega á blaðamannafundi að hann væri Bormann og kvaðst mundu krefjast 2.500 dollara í skaðabætur af timaritinu, Crom os. Hartmann kvaðst aldrei hafa hitt foringja nasista þar sem hann hefði farið frá Þýzkalandi 1926, þá 26 ára gamall, en hann var hermaður í fyrri heimastyrj öldinni. Tímaritið Cromos birti myndir af Hartmann og fjöl- skyldu hans á býli þeirra í frum skógaþorpi, þar sem hann gekk að eiga Indíánakonu árið 1931 að því er þorpspresturinn hefur staðfest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.