Morgunblaðið - 22.03.1972, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1972
25
Er rétt það s**m faðir minn
segir að þið búið til skemmti-
þættina i sjónvarpinu?
Ég sagði þér að þú ættir að
fá þér snjódekk.
Hvernig væri að taka strætó
næst, maður minn.
I*að þýðtr sem sagt að við gif't
um okkur án þess að fá sam-
þykki pabba.
Nei, hann er ekki vetktir. —
Gómurinn hans er i hreinsttn.
Eruð þér þarna, þjónn.
Níu mata-
dorar
UM áratuga skeið hafa fimm
ktinnir Reykvikingar komið
saman reglulega og spilað
L’Hombre. Eru það þeir Einar
Magnússon fyrrum rektor,
Jón Brynjólfsson endurskoð-
andi, Karl Jónsson læknir,
Pétur Jónasson bókari og
Valdimar Sveinbjörnsson
kennari.
Komu þeir saman heima hjá
Karli lækni á mánudags-
kvöld, og gerðist það þá að
Pétur Jónasson fék'k niu
matadora í spaðasóló. Er þetta
mjög sjaldgæfur atburður, en
hefur þó gerzt áður hjá þeiim
félögum, eir Einar rekto>r fékk
níu matadora.
— Orlof
í sveitum
Framhald af bls. 20.
í desember sl. um Iengingu or-
lofs og styttingu vinnuvikunn-
ar, hafa mjög aukið þörfina á
því að hefja þegar undirbúning
löggjafar um orlof sveitafólks.
Ljóst er, að ósamræmið er orð-
ið hrópandi á þessu sviði milli
bændastéttarinnar og ýmissa
annarra stétta, ekki sízt þeirra,
sem kjör bænda eru miðuð við.
Lengd vinnutímans er sérstakur
kapítuli í þessu máli, sem hér
er ekki lagt til að taka til neinn-
ar sérstakrar athugunar. Nauð-
synlegt er þó að vekja athygli
á því, að hin mikla framleiðni-
aukning síðustu ára í landbún-
aði hefur krafizt vaxandi starfs-
getu, jafnhliða því sem aðkeypt
vinnuafl fer mjög þverrandi.
Meðai annars þess vegna er
þörfin brýnni en ella fyrir sveita
fólk að njóta jafnréttis við aðra
þjóðfélagsborgara hvað orlof
snertir.
Rétt er og að vekja athygli á
því, að su lenging orlofsins í
24 virka daga, sem tók gildi
um síðustu áramót, var ekkl
tekin til meðferðar í sambandi
við ákvörðun þess verðs á bú-
vörum, sem tók gildi hinn 1.
rrtarz sl. Landbúnaðurinn á því
inni hjá þjóðfélaginu af þessum
sökum.
Það er öllum kunnugt, að bú-
rekstur hefur mjög færzt I það
horf, að vandkvæði eru á þvi
fyrir bændur að dvelja f jarri bú-
um smuin, jafnvel þótt aðeins
sé um fáa daga að ræða. Af
þessu er ljóst, að stefna ber að
því að skipuleggja vinnuafl,
sem getur leyst bændur og ann-
að sveitafólk af hóimi, meðan
það tekur sér orlof. Um Leið og
löggjöf um orlof sveitafólks er
undirbúin, er nauðsynlegt að
gefa gaum að þessum þætti
málsins, sem í tillögunni er
nefndur þjónusta staðgöngu-
manna.
Ljóst er, að löggjöf sú, sem
hér er lagt til að undirbúin verði,
mundi hafa í för með sér fjár-
magnsþörf. Hér eru ekki lagð-
ar fram áætlanir um, hve sú
þörf er mikil eða hvernig henni
skuli mætt. Hinn 7. júní sl. af-
greiddi norska Stórþingið lög
um orlof sveitafólks, sem er eina
löggjöfin um þetta efni á Norð-
urlöndum. Þar hafa einnig verið
settar reglur um þjóniustu stað-
gen-gla i landbúnaði. 1 hinum
norsku lögum er fjár aflað til
orlofsgreiðslnanna með þeim
hætti, að árlega eru veittar til
þeirra á fjárlögum 80 millj.
norskra króna. Sumt af því fé
er að visu tekið af fjármagni,
sem áður rann til landbúnaðar-
ins á annan hátt. Sjálfsagt er að
kanna rækilega hin ýmsu á-
kvæði, sem felast í norska kerf-
inu, og meta, hvernig það muni
henta. islenzkum aðstæðum.
Fosteignír i Kópavogi
Jr 4ra herbergja íbúð í Höfðagerði.
ýf 6 herbergja raðhús við Hlíðarveg.
★ Einbýlishús á góðum stað, í smiðum,
Lögfræðiskrifstofa Sigurðar Heigasonar,
Digranesvegi 18. simi 42390.
Aðalfundur
Aðalfundur Sædýrasafnsins í Hafnarfirði verður haldrnn fimmtu-
dagínn 23. marz kl. 20.30 að Skiphóli.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tillögur að lagabreytingum liggja frammi í Sædýrasafninu fram
að aðalfundi til athugurtar fyrir félaga.
STJÓRNIN.
HVAÐ ER VEGGFÓÐUR?
Svarið liggur hjá J. Þorláksson & Norð-
mann, Bankastræti 11.
J. Þorláksson & Norðmann hf.
FELAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Landmálafélagið Vörður heldur fund um efnið:
Hvert stefnir í iðnaðarmálum
Fundurinn verður haidinn að Hótel Sögu, Súlnasai, miðviku-
daginn 22. marz og hefst kl. 8.45.
Kjósarsýsla Mosfellssveit
*
Iþróttamál í Kjósarsýslu
Almennur fundur verður haldinn miðviku-
daginn 22. marz kl. 20.30 í Hlégarði.
Framsögumenn:
GUÐMUNDUR GfSLASON, framkvæmda-
stjóri U.M.S.K. og rnun hann m. a. ræða
um: IÞRÓTTAMAL i TCJÓSARSÝSLU.
ELLERT B. SCHRAM, alþingismaður, og
mun hann m. a. ræða um: BYGGINGU
IÞRÓTTAMANNVIRKJA I DREIFBÝLINU.
i il tundarins hefur verið boðið sérstaklega hreppsnefnd og
sveitarstjóra Mosfellshrepps og stjórnum ungmennafélaganna
í sýslunni og er allt áhugafólk hvatt til þess að mæta.
Stjóm F.U.S. í Kjósarsýslu.
HAFNARFJÖRÐUR
Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður í Sjálf-
stæðishúsinu miðvikudaginn 22. marz n.k.
GÓÐ VERÐLAUN. — KAFFI.
STOFNFUNDUR
REYKJANESKJÖRDÆMI REYKJANESKJÖRDÆMI
Stofnfundur Kjördæmissamtaka ungra Sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi verður haldinn að veitingahúsinu Skiphóli
í Hafnarfirði sunnudagtnn 26. marz nk. og hefst kl. 14.
DAGSKRA:
Þingsetning.
Kosning þingforseta og þingskrifara.
Kosin kjömefnd þriggja manna.
Ávarp,
Ellert B. Schram, formaður S.U.S.
Samþykkt lög fyrir samtökin.
Kosin stjóm samtakanna.
Almennar umræður.
Allt ungt Sjáltstæðisfólk í kjördæminu er hvatt til þess að koma
til stofnfundarins.
Undirbúningsnefnd.