Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1972, Blaðsíða 16
l(j ' • ' 'MOHGUiNBLAÐtÐ; SUNNUDAGLPR 26. MARZ 1972 Otgöfandi hf Árve'kuc Reykijavík Pnam'kv aam da stj ór i Harafdur Svefnsson ■Ritatjófar Mattihías J-ohannessert/ Eyjóllfur Konréð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Rftstjórnarfullitrúi Þiorbijörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson Augilýsingastjöri Árrrf Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Augíýsingar Aðalstr'aeti 6, sími 22-4-80 Ás/kriftargjald 226,00 fcr á mómuði irvnanlands I íausasöTu 15,00 Ikr eintakið í grein, sem Ólafur Björns- son, prófessor, skrifaði hér í Morgunblaðið hinn 8. júní sl., ræddi hann um þann vanda, sem við mundi blasa haustið 1971, þegar verð- stöðvun lyki og sagði m.a.: „Það, sem mestu máli skiptir varðandi lausn vandans, sem við blasir á komandi hausti, eru auðvitað niðurstöður þeirra kjarasamninga er þá verða gerðir. Eins og fram hefur komið í opinberum um- ræðum um þessi mál, þá væri það vinnandi vegur, að öllu óbreyttu, þar á meðal grunnkaupi, að halda verð- stöðvuninni áfram um nokk- urt skeið. En eins og ég hef áður sagt, þá hef ég ekki trú á því, að kaupgjaldsþróunin haldist innan þeirra marka, að unnt verði að halda áfram verðstöðvun í svipaðri mynd og nú er. Byggi ég þetta bæði á fenginni reynslu og því, að einhver alvara hljóti að fylgja þeim yfirlýsingum, sem gefnar hafa verið í þessu efni af hálfu verkalýðssam- takanna.” Eins og fram kemur í þess- um orðum hins reynda próf- essors og stjórnmálamanns sl. vor var það hans mat þá, að vandinn við lok verðstöðv- unartímabilsins væri ná- tengdur niðurstöðum kjara- samninganna. Það hefur og komið í ljós, að þessi skoðun Ólafs Björnssonar var rétt. Kjarasamningarnir, sem gerð- ir voru í desember og aðrar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í málefnum launþega hafa haft mikil áhrif á þá þróun í efnahagsmálum, sem nú er fyrirsjáanleg, verði ekkert að gert. Eins og vikið var að í forystugrein Morgunblaðsins í gær bendir nú allt til þess, að hrikaleg óðaverðbólga sé að skella yfir landslýð. Nær daglega berast fregnir af nýj- um verðhækkunum og þá ekki sízt á nauðsynjavörum almennings og þjónustu, sem ekki er hægt að komast af án. En hverjar eru orsakir þessarar ískyggilegu verð- bólguþróunar? Með verðstöðvunaraðgerð- unum hafði fyrrverandi rík- isstjórn tekizt að ná jafn- vægi í efnahagsmálum og stöðva verðbólguþróunina. Að vísu var ljóst, að verð- stöðvun gat ekki staðið til eilífðarnóns, en með skyn- samlegri stefnu í efnahags- málum var unnt að hætta verðstöðvun í áföngum og halda þróun kaupgjalds og verðlags innan hóflegra marka. En vinstri stjórnin fór að á allt annan veg. Hún hóf feril sinn með því að ganga svo nærri hag ríkis- sjóðs, að greiðsluhalli varð fyrirsjáanlegur á síðasta ári. Hún lofaði 20% kaupmáttar- aukningu, vinnutímastytt- ingu og lengingu orlofs. Þótt verkalýðsfélögin fengju ekki allt það, sem ríkisstjórn- in hafði lofað þeim, mátti þó hverjum manni ljóst vera, að þeir kjarasamningar, sem gerðir voru í desember, ásamt lögfestingu vinnutímastytt- ingar, ofbuðu greiðslugetu at- vinnuveganna. Jafnframt var tekin upp sú furðulega stefna í fjármálum ríkisins á þenslu- tímum að auka útgjöld ríkis- sjóðs um 50%! Hin gífurlega aukning ríkisútgjalda, sem er fjármögnuð ineð skattpín- ingu, sem ekki á sína líka, verkar eins og olíu hafi verið hellt á þann verðbólgueld, sem nú blossar upp. Hið hörmulegasta er þó, að kauphækkunin í deseaa- ber og vinnutímastyttingla leiða ekki til batnandi lífs- kjara almennings. Með vísi- tölufalsi, skattpíningu og verðhækkunum er sú kjara- bótin étin upp. En þrátt fyrir þá staðreynd, að kjarasamn- ingarnir í desember korni launþegum ekki til góða, hafa þeir hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir atvinnuvegina í landinu. Útgjöld atvinnu- fyrirtækjanna vaxa jafnt og þétt og rekstrargrundvöllur þeirra versnar að sama skapi. Á fundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins sl. föstudag sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, að með kjarasamningunum í desem- ber hefði ríkisstjórnin urrnið sinn mesta sigur. Þessi um- mæli forsætisráðherra sýna það eitt, að hvorki hann né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn- inni hafa yfirsýn yfir ástand efnahagsmála landsmanna. Aðgerðir vinstri stjórnarinn- ar í ríkisf j ármálunum, kjara- samningarnir í desember og þær verðhækkanir, sem af þeim hafa leitt og munu leiða, eru ekki tákn um sigur þessarar ríkisstjórnar. Þvert á móti er þetta allt tákn um það algera stjórnleysi, sem nú ríkir í efnahagsmálum. Með þessum aðgerðum og öðrum er ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar að grafa sína eigin gröf. ALGERT STJÓRNLEYSI í EFNAHAGSMÁLUM Reykjavíkurbréf Laugardagur 25. marz Sigurður Ágústsson Á 75 ára aifmæili Sigurðar Ágústssonar, fyrrum alþingis- manns, verður það efst í huga, hiversu óvenjuiegra vinsælda þau hjóri hafa notið. Sig'urðiur Áigústs son hefur um lang* skeið verið máttarstoð atvinin'uBfis i Stytkik- ishölimi. Einginn hefur sett meiri svip á þennan faJliega oig vina- lega bæ en bann. Hl'ýtit viðmót Sigiurðar Ágústssonar minnir því á þá umgjörð, sem hann hefur valíð lífi símu og lífsstarfi. Alls staðar þar sem Sigurður er, létt- ir yfir mönnum, þvi að 'hann hef- ur góða kiimnigáfiu, eins og hann á kyn til. Báðir urðu þeir þjóð- frægir menn, Ágúst, faóir Sig- urðar, og Ámi prófastur IÞórar- insson, flöðurhróðir hans. Til svör þeirra, hugmyndaflug og per- sónuleiki aliur hafa gert þá að eins konar þjóðsagnapersónum í islenzkri samííðarsöigiu. Auk þess heSur einn mesti ritsnilllingur is- Ilenzkrair bungu, Þórbergur Þórð- arson, fært í lebur ódiauðlega savisögu Áma prófasts Þórarins- son, þar sem aðalpersóna sög- unnar nýbur sin svo frábærlega vel að með eindæimum er, að því er bunniugir herma. Má óhikað ætla að íslendingasagan um Áma prófast Þórarlnsson verði eitt þeirra listaverka, sem iifir áfram með þjóðinni. Úr þessum jarðvegi mienning- arlegrar reisnar er Sigurður Ág*úsbsson sprobtinn. Sjiáifu.r er hann einnig sérstæður persónu- leiki ag setti svip á Aiþingi Is- lendiiniga mieð hlýjiu og trausf- vekjandi viðimóti sínu. Sigurður var kannski eklki abkvæðamikiili ræðumaður í þinigsölum, en þeim mun drýgri var skerfur hans til þjóðmála í hliðarherbergjum Al- þingis, þar sem nefndastörf fara fram. Þekking Sigurðar Ágústssonar á undirstöðuat- vinnuvegium ísienZkiu þjóðarinn- ar og húmianistíiskt lífsviðhorf hans voru honum ómetanlegur styrkur í stjónnmálastörfum, en manneskjuiegt viðhorf og dreng- skapur g.reiddiu göbu stjórnmála- mannsins að hjarta kjósenda. Heath og Brandt Blaðamannafélag Islands hef- ur á undanförnum árum reynt að gera Pressuballið að dálitl- um viðburði og hefur það gefizt vel. Þannig hafa bæði Edward Heath, forssetisráðherra Bret- lands, og Jens Otto Krag, for- sætisráðherra Danmerkur kom- ið til íslands á vegum blaða- manna sem gestir á Pressuballi. Koma Heaths til Islands vakti á sínum tima mikla athygli, enda var hann þá tiltölulega lítið þekktur hér á landi. Framkoma hans og aðlaðandi viðmót stungu mjög i stúf við þær lýsingar, sem pólitískir andstæðingar hans í Bretlandi gefa gjarna á honum. Þeir lýsa honum helzt á þann hátt að hann sé einmana og ein- rænn durtur. Þeir, sem kynnt- ust honum hér heima, fengu aft- ur á móti af honum allt aðra mynd. Hann var viðræðugóður, opinskár og gamansamur. Þeir, sem heyrðu þá Bjarna Bene- diktsson ræða saman, gleyma því ekki. Enginn vafi leikur á að Heath fór með góðar minn- ingar frá Islandi og gerði sér grein fyrir islenzku efnahags- Mifi ag vandaimáiuim öklkiar. Áreið rm’; ' :■ 'oi’.4va<naimean núver- andi ríkisstjörnar ekki reynf til þrautar að kynna honum mál stað íslendinga í landhelgismál- inu, eins og vera ætti. Sir Alec Douglas-Home, utan- ríkisráðherra Bretlands, hef- ur einnig komið til Islands. Sir Alec hefur getið sér fremur gott orð sem utanríkisráðherra. Hann virðist talsvert opinn fyr- ir sjönarmiðum annarra, en á þann eiginleika hefur ekki reynt í viðskiptum við núver- andi ríkisstjórn Islands. Þá má geta þess að Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýzka- lands hefur einnig komið til ís- lands. Hann hefur aflað sér góðs orðstirs hér á landi fyrir frjálslega framkomu og hlýhug í garð Islandis. íslendimgar hafa satt að segja búizt við öðru af stjórn Brandts en hún sendi landhelgdsmálið til Alþjóðadóm- stólsins i Haag. Willy Brandt er áreiðanlega vel kunnugt um mik ilvægi fiskimiðanna fyrir Islend inga. Mörgum sem fylgzt hafa með ferðum hans hingað, t.d. þegar hann var í forsæti á hin- um merka ráðherrafundi NATO sem hér var haldinn, þyk- ir skjóta nokkuð skökku við að stjórn hans skuli elta Breta í landheígismálinu og visa deil- unni til Alþjóðadómstólsins. Vestur-Þjóðverjar hafa vel efni á að rækja vináttuna við ís- lendinga með öðrum hætti. Út- færsla íslenzku fiskveiðiland helginnar er algert smámál í Vestur-Þýzkalandi. Þróun, sem enginn stöðvar Mikla athygli hafa vakið þær upplýsingar Guðmundar Jör- undssonar, útgerðarmanns, að íslenzki togaraflotinn veiði ná- lægt 70% af afla sínum á 50—70 míina belti vestur af landiniu. Útfærslan i 50 sjómílur virðist því koma togaraflotanum að mun minna gagni en álitið var í upphafi. Hitt vekur ekki síður athygli, að 80% af aflamagni vestur-þýzkra skipa við fsland veiðast fyrir utan 50 sjómílurn- ar, svo að óskiljanlegt er með öllu, hvaða hagsmuni Vestur- Þjóðverjar telja sig hafa af því að efna til illdeilna við Islend- inga, vinaþjóð þeirra og sam- herja, út af veiðisvæði, sem skiptir þá litlu sem engu og þeim hlýtur að vera sama um. Böndin berast að afturhaldssöm um embættismöninum í Bonm og Lundúniuim, en eklki hyggrnum stjórnimálaimönínuim. Bæði Heath og Brandt hljóta að gera sér grein fyrir því að útfærsla ís- lenzku f iskvei ði 1 ö gsö g U'nm'ai: er aðteins liður í þróun sem engimsn sböðvar, hvorki st j órmmálamenm nié dómstólar, þótt reynt sé að hefta hania. Én báðir hafa þeir haft í öðru að smúast undanifarið og útfærsla fiskveiðilögsiöguniniar eklkert stórmál í þeirra augum. Heath hefur haft nóg að gera að leysa kolanámuverkfaliið í Bret- landi og vamidamál Norður-ír- lainds er fleinin í samvizku brezkra st j 6 rn málaman na. Erfiðleikar Brandts Willy Brandt hefur einnig við mikla pólitiska erfiðleika að stríða. Stefina hans á nú undir högg að sækja í Vestur-Þýzka- landi. Jafnvel þykir vafasamt að griðasáttmáii hans og Sovét- stjórnarinnar verði samþykktur á vestur-þýzka þinginu. Yrði það mikið áfall fyriir kanslar- ann. Áreiðanlega er engin ein skýring á erfiðleikum hans, en margir stjórnmálafréttaritar- ar er>u þeirrar skoðunar að svilk Husa'kis í Tékkóslóvakiiiu »g Immulausar handtökwr þar í landi, þrátt fyrir loforð um grið, hafi valdið ótta meðal stjóm- málamanna í Vestur-Þýzkalandi og telji þeir mjög varhugavert að breyta stefnunni gagn- vart Sovétríkjunum og draga úr árvekni, meðan óvist er um sam- búðarvandamál á landamærum rikisins. Nú hefur ríkisstjóm Willy Brandts aðeins fjögurra atkvæða meirihluta i vest- ur-þýzka þinginu. Ef stefna kanslarans í Austur-Evrópumál- um verður undir, má fullvíst telja að það muni hafa í för með sér nýjar kosningar í landinu. Með þetta í huga þarf ekki að efast um að athygli kanslar- ans beinist að öðru en fiskveiði- lögsögu við Island og sennilegt að emibæbbisimenn í Bomn séu látm ir ráðtekasit með slilkit ,,smáimái“, sem þó gæti stefnt vináttu Is- lendinga og Vestur-Þjóðverja í hættu. Fullyrða má að slík þró- un væri kanslaranum ekki að skapi. I ferð Einars Ágústsson- ar, utanríkisráðherra, til Vestur Þýzkalands átti hann auðvitað Uii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.