Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 17
MORGUtNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÉL 1972 17 af írum og öðru fólki t(J) 5 (eínkum íslendingum) Seint gleymast sunnudagskvö'ldin á O’Donohues. Það er athvarf fólks, sem flýgur í burt á vængjum söngs ins og svarta björsins Guinmess. Ástandið á Norður-írlandi er látið liggja milli hluta. Það er nú gaman. Að vísu sagði Des mér, að þetta væri argasta I.R.A. krá, en ég tók því létt. Hitt féll mér þyngra að horfa upp á litla hjörð amerískra túrista, sem samanstóð af miðaldra konum og einum pilti, sem var kom- inn af léttasta skeiði. Ég sá ekki bet ur en þarna væri Midnight Oowboy, eða staðgengill hans, lifandi kominn. Þetta gæti auðvitað verið alrangt og kannski var pilturinn sonur eða frændi einnar ekkjunnar, en hegðaði sér þó á óvenju ög.randi hátt, að mínum dómi, af syni, eða frænda að vera. Ekkjurnar, sem sennilega voru af írskum ættum í sjötta lið, eða svo, reyndu að vera þjóðlegar og drekka svartan bjór (úr örsmáum glösum). Síðan brostu þær blítt, þótt ég þættist sjá, að ekki var þeim hlátur i hug, þvi að vondur er Guinness fyrir þá, sem ekki þekkja hann. En staðfestan var ekkj unum í blóð borin og nú höfðu þær ákveðið að vera þjóðlegar. Niður skyldi sá svarti. Að vísu lá við, að ein svikist undan merkjum. Er hún hafði með hörku lokið við fyrsta bjórglasið, sá ég, að hún laumaðist út í írskt kaffi, sem er náttú.rlega þjóðlegt lika, en ekki líkt því eins og Guinness. Kodak instamatik vélum var hamp að hátt þetta kvöld og kannski mætti segja sem svo um það, að allar leið- ir liggja í fjölskyldualbúmið. Síðast sá ég það til hópsins, að hann hafði nælt sér í innlenda viðmælendur til þess að hrella þá með litmyndum af fjölskyldum, vinum, ættingjum, kött um og kanarífuglum að heiman. Minnug þess, að svipaðir atburðir dundu á mér, ráðlausum unglingi, er ég ferðaðist eitt sinn í lest í Sviss- landi, sneri ég mér undan í þöglum hryilingi og gætti þess að snúa mér ekki við aftur. Svo sagði ég við Des, að amerísk- ar ekkjur, eða jafnvel þess- lendir túristar í heild, væru verri en plágan. Þeir væru ólæknandi. Þar með var málið útrætt og við ein- beittum okkur að söngnum og því síðhærða fólki, sem fremst var i flokki. Aðalmaðu.rinn er með rautt, hrokkið hár, sem stendur út í loft- ið og iék á gitar og söng af fjöri og kátínu, eða sorg og söknuði, eft- ir þvi sem við átti, og fórst harla vel og því betur sem fleiri Guinness- fliöskur hurfiu ofan i hann. ÍRSKCR JÓLASVEINN MEÐ FIÐLU Sá óborganlegasti var gamli bör- inn með fiðluna. Hann er með hvítt hár og eplakinnar og minnir í heild á fyrsta jólasvein í einn og átta. Þegar liðið var á kvöld, stóð hann á fætur og upphóf kvæðaraust, að ís- lenzkum sið. Þetta var kvæðabálk- ur um hestinn Finn McCaul og eig- anda hans og veðreiðarnar miklu. Þarna varð mér fyrst ljóst, hvað við eigum gott, að ferskeytlan er enn i tízku í Skagafirðinum, þótt ég hljóti að játa, að tii eru kvæði eins og Hér er fækkað hófaljóni og 1 morg- unljómann er lagt af stað, en i því sambandi er bezt að nefna engin nöfn. Þegar kvæðaflutningurinn var vel á veg kominn með að vekja hjá mér hugljúfar bernskuminningar um hvita hestinn Finn, sem dró mjólkur vagnin.n í sveitinni, var gripið fram i fyrir Stúfi, eða öllu heldur fór mað ur með eina Ijóðlínuna í kór við flytjanda, sem ekki kunni að meta liðsaukann, settist niður pronto og sagðist vera stein- bara alveg hætt- ur. Siðan sagði hann þrisvar við liðs aukann: „Ég var að fa-ra með kvæð- ið en ekki þú.“ Liðisaukinn, unigur og ábyrgðarlaus hljómlistarmað- ur, grátbað gamla bör að halda áfram og það gerðu fleiri. Ekki var við það komandi — svona strax. En eitthvað hefur skapbfsinn mildazt, því að síðar tókst að múta gamla bör (sjálfsagt með brennivíni og kvenfóiki) tii þess að halda áfram. Þar hefndist viðstödd- um beizklega fyrir yfirsjón hljóm- listarmannsins, því að kvæðamaður- inn byrjaði upp á nýtt. 1 þessum efn um er ekkert til, sem heitir að halda áf.ram, þar sem frá var horfið. Enginn glataði þó sönggleðinni. Allir tóku þátt, einkum þegar við átti, og sumir klöppuðu í takt, aðr- ii stöppuðu, en beztur var sá, sem lék undir á vinstri hnéskel með tveimur matskeiðum af frábærri leikni. Annar undirleikari not- aði tvö þartilgerð grjót og varð allt að einum fögrum tóni. TVEIR FRÆGIR Fleira gerist í tónlistarlífi Ira en sunnudagskonsertar á O’Donohues. Nýlega hafa hinir frægu menn Donovan og Leonard Cöhen látið sjá sig í sviðsljósunum þar í landi. Donovan á hús skammt frá Dubl- in, i Kildaresýs.'ju. Þar í litlu þorpi spilaði hann og söng til ágóða fyrir sveitarfélagið eða kvenfélagið, eða bræðrasöfnuðinn og myndaði eins konar instant stúlknakór með þeim, sem voru tiltækar þar og þá. Hon- um þykir svo gaman að litlum stúlk- um. Svo söng hann lagið, sem byrj- aði svona: „Yellow is the eolour of my true love’s hair,“ síðast þegar ég vissi, en virðist hafa breytzt, því að nú söng hin.n frægi: „Yeliow is the colour of my true love’s teeth,“ róm antískum áheyrendum til hugarang- urs. Þvi miður missti ég af Leonard Cohen, þar sem ættjörðin kallaði, en fékk hins vegar fregnir af atburð- inum, sem voru meðal annars á þessa leið: „Leonard Cohen var stórkost- legur. Áheyrendur voru hugfangnir. Stú’ikur vörpuðu önidinni og grétu. Þetta voru hreinir og beinir töfrar og eitthvert mesta ævintýri, sem ég hef orðið fyrir. Seint gleymist mér hljómurinn af þessum söngvum." í HÚSAGARDI FORSETANS Einnig fékk ég fregnir af því, að betra væri að fara varlega á Irlandi núna, mei.ra að segja í Dublin, eink um í grennd við garðinn Fönix, sem sumir segja stærsta lystigarð í Evrópuborg. Þar er dýragarðurinn og þar býr DeValera, forseti. Eða eins og segir í flréttaskeytin.u: „1 gær fórum við út í Fönixgarð og klifruðum yfir nokkra veggi og höfnuðum í húsagarði forsetans, þar sem við fórum að tína liljublóm. Þá birtust tveir lögreglubílar, ásamt tveimur lögreglumönnum á mótorhjól um. Við vorum leidd brott, tekin föst og yfirheyrð lengi á lögreglustöð- inni. Þeir héldu, að við værum öfga- sinnar úr I.R.A., komnir til að sprengja forsetann í tætlur." Nú gætir maður þess að sneiða vandlega hjá húsagarði forset- ans næst þegar maður fer í lysti- göngu í þessum stóra garði. Þar eru nú blóm á flestum trjám. Marz og apríl hafa séð til þess. GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON SKÁKMEISTARI ÍSLANDS 1972 samkvæmt lögurn Skáksam- Skákþing íslands 1972 fór fram um páskana og lauk með sigri Guðmundar Sigur- jönssonar, sem Maut 7(4 v. úr 9 skáku.m. Með þesisum sigri sínum sannaði Guð- mundur enn að hann er einn af okkar öflugustu skákmönn- um, hafi einhver efazt um það eftir alþjóðlega mó'tið á dög- unum. Tafimennska Guð mundar í mótinu var mjög traust og heiilsteypt og er hann sýnilega að ná sínum fyrri styrklieika etftir æfinga- leysið, sem virtist hrjá hann i vetur. Vil ég nota tækifærið og ó®ka Guðmundi til ham- ingju með sigurinn, en þetta mun vera í þriðja sinn, sem hann hlýtur titilinn skák- meistari íslands. 1 öðru sæti varð Bjöm Þor- steinsson með 6% v„ þeir, Jónas Þorvaldsson og Magnús Sólmundarson, hlutu 6 v. og hafa þessir fjórir rétt tii þátt- töku í næstu landsliðs'keppni. Að öðru leyti varð röð kepp- enda þessi: 5. Ólafur Magnús- son 5% v., 6. Hal'ldór Jónsson 4 v„ 7. Jón Torfason 3(4 v„ 8. Jón Pálsson 2% v„ 9. Har- vey Georgsson 2 v„ 10. Ólafur H. Ólafsson 1%. Eins og fram kemur af þessari upptalningu voru þátt- takendur aðeinis 10, en áittu bands íslands að vera 12. Skýringin á þessu er sú, að þeir, Gunnar Gunnarsson og Freysteinn Þorbergsson, veiktust í upphafi móts og urðu að hætta keppni af þeim sökum. Við þetta varð keppn- in mun svipminni en eWa, þar sem tveir keppendur sátu hjá í hverri umferð og sömuileiðis kom þetta illa við hina kepp- endurna. Sem dæmi má nefna, að Jónas Þorvaldsson, sem sigraði þá Gunnar og Frey- stein, í fyrstu tveiimur um- ferðunum og hafði þá forystu í mótinu, hafði aðeins einn vinning, auk biðskáka eftir 6 umferðir. Slíkt hlýtur að draga úr keppnisskapi og áhuga manna og getur haft miikil áhrif á úrslit skáka. Þá verður ekki hjá því komizt að geta þess að nolrkru, hve afar hljótt var um mótið. Hafa ýmsir kunnir skák- áhugamienn haift orð á því við undirritaðan að þetta væri í fyrsta skipti í mörg ár, sem þeir hefðu ekki getað fylgzt með Islandsmóti, einfaldlega vegna þess, að þeir vissu ekki hvar væri tefllt né hvenær. Svo virtist raunar sem um einhvers konar leynimót væri að ræða og ekki bárust flréttir af því fyrr en töluvert var lið- ið á keppnina. Slílkir hlutir mega ekki endurtaka sig, ef íslandsmótin eiga að halda reisn sinni og virðingu. 1 meistaraflokki sigraði ungur og mjög efnilegur skákmaður, Kristján Guð- mundsson, með yfirburðum, hlaut 8 v. úr 9 skákum. 1 2.—3. sæti urðu þeir Jó- hannes Lúðvíksson og Stefán Þ. Guðmundsson, með 6(4 v. og rnunu þeir tefla einvígi um annað sætið, sem veitir rétt til þátttöku í næstu landsliðs- keppni. Við sbuium nú lita á eina skák frá hendi hins nýbakaða Islandsmeistara. Hvítt: Giiðniiindiir Sigurjónss. Svart: Jón Pálsson. Frönsk vörn. 1. e4 - e6, 2. d4 - d5. 3. Rd2 - Rf6, 4. e5 - Rfd7, 5. f4 (Þetta er einna hvassasta áframhald- ið, en einmig er oft leikið hér 5. Bd3). 5. - c5, 6. c3 - Rc6. 7. Rdf3 - Dl>6?, (Þessum leik mun ætlað, að auka á þrýst- iniginm á hvíta d-peðið, en í rauninni er hann vindihögg. Hvítur á auðvelt með að verja miðborðið og á b6 stendur svarta drottningin illa, auk þesis sem hún tefur fyrir eðli- legri liðskipan. Betra var að leika hér 7. - b6). 8. g3(!) (Þessi leiikur hefur tvíþættan tilgang. Hann styrkir hvita peðamiðborðið og skapar hvíta kóngnum öruggt skjól á g2). 8. - cxd4, 9. cxd4 - Bb4f(?), (Leiktap, betra var að leika strax Be7). 10. Kf2 - f6, 11. Kg2 (Svartur hótaði að vinna peðið á e5). 11. - 0-0, 12. Bd3 - Be7, (Auðvitað ekki 12. - Rxd4, vegna 13. Rxd4 - Dxd4, 14. Bxh7f og vinnur). 13. Re2 - He8, (Nú koma af- leiðingarnar af ónákvæmni svarts í 7. leik vei í ljós; hann á í erfiðleikum með liðskipan sína og verður að eyða mörg- um leikjum i að koma mönn- unum á drottmingarvæng í spilið). 14. b3 - Rf8, 15. a3 Bd7, 16. Bd2 - a5, 17. Rc3 - Ra7, 18. Ra4 - Dd8, (Eftir 18. - Bxa4 gæti áframhaldið orðið eitthvað á þessa leið: 19. bxa4 - Hec8, 20. Hbl - Dc7, 21. Db3 - Hab8, 22. Hhcl og hvitur vinnur peð með yfir- burðastöðu. Hið sama yrði uppi á tengingnum eftir 20. - Dd8). 19. De2 - b6. 20. Hhcl - Dl>8, 21. Ii3 - f5, 22. g4! (Hvítur leggur til atlögu á kóngsvæng en meginihluti svarta liðsins er óvígur fjarri vettvangi). 22. - g6, 23. gxf5 - exf5, (Eftir 23. - gxf5 yrði sókn hvits enn öflugri). 24. h4 - Re6, 25. h5 - Kf7, 26. Rc3 - Bc6, 27. Hhl - Hg8, 28. hxg6f - hxg6, 29. Hli7f - Hg7, 30. Hli6! (Hrókakaup yrðu aðeins til þess að auðvelda svörtum vörnina). 30. - Dl>7, 31. Kf2 - Hag8(?), (Hér var sjálifsagt að leita mótspiis með 31. - b5. Næsti leiikur hvíts gerir alila Slíka möguleiika að emgu). 32. a4! - Dd7, 33. Ke3 - Bb7, 34. Dh2 - Rc6, 5. Rb5 (Svartur hótaði 3’5. - Rxd4!, 36. Rxd4 - Rxd4, 7. Kxd4 - Bc5f mát!). 35. - Kf8, 36. Hgl - Rcd8, 37. Rh4 - Kf7, 38. Rxg6! (Nú hrynur svarta staðan i örfá- urn leikjum). 8. - Hxg6, 39. Dh5 - Rf8, 40. Bxf5 - Dc6, 41. Hcl og svartur gafst upp. Guðmundur hefur teflt þeissa skák mjög vel og sýnt glöggt hvernig má notfæra sér mis- tök andstæðinigsins í byrjun- inni. Hér kemur svo önnur skák frá hendi Guðmundar. Hvítt: Giiðniiindur Sigurjönss. Svart: Ólafur H. Ólafsson. Sikileyjarvörn. I. e4 - c5, 2. f4 - e6, 3. Rf3 - d5, 4. Rc.3 - dxe4, 5. Rxe4 - Rf6, 6. Rf2, - Bd6, 7. g3 - b6, 8. Bg2 -Bb7, 9. 0-0 - 0-0, 10. b3 - Rbd7, II. Bb2 - b5, 12. d3 - Db6, 13. Hel - Hac8, 14. c4 - R"b8, 15. Rg5 - Bxg2, 16. Bxf6 - Db7, 17. Dh5 - h6. 18. Rg4 - Rd7, 19. Dxli6 - Rxf6, 20. Rxf6f - gxf6, 21. Dh7f mát! Skákþingi Norðlendinga lauk skömmu fyrir páska og varð Halldór Jónsson skák- meistari Norðlendinga, hlaut 7(4 v„ 2.—3. Hrafn Arnarson og Hafsteinn Ágústsson 6 v„ 4. Örn Ragnarsson 5(4 v. og svo frv. Lausm skákdæmis í síðasta þætti: 1. D!>8-,-5 og ef nú a) Bxe5 þá Rc5f niát, b) Hxe5 þá b7-h8=Rf mát, c) Hxb7 þá Rc5f niát. Hér kemur svo annað dæmi eftir Sigurbjöm Sveinsson: Hvítt: Ke7, f7, g6, g5, h7. Svart: Kg7. Hvítur leitour og mátar í öðrum leik. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.