Morgunblaðið - 21.03.1972, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1972, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1972 I 5AGAM JVITUG STILKV OSKAST. 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. aftursætið í bílnum milli stúlknsmna, svangur þyrstur og dauðþreyttur á sál og líkama og undraðist enn af öllu hjarta, hvernig Roy valdi að verja tíma sinum. Undir niðri hálf skamm- aðist ég mín lí.ka fyrir að hafa látið blekkjast af leikhaefileik- um ferlíkisins. „Hvernig fór þarna inni?“ spurði ég, þegar bíllinn rann af stað. „Þeir komu neti yfir hausinn á ferlíkinu," sagði Roy. „Jæja. Ég átti líka við kon- una með regnhlífina." „Ég sló hana í rot,“ sagði Sylvía. Roy hló við. Hláturinn gat þýtt, að kvenfólk væri alltaf sjálfu sér líkt, annaðhvort að Sylvía væri vön að ýkja eða vön að slá fólk i rot. Eftir stundarþögn spurði Penny: „Var allt í lagi með hinn?“ „Auðvitað." Sylvía hallaði sér fram í sætinu til að sjá Penny og talaði í sama tón og hún hafði áður notað við mig. „Þvi skyldi ekki allt vera í lagi með hann?“ „Æ, mér sýndist bara .. .“ „Heyrðu, væna, þetta var bara leikur. Þú hlýtur að hafa séð það. Þú sagðist vita það, áð- ur en við fórum inn. Þú mátt ekki láta telja þér trú um hvaða vitleysu sem er. Látum vera að H Við létum Sylvíu maia áfram, meðan bíllinn ók með okkur í suðurátt, mest um fáfamar og mjóar götur. Ég ákvað með sjálf um mér, að ég væri búinn að fá mig fullsaddan á henni og um- ræðuefni hennar og sama gilti þótt hún fiitjaði upp á nýju. Og ég áræddi að spyrja Roy, hvert við værum að fara, enda þótt ég ætti yfir höfði mér aðra lexíu um að ég gæti aldrei gert neitt, nema ég hefði gert það margoft áður. „1 klúbb þar sem ég er með- limur," sagði hann. „Ekki þó Craggs?" „Nei, drottinn minn dýri og sæli. Heldurðu, að ég sé geng- inn af göflunum?" Hann fékk ekkert svair, svo hann hélt á- fram: „Það er dansað þar. Þú þarft þó ekki að dansa, ef þú vilt það ekki. Við borðum þar líka." „Gott. Er þetta einhver pop- staður?" „Ég mundi ekki líkja þvi við Stoekhausen." „Nú, diskótek þá?“ Sylvia flissaði fyrirl'itíega, en Roy var vingjamlegri. Sagði að allt væri kallað klúbbar nú til dags og til væru margir verri staðir en þessi. Ég hugsaði með mér, að lík- lega væri þetta rétt, þegar við fórum úr bílnum einhvers stað- ar í nánd við Fernham-stræti, og við Sylvía gengum niður tröpp- urnar, sem skreyttar voru græn um blikkandi ljósaperum. Roy var kominn í leiðangursstjóra- haminn, gekk á undan með Penny og bað mig að doka við í eina mínútu. Ekki lengur. Þá mínútu notaði Sylvía til að ráð- leggja mér að slaka nú á (taug- unum Kkitega) oig sleppa ölium áhygigjum og ég lofaði að reyna það. Þegar niður tröppurn ar kom, tök við glierhurð og inn af henni smá skonsa, þar sem tekið var við borgun og að- göngumiðar afhentir. Roy sá um það. Penny stóð úti í horni og hjá henni lágvaxinn dökkhærð- ur maður. Sá gekk til okkar og rak Sylvíu koss. „Halló,“ sagði hann en nefndi engan með nafni. „Gott kvöld,“ sagði hann við mig. „Gleður mig að sjá yður hér.“ Mér varð svarafátt. Roy stjómaði ferðinni og beindi okk ur inn um aðrar dyr. Þar tók við noiklkm stærra anddyri, þar sem tekið var við yfirhöfnum og aðrar dyr voru merktar salemi. Veggurinn á möti minnti etana helzt á klæðaskáp með spegil- hurðum en af hávaðanum að dæma, var hann troðfullur af fólki. Einhver tók við aðgöngu- miðunum af Roy og opnaði skáp hurðina. Ég heyrði strax og sá, að þetta var ekki klæðaskápur, heldur allstór salur með skotum og kimum til hliðar. Roy leiddi okkur inn. Það fyrsta, sem ég Fiskiskip — fiskiskip Höfum kaupanda að 80—105 tonna togbát. Þyrfti að vera til afhendingar upp úr næstu mánaðamótum eða í sðasta lagi um miðjan mai. Til sölu ýmsar stærðir fiskiskipa. TRYGGIIMGAR OG FASTEIGNIR, Austurstræti 10 A 5. hæð, sími 26560, Sölumaður heima 30156. velvakandi 0 Hverjir vilja skrifast á við enska skáta? Velvakanda hefur borizt bréf frá enskri konu, sem stjómar fremur fámennum skátahópi. Hana langar til þess að koma á bréfaskiptum milli þeirra (drengja og telpna) og íslenzkra skátapilta og skáta- stúlkna. Segir hún þetta standa í sambandi við hið evrópska skátavináttuár (Scouts Associ- ation European Friendship Year 1972). Nafn og heimilisfang: Mrs June Davenport, 109 Chester Road, Poynton, Cheshire, Kngland. — Cheshire eða Chester County er hérað (greifadæmi) vestarlega á Englandi og teyg- ist út að Irlandshafi, rétt fyrir sunnan borgimar Liverpool og Manchester, sem margir Islend- tagar þekkja. Cheshire er frægt fyrir góða mjólk og mjólkur- aifurðir, svo sem hinn bragð- góða ost, Cheshire Cheese, er rnargir munu kannast við. Það- an var ættaður hinn brosandi, en Móalangi og tannhvassi köttur („the Cheshire Cat"), sem Lewis Carroll segir frá í sögu sinni af ævintýrum Lísu í Undralandi. £ „Guðmundur Böðvars- son er líka í NATO“ Þessa fyrirsögn setur „Borgfirðingur" bréfi sínu, en vegna þess að hann vill ekki skrifa undir nafni „af persónu- legum ástæðum" verður bréf hans stytt og endursagt. Hann þakkar Ingjaldi Tóm- assyni „ýmsar þarflegar grein- ar og nú siðast á bls. 2 í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins 19. marz, þar sem hann gerir að umtalsefni einhverja Þjóðvilja- grein eftir Guðmund Böðvars- son. Ingjaldur segir þar: „Guðmundur er mjög hrifinn af þeim sjónvarpsmanni, sem talaði við formann hinna ný- stofnuðu samtaka Norðlend- inga, „óvenju prúður maður, og ólíkur kollega sínum Ólafi í NATO." Ef hér er átt við Ólaf Ragnarsson, þá held ég að hann sé með beztu sjónvarps- mönnum, sem hér starfa — að öllurn hinum ólöstuðum. Ef til vili hefur greinarhöf- undi sárnað, hve snilldarlega honum tókst samtalið við einn ráðherrann nýlega. I þesisu sam bandi vil ég minna greinarhöf- und á ummæli nýskipaðs út- varpsráðsformanns, þar sem hann heitir því að „moka flór- inn“ í útvarpi og sjónvarpi, svo ekki ætti að þurfa að óttast að ráðherrar verði þar fyrir hrell- ingum framvegis." Svo segir í bréfi „Borgfirð- ings": „Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að minna Guðmund Böðv- arsson á þá staðreynd, að það er ekM nóg með það, að Ólaf- ur Ragnarsson og allt annað starfslið sjónvarpsins er í At- lantshafsbandalaginu, heldur er Guðmundur Böðvarsson sjálfur líka í NATO. Island sem full- valda riM er aðili að þessu, vamarbandalagi, meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar til ánægju og öryggis, en kommúnistum og öðrum einræðisdýrkendum að sjálfsögðu til ama, angurs og sárira leiðinda. Aðild Is- lands felur í sér þátttöku allra íslendtoga, hvort sem þeir eiga heima á Kirkjubóli í Hvítársíðu eða í Reykjavík. Ákvörðun um aðild Islands að NATO var tek- in á lýðræðislegan hátt, og yfir- gnæfandá meiriihluti þjóðarinn- ar styður hana. NATO er ís- lenzkt bandalag, alveg eins og það er t.d. danskt eða norskt, af þvi að það er félagsskapur þjóða, sem vilja standa saman á verði um frelsi sitt. Og án þátttöku islenzka lýðveldisins í NATO, væri sjálfstæði þess aðeins fullyrðing á pappírs- blaði, sem enginn þyrfti neitt frekar og endilega að taka mark á eða tiilit tii. NATO-sátt málinn er hin eina raunveru- lega öryggistryggtag íslands í þessum misgóða heimi. Það er kannski einmitt að- ildin að NATO, sem gerir mönnum eins og Guðmundi Böðvarssyni kleift að vera frjáls maður og mega taia sem honum sýnist. Ætti hann heirna í Varsjárbandalagslandi, væaú hann annaðhvort kominn á „andlegt endiurhæfingarhæli" í Síberíu eða orðinn formaður sovézka rithöfundasambands- tas, og vænti ég, að honum þyki hvorygur kosturinn góð- ur. Og fyrst ég er farinn að skrifa, þá mætti ég kannski nota tækifærið til þess að þakka Guðmundi kvæðin hans, en afþakka hans pólitísku skrif, sem eru honum ekM til sóma. Skáld á að vera fremst i flokM frjálsra manna, en ekki eyða timá sinum, pappir og bleM til þess að halda uppi vornum fyrir einræðiskerfi í skipun þjóðfélagsmála." Bréfið er allmiklu lengra, en þetta verður að nægja í bili a. m. k. Q Jarphærður myntsafn- ari í Nýju Hjörsey Fjórtán ára piltur í New Jersey i Bandarikjunum vill eigast bréflegan vin á íslandi. Hann kveðst vera rauðjarpur á hár og bláeygur. Áhugamál hans eru myntsöfnun, frí- merkjasöfnun, sund og skauta- hlaup. — Nafn og heimilis- fang: Stanley Robert Moway, 29 Avon Avenue, Westwille, N. J., 08093, United States of America. Þótt bréfið sé skýrlega vél- ritað, er nafnið skrifað með penna, og réð Velvakandi fram úr skriftinni á þennan hátt. Vera má, að honum hafi skjátl- azt, en þar eð heimilisfangið er greinilega vélritað, ætti svar bréf að komast örugglega til skila, og yrði þá hugsanlegt nafnbrengl væntanlega leið- rétt í fyrsta svarbréfi. ? ■ VANTAR YÐUR HÚSNÆÐI? FÉLAGSHEIMILIÐ Á SELTJAHNARNESI + Það er aðeins 7 mínútna akstur frá Lækjartorgi að hinu glæsilega og hlýlega samkomuhúsi á Seltjarnarnesi. Húsið er laust til afnota fyrir flestar tegundir mannfagnaða: Leiksýn- ingar, árshátíðir, fermingarveizlu r o. s. frv. -jfc- Leiksviðið er eitt hið fullkomnasta á landinu. Matur framreiddur á staðnum. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri hússins, Guðmundur Tómasson í símum 22676 og 25336. ÆSKULÝÐS- OG FÉLAGSHEIMILIÐ Á SELTJARNARNESI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.