Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRlL 1972 3 Við Sumarhús á sviði Þjóðleikhússáns í gaer: (frá hægrri) Halldór Laxness Guðlaugnr Rósin- krariz, Raidvin Halldórsson og Snorrí Sveinn Friðriksson. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.) * „Eg kannast vel við þetta á leiksviðinu66 — segir Halldór Laxness um leikgerð Sjálfstæðs fólks sem Þjóðleikhúsið frumsýn- ir á sjötugsafmæli skáldsins „NOKKRAR skáldsagna minna eru þannig gerðar, að það má vel mæla þær af munni fram á leiksviði. Það þarf bara að stytta textann. Og ef það tekst vel, þá fellir maður ság við það, sem gerist á sviðinu og sér, að það er það eina rétta. Svona held ég, að hafi tekizt til með Sjálf- stætt fólk nú“. Svo mælti Halldór Laxness m. a. á hlaða- mannafundi í gær, en til hans vanr boðað í tilefni sýningar Þjóðleikhússins á leikgerð sögunnar, sem Baldvin Hall- dórsson leikari vann með höfundinum. Sjálfstætt fólk verður frumsýnt 23. apríl — sama dag og Halldór Laxness verður sjötugur. Halldór Laxness sagði í upphafi blaðamarunafuindar- ms, að leikgerðin væri að mestu verk Baldvims Halldórs- soraar. „Ég hef bara lagt blossun mína jrfir það, sem hann hefur gert, svona einis og ætlazt er til að höfundur geri, og lesið það mér til skemmt- urnar," sagði skáldið. Hann vildi þó ekki fortaka, að hann hefði „vikið við einiu og einu orði“. Baldvin Halldórsson sagði, að tilsvör væru nær undan- tekninigarlaust tekin beint úr skáldsögunni, en nokkur hefði þurft að stytt fjrrir ledksvið- ið. „En textinm eir allur slkáld- siögunnar," sagði Baldvln. Hann sagði, að Sjálfstætt fólík hefði alla tíð í sánum huga verið „bók bökanna“. „Þáð var mikill vandi að velja og hafna til leiikgerðarinnar," sagði Baldvin. „Og það er syndsiamlega mikið, sem varð að s!eppa.“ Halldóir Laxness sagði þá, að óhjákvæmilega yrðu „ýmis göt“ í skáldsög- unni, þegar sviðið tæki við af henni. „En ég held, að þetta hafi allt tekizt ágæt- lega,“ sagði hann. „Að minmsta kosti kanmast ég vel við þetta á leiksviðinu." í leikgerðinni eru hlutverk um 20 og fer Róbert Arntfinns- son með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum, Þóra Eriðriks- dóttiir leikur Rauðsmýrar- maddömuna, Rútrik Haralds- son Jón hreppstjóra, Valur Gíslaison leikur séra Guð- munid, Bessi Bjarnason fjall- kónigimn, Gunniar Eyjólfsson leiikuir Ingólf Amiarson, Krist- björg Kjeld Finnu, Ámi Tryggvason leikur Þórð í Niðurkoti, Guðrún . Alfreðs- dóttir leikur Rósu, Níma Sveinsdóttir fer með hlutvérk Hallberu, Jón Laxdal leikur kennarann. Ástu SóUilju unga leikur Hilda KXara Þórisdóttir, 15 ára, og Bríet Héðinsdóttir fer með hlutverk Ástu full- orðinnar. Leikmyndir og bún- imgateikmimgar gerði Snorri Sveitnn Frdðriksson og er þetta fjrrista verkefni hanis hjá Þjóð- leikhúsinu, Baldvim Haildórs- son er leiikstjóri. í leikgerð- inni eiru 28 atriði. Halldór Laxmass eagði, að hamtn væri enn sem fyrr þeirr- ar skoðunar, að Bjartur í Suimarhúsum væri són alþjóð- legasta sögupetreóna. „Öll lönd hafa siína fátæku bænd- ur,“ sagði skáldið. „Það er margt fátækt fólk, seim lifir umdir syo hörðutm aga og við svo stramigt siðferðislögmiál og Sumarhúsafóllkið. Og þetta á eklki aðeins við um bæmdur.“ Eiinu sinni heimsótti skáldið Amieiríkumaður með Sjálf- sitætt fólk upp á vasamm og bað það árita bókina. Hann sagði, að fjöldi fólks í New York lifði við sama aga og siðlferðfe'lögmál og Bjartur og hans fólk. „Við New York- búar sk'iinMm Biarf yðar ve!,“ sagði þessi maður. „Rejmslan er nefnilega almenn um allan heim,“ bætir Halldór Laxness við. Halldór Laxneiss sagði að- spurður, að leikgerðir og kvik- myndanir á verkum hans hefðu tekið mjög tímia hans utndanfarið, þó þetta væiru að miestu anniarra veirk, og hefði hann því lítimn tkna haft til að stkrifa „eitthvað ruýtt“. Kvaðst hann innst inni trega þetta mjög. Og því, hvort þess- ar leikgerðir og handritagerð úr fyrri verkum hants bættu honum upp þeninan misisi, svaraði hann: „Auvitað hefur þetta ekki unnið það upp, sem ég hef ekki femigið tima til að gera. En ég vona, að það standi fyrir sínu.“ Halldór Laxness sagði, að mikill áthugi hefði komið frá Amieríku á kvikmyndun á Paradísarheimit. „En ég veit ekki, hvoirt allir dollaramár eru mættir,“ sagði skáldið og hló við. Hann sagði Víniands- punkta og 2—3 miðaldariit- gerðir nýkomniar út í Dan- mörku, Inm'ansveitarkróníka er nýkomin á sæmsku og Atómistöðin á portúgölsku í Brasilíu. En stoltastur ságðist Halldór Laxness vera af þvi, að Salka Valka væri niú ný- kotmin út á grænienzku. Halldór kvaðst vilja út- skýra það, að leikgerð Sjálf- stæðs fólks kæimi mnian skammis út í bókarformi und- ir heitinu: Bjartur í Sumiar- húsum og blómið. Sagði skáldið, að þetta anmað nafn á bókinni stafaði af „bóksölu- legum og höfundarréttarleg- um spursmálum." Hann sagði, að auðvitað væri þetta ekki sama bókin og skáldsagan. „Það er ekki hægt að sam- sama þessar tvær bækur al- gjörlega,“ sagði Haildór. „Og það vseri ranigt að selja leik- ritið Sjálfstætt fólk í bóka- búðum. Sjáifstætt fólk er skáldsaga — allt önnur bók og stærri en Bjartur í Sum- arhúsum og blórnið." Þá siagði skáldið að það væri ólejrfilegt að selja tvær bækur með sama heiti. „Þar sem ég í þessu tiifelli jrrfK bæði stefnandi og stefndi, er það kannski ekki svo bættu- legt,“ sagði skáldið. „En það yrði erfiður málarekstur," bætti Halldór Laxness svo við og hió. Hann gat þess svo, að margir hefðu sýní áhuga á að kvikimynda Sjálfetætt fólk og nefndi Peter Ustinov og Inigmar Bergman sem dæmi. „Ég hef fengið orð frá mörg- uim,“ saigði Ha’ildór Laxmess. „En aldrei hefur orðið úr þvi. Þetta mun veira geysimikið apparat að setja svona sögu í kvikmymd. En kanniski leik- gerðin skapi nú grundvöllinn til þess.“ V < Barnadagurinn býður f jölbreytni í dagskrá Á MORGUN er sumardagurinn fyrsti og tjáðu forráðamenn Sum argjafar fréttafólki í gær, að fjölbreytni yrði mikil í dagskrá félagsins nm alla borgina. Sú nýjung verður tekin upp að þessu sinni, að Fáksfélagar munu teyma undir börnum yngri en 10 ára í Víðivallalandi við Vatns- endaveg í Selási milli ki. 5 og 6. Miargar útiskemmtanir verða haildnax og leika lúðrasveitir á þeim, en þær verða í Breið- holti, Vogum, Laugarneisi, í Vest urbæmim og Árbæjarhverfi. Inniskemmtanir verða tvær með nýju sniði á vegum þjóð- kirkjunnar, önnur í Satfnaðar- heimili Langholtssafnaðar hin í HáS'kólabíói, aðgangur er ókieyp- is, Aðrar inniskemmtanir verða í Austurbæjarbíói á vegum Fóstru félag íslands og í samkomusal Æfingadeildar Kennaraskóla fs- lands. í Réttarholtsskóla sjá Sumar- gjöf og Safnaðarfélaig Bústaða- sóknar um skemmtunina og 5 Ár borg Framfarafélag Árbæjar- hverfis og Sumargjöf. í Breiða gerðiisskóla sjá Íþróttafélag Reykjavíkur og Sumairgjöf um skemmtun og í Laugarásbíói verður einnig skemmtun. Kvikmyndasýningar verða í Nýja og Gamla bíói, leiksýning i Þjóðieikhúsinu og barnatími í út varpinu. Merkj asala verður og verður merkjunum dreift kl. 10—2 til Framhald á bls. 31. Forráðamenn Sumargjafar. Verksmiöjjuúfsala á Hverfisgötu 44 býSur yftur góflar vörur á börn og fullorðna. Vörurnar eru seldar undir framleiðsluverði. Fjölbreytt úrval af efnis- bútum tekið fram í dag. Verksmiðjuútsalan Hverfisgötu 44 s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.