Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐHO, SUNNUDAGUR 26. MARZ 1972 Rannsóknir — á seltubúskap laxf iska ÞEIK Sigurður St. Helgason, ufeðlisfræðingur, og dr. Jóhann Axelsson, prófessor, hafa fengið 6,000 dollara rannsóknarstyrk (525 þús. isl. krónur) frá Nato til rannsóknarverkefnis, sem nefnist „Hormónastjórn á seltu- búskap laxfiska". Bannsóknir þessar eru nýhafnar og munu líklega taka 2—3 ár, að sögn Sigurðar. „Þegar laxfiskar fara úr söltu vatmi í ósalt, þ. e. ganga úr sjón- uim upp í árnar, ætti að verða miikið salttap úr blóði þeirra og vefjum, en þeir tempra saltmiss- inn með ákveðnum hormónum," sagði Sigurður í viðtali við Mbl. „Rannsóknir okkar beLnast aðail- lega að þessari hormónastarf- semi, og það er von ökkar, að niðurstöður þeirra geti varpað ljósi á gömgur laxfiska aknennt og verið þáttur í núMu umfangs- meiri rannsófcnum á laxfiskum alamennt, sem gætu orðið tíl að styrkja nýjan atvininuveg, Mf- rækt í sjó, ám og vötnuim." rlannsóknarstyrkjurinn frá Nato er fyrir áirið 1972, en Sig- urður kvað mögulegt að fram- lengja hann. Til þessara rann- sdkna þyrfti þó meiri styrki, m. a. til kaupa á teekjum. Mánudagsmyndin; Hernámsmörk Chabrols NÆSTA mánudagsmynd Háskóla biós verður La Ligne de Demar- cation eða Hernámsmörkin, eftir franska nýbylgju kvikmynda- gerðarmanninn Claude Chabrol. Er hún gerð eftir bók Remy majórs, einnar af hetjum frönsku mótspyrnuhreyfingarinnar. Myndin lýsir lífi fólks í smá- þorpi í Suðaustur-Frafcklandi. — Blaðskák Akureyri — Reykjavík Svart: Taflfélag Beykjavíkur Magnús Ólafsson Ögmundur Kristinsson. á*?, #" Iiif'4 ifiPiHiHi i r4-^ W*r /Wy Wky Wk Zfáfr// 'tffá/yA ¦$£$$$£¦ u. íssr..... % ¦ 1^1 áiAÍ liág Hvítt: Skákfélag Aktireyrar Gylfi Þórhallsson Tryggvi Pálsson. 5. —, Bf8-e7 Þorpið stendur við litla fjallaá, sem skilur á milli hins her- numda hluta Frakfclands og þess hluta landsins, sem átti að heita frjáls eftir að Frakkar urðu að gefast upp fyrir Þjóðverjum 1940. Þorpsbúar berjast gegn Þjóðverjum með ýmsu móti, meðal annars með því að sfcjóta akjólshúsi yfir þá, sem hernátns- liðið vill ná til, og koma þeim yfir landamæraána, þegar þess er kostur og hvað sem það kostar. Mynd þessi hefur hvarvetna hlotið lofsamlega dóma. - Vígt vatn Framhald af bls. 1. hafði pílagrímsför til Mecca og Medina. Hann hafði haft heim með sér vigt vatn þaðan og aðrar gjafir til ættingja sinna — en fyrsta bólusóttartilfellið var litil frænka hans, sem hafði drukkið af þessu vígða vatni. Maðurinn sjálfur hafði einnig dreypt á því en veiktist ekki, þar sem hann hafði verið bólusettur áður en hann fór í ferðina. Fyrirskipuð hefur verið bólu- setning nær tveggja milljóna manna í Sloveniu. Að sögn tals- manns Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar er með vissu vit- að, að átta manns hafi tekið veik- ina og grunur um sex aðra. Tveir hafa látizt. Geirfugladrangurinn horfni: Eitt hættulegasta blindsker við landið Hvarf drangsins breytir engu um landhelgina — segir forstjóri landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson „GEIBFUGLADBANGUB er orðinn eitt versta blindsker hér við land," sagði Guðmund ur Kjærnested, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni i viðtali vtð Mbl. i gær, en eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu, er drangurinn horfinn i sæ, og hefur enn ekki reynzt unnt að kanna staðinn, sem hann stóð á. Er þvi ekki ljóst, hvort hafið hefur sorfið drang inn niður eða hvort jarðsig: eða eitthvað annað hafi vald ið hvarfi hans. Guðmundur Kjærnested sagði, að Geirfugladrangur hefði verið fyrsti ratsjárpunkt ur sjófarenda, sem komu frá Ameríku á leið sinni til ís- lands. Drangurinn var 10 sjó mílur suðvestur af Eldey. Þó munu hafskip betur sett að þessu leyti, en t.d. fiskiskip og önnur smærri skip, því að ef til vill ná þau ekki í Eldey í ratsjá. Þannig er Geirfugladrangi lýst með útlitsteikningu i leiðabók sjófarenda. Fyrir báta, sem eru að veið- um á þessu svæði út af Reykjanesi alla vertíðina er málið mjög alvarlegt, en á svæðinu er stunduð tog-, línu- og netaveiði. Þar fara og um togarar, bæði innlendir og er- lendir. Eins og er brýtur sjaldan á dranginum, hann liggur niðri, sem kallað er og er hann þvi mjög varasamur. Hann sést ekki í ratsjá en neðansjávar er þetta strýta, sem stendur upp af hafsbotninum og umhverfis er allt að 130 metra dýpi. — Mun landhelgisgæzlan hafa i huga að senda niður kafara til þess að kanna verksum- merki á staðnum. Geirfugladrangur var yzti punktur, tíu metra hár, sem sást í ratsjá við Reykjanes. Sást hann i 8 til 10 sjómílna f jarlægð, en önn- ur kennileyti á þessum slóð- um eru öll svo lág, að aðeins Eldey kemur nú til greina sem kennileiti. Bátar að veið- um við yztu mörk landhelg- innar þar úti eiga nú í mikl um erfiðleikum með að stað- setja sig við mörkin. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði í viðtali við Mbl. í gær að viö- horf Gæzlunnar til þessa máls væri það að allt væri óbreytt er varðar grunnlínupunkta. Geirfugladrangur er grunn- línupunktur, sem búið var að semja um og auk þess þyrfti enga samninga til þess að á- kveða, hvar hann skyldi vera. Pétur sagði að Landhelgis- gæzlan áliti að nauðsynlegt væri að gera einhverjar ráð- stafanir til þess að vara sjó- farendur við þessum hættu- lega stað. Mætti þá nota dranginn neðansjávar sem und irstöðu fyrir steyptan vita á staðnum. Slikt verk verður þó aðeins unnið með þyrlum, því erfitt er að koma að skipum, vegna ókyrrðar í sjónum. Listahátíð 1972: Kemur Antóníóní? samningum langt fram i tins ann. Nánar er skýrt frá Listahá- tiðinni annars staðar í blað- inu í dag. ÍTALSKA kvikmyndafrömuð- iniiiu Michelangelo Antonioní, sem kunnur er hérlendis fyrir myndir sínar Blow-up og Za- briskie point, hefur verið boð ið að koma hingað til lands á Listahátíðina í Beykjavik 4. til 15. júní í vor. Antonióní hefur lýst yfir áhuga á að koma hingað, en hefur ekki gefið ákveðið svar við boðinu. Ef af komu Antoníonís verð ur, er ætlunin að sýna hér ein hverjar af kvikmyndum hans, og mun hann þá annað hvort flytja erindi, eða svara fyrirspurnum. Þá er verið að athuga mögu leikana á að fá hingað til lands bandarísku söngkonuna .loan Baez, eða brezku pop- hl.jómsveitina The Who. Að sögn framkvæmdastjóra Lista hátíðarinnar, Þorkels Sigur- b.jörnssonar, hafa enn ekki borizt svör við þeim málaleit unum, enda sjaldgæft, að pop- hljómlistarmenn bindi sig með — Bridge Framhald af bls. 32 vetur, ýmis skemmtiatriði verða o. fl. Áhugamenn ura bridge eru hvattir til að koma og sjá þessa ágætu gesti Bridgefélags Reykja- víkur i keppni við okkar bezbu spilara í dag, á morgun og á miðvikudag og er bridgeunnend- um sérstaklega bent á sýningar- tjaldið, setm er mjög vinsælt, enda eru spilin sýnd og skýrð jafnóð- uim og þau eru spiluð. Er þetta nokkur t hlaup? Viðtal við Berg Þorsteinsson á Hof i DAGINN, sem Skeiðarár- hlaupið var að ná hámairki, hittum við að máli Berg Þor- steinsson, einn af fjórum bændum á Hofi í Öræfum. Þar búa á þremur býlum bræður, Bergur, Gunnar og Magnús svo og Bjarni Sigurðsson á fjórða bænum. — Jú. Ég man eftir mörgum Skeiðarárhlaupum, sagði Bergur. Það fyrsta var 1913. Þá var ég á 10. árinu og man það vel. Það var svo mikið að vatnið kom hér alveg að Hofs fjallinu, austan við Hof. Faðir minn var í kaupstað- arferð, i Hornafirði, og þeir urðu að fara upp í fjallið, komust ekki sandana, þó fór flóðið yfir allt Neslandið. Næst man ég eftir hlaupinu 1922. Þá kom minna vatn hér austureftir, en þá var ösku- fall. Ég var með fjárrekstur í Suðursveit og lenti í því. Hlaupin 1934 og 1938 voru líka stór. 1934 var geysimik- ið jakahlaup í ánni, jakar al- veg út á fjöru. — YzXw búinn að sjá hlaup- ið núna? — Nei, er þetta nokkurt hlaup? spurði Bergur að bragði. -— En hvernig lízt þér á fyr irætlanir um að leggja hér veg, til að tengja vegakerfið hringinn? — Mér lízt vel á það, ef það tekst. Sennilega ganga þeir svo vel frá þvi að það stand- ist þessi síðustu hlaup. En ég er ekki trúaður á að vegur og brýr standist hlaup á borð við þessi gömlu. — Nú komist þið Öræfing- ar í umferðina. Heldurðu að verði ekki mikill átroðningur af því? — Það verður auðvitað mik il umferð. En hún er nú þeg- ar orðin æði mikil á sumrin, þótt við hér verðum ekki svo mikið vör við hana. Hún fer beint í Skaftafell í þjóðgarð- inn. En ekki þýðir að hugsa um það. Þetta er eins og önn- ur framvinda, sem hlýtur að koma. Og hlýtur að verða til góðs. — Þau voru ekki lengi að seljast happdrættisbréfin í veginn, bætir Bergur við. Ég keypti strax 10 þeirra. Nú ber að son Bergs, sem Þorlákur heitir. Dæturnar sex eru allar giftar og farnar burt og tveir synir eru til sjós. Við spyrjum Þorlák, hvort hann ætli að búa á Hofi og hvort tilkoma hring- vegarins muni breyta þvi. ¦— Það getur verið, að ég verði um kyrrt. En eitthvað verður að breytast til þess, svarar hann. Kannski dugar það að brýrnar komi og sam- göngurnar. Þorlákur hefur verið með vörubil i vegavinnu öðru hverju á sumrin. — Það má búast við meiri vinnu af þvi tagi, þegar farið verður að brúa, segir hann. Ef verkið Bergur á Hofi og Þorlákur sonur hans. verður ekki boðið út. Þá koma verktakar að sunnan með öll sin tæki. Ég er núna að biða. Við eigum að vera til tækir með bílana, ef garðarn- ir fara í hlaupinu, til að aka á þá. — Það er nýtt að 3já svona græna jörð á þessum tíma, segir faðir hans. Venjulega þykir gott ef það er í mai. Hér hefur verið þið jörð í allan vetur. En það er búið að rigna feikilega. Bergur segir að þeir Hofs- bræður beiti lítið. Veðurlag er þannig að ekki er gott a« eiga við það. Hann er sjálfiir með 220 fjár og kýr fyrir heimilið. En farið er að raeSa um að selja mjólk úr svelt í Hornafjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.