Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 16
16 MORGÖNBLA.ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRtL 1972 Oitgefandi hf. ÁTvakui', Rfeylcjavík Frarnlcvaemdastjófi Haraldur Sveinsson. Riitatjórar Mattihías Johannessen/ Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarr'rtstjóri Styrmir Gunnarsson. Ri'tstjórn'arfiullitrúi Þiorbijörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jólhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og aígreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Augffýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjaíd 225,00 kr á 'ménuði innaniands I iausasöTu 15,00 Ikr eirvta'kið JAFNVEL BJARNA ÞÓRÐARSYNI BLÖSKRAR ITinn kreddutrúaði komm- únistaforingi á Neskaup- stað, Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri, kallar áreiðan- lega ekki allt ömmu sína, þeg- ar að því kemur að halda uppi vörnum fyrir aðgerðir vinstri stjórnarinnar, en jafn- vel honum blöskrar aðför rík- isstjórnarinnar að sveitarfé- lögunum. Þannig segir hann í grein í Þjóðviljanum í gær: „Almennt munu sveitarstjórn armenn hafa gert sér vonir um, að þær breytingar, sem núverandi ríkisstjórn gerði á lögum, sem hafa áhrif á tekj- ur og gjöld sveitarfélaga hefðu í för með sér bættan hag þeirra til muna. Fer ekki hjá því, að menn hafi orðið fyrir verulegum vonbrigðum, því ekki verður séð, að hag- ur sveitarfélaganna almennt hafi verið bættur. Sum þeirra munu að vísu hagnast á breytingunum, en önnur eru verr á vegi stödd en áð- ur. Þetta er slæmt og á því verður að ráða bót við fram- halds endurskoðun laganna. Það verður að tryggja sveit- arfélögunum tekjur, sem duga, til þess að þau geti svo viðunandi sé rækt lagalegar og siðferðilegar skyldur sín- ar. Það verður að hafa í huga að tekjuöflunarleiðir sveitar- félaganna eru mjög takmark- aðar. Þau geta ekki á sama hátt og ríkið bætt sér upp skertar tekjur með ,því að hækka verð á tóbaki og brennivíni.“ í þessum tilvitnaða kafla greinarinnar tekur Bjarni Þórðarson í einu og öllu und- ir þá gagnrýni, sem sett hef- ur verið fram á aðför ríkis- stjórnarinnar að hag sveitar- félaganna af hálfu Geirs Hall- grímssonar, borgarstjóra, og annarra talsmanna Sjálf- stæðisflokksins, svo og í Morgunblaðinu að undan- förnu. Hér í Morgunblaðinu hefur verið lögð áherzla á þá staðreynd, að með tekju- stofnalögum ríkisstjórnar- innar hefur verið gengið mjög nærri hag sveitarfélag- anna og þau af þeim sökum orðið að nota allar álags- heimildir, sem tekjustofna- lög ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir, þ. á m. 50% álag á fasteignaskatta. Bæjarstjóri kommúnista á Neskaupstað tekur algjörlega undir það, að hagur sveitarfélaganna sé bágur af þessum sökum og telur nauðsynlegt að ný end- urskoðun laganna fari fram. Þá gagnrýnir Bjarni Þórð- arson mjög ákveðið fasteigna- skatta þá, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að stórhækka og segir m. a., að með háum fasteignasköttum sé í raun- inni verið að velta gjalda- byrðinni af herðum hálauna- manna yfir á bök íbúðaeig- enda og segir síðan: „Sjálfur hef ég aldrei farið dult með það, að ég er andvígur háum fasteignasköttum." Það fer því ekki á milli mála, að gagnrýnin kemur frá fulltrúum allra flokka í sveitarstjórnum víðs vegar um landið. Þessir aðilar finna, að skórinn kreppir mjög harkalega að hjá sveit- arfélögunum, vegna hinna nýju tekjustofnalaga. Meiri hluti stjórnarflokkanna á Alþingi sinnti í engu aðvör- unum þingmanna Sjálfstæð- isflokksins, meðan tekju- stofnafrumvarpið var til með- ferðar, en vonandi hlusta þeir þó a.m.k. meira á sína eigin liðsmenn og gera ráð- stafanir til þess að breyta tekjustofnalögunum, þegar á næsta þingi á þann veg, að viðunandi verði. En hvið sem því líður er ljóst, að fT'yrir nokkrum misserum * kom út bók í Bandaríkj- unum um styrjöldina í Viet- nam eftir bandarískan lög- fræðing að nafni Mark Lane. Þegar bók þessi kom út vest- an hafs, tók einn af þekktustu blaðamönnum New York Times sig til, lokaði sig inni í nokkrar vikur og rannsak- aði rækilega þær staðhæfing- ar, sem settar eru fram í bókinni. Niðurstaða hans birt ist í ritdómi í blaði hans, sem vakti mikla athygli. En eftir þann ritdóm stóð ekki steinn yfir steini í bók hins bandaríska lög- fræðings um stríðið í Viet- nam. Þrátt fyrir þessa forsögu bókarinnar hefur Ríkisút- varpið séð ástæðu til að láta flytja hluta af efni henn- ar í eins konar leik- ritsformi í útvarpinu og vek- ur sú ákvörðun mikla furðu. Hingað til hefur enginn hald- ið því fram, að bandaríska stórblaðið New York Times, eða blaðamenn þess hafi ver- ið sérlega hliðhollir þátttöku Bandaríkjamanna í stríðinu í Vietnam, enda hefur þetta bandaríska blað verið and- vígt aðild Bandaríkjanna að skattgreiðendur í bæjar- og sveitarfélögum víðs vegar um landið munu fá háan reikning fyrir fasteignaskatta og aðra skatta, þegar kemur fram á sumarið og sá reikn- ingur kemur beint frá ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar. stríðinu frá upphafi og hlýt- ur þess vegna dómur eins blaðamanna þess að vega þyngra en ella. Flutningur þessa leikþátt- ar og ýmislegt fleira, sem gerzt hefur í útvarpi og sjón- varpi undanfarna daga, bend- ir mjög eindregið til þess, að stjórnarflokkarnir færi sig sífellt upp á skaftið til póli- tískrar misnotkunar á Ríkis- útvarpinu. Sjónvarpið er að verða eins konar heimilis- tæki ráðherranna, eins og Jóhann Hafstein benti rétti- lega á í þingræðu um dag- inn. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða að stöðva verð- ur þessa þróun. Hinir ríkis- reknu fjölmiðlar verða að vera óhlutdrægir í öllu, sem að stjórnmálum lýt- ur, en bersýnilegt er, að meirihluti núverandi útvarps ráðs er annarrar skoðunar og hikar ekki við pólitíska mis- beitingu, ef það er í þágu þess málstaðar, sem . þeir menn telja sig berjast fyrir. Og öllum er ljóst orðið, að það eru kommúnistar sem nú hafa undirtökin í Ríkisútvarp inu. Verður það mál tekið til nánari meðferðar hér í blað- inu síðar. MARK LANE - MARKLEYSA \ \ i --------v/ iNeitf Jjúrlv Simes -- x - ■ ? Valdatóm í Asíu Eftir C. L. Sulzberger New York — Veigamesta ályktun in, sem ég get dregið af löngu ferða- lagi mínu um Asíu er sú, að valda- jafnvægi timabilsins eftir síðari heimsstyrjöldina er að fara úr skorð um. Þetta jafnvægi hefur aldrei ver- ið traust, og þess vegna er ástand- ið glundroðakennt. Þetta nýja valda jafnvægi hefur komið betur í ljós í öðrum heimshiutum. Gömlu heimsveldin ráða nú aðeins yfir nokkrum útkjálkum eins og Hong Kong og Macao, og ennþá hefur Vestur-Evrópa ekki mót- að heildarstefnu í Austurlöndum, þótt hún stefni i átt til sameiningar. Helztu bandalögin, CENTO og SEATO, eru dauð, þótt enn sé að vísu nokkurt lífsmark með þeim báð um. Nú sækja Rússar inn á þau svæði, sem þau náðu yfir. Þetta hefur orðið Bandaríkjunum og Kína hvatning til þess að endur- skoða málefni heimshlutans og finna hvar hagsmunir þeirra fara saman. Þetta hefur lika ýtt undir nýja þjóð ernishyggju í Japan, efnahagslega þjóðernishyggju en ekki hernaðar- lega. Ef eitthvert jafnvægi á að rikja í Asíu í framtíðinni, þá verður það háð því að samskipti Kína, Indlands og Japans verði þannig, að Sovét- ríkin og Bandarikin geti talið þau viðunandi út frá eigin sjónarmiðum. Kínverjar munu sennilega sætta sig við breytinguna á ástandinu á Ind- landsskaga og koma samskiptum sín um við Indverja í svipað horf og þau voru þegar Nehru var forsætisráð- herra, án þess að slíta vináttunni við Pakistana. Þegar fram í sækir, ætti þetta að geta gert Indverjum kleift að forðast það að vera háðir Rúss- um um of. Kínverjar og Bandarikjamenn við urkenna nú, að vissir hagsmunir þeirra fara ' saman, hvað sem allri hugmyndaf.ræði líður, og þess vegna munu þeir sjá sér hag í því að vinna saman til þess að vega upp á móti ásælni Rússa á Indlandi. Frú Gandhi gæti orðið fáanleg til þess að taka þátt í þessu í þeim tilgangi að afstýra tilraunum Rússa til þess að hafa öll tögl og hagldir í Suðaustur- Asíu. Friður i Víetnam þjónar hagsmun um Kínverja betur en strið. Hlutleysi Indókína þjónar hagsmunum þeirra betur en hugsanlegur pólitískur ávinningur Rússa. Þess vegna er ósennilegra en áður, að Kínverjár styðji af einhug fyrirfram skilyrði Norður-Víetnama fyrir friði, það er að stjórn Thieus forseta í Saigon viki fyrir þingræðislegri stjórn, sem gera megi ráð fyrir að klofni þann- ig að andkommúnistar glati völdum. Taiwan hefur verið aða’iásbeyting- arsteinninn í sambúð Kínverja og Bandarikjamanna, en nú er framtíð eyjunnar óverulegt hitamál miðað við það setn áður var. Pléstir Taiwan menn mundu sennilega fallast á ein- hvers konar sjálfstjórn, ef þeim yrði boðið slíkt, þegar Chiang Kai-shek fellur frá. Ferðalag Nixons hefur haft í för með sér þá stórbreytingu, að framtíð Taiwan verður ekki ákveðin í Washington, einhliða og með einu pennastriki. Japan gegnir þýðingarmiklu hlut- verki við þær nýju aðstæður, sem hafa skapazt í Asíu. Japanskar sjón varpsstöðvar fylgdust nákvæmlega með Pekingheimsókn Nixons, og áhrif heimsóknarinnar í Japan verða iangvarandi. Japanir viðu-rkenna nú i fyrsta skipti siðan 1945, að þeim er nauðsynlegt að móta sjálfstæða utan ríkisstefnu og hún hlýtur að bera keim af vaxandi þjóðernishyggju. Japanir endurheimtu sjálfstraust sitt á Olympíuieikunum 1964; heims- sýningin 1970 steig þeim til höfuðs, því að þeir urðu sér meðvitandi um framfarir sinar; og þjóðarvakning þeirra náði hámarki á síðasta ári, þegar dollarinn komst í hættu, og á þessu ári, þegar Nixon fór til Klna. Líklegt má telja, að Japanir krefjist þess áður en þessi áratugurinn er liðinn, að allar bandarískar herstöðv ar verði lagðar niður, en treysti jafn framt á kjarnorkuvernd Bandaríkj- anna til vonar og vara. Bandaríkjamenn, Kínverjar og Rússar hljóta að gera með sér óljóst samkomulag þess efnis, að þeir veiti því aðeins skjólstæðingum sínurn í Asiu aðstoð að herlið einhvers þeirra eða dulbúið herlið þeirra ráðist irm á yfirráðasvæði þessara skjólstæð- inga. Ef til slíkrar innrásar kæmi, ætti það að vera á allra vitorði, að það stórveldi (eða þau stórveldi, sem hagsmuna ættu að gæta,) mundu koma til aðstoðar, en annars ekki. Þannig mundi hvert þeirra um sig gæta sinna eigin hagsmuna, en forð- ast staðbundin átök, sem þannig yrði haldið í skefjum. Ef við gerum ráð fyrir að heild- arlínurnar verði í stórum dráttum þessar, og vera má að tilgang- ur ferðalaga Nixons til Moskvu og Peking sé einmitt að stuðla að því, þá er meira að segja mögulegt að gera sér í hugarlund, að ráðstafan- ir verði gerðar, sem miði að því að sameina lönd, sem eru skipt: Tai- wan, þannig að eyjan fái hálfgerða sjálfstjórn; Vietnam, þa-nnig að gert verði ráð fyrir svæðasamvinnu eins og Saigonstjórnin hefur lagt til; Kórea, á svipaðan hátt og Brandt kanzlari er að reyna í Þýzkalandi. Suður-Kóreumenn hafa sent sérfræð inga til Bonn til þess að rannsaka þetta. Umleitanir sem þessar eru hógvær ar og valda því að stórveldin verða að koma sér saman um hvað þau geti ekki fallizt á, miklu fremur en hvað þau geti sætt sig við. Þetta er sú pólitíska braut, sem liggur til nýr.rar og órólegrar Asíu. „Valdajafnvægi" er orð, sem hef- ur óljósa merkingu, og merking orðs ins „Valdatóm" er engu skýrari. Meira að segja kotríki komast hjá er lendum áhrifum. Ekkert valdatóm er í hiimingeimnutm né á suðrurskau'tinu. Einu öflin, sem veikleiki lokkar til þess að ryðjast áfram, eru öflin, sem knýja á og sækja fram. Þetta átti einu sinni við um Banda ríkin og Kína, og nú á þetta við um Rússland. Bandaríkjamenn og Kin verjar verða að sýna með samfylgd sinni, að slík framsókn er gagnslaus. Þá geta Rússar séð gildi þeirra nýju og óljósu samskipta, sem eru að mót ast, fyritr viðleitnina til þess að draga úr viðsjám í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.