Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 17
MORGUWBLAÐIÐí SUNNUDAGUR 20. MARZ 1972 17 JÓHANN HjXLMARSSON STIKUR Eru dagar merniingar- tímaritanna taldir? ÞEIR, sem fylgjast vilja með nor- rænu menningarlífi, komast ekki hjá að lesa helstu timarit um menning- armál, sem enn eru gefin út á Norð- urlöndum. Ég undanskil Island í þessu efni því að útgáfa íslenskra tímarita hefur sjaldan eða aldrei verið jafn bágborin og nú. Þau tíma- rit, sem ég hef í huga, eru Vindros- en i Danmörku, Vinduet í Noregi, Bonniers Litterara Magasin og Ord och Bild í Svíþjóð og Horisont í Finnlandi. Fleiri tímarit koma að sjálfsögðu til greina, en ég held mig við þau þekktustu. Fyrrnefnd tímarit hafa einkum fjallað um bókmenntaleg og listræn efni, en síðustu árin hefur sú breyt- ing orðið, að þjóðféiagsmál haía gerst æ rúmfrekari á síðunum og nú er svo komið að sum þessara rita eru nær eingöngu helguð þjóðfélags- málum eða félagslegum bókmenntum og listúm. Þessi stefna tímaritanna hefur eflaust átt að leiða til þess, að þau næðu meiri útbreiðslu, ættu erindi við fleiri en áður. En nú hafa þær fréttir borist firá Svíiþjóð að hinu virðulega og rótgróna riti Bomn- iers Litterára Magasin (BLM ) sé hætta búin af einhliða vinstri rót- tækni. Lesendur munu hafa sagt rit- inu upp og krefjast þess að það verði eins og áður fyrst og fremst tímarit um bókmenntir, en ekki vettvangur marxískra hópa, sem hafa látið mikið að sér kveða að undanfönnu. Bonniers Litterára Magasin hefur lengi átt í töluverð- um erfiðleikum. Fyrir nokkru var þvi breytt i ársfjórðungsrit, en kom áður í tiíu heftium á ári. Nú virð ast örlög tímaritsins ráðin. Útgefend ur ritsins kenna pólitíkinni um ófar- irnar. Rifstjórinn hefur aftur á móti lýst því yfir, að ritið hafi aðeins fylgt bókmenntunum eftir, ef það dæmist of pólitiskt sé það vegna þess að bókmenntirnar hafi orðið pólitiskari. Liklegt er talið að Bonniers Litt- erára Magasin breyti um stefnu, taki upp þráðinn frá því „I gamla daga“, gefi vandamálum listarinnar meiri gaum, en láti þjóðfélagslegu vanda- málin að mestu liggja milli hluta. Hvað sem öðru líður munu fáir fagna dauða tímaritsins. Það hefur áratugum saman verið norrænu menningarlífi traust stoð, ekki síst með kynningu sinni á erlendum bók- menntum. Annað sænskt íímarit, Ord och Bild, hefur þann háttinn á að taka einstök afmödkuð efni til umræðu i hverju hefti. Frá liðnu ári má benda á greinar um Parísarkommúnuna, konurnar og vinnumarkaðinn, Sam- einuðu þjóðirnar og heimsvalda- stefnuna, kalt menningarstríð, barna- og unglingabókmenntir, Jap- an og framtíðina og raunsæi í list- um. Eitt heftið samanstendur eink- um af efni, sem dagblöðin hafa hafn að vegna þess hve höfundarnir voru skorinorðir í skrifum sínum. Ekki er langt síðan Ord och Bild f jallaði nær eingöngu um bókmenntaleg og list- ræn málefni. Fleiri rit hafa hafnað fagurfræði- legri afstöðu til efnisvals. Danska tímaritið Vindrosen, sem áður var vettvangur ungra skálda, sem veltu fyrir sér bókmermtum og heim speki, er orðið byltingarrit, þar sem mikið er rætt um stéttabaráttu, lýðræði á vinnustað, baráttuna gegn hinum aiþjóðlega kapítalisma, heims valdastefinu og marxisma. Innan um er þó að finna skáldskap, en það er hrein tilviljun að rekast á eitt- hvað, sem ekki leggur mest upp úr því að taka eindregna afstöðu til um hverfisins. Ritstjórar norska tímaritsins Vinduet Mta á það sem skyldu sína að hvetja til umræðu. Þeir birtu ný- lega viðtal við marxíska bókmennta fræðinginn Georg Lukács, tekið beint upp úr New Left Review. Þeir virðast einnig hafa mikið dálæti á Bob Dylan og gleyima ekki heldur John Lennon því að þeir birta ljóð hans Valdið til fólksins í norskri þýðingu. Sé nýjasta hefti Vinduets haft í huga er það þó fyrst og fremst fjölbreytnin, sem vekur athygli. Ég hef sjaldan fengið í hendur jafn efn ismikið norrænt rit. Efnið er ákaf- lega misjafnt að gæðum, en ekki verður diregið i efa, að þeim Kjell Heggelund og Jan Erik Vold hefur tekist að gera ritið skemmtilegt. Það er meira en sagt verður um fiest norræn menningarrit um þessar mundir. Finnska timaritið Horisont er með nokkuð hefðbundnu sniði. 1 því birt ast oft viðamiklar yfirlitsgreinar og hvers kyns firóðleikur um bókmennt ir er aðalefni ritsins. Umsagnir um bækur setja svip sinn á ritið. Áhersla er lögð á að hafa ritið sam- norrænt og hiefur af þvi tilefni stundum flotáð með efni frá ís- landi. Hinn félagslegi áhugi hefur ekki sneitt hjá Horisont. En þeir, sem vilja að bókmenntatímarit veiti upplýsingar um bókmenntir, munu áreiðaniega geta sótt margt í Hori- sont. Þó að form þess sé fast í snið- Kápa á Bonniers Litterára Magasin. Myndin er úr atvinnulífinu. Er þetta tímarit um verkalýðsmál? um er það lifandi tímarit og yfir- leitt ágætlega skrifað. Engum blandast hugur um, að tímarit eiga að vera trú sínum tíma. Ef til vill eru hin norrænu tímárit til vitnis um algjöra stefnubreyt- ingu í menningarlifinu, kannski koma ekki framar út menningartíma- rit í hinni gömlu merkingu orðsins. Menn hætta að einskorða menning- una við fagrar listir. En marg- ir munu þó telja, að sú tilhneiging, sem mest hefur borið á i nýlegum norræmum tímaritum, verði ekki lengi ofan á. Dæmið um Bonniers Litterara Magasin gæti verið vis- bending um að sú skoðun hafi við rök að styðjast. að æskja samtals við Willy Brandt sjálfan og engan annan. Enginn skilur þarfir íslenzku þjóðarinnar betur en kanslar- inn. Betri vin í Vestur-Þýzka- landi en hann eiga Islendingar ekki. Og hann á góða vini í þeim. Vonandi verður stefna hans, sem beinist að því að draga úr deilum og viðsjám í Evrópu, of- an á, áður en yfir lýkur. En það verður ekki, ef hermdar- verkamenn austan Járntjalds móta stefnuna í Tékkósióvakíu og víðar. Betur undir breytingu búnir? Enda þótt brezki togaraflot- inn við Island veiði á grynnri miðum en sá vestur-þýzki, virð- ist óttinn, sem gripið hefur um sig meðal brezkra fiskimanna ekki á rökum reistur. I samn- ingunum við Breta og Vestur- Þjóðveirja var á sínum tima gert ráð fyrir því, að brezkir út- gerðarmenn treystu svo skip sin og stækkuðu, að þeir gætu verið betur undir það bún- ir, þegar þar að kæmi, að hverfa af grunnmiðum við ísland. Ef þeir hafa ekki notað tímann til þess, er það ekki sök Islendinga, heldur Breta sjálfra. Vestur- Þjóðverjar hafa ekki látið tím- ann ganga sér úr greipum, og hafa þeir nú stóra verksmiðju- togara hér við land. Vernda þarf togaramiðin við næstu útfærslu Áður var minnzt á ræmuna vestur af landinu, þar sem beztu togaramiðin eru. Bretar geta verið óhræddir, þvi að þeir fá að fiska á henni utan 50 milna markanna eins og aðrir. Ræma þessi er um 220 sjómiina löng og fæst mestur fiskurinn á beliti milli 55 og 65 sjómílna. Bretar ættu að fagna því að þessi ræma var skilin eftir, í stað þess að skjóta málinu til Haag, hvað þá Þjóðverjar. Ef einhver mistök hafa átt sér stað í landhelgismál inu eru þau Islendinga einna. Þeir áttu auðvitað að tryggja að þessi mikilvægu togaramið lentu innan nýju fiskveiðilögsög unnar. Því miður hefur ekki verið búið svo um hnútana, en væntanlega verður það gert, þeg ar Islendingar stíga næsta spor í verndun fiskimiða sinna. Þá munu væntanlega bæði Vestur- Þjóðverjar og Bretar hafa gert sér grein fyrir því, að útf'ærsla fiskveiðUögsögunmar við íaland er þeim ekkert vandamál. Bæði þessi lönd eru rík, standa á gömlum merg og eiga nægar ■auðlindir. Vestur-Þýzkaland er eitt ríkasta land í heimi. Það þarf ekki að láta greipar sópa um matarbúr íslenzku þjóðarinn ar. Yfir 80% af útflutningi Is- lendinga byggjast á sjávarafurð- um, eins og kunnugt er. Um 0,2% af útflutningstekjum Vestur- Þjóðverja koma frá sjávarút- vegi. Minna getur það varla verið. Ekkert þorskastríð Rétturinn virðist því miður oftast vera þeim megin, sem styrkurinn er. Þannig skipta stórveldin hafsbotninum á milli sín, ef þeim bíður svo við að horfa og gas eða olía freistar þeirra, sbr. Norðursjóinn. En meira og minna fisklaust hafið yfir hafsbotninum láta þau eiga sig, enda lítið upp úr miðunum þar að hafa eftir aldalanga rán- yrkju þessara sömu þjóða og næstu nágranna þeirra. íslend- ingar geta ekki sætt sig við, að það sé siðferðilega rétt að þjóð- ir geti skipt á milli sin hafs- botninum, eins og gert hefur ver ið í Norðursjónum, en allt önn- ur lög og reglur eigi að gilda um hafið yfir botninum. Engin alþjóðalög gilda um fiskveiði- takmörk. Alþjóðadómstóllinn getun eklki ákveðið þau. Það eru aðildarriki Sameinuðu þjóðanna, sem þar ráða úrslitum. Vitað er að mikill meirihluti þeirra að- hyllist stærri fiskveiðilögsögu en 12 sjómílur og þessi sami Þýzkur skuttogarl. meirihluti á áreiðanlega ekki eft ir að láta „siðferði" stórvelda þess efnis að önnur lög gildi á botninum en hafinu yfir honum, villa sér sýn. Ef Norðursjórinn og hafið út af austur- strönd Bandarikjanna, svo að dæmi séu tekin, væru full af fiski og ein helzta gullkista að- liggjandi landa, hefði at- hygli þeirra áreiðanlega fremur beinzt að sjónum og fiskimiðun- um, en hafsbotninum. Ætli menn eins og Willy Brandt og Edward Heath mundu ekki skilja svo sjálfsagðan hlut, ef forystu- menn íslenzku þjóðarinnar kæm ust i færi við þá í góðu tómi. 1 þonskastriðinu sýndi það sig að það voru engir jónasarárna- synir sem það deilumál leystu, heldur Ólafur Thors og McMill- an. Af þeirri staðreynd eigum við nú að draga réttar ályktan- ir. Forystumenn Alþýðubanda- lagsins geta forklúðrað heim- sókn Bemadettu Devlin til Is- lands við augljósan fögnuð og liðsinni bókmenntagagnrýnanda Vísis án þess tjón hljótist af, en lýðræðissinnum ber að hafa nán ar gætur á því að kommúnistar forklúðri ekki einnig útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Okkur er vandi á höndum, þar sem Lúð- Vík Jósepsson, sjávarútvegs- málaráðherra, virðist gera allt sem í hans valdi stendur til að draga landhelgismálið úr hönd- um Einars Ágústssonar, utanrík isráðhenra, og þeirra manna sem hann að sjálfsögðu trúir fyrir meðferð þess. Það er gott ag blessað að senda menn utan tii að kynna máilstað oiklkar ag vafa- laust hiefur senditooði Lúðviks Jósepssonar ger*: sitt bezta. En óraunsæi á borð við það að menn geti sagt fyrir um niOunstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu uim land- helgisimálið í Bretlandi minnir eiinmia helzt á ferð Jörundar huindadagakonunigs ti'l fslands. Það var að vísu dálítið skemimti- leg ferð, en aililir vita hvernig fór um sjóferð þá. Þrétt fyrir þessa togstreiitu is- lenzlkra valdamanna, sem því miður er öllum auigljós, er þess að vænta að við losn- um við þorskastrið þessu sinni. Þeir brezku blaðamenn sem bezt þekkja til, eru þess fullvissiir að Bretar muni ekki senda herskip hingað norður togurum sínum til verndar: þeir hafi of slæma reynslu af veiðum undir her- skipavernd. „Siðferði“ og sjálfsbjargar- viðleitni Að lokum er ekki úr vegi að minna á tilburði Breta ekki alls fyrir löngu til að „leggja undir sig“ klettaeyjuna Rodkall, sem er vestur af Suðureyjum og um 300 sjómilum sunnan Færeyja. Og af hverju kviknaði þessi neisti gamals nýlendubáls, sem allir álitu löngu útkulnað? Jú, álitið er að á hafsvæðunum um- hverfis klettinn sé gas! Af þeim sökum vaknaði skyndilega áhugi Breta á því að innlima hann í ríki sitt. Svend-Aage Malmberg, haffræðingur, fjali- aði um þetta mál í grein hér í blaðinu i fyrra og komst þá m.a. svo að orði: „Þessum línum er ætlað að vekja athygli á afskiptum Breta af Rockall svo af megi læna. Áherzla skal lögð á, að þjóðir seilast til mikilla umráða á hafs- botninum jafnframt þvi sem þæf standa gegn stækkun fiskveiði- lögsögu, bæði hér við land og annars staðar. Fyrirhuguð stækkun fiskveiðilögsögu hér við land er þó smámunir miðað við þær reglur, sem viðurkennd ar eru á sjávarbotninum, enda hlýtur 50 sjómílna landhelgi að- eins að vera spor til víðáttu- meiri svæða, m.a. yfir neðansjáv arhryggjum og yztu mörkum landgrunnspallsins, og þá satn- kvæmt jafnfjarlægðarneglum við nágrannalönd eins og Gr»n- land, Færeyjar og Jan Mayem og jafnvel Stóra-Bretland“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.