Morgunblaðið - 13.04.1972, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRlL 1972
\
Minning;
Dr. Stefán Einarsson
prófessor
Dr. STEFÁN Einarsson fyrrum
prófessor andaðist að Hrafnistu
hér í bænum 9. þ.m. Hann var
74 ára, fæddur að Höskulds-
stöðum i Breiðdal 9. júní 1897
og voru foreldrar hans Margrét
Jónsdóttir og Einar Gunnlaugs-
son og ólst hann upp þar eystra
þangað til hann fór i skóla.
Hanh varð stúdent frá Mennta-
skólánum í Reykjavik 1917 og
lauk meistaraprófi i íslenzkum
fræðum við Háskóla Islands
1924. Hann hafði þá unnið að
orðabók Sigfúsar Blöndal með
Jóni Ófeigssyni á árunum 1920
— 23, og annaðist hljóðritun.
Hann fór allsnemma að skrifa í
blöð, i Lögréttu og Óðin og í
Morgunblaðið, t. d. i Lögréttu
pistla frá Finnlandi, en þar var
hann um skeið. Hann varð dokt-
or við háskólann í Osló 1927 og
sama árið kennari við Johns
Hopkins háskóla i Baltimore og
starfaði þar síðan alla embættis-
tið sína. Stefán fluttist hingað
heim árið 1962 og átti heima hér
í Reykjavik seinasta áratuginn,
en var þrotinn að heilsu.
Við Stefán Einarsson urðum
stúdentar saman fyrir 55 árum
og lögðum síðan sttmd á sama
háskóianám hér, íslenzku, hann
með málfræði og einkum hljóð-
fræði að sérgrein, ég í bók-
menntum og sögu.
Stefán kom nokkru seinna í
deildina heldur en ég og lauk
meistaraprófi í janúar 1924.
Prófið var auðvitað þrungið af
málfræði og vitanlega af hendi
leyst með sóma. Hann skrifaði
aðalritgerð sína um hljóðfræði
íslenzkrar tungu á vorum dög-
um og aðra ritgerð um samband
íslenzkrar tungu við fom-
germönsku málin. Svo var m.a.
ritgerð um Ágrip af Noregskon-
unga sögum. Síðan fór Stefán
utan og varði við háskólann i
Osló ritgerð á þýzku um hljóð-
fræði: Beitráge zur Phonetik der
LsLandischen Sprache, ágætt rit.
Um þessar mundir, sumarið
1926, kvæntist hann Margarethe
Schwarzenberg frá Eistlandi, en
hún andaðist í ársbyrjun 1953.
Stefán fór vestur um haf og til
Baltimore. I>ar varð hann
Research fellow við Johns Hop-
kins háskóla (1927) og aðstoðar-
prófessor fimm árum seinna
(1932) en varð prófessor 1936 og
var það til 1962, er hann lét af
embætti fyrir aldurs sakir. Pró-
fessorsstarf hans var nefnt norr-
t
Faðir okkar,
Guðjón Jónsson,
frá Kvíslhöfða,
andaðist í Elliheimilinu Grund
11. þ.m.
Börn hins látna.
æn málfræði frá 1945. Hann
kvæntist öðru sinni undir árs-
lok 1954, Ingibjörgu Árnadóttur
og lifir hún mann sinn. Eftir að
Stefán lét af störfum vestra var
hann í eitt ár Guggenheim
Fellow hér heima (1962—’63).
Hann varð heiðursdoktor við
Háskóla Islands 1961.
Það má heita að allan starfs-
aldur sinn ynni dr. Stefán Ein-
arsson erlendis og kom víða við
i vísindum sinum en oft var
hugurinn heima og við íslenzk
viðfangsefni í máli og bók-
menntum. Málefni Vestur-lslend-
inga lét hann líka mikið til sin
taka, að þvi leyti, að hann skrif-
t
Jarðarför eiginmanns mins,
Stefáns Kjartanssonar,
hónda, Flagbjarnarholti,
fer fram að Skarði laugar-
daginn 15. þ.m. Húskveðja að
heimili hins látna hefst kl.
13.00.
aði margt um vestur-ísienzka rit-
höfunda. Hamn var um skeið ís-
lenzkur ræðismaður í Baltimore.
Ég kom aldrei til Stefáns með-
an harrn sat á sinum fræða og
friðarstóli í riki sínu i háskólan-
um í Baltimore, en hann heim-
sótti okkur hér heima, þegar
hann kom hingað á sumrin, svo
að við gátum rifjað upp gamlar
skólaminningar og gamlar aust-
firzkar sögur og kvæði. Hann
var okkur alltaf aufúsugestur.
Ég hafði það á tilfinningunni að
hann væri heldur einangraður
þarna vestra, enda var hann fá-
skiptinn um annað en það, sem
varðaði visindi hans á einhvem
hátt. í þeim hafði hann viðtæk
sambönd og var vel metinn og
j ekktur, þar sem fræði hans
voru stunduð, norræn og engil-
saxnesk fræði. Þar var hann
margfróður og traustur visinda-
maður, síleitandi og sífinnandi
eitthvað nýtt, sem var merkilegt
eða skemmtilegt, þvi að hann
hafði oft gaman af því að fara
dálítið út úr götunni og skoða
einhver sérkenni eða kyndugheit
í fari manna og máls. Honum
var létt um að skrifa og sikrifaði
vel.
Kringum sjötugsafmæli dr.
Stefáns gáfu vinir hans og að-
dáendur erlendis út myndarlegt
og faillegt fræðirit honum til
heiðurs en ekki er i þeim hópi
nema einn Islendingur, dr.
Richard Beck, vinur Stefáns og
samverkamaður um ritun ís-
lenzkrar bókmenntasögu, eða
þeir skrifuðu sitt bindið hvor í
Islandica, um laust mál og ljóð.
f þessu heiðursriti eru 15 rit-
gerðir eftir öndvegisfræðimenn
og spegla þær einnig áhugamál
Stefáns og viðfangsefni í mál-
sögu, framburði, þýðingum, rún-
um og söguritun.
Dr. Stefán var mikUl iðjumað-
ur en vandvirkur, hljóðlátur
fræðimaður, með augun opin
fyrir margs konar málum og
mönnum. Það sést ekki sízt á
mörgum og fjölbreyttum rit-
fregnum og ritdómum, sem hann
t
Útför eigimmanns míns,
Þórðar Sigurðssonar,
Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju
Iaugardaginn 15. apríl kl.
13.30.
Ferð frá Umferðarmiðstöðinni
kl. 10 f.h.
Anna Guðmundsdóttir.
Þakka andlát t auðsýnda samúð við og útför
Guðrúnar Einarsdóttur, frá Einholti.
Ambjörg Jónsdóttir.
t
Þakka innilega auðsýnda
samúð við andlát og útfðr
eiginmanns mins
Guðmundar Helgasonar,
bakara.
Sérstakar þakkir vil ég færa
Snorra Ólafssyni deildar-
iækni á Landspitalanum fyr-
ir góða umömnun, einnig vil
ég þakka Jóni Símonarsyni
og Sigurði Jónssyni, beikara-
meisturum fyrir sýndan virð-
ingarvott.
Fyrir hönd bama og tengda-
bama,
Þuríður Þorsteinsdóttir.
Systir mín og móðir okkar
ODDNÝ JÓHANNESDÓTTIR,
Túngötu 39, Siglufirði,
endaðist 12. apríl.
Fyrir hönd vandamanna
Jóhann Jóhannesson,
og dætur hinnar látnu.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MAlENDlNA G. KRISTJANSDÓTTIR,
andaðist að heimili sínu, Kleppsvegi 26, að morgni 12. apríl.
Böm, tengdabörn og barnaböm.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir
BIRGIR ÓLAFSSON,
andaðist að Borgarspítalanum 12. apríl,
Ólína Þorsteinsdóttir, Ólafur Jónsson,
Svala Birgisdóttir,
Ólafur Birgisson,
Steinar Birgisson,
Sigrún Birgisdóttir,
Halldóra Bjamadóttir,
Sigurður Ólafsson,
Sigrún Ólafsdóttir,
Einar Ólafsson.
Faðir okkar
JÓHANN SVEINBJÖRNSSON,
frá Neskaupstað,
til heimilis Hlíðargerði 5,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 15. apríl
kl. 10,30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu
minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess.
Anna Jóhannsdóttir,
Sveinbjöm Jóhannsson.
Sveinbjörg Jóhannsdóttir.
Maðurinn minn
ODDUR ODDSSON,
Heiði, Rangárvöllum,
verður jarðsunginn frá Keldnakirkju laugardaginn 15. þ.m.
kl. 2 e.h. Athöfnin hefst með bæn á heimili hins látna kl. 12,30.
Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11,30.
Helga Þorsteinsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
OTTÓ B. ARNAR,
loftskeytafræðingur,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. april
kl. 10,30. Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vildu heiðra
minningu hans, er vinsamlega bent á Rauða Kross Tslands.
Karen Arnar,
Eleanor og Gústav Amar,
María og Birgir Amar,
og barnaböm.
Elfriede Kjartansson.
DR. STEFÁN EINARSSON,
fyrrverandi prófessor við Johns Hopkins í Baltimore,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. apríl
kl. 13,30.
Fyrir hönd eiginkonu Ingibjargar Árnadóttur Einarsson
Vandamenn.
Bróðir okkar og mágur
HALLGRlMUR JÓHANNESSON,
Nönnugötu 1,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. apríl
kl. 1,30.
Guðjónína Jóhannesdóttir,
Margrét Jóhannesdóttir,
Ole Omundsen.
Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu
FRÚ ELSABETAR ASBERG,
Keflavík,
fer fram frá Keflavikurkirkju föstudaginn 14. apríl kl. 2.
Guðný Ásberg Björnsdóttir,
Ami Samúelsson,
Björn Á. Árnason,
Elisabet Á. Árnadóttir,
Alfreð Á. Árnason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför
GUÐBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Hofi Eyrarbakka.
Jóhann Ingi Guðmundsson,
Jóhann Jónsson,
Gísli Jóhannsson,
Arsæll Jóhannsson,
Guðmunda Jóhannsdóttir,
Guðmundur Jóhannsson,
Sigríður Marínódóttir,
Grimheiður Pálsdóttir,
Felix Jónsson,
Bríet ólafsdóttir.