Morgunblaðið - 26.03.1972, Side 14

Morgunblaðið - 26.03.1972, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MARZ 1972 Verðum við að draga úr or kunotkuninni ? í ANNARRI grein sinni um vandamál heims- ins ræðir Gerald Leach, vísindafréttaritari Observers, við tvo bandaríska vísindamenn, þá dr. Alvin Weinberg (bjartsýnismanninn) og Barry Commoner (svartsýnismanninn) um orkunotkunina í heiminum, þörfina fyrir orku og hugsanlegan skort á orku. Dr. Alvin Weinberg er eðlisfræðingur frá Chicago, 56 ára að aldri. Hann kom árið 1945 til starfa í Oak Ridge National Laboratory, sem er miðstöð kjarnorku- rannsókna í Bandaríkjun- um, og hefur verið þar fram- kvæmdastjóri síðan 1955. Hann er heimsþekktur sér- fræðingur um kjarnorku. Meðal þekktra bóka hans er „Reflections on Big Science“ frá 1957. Hann á konu og tvö börn. Prófessor Barry Common- er er líffræðingur frá Brook- lyn, 54 ára að aldri. Hann kom 1947 til starfa við Was- hington-háskóla í St. Louis, þar sem hann er prófessor í plöntulíffræði, forseti grasa- fræðideildarinnar og fram- kvæmdastjóri miðstöðvar fyrir líffræðikerfi í náttúr- unni. Meðal bóka hans er „The Closing Circle“ frá janúar sl. Hann er kvæntur og á tvö börn. Leach: Um allan heim krefj- ast æ fleiri betri lífsskilyrða. í fáum orðum sagt táknar það, að fólk vill nota meiri tækni, meira af málmum, meiri orku o.s.frv. Teljið þið að slík alls- herjar iðnvæðing um víða ver öld sé möguleg? Commoner: Niei, það held ég ekki, vegna þess að ástæðan til þessarar tegundar iðnvæðing- ar — þ.e. áköf nýting orku og tilbúinna efna — í landi á borð við Bandaríkin, er ekki nema að litlu leyti ætlað að auka vel ferð mann'kymsins, he.diur er hún tii þess að halda efnahags- kerfinu i skorðium. Úr því þeg- ar er orðið ljóst að þetta geng- ur ekki í Bandaríkjunum, þá er óhugsandi að það geti verk- að i öllum heiminum. Weinberg: Ég er ekki á sama máli. Barry Commoner hefur á sinni stefnuskrá að halda því fram að við séum mitt í mestu úlfakreppu. Ég get ekki séð það. Ég veit að við eigum okk ar vandamál, en ég tel að við verðum að veita tækninni tæki færi og hvatningu og vekja hana til dáða til að ráðast gegn þessurn vanda. í rauninni er þetta skoðanamunur okkar. Barry vill byltingu. Ég vil bæta tæknina. Leach: En þú, sem ert fræg- ur fyrir að vera bjartsýnn tæknimaður, viðurkennir þó að vandamálin séu fyrir hendi og einnig að í taakn nni fe st áhætta fyr'r umhverfið? Weinberg: Ég segi ekki ann að en það, að á mörgum svið- um er t'knn göUuð. Ég játa það, að ég viðurkenni, að Barry og umhverfisverndar- menn eins og hann, hafa þarna tekið í skottið á tæknimönnun- um með bví að segja, „Sjáið igóðir hiá • r. þarrr : i'U vanda- málin“. En tæknimenn eru nú fyrst að b; a að taka sig sarn- an til að kippa hlutunum í lag. Við höfum ekki verið í þessum umhverfisverndarmálum nema — ja, fimm ár? Áður en við förum að vekja upp þörf fyr- ir viðamiklar þjóðfélagsbreyt- ingar, — breytingar sem jafn ógerlegt er að sjá hvaða félags legar afleiðingar hafa, eins og breytingar af sjálfri tækninni — áður en við gerum það, þá skulum við gefa tækninni tækifæri, og athuga svo hvern- ig gengur. Við skulum segja eftir 10 ár. Commoner: Ég spái að það takist ekki. Frumorsök flestra þeirra vandræða, sem tæknin hefur lent í á síðari tirnum, byggist á því að það er skyndi gróði í einkahagsmunaskymi sem drífur hana áfram. Slíkt getur ekki gengið til lengdar ef við hugsum á heimsmæli kvarða. Svo að rétt notkun á tækni — þ.e. til sem mests ágóða fyrir mannkynið í við- tækustu merkingu, verður þá aðeins sú, að manniegar þarf- ir stjóma tækninni í stað skammitáma garóða. En það þýð- ir breytt þjóðskipulag í mörg- um lömdium. Á siigildan marx- istiskan máta tel ég að sósíalí- sering á efnahagslífi í Banda- ríkjunum sé skilyrði fyrir réttri og skynsamlegri nýtingu hráefnanna. Weinberg: Ég hafna þessu al gerlega. Mig grunar að Barry trúi því ekki sjálfur að sosíal ismi sé rétta svarið fyrir Bandaríkin. Commoner: Jæja, um hvað er að velja? Weinberg: Það sem ég var að tala um. Nýlega hefur stjórnar kerfið orðið mjög viðkvæmt fyrir öllum skaðlegum hliðar- verkunum frá tækninni. Þess vegna skulum við breyta tækn inni í samræmi við það og veita henni svo sitt tækifæri. Leach: Þið eruð að snúa ykkur út úr minni uppruna- legu spurningu. Það sem ég vil vita er, hvenær þessi hraði iðn vöxtur muni ná þeirri hindr- un, sem hráefnaskortur og orkuskortur eða hvað sem er, setur honum? Commoner: Sg held ekíki að slik hindrun skipti sköpum. Það er vaxtanmynztrið oig það tæki sem beitt er til að hafa stjórn á vextinum, sem hefur úrslitaáhrif. Leach: Jæja þá, 'við skulum þá reyna að ná tökum á við- fangsefninu með þvi að velja til umræðu það sem vissulega er undirstaða allra úrræða. Það er orkan. Hvernig eru horfurnar þar, ef við litum langt fram í tímann? Weinberg: Ég hefi oft verið kallaður orku-aðdáandi, vegna þess að í mínum augum er ork- an undirstaða menningarinnar. Hafi maður óendanlega oiku og ef hægt er að losna við hliðarverkanir á umhverf- ið, þá er fengin undirstaða til að byggja á þoianlegt líf handa geysimiklum fjölda fólks. Eitt vantar þó enn í myndina og það eru nægar bingðir aif fasfatáburði. Leach: Nú skulum við fá fram nokkrar tölur. Orku- notkun heimsins vex um 4% á ári. Eða hiúm bvöfaldast á 15 árum. Bilið milli þeirrar orku, sem notuð er í landi eins og Ameríku, og meðaitals þeirrar orku sem notuð er 1 öllum heiminum, bendir til þess að mikil tilhneiging sé til að auka hraðann á allsherjar orku- vexti. Er hægt að halda óend- anlega áfram þessari aukn- ingu ? Commoner: Nei, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Nú þegar er farið að hægja á þessari orkuaukningu vegna a) menns áhuga á umhverfis- vernd. Weinberg: Ég tel líka að orkuaukningin muni fara hæg- ar í Bandarikjunum. Ég held ekki að orkunotkun Bandaríkj anna muni vaxa meira en 100% frá því nú og fram að aldamót um 2000. Ef við tökum rafork- una, þá höfum við yfir 300.000 megawöttum að ráða nú þegar. Talan, sem venjan er að varpa fram fyrir árið 2000, er milljón megawött — eða þreföld- un. Mér finnst liklegri 600.000 megawött eða tvöföldun. En það hefur lí'ka í för með sér mikil umhverfisvandamál. Leach: Hvort finnst þér al- varlegra? Commoner: Viðbrögð almenn ings gegn nýjum orkustöðvum vegna umhverfisverndar, eru að verða mestu hömlurnar á orkuframleiðslu. Leach: Af fegurðarástæðum? Weinberg: Nei, það liggur dýpra en svo. Ég held að þarna sé um einlægan áhuga að ræða, og þér tekst ekki að fá mig og Barry til að rifast um það. Commoner: Ekki núna. Kannski fyrir nokkrum árum. Weinberg: Ef til vill. En við Barry erum ósammála um ann- að. Ég lít svo á að kjarnorku- stöðvar séu frá grunni hrein orkuuppspretta. Barry telur þær óhreinar og áhættusamar. Commoner: Það er alveg rétt. Vandinn við það eitt að fást við og fara með alla þessa geislun frá ollium kjamorku- stöðvunum er alveg gífurlegur. Og það, sem skelfdi mig veru- lega, var sú staðreynd, að það urðu leikmenn á borð við mig sem komu fram í dagsljósið með þessa áhættu. Og þær áhyggjur almennings, sem við vöktum, urðu til þess að sjórn irnar fóru að huga að þessu. Weinberg: Þetta kemur ekk ert við mig, Barry. Allir mikl- ir Messiasar hafa verið leik- menn. Mér finnst að veröldin öll eigi þér og félögum þínum í umhverfisverndarmálium mik- ið að þakka fyrir að beina á svo beinskeyttan hátt athygl- inni að þessu efni, sem enginn hafði verulega haft augastað á áður. Og upp að vissu marki er ég þér sammála um áhættuna af kjarnorku. Meðan kjarnork- an var lítilfjörleg og smá, voru vandamálin í sambandi við hana líka smá og ómerki- leg. En reyni maður að varpa fullu ljósi á mikilvægi vand- ans, þegar öll veröldin verður komin með kjarnorku, þá fást vissulega háar tölur. Ef, eins og margir telja óhjá- kvæmilegt, 15000 milljón manns munu í veröidinni búa við hálft eins góð lífsskilyrði og Banda- rikjamenn núna, þá verður þörf fyrir 12.000 fimm þúsund megawatta kjarnorkustöðvar. Þá þyrfti daglega einn nýjan kjamakljúf og það stóran, til að koma í stað þeirra sem eru orðnir útnýttir. Og hvað í ósköpunum á að gera við um- búðirnar um þessa kjarna- kljúfa, þegar lokað er búð og hætt að höndla? Þær verða í hæsta máta geislavirkar. Ég er viss um að hægt er að hafa hernil á allri áhættu af kjamorkustöðvum. Þá á ég við að hafa eftirlit með eldsneyt- inu, sem hægt er að framléiða úr sprengjuir, ráða fram úr vandanum af úrkastinu, flutn- ingi á eldsneyti o.s.frv. En slíkt öryggiseftirlit verður ein faldara ef kjarnorkustöðvarnar eru allar í tiltölulega fáum kjarnorkugörðum, eins og ég kalla þá. Við reisum þær samt ekki á þann hátt nú. í Amer- íku er þetta næstum ófram kvæmanlegt vegna þess að 3000 fyrirtæki framleiða raf- magn. Jafnvel í Englandi, þar sem aðeins eir ein rafveitu- stjórn, þar er kjamorkustöðv um dreift út um allt. Ekki veit ég hvort við getum smalað þessum stöðvum saman aftur, en ég tel það mjög mikilvægt TT rrw7 THE OBSERVER J7Tr<s GEIMFARIÐ JÖRÐ Erum við í raunverulegri og ætti að ganga fyrir að leysa það. Commoner: Fyrir nokkr- úm árum hefði mig ekki dreymt um að þú hefðir þessi orð um kjamorkuvisindin. Það skelfir mig að þú skulir nú vera far- inn til þess. Athugaðu hvað þú hefur sagt. Að tæfkniþjóð- félag hafi lært að framleiða kjarnorku og síðan haldið áfram án þess að hafa hug mynd um hvert það stefndi með því. Gert var einfaldlega ráð fyrir því að svör fyndust við öllum þeiim vanda, sem skapað- ist. 1 mlnum huga, er það hættu legasti þátturinn í þessu, að al- menningur, iðnaðurinn og stjórnin hér i Bandaríkjunum hafa öll verið sannfærð um að þannig mundi tæknin ávallt starfa. Að hún mundi alltaf leiðrétta sín eigin mistök og því sé þarna á ferðinni full- komin mannleg athöfn, í þeim skilningi að hvað sem tæknin kemur fram með, þá fylgi þvi að lokum engin vandamál. Weinberg: Ég hefi einungis haldið því fram, að tækni okk ar sé ófullkomin. Og ég vil bæta því við, að enginn er óskeik- ull eða mikill spámaður á fram tíðina. Við skeikular manneskj ur gerum bara það bezta sem við getum. Commoner: Niei, en tæknin gerir kröfu til að vera talin óskeikul. Og aimenningur hefur þá hugmynd að tæknin sé óskeikul. Öll þessi nýju afkasta miklu tæki, sem við látum vinna fyrir okkur — nýju orku- stöðvarnar, nýju ræktunarað- fenðirnar, nýju tilbúnu efnin o.s.frv., allt er þetta afrakstur nokkurs konar mannlegra at- hafna, sem unnar voru undir föisku flaggi. Weinljerg: Ekki undir fölsku flaggi. Heldur þar sem menn voru ekki búnir að átta sig til fulLs á öllu sem fylgdi. Við erum í rauninni mest ósam- mála um dýpt vandans og hans rétta tima. Þama er um að ræða þungmelt vísindi. pg þau hafa í för með sér mikið af erf- iðum vandamálum. Þar til nú alveg nýlega hafa þau ekki meðtekið í sinn hugsanagang þinn hugsunarhátt um áhætt- una fyrir umhverfið. En þegar þau gera það, eins og þau eru nú að byrja að gera, þá getur tæknin komið fram með nothæf ar lausnir á mörgum af þess- um vandamálum. Barry, þú ert skemmtilega óþolinmóður. Ég get ekki sagt annað en að vísindin muni, ef þau fá tíma til, í mörgum til- fellum sýna meiri velvild og skilning í aðferðum sinum en hingað til. Leach: En þetta ber vott um blinda trú. Weinberg: Nei, ág vil kalla það upplýsandi traust. Til dæm is má með góðu móti halda þeirri skoðun fram að vel rek- in kjamorikuver megnl minina en kolaorkuver. Þó krefjast þessi ómengandi orkuver sívak andi árvekni og geysilegs eft- irlits og það verður að greiða íyrir kjarnorkiunnii. Þetta tákm- ar það, að til þessa verður að koma upp nokkurs konar heil ögum tæknireglum fyrir þá, sem heliga sig því verkefni að sjá til þess að þessi orkuver starfi óaðfinnanlega. Sé spurt hvort það sé raunsæ framtíðar spá, þá svara ég: Hvað hafið þið betra upp á að bjóða? Commoner: Það sem ég hefi betra upp á að bjóða, er að nota ekki svona mikla orku. Reisa alls ekki kjarnorkuver og nota í staðinn minni orku. hættu ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.