Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐtÐ, SUNNUDAGUR 26. MARZ 1972 Magnús Jónsson um skattamál: Kerfisbreyting er óhagstæð fyrir meiri hluta gjaldenda Taka þarf upp ný og heilsteyptari vinnubrögd viö endurskoðun skattalaga SIÐARI HLUTI Hér íer á eftir ágrip af síð- fcri hlnta yfirlitsrœðu Magnúsar Jónssonar alþingismanns um skattafrumvarp ríkisstjórnar- innar. Ræðan var lialdin hinn 13. marz s.l. Skattvísitalan Þá er það skattvísitalan marg umtalaða, sem allur samanburð ur við gamla kerfið er byggð- ur á. Ég verð að harma það mjög, að menn skuli hafa neyðzt til þess, — ég vil alls ekki halda því fram, að fjár- málaráðherra hafi gert það, en það hefur verið gert i skrifum og tali um þessi mál, — að reyna að gera tortryggilega Efnahagsstofnunina og Reikni- stoflnun háskólans og sagt, að þegar verið sé að deila á þessa útreikninga, sé verið að ráðast á þessar stofnanir. Það hefur engum manni dottið i hug að gera það. Við vitum, að þar eru grandvarir menn, sem gera sina hluti rétt. En þeir voru mat aðir með vissum forsendum af ráðherra. Þegar forstjóri Hag- rannsóknadeildar Framkvæmda- stofnunarinnar kom á okkar fund, spurðum við hann, hvað merkti sú setning í umsögn hans um þetta mál, að það væri ekki um teljandi skattþunga að ræða og hvort þetta veeri raunveru- legt mat hans á því. — Nei, hann svaraði því mjög fljótt til, að það væri alls ekki sitt mat. En hann hefði ekki haft aðra forsendu að ganga út frá og hefði verið gefin sú forsenda, að skattvisitalan væri 6,5 eða 106,5 stig. Og út frá þessu ætti að reikna. Aðspurður um, hvað hann teldi eðlilega skattvísitölu til að halda í horfinu, þannig að menn borguðu ekki hlutfallslega meira af tekjum sínum heldur en þeir hefðu áður gert, þá svaraði hag- rannsóknarstjóri þvi til, að eftir því sem hans stofnun vissi nú bezt, væri hækkunin frá fyrra ári 21,5%, sem mun að vísu vera meira, sennilega 24—25%, sem kaupgjald hefur hækkað og taxt ar auðvitað á milli ára. En við tókum lægri töluna og við það eru okkar tölur miðaðar. Að halda þvi fram, að hér sé um að ræða eitthvert ábyrgðar leysi eða óraunhæft tal, sem brjóti í bága við allt, sem gert hefur verið, er algjörlega út í hött. Og það er ekki lengra að leita en til s.l. árs. Ég hef i um- ræðum um þetta mál hér á þingi hvað eítir annað viðurkennt það, að skattvísitalan hafi verið ákveðin of lág á erfiðleikaárun- um. Hún var óbreytt í þrjú ár. Þar áður, frá 1965 og 1966, var hún ákveðin svo há, að hún jafn aði fullkomlega metin varðandi kauphækkanir og hlutfallið í sambandi við kaup Dagsbrúnar- manna hélzt þá fullkom'lega. Ég lýsti því þá yfir og hef oft gert, að ég teldi, að þegar hagur rik- issjóðs batnaði, bæri að stíga stærra skref. Og það skref var stigið á s.l. ári, vegna þess að |m árum, — nei, það var gjörsam- þá var skattvísitalan hækkuð um 20%, en meðalframfærsluvísi talan hafði ekki hækkað nema um rúmlega 13 eða um 13,2% og almenn hækkunarprósenta kaups var 18.4%. Að visu reynd- ist þetta nokkru meira, þegar far ið var að skoða framtölin, en það varð auðvitað að ákveða skattvísitöluna áður. Bn með þessu var mörkuð sú stefna, sem ég þá lýsti ákveðið yfir, og hef ur alltaf verið grundvallarstefn an af hálfu okkar sjálflstæðis- manna, að þetta láglaunafólk borgaði ekki skatta. Ég vil taka fram, að það hefði einnig út af fyrir sig verið hægt að framfylgja þessari stefnu á erfiðleikaárunum, en þá var bara komið þannig, sem þing- deildarmönnum er vel kunnugt, að sveitarfélögin hefðu flest orð ið fjárþrota, ef skattvísitalan hefði verið ákveðin hærri en þá var gert, þar sem mikill hluti allra tekna sveitarfélaga eru út svör og það var sett inn í lög um tekjustofna sveitarfélaga fyrir nokkrum árum, að þau skyldu einnig breytast eftir skattvísitölu. Skattar hækki ekki hlutfallslega Þegar fjármálaráðherra segir, að ég hafi breytt um skoðun á skattvísitölunni, hef ég þeg- ar sýnt það í verki með þessari ákvörðun í fyrra, að svo er ekki. Ég hef alltaf haldið því fram, frá því frumvarpið var fiutt, sem hann gat um, 1953, að þetta væri gert til þess að menn borg- uðu ekki hlutfallslega hærri skatta af tekjum sínum. Og ég hef mórtmælt þvi öll undan- farin ár, að það hafi nókkum tíma verið ætlunin að tengja þetta við framfærsluvísitölu, vegna þess að þá hefðu skattam ir beinlinis átt að lækka á erfið- leikaárunum, heldur hefði hugs unin verið þessi, sem mörkuð var 1960, að hinn almenni taxti Dagsbrúnar væri skattfrjáls. Og þegar vitnað er í umræður og í frumvarp okkar frá 1953, þá veit ég, að fjármálaráðherra er það vel kunnugt, að þá var ekki til neinn greinarmunur á fram- færsluvísitölu og kaupgjaldsvísi tölu. Það var nákvæmlega sama vísitalan. Fjármálaráðherra flutti ásamt núverandi formanni þingflokks Framsóknarflokksins frumvarp um það á síðasta þingi, að fram færsluvisitlan yrði bætt upp í einu stökki. Ég segi nú við minn ágæta vin, fjármálaráðhenra, að ef það er eitthvert ábyrgðar leysi, sem við sýnum núna, hvað á þá að kalla það, eins og gerð- ist á síðasta þingi, að leggja til að hækka framfærsluvisitöluna um allt það, sem vangert hafi verið í sambandi við skattvisi- töluna? Ég er hræddur um, að það séu anzi háar fjárupphæð- ir. Og svo kemst hann loksins að þeirri niðurstöðu, þegar hann sezt í ráðherrastól, að það sé ekki hægt að bæta um eitt ein- asta stig, ekki eitt einasta pró- sent. 6,5, — það er ekiki einu sinni framfærsluvisitalan, vegna þess að framfærsluvisitalan miun hafa hæikkað uim 6,7 eða 6,8 stig. Það þurfti þó að skera af þessari hungurlús. En að það væri hægt að bæta úr þvi, sem ég hafði gert illt á undanföm lega vonlaust mál. Það skyldi bliva allt saman og fólkið skyldi verða að bera það. Þó að þess- ir ágætu menn væru komnir til valda, var allt gleymt og þá var bara um að gera að vitna í það, hvað ég hefði gert. Það var ai- veg nægilegt til að réttlæta þeirra eigin verk. Magnús Jónsson. í>ynging skatt- byrði 1100 millj. kr. Sannleikurinn er sá, að það er lauslega áætlað, að skattþung- inn vaxi núna um 700 millj. kr. miðað við skattvísitölu 121,5. sem er auðvitað sú eina, sem eðli legt er að miða við. Og þar við má bæta því, sem fjármálaráð- herra hefur grætt með þvi að fella niður nefskattana og sem hann hefur lagt á almenning í hækkuðu vöruverði, en það má áætla um 400 millj. kr., sem ekki virðast neinar horfur á, að eigi að bæta launþegum upp að einu eða neinu leyti. Það hefur verið gert varðandi 0,6 stig, ef ég man rétt, en meira hefur þar ekki komið, þannig að það eru 1100 millj. kr., sem fjármálaráð- herra ætlar sér að leggja á al- menning til viðbótar því, sem orðið hefði, ef gömlu skattalög- in hefðu gilt með eðlilegri fram- kvæmd þeirra. Og má þó í raun- inni segja, að þetta gæti verið hærri tala, því að fjármálaráð- herra gengur alltaf út frá því í sínum áætlunum, hvað nefskatt- arnir hefðu þurft að hækka. Ég geri hér aðeins áætlun um þá nefskatta, sem á voru lagðir. Óhagstætt þorra gjaldenda Hér er því öllum ljóst, að óhag stætt er fyrir meiri hluta gjald- enda það skipulag, sem hér er verið að tala um að taka upp. Það liggur líka raunverulega ai veg í augum uppi, að þegar tekj ur rikissjóðs hækka um hálfan sjötta milljarð, hvernig i ósköp- unium á að bera það á borð fyr- ir nokkurn mann, að það hækki engir skattar eða gjöld. Ég segi þá bara; hann hefur ekki verið neitt slæmur arfurinn, eins og stundum er látið yfir, ef þetta er hægt án þess að íþyngja nokkrum í sköttum, því að fjár- málaráðherra sagði, þegar hann var búinn að telja upp alla þá, sem ættu að fá stór friðindi, allt láglaunafólkið, að það væri sára lítið, sem á aðra skattgreiðend- ur væri lagt til viðbótar. Enda var nú sannleikurinn sá, að í ræðu f jármálaráðherra áðan, gat ég ekki fundið annað, — sem ég veit að hann sem ábyrgur mað- ur mun heldur ekki reyna að halda fram, -— en að auðvitað væri hér um nýja gjaldheimtu að ræða. Það liggur í augum uppi, þótt málgagn hans haldi öðru fram. Hér má engu breyta Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að í þess- um frumvörpum eða i hugsun- inni að baki þeim sé ekki ýmis- legt, sem stefnir i ákveðna átt. Og ég efast um, að okkur fjár- málaráðherra beri svo mikið á milli, ekki sízt miðað við það, sem han.n las upp úr ræðu, sem ég flutti á siðasta þingi um það, hvernig þurfi að endurskoða skattkerfið í heild og hvernig okkar skattalöggjöf þurfi að vera. Það gleður mig út a-f fyr- ir sig, að það virðist ekki ágrein ingur um það. Ágreiningurinn er fyrst og fremst um þennan flumbruskap, eins og hér kemur fram, að knýja í gegn þetta frumvarp eíns stórgallað og það er. Skattkerfið er nefnilega ekki til að fikta með það, og það má ekki frá ári til árs skapa slíkt öryggisleysi og hér er verið að gera. Þegar skattalögin á síðasta ári voru samþykkt, var það gart á tveimur þingum og með ræki- legri athugun. Engu að síður var því breytt mjög verulega hér í Alþingi við nána könnun málsins. Hér má engu breyta. Það eru fjórir, fimm smápunkt- ar, sem loksins koma og nefnd- in fær að laga í frumvarpinu um tekju- og eignarskatt. Það voru að visu nokkru meiri breyt ingar gerðar á hinu frumvarp- inu, en að öðru leyti máitt i ekki hagga við neinu og yf irleitt ekki tala við neinn. Það komu ótal umsagnir. Þær voru hafðar að engu. Og mig furðar ekkert á því, — þetta varð í meginefnum auðvitað svona fram að ganga, ef allt átti ekki að lenda í ógöngum, sem hefði leitt til þess, að málið hefði frest azt, eins og við höfðum lagt til. Fjármálaráðh erra játaði að þessi frumvörp breyttu í raun- inni ekki neinum grundvallar- stefnumiðum og væru nánast til þess að gera breytingar, sem óumflýjanlegar hefðu verið vegna tekjutilfærslu á milli rík is og sveitarfélaga og ekki sízt vegna niðurfellingar á sjúkra tryggingargjöldum og almanna- trygginigangjöSdiuim, sem voru álkveðin fyrinflraim, áðiur en bú- ið var að gera sér grein fyrir, hvernig skattalögin ættu að vera. Þetta er það, sem ég tel rangt að farið í sambandi við stjórn skattamálanna, að ákveða útgjöldin með þessum hætti og kerfisbreytingu, sem knýr á bneytingar, hvort sem það er gerlegt eða ekki. Þetta þarf að gera Það er ótalmargt ógert. Og ég skal játa það, að það gleður mig, að fjármálaráðherra virðist ætla að taka upp ný vinnubrögð við framhaldsathugun málsins. Það þarf að fella niður miklu fleiri smáskatta. Það þarf að fella saman skattakerfið og tryggingakerfið, sem er mik- ið viðfangsefni og sem kemur mjög inn á það, sem fjármálaráð herra gat um, að ekki hefði ver ið notað til neinnar tekjujöfn- unar. Það hafa verið uppi alveg ákveðnar tillögur um breyting- ar á þessu á undanfömum ár- um, þótt þær hafi ekki náð fram að ganga, en sem ég tel mjög mikils virði, að verði teknar til rækilegrar athugunar. Það er auðvitað ekkert farið að gera í sambandi við verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þótt þessum gjöidum hafi verið létt af sveiitarfélöguiniuim, er verkaskiptingin alveg jafnóleyst vandamái. Og það verður að ganga í það rækilega og af ger- hygli að skipta þessum verkefn um og skipta þá tekjustofnum einnúg. Við sjálfstæðismenn hötf- um lýst því yfir, — og ég hef raunar áður látið orð falla um það, meðan ég gegndi embætti fjármálaráðherra og meðan beinu skattarnir voru minni hluti af tekjum ríkisSjóðs en %, — að vel komi til álita og vaari enda æskilegt, að aðeins einn að ili innheimti sams konar tekju- stofn, t.d. beinu skattana af ai- menningi, og þess vegna gæti vel komið til álita að afhenda sveitarfélögunum alveg beinu skattana og þá með tilheyrandi verkefnum. Þetta þarf einnig að íhuga. Það þarf að leggja þá línu, að þurftartekjur séu ekki skatt- lagðar, þannig að þar komi til eðlilegur frádráttur og vísitala, sem breytist í samræmi við kaupgjaldsbreytingar. Það er skoðun okkar sjláifstæðismanna, að skatt- leggja beri fremur eyðslu en sparnað. Þess vegna höfum við á undanförnum árum fremur dreg ið úr en aukið hlut beinna skatta í tekjuöflun ríkisins og sú skoðun hefur ekkert breytzt, þó að við séum ekki lemgur í rí'kisstjóm. Óbeinir skattar inn- heimtast betur. Og þó að þeir hafi ókosti, sem öll skattheimta hefur, og meðal annars er vitn- að í, að þeir fari illa með þá, sem miður eru settir í þjóðfé- laginu, þá er með tryggingar- konfinu eins og það er og með samspili á milli þess og skatta- iaga hsagt að sjá fyrir þeim van- köntum fullkomlega, hvort sem menn vilja hafa fjölskyldubóta formið á því eða með persónu- frádrætfi eða á annan hátt. Það er hægt að haga óbeinum sköttum þannig, að þeir leggist mismunandi þungt á hinar ýmsu nauðsynjar, svo sem einnig hef- ur verið gert til þessa. Hins veg ar er það rétt hjá fjármálaráð- herra, að það verður erfiðara ag erfiðara að hafa slílkar undan- þágur. Þar er ég honum sam- mála. Ónothæft sem grundvöllur nýrra skattalaga Það er skoðun mín, að þetta frumvarp sé svo gallað, að það sé ekki nothæft sem grundvöll- ur að nýrri skattalöggjöf. Það yrði því farsælast fyrir alla, að því verði frestað og tekin upp ný vinnubrögð og heilsteyptari við áframhaldandi endurskoðun skattalöggjafarinnar i svip- uðu formi og gert var í tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar. Við vörum við því, að það gæti leitt af sér stórfelld mála- ferli, ef þau lög eru ógilt, sem nú eru í gildi og sett voru á síð asta þingi, og teljum a.m.k., að fjármálaráðherra þurfi að láta kanna það mál miklum mun be*t ur, áður en hann stígur svo al- varlegt spor. Það er nauðsynlegt, að það sé ekki aðeins lítill hópur póli tískra jábræðra, sem semja heildarskattalöggjöf þjóðarinn- ar. Það þarf að vinna að þeim málum eins og búið var að leggja drög að á s.l. sumri, og því harma ég, að sú nefnd var sett frá. Þó hefði mátt bæta í hana mönnum, en með henni var búið að fá helztu hagsmunasam- tök þjóðarinnar til samstarfs til þess að reyna að tryggja það, að hægt sé að fá fram skattalöggjöf, sem ekki þarf að hringla í frá ári til árs eða a.m.k. í hvert skipti, sem ný ríkisstjórn kem- ur. Það skapar öryggisleysi og óvissu, bæði fyrir almenning og ekkert siður atvinnureksfurinn í landinu, sem nauðsynlegt er að íorðast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.