Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 4
f I I. .................— ... .................................. ..■■■■■. .. II 4. MORGIÍNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MARZ 1972 ® 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 Sr. Þórir Stephensen: HUGVEKJA Innreið Jesú þá og nú... 14444 ©25555 I4444 ©25555 LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simaf 11422. 26422. BÍLALEIGA CAR RENTAL Tf 21190 21188 Bilaleigan TÝR SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) PÁLMASUNNUDAGUR er undarlegur forleikur að dymbilvlkunm, þar sem píslarsagan er meginþátturinn. Það er gleði og von í hugum flestra þeirra, sem við sjáum fyrir okkur við innreiðina í Jerúsalem. En þetta á eftir að breytast snögglega. Þeir, sem breiða föt sín og pálmaviðargreinar á veginn og hrópa „hósanna Davíðs syni“, þeir hverfa af blöðum guðspjallanna. Hinir, sem á pálmasunnudegi stóðu möglandi álengd- ar, áttu eftir að hækka sig og hrópa „krossfestu, krossfestu hamn“. Og hróp þeirra tóku yfir. En innreiðin í Jerúsalem er líka nokk- uð sérstök. Þetta er ekki venjuleg fagn- aðarmóttaka. Þetta er miklu frekar eitt- hvað í ætt við konungshyllingu. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gyðingar vilja fagna Jesú frá Nazaret sem kon- ungi. Við skulum líta um öxl og rifja upp fáein atriði. Þegar Jesús hóf starf sitt, tók að fiytja fagnaðarboðskapinn um kær- leiksrikan Guð, föður allra manna, sem allir væru jafnir fyrir, þá fór fögnuður um hugina. Þarna var nýr boðskapur á ferð, ferskur og frjálshuga. Fólk laðað- ist að honum. Þar við bættist, að flytj- andinn sagðist vera Messías, hinn lang- þráði leiðtogi, sem spámennirnir höfðu lofað og þjóðina dreymt um stóra drauma. Og smiðurinn ungi, sem flutti hinn fagnaðarrxka boðskap, sannaði með kraftaverkum sinum, að máttur hans var meiri öllu jarðnesku. Þjóðin vonaði þvi, að hann mundi frelsa hana undan yfirráðum Rómverja og gera hana að mikilli þjóð og voldugri, en endurvekja foma dýrð, sem var hennar æðsta mark- mið. Þessar vonir fengu mikinn byr, er Jesús hóf starf sitt, og hann varð mjög vinsæll í fyrstu. Og þegar fylgi hans var hvað mest, er frá þvi greint, að fólkið vildi gera hann að konungi. En þá kom Jesús sjálfur í veg fyrir það. Og þegar það var ljóst, að Jesús var ekki og vildi ekki verá pólitískur leiðtogi, þá dvínaði áhugi fólksins. Það skildi ekki hugsun- arhátt hans. Það gat ekki skilið þann Messías, sem hugðist ná marki sínu með því að elska og þjóna í stað þess að deila og drottna. Síðasta tilraunin til að gera Jesú frá Nazaret að konungi var gerð á pálma- sunnudag. Jesús sýndi vel hug sinn til hennar með þvi að koma ríðandi á asna, afkvæmi áburðargrips. Gunnfákur kon- ungsisns var hvergi næiri. Hógværðin og auðmýktin skipuðu heiðurssætið, ekki vald eða herstyrkur. Jesús sýnir með innreið sinni hvaða leið hann hefur val- ið, — leið hins fórnandi kærleika. Fjallræða Jesú er þrungin af þessari lífsskoðun hans. Allt ofbeldi og hefndar- hugur er þar fordæmt, en kærleikur og fyrirgefning sett öllu ofar: Vertu skjót- ur til sætta við mótstöðumann þinn, meðan þú ert erm á veginum með hon- um. — Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður. — Slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum. Jesús var ekki kominn inn í Jerúsal- em til að taka við veraldlegum völdum, jarðnesku konungdæmi. Innreið hans var auglýsing á tilkalli hans til konungs- valds yfir hugum mannanna. Hann nefndi sig konung sannleikans, og í ríki hans eru það hógværðin, auðmýktin og fyrirgefningin, já, kærleiksþjónustan við mennina, sem mest gildi hafa. Við kennum okkur við þennan unga mann, sem á pálmasunnudegi hélt inn- reið sína í Jerúsalem til þess að boða nýja lífsstefnu. En hvert er konungsvald hans yfir hugum okkar? Hann sagði, að fórnfýsi og miskunn- semi væru miklu meira virði fyrif lifs- hamingju mannsins en auður og völd. Hann sagði það miklu meiri sigur að fyr- irgefa en beygja andstæðing sinn með valdí. Hann taldi auðmýktina og hóg- værðina færa miklu meiri gæfu inn í einkalíf manna en fyrirferðarmikla framgirni. Ef við lítum á mannlífið I dag, það sem við bæði sköpum og njótum af, þá mun ekki hjá því fara, að við sjáum þar enn allt of mikið af þvi, sem Jesús barð- ist á móti. Og við sjáum einnig illar af- leiðingar þess. Einhliða eftirsókn eftir auði og völdum skapar enga varahlega blessun í lífi einstaklinga eða þjóða. Hnefaréttur og kærleikslaus einstakl- ingshyggja hafa á mörgum sviðum leitt mannkynið út á mjög veikan ís. Við sjá- um hungraðan heim og vansælan, sem yrði aliur annar, ef boðum Jesú væri hlýtt. Og vegna þess hve enn er langt í land, vegna þess hve enn þarf mikið að vinna, þá heldur Jesús enn sína innreið í Jerú- salem á pálmasunnudegi. Sú Jerúsalem er jafnt innra með okkur og í hjarta hins s'tríðandi heims. En allsstaðar á hann sama erindið við einstaklingana: Auðmýkt og hógværð, en ekki stærilætt og fyrirgang. Kærleika og fyrirgefningu, en ekki hnefarétt og hefndarhug. Fórn- fýsi og frið, en ekki eigingirni og stríð. Því fleiri einstaklingar sem hlusta, því meiri von um líf heildarinnar. Því fleiri menn, sem starfa í anda Krists, þeim mun hamingjurikara mannlif. — Við fögnum þeim boðskap með gleði eins og þeir gerðu, sem tóku á móti Jesú við borgarhliðin forðum. Þá yfir- gnæfðu krossfestingarhrópin þetta afflt, er frá leið. En hvemig verður það okk- ar á meðal? Hugleiðum það. BÍLALEIGA CAR RENTAL Q & Sími 4-16-60 og 4-29-02 Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. ö Farimagsgade 42 Köbenhavn Ö „Bróðir minn og ég“ Teiknisamkeppni f jölskyldunnar Blaðinu hefur borizt eftir- farandi frá æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar: Sem kunnugt er stendur fórnarvika kirkjunnar yfir þessa dagana og endar n.k. sunnudag 26. marz. I tilefni fórnarvikunn- ar hefur fólki verið bent á hvemig það geti neit- að sér um ýmislegt og látið andvirði þess, sem þann ig sparast, renna til bág staddra. Eitt af þvi, sem fólki hefur verið bent á til spam- aðar er að neita sér um „laugardagsbíltúrinn" 25. marz ag spara þanmig bensin og tilheyrandi sælgætiskauþ. TEIKNIS AMKEPPNI: Undanfarið hefur mikið verið talað um kynslóðabil, fjölskyldiuböndin séu að slakna, foreldrar og börn fjariægist hvort annað. Meðal annars með tilliti til þessara staðhæfinga hefur æskuliýðsstarf þjóðkixrkj- unnar ákveðið að gangast fyrir teiknisamkeppni þeirra fjölskyldna, sem vegna fórn arvikunnar neita sér um „laugardagsbíltúrinn" ög sitja heima. Heiti samkeppn- innar er „Bróðir minn og ég“. Samkeppnin er hugsuð þannig, að fjölskyldan i sam- einingu, foreldrar og böm setjist niður og íhugi þetta efni, um bróðurinn, sem líður skort, ag hivernig er bægt að hjálpa honum. Foreldramir mundu þá spjalla um þessa hluti við bömin, Sem síðan mundu teikna þaið sem þeim dytti í hug við þetta spjall. Fyrir utan að vera liður í fórnarviku kirkjunnar, þann ig að það sem sparast við „bíl túrinn“ renni til Hjálpar- stofnunarinnar, gefur þessi samkeppni kærkomið tæki- færi bæði fyrir hverja ein- staka fjölskyldu og aðra til að sannreyna, hvort fullyrð- ingar um kynslóðabil, fjar- lægð milli foreldra og barna, eiga við rök að styðjast eða ekki. ÚRLAUSNIK OG SKILAFRESTUR Þriggja manna dómnefnd mun vinna úr úriausnum. Dómnefndina skipa, Krist- rún Jónsdóttir, forstöðukona, séra Bemharður Guðmunds- son, æskulýðsfulltrúi og Þór- ir Sigurðsson, teiknikennari. Veitt verða þrenn bókaverð- laun fyrir beztu teikningam ar. Teikningamar mega vera af hvaða stærð sem er, teikn aðar á hvaða pappír sem vera skal með öllum tegundum lita eða í svart/hvítu. Skilafrestur er til 9. apríl n.k. og skal senda myndirn- ar til: Æskulýðsfulltriía, Biskupsstofu, Klapparstig 27, Reykjavík. Myndiirnar verða að vera greinilega merktair nöfn- um og heimilisfangi. með DC 8 L0FTLEIDIR PARPOnTUIl bein líno i fðf/kráfddk) asroQ ^Kaupmdnnahöfn ^Osló sunnudagd/ sunnudagd/ manuddgd/ driðjudagd/ (oriöjudagd/ fimmtudaga og föstudagd. fimmtudaga } Stokkhólmur manuddga/ föstudaga. ^ Gldsgow laugardaga ^ London laugardaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.